28 July 2015

NYC PHOTO DIARY - PART I

Mæli svo mikið með þessum stað í Soho - við fengum okkur hádegismat þarna.
Ég pantaði mér Ravioli og ég sver að þetta var besta Ravioli sem ég hef smakkað
hingað til. Hann er á horninu á Prince og Mercer.

Þarna er ég í himnaríki - það eru endalaust af fallegum búðum í Soho. Ég
fór í smá leiðangur í Céline en fann ekki það sem ég var að leita mér að,
ég fann það þó á endanum í Saks á 5th Avenue. 

Þetta hverfi er alveg hreint magnað - það er allt svo fallegt og steinlögðu
göturnar gera það ennþá fallegra. Klárlega uppáhalds hverfið mitt í NYC
hingað til.

Ég var gjörsamlega í himnaríki - þetta verður ekki meira New York en þetta.
Það er algjörlega nauðsynlegt að fara aðeins út fyrir þessi klassísku svæði
og rölta um, þá sér maður alltaf eitthvað fallegt.

Ég gat auðvitað ekki sleppt því að kíkja á Ladurée - staðurinn er ótrúlega fallegur að
innan og svo eru makkarónurnar æðislegar. Það er alveg öruggt að ég mun éta yfir
mig af makkarónum þegar ég fer til Parísar.

Öll detailin eru svo falleg og stílhrein - þó svo að ég var ekki að versla neitt
sérstaklega þá var svo gaman að skoða allar búðirnar því þær voru svo
fáranlega flottar að innan líka.

Góðan dag, hér er smá myndaflóð frá NYC ferðinni minni um helgina. Ég er með alveg heilan
helling af myndum frá ferðunum mínum þangað í sumar og mun ég deila restinni með ykkur
á næstu dögum. Um helgina ákvað ég að fara aðeins út fyrir venjulega svæðið mitt og ég tók
lestina niður í Soho - það var ekkert smá gaman að komast frá "túristasvæðinu" og skoða mig
um í Soho. Hverfið er ótrúlega fallegt og það er endalaust af fallegum verslunum þar og góðum
veitingarstöðum. Ég fer þangað aftur, það er alveg pottþétt x

___________________________

Good morning, here is a small photo diary from my trip to NYC this weekend. I have a 
bunch of pictures from my trips there this summer and I will be sharing the rest of them
with you in the next days. This weekend I decided to take the subway down to Soho and
I had such a nice time there. It was good to get out of my usual spot and see this gorgeous
neighbourhood. It is packed with beautiful little stores and restaurants. I will be going there
again, that is for sure x27 July 2015

PICK OF THE DAY: ASOS OLIVE TRENCH

ASOS olive trench in midi lenght - buy it HERE

Góðan dag - færsla dagsins verður einföld og stutt þar sem ég er ofur þreytt í dag! Ég
kom heim frá New York seint í gærkvöldi og ætla því að nýta daginn í dag í smá leti og
að laga til heima við. Í vikunni ætla ég að deila með ykkur myndum frá ferðinni sem var
æðisleg í þetta sinn - ég eyddi deginum í Soho og á nýjan uppáhalds stað í heiminum. Ég
keypti mér líka dálítið í Saks sem mig er búið að langa í mjög lengi og mig hlakkar mjög 
til að sýna ykkur það hér bráðlega. 

Annars langaði mig að deila með ykkur þessum gullfallega jakka frá Asos sem er ofarlega
á óskalistanum mínum fyrir haustið. Ég stenst aldrei þennan lit, hann er svo fallegur. Þið
getið keypt hann HÉR x

___________________________

Good morning - todays post will be super simple and short since I am so tired today. 
I came home from New York very late last night so today I am at home relaxing and 
unpacking. I am going to share some pictures with you from this trip later in the week.
I had such a lovely time - I went to Soho and now I officially have a new favorite place
in the world, it was so beautiful there! I also bought something at Saks that I have 
been wanting for a very long time - I am excited to share that with you as well.

Today I wanted to share with you this gorgeous trench from Asos which is at the
top of my wishlist at the moment. I can never resist this color, it's so pretty. You
can buy the trench HERE x


24 July 2015

INSTAGRAM DIARIES

FALLEGIR LITIR - FANN ÞENNAN KJÓL Í H&M UM DAGINN OG ELSKA
LITINN Á HONUM, ÉG ER EKKI MIKIÐ FYRIR LITI EN ÞESSI ER Í MIKLU
UPPÁHALDI HJÁ MÉR ÁSAMT MOSAGRÆNUM.

ÉG SKRAPP TIL EDMONTON YFIR HELGI UM DAGINN, ÉG VISSI EKKI VIÐ
HVERJU ÉG ÁTTI AÐ BÚAST EN BORGIN KOM MÉR SKEMMTILEGA Á
ÓVART. ÞETTA FALLEGA HÓTEL VAR VIÐ HLIÐINA Á MÍNU OG ER
EKKERT SMÁ FALLEGT.

SUMARDRESS - EITT AF MÍNUM UPPÁHALDS Í SUMAR. ÞAÐ ER SVO
YNDISLEGT AÐ GETA VERIÐ BERLEGGJA Á ÍSLANDI.

EIN NAUÐSYNLEG SPEGLAMYND ÁÐUR EN ÚT ER HALDIÐ.

OK, SEINASTA MYNDIN AF ÞESSU OUTFITI - ÉG LOFA! ÞÚ GETUR
SÉÐ OUTFIT FÆRSLUNA HÉR.

FALLEG BLÓM SEM FEGRA HEIMILIÐ.

OOG NÝJIR SKÓR, NÆLDI MÉR Í ÞESSA Á ÚTSÖLUNNI Í BIANCO.

SKRAPP SVO TIL TORONTO - ÓTRÚLEGA FALLEG OG SKEMMTILEG
BORG. VÆRI ALVEG TIL Í AÐ KÍKJA ÞANGAÐ AFTUR EINN DAGINN.
ÞETTA ER ÚTSÝNIÐ AF HÓTELHERBERGINU MÍNU, EKKI SLÆMT!

GÖMUL MYND FRÁ SEINUSTU NYC FERÐ MEÐ MÖMMU, FYRSTA
HEIMSÓKNIN Í CENTRAL PARK OG EKKI SÚ SEINASTA. ÞAÐ VAR
SVO FALLEGT AÐ SJÁ ALLAR BYGGINGARNAR FRÁ GARÐINUM.

NÝR SPEGILL ÚR SÖSTRENE GRENE FÉKK AÐ KOMA MEÐ MÉR HEIM
UM DAGINN - EFTIR MIKLAR VANGAVELTUR FÉKK HANN AÐ FARA 
FYRIR OFAN KOMMÓÐUNA INN Í SVEFNHERBERGI. 


Halló - hér er smá myndasprengja frá seinustu dögum. Sumarið er búið að vera of
fljótt að líða og ég trúi því eiginlega ekki að Júlí sé að klárast - það þýðir bara eitt, 
það styttist í að sumarvinnan klárist og að skólinn byrjar aftur. Mig langar helst ekki
að hætta að vinna en sem betur fer er bara eitt ár eftir af skólanum hjá mér - alveg
hreint ótrúlegt hvað tíminn líður. 

Ykkur er auðvitað velkomið að fylgja mér á Instagram en þið finnið mig þar undir
notendanafninu @alexsandrab - ég verð dugleg þar um helgina þar sem ég er að
fara erlendis. Sama gildir um Snapchat, það er opið fyrir alla og þið finnið mig þar
undir @alexsandrabernh x

_________________________________

Hello everyone - here are some snaps from the last couple of days. Summer has
gone by way to fast and I can't believe that July is almost over - that just means
one thing, one month left of my summer job and school starts again soon. I kind
of don't want the summer to end but I only have one year left of school - it's so
amazing how time flies sometimes.

You are more than welcome to follow me on Instagram but you will find me
there under @alexsandrab - I will post a lot on there this weekend since I am
going abroad. Same goes for Snapchat, I have that open for everyone and you
can find me there under @alexsandraberh x


23 July 2015

25 THINGS ABOUT MESeinustu svona færslur hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð og því ákvað ég að skella í nýja
þar sem ég deili með ykkur 25 hlutum um mig - ég veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf
betra að kynnast þeim bloggurum sem ég fylgist með aðeins betur og ég vona að þið hafið
gaman að! Ykkur er svo alltaf velkomið að spyrja spurningar í athugasemdum x

1. Ég er ótrúlega feimin og það kemur mörgum á óvart að ég sé með þetta blogg.
Ég er samt andstæðan við feimin eftir að ég kynnist fólki og ég hef alltaf verið
mjög hógvær varðandi bloggið mitt.

2. Ég á bestu fjölskyldu í heimi - þó svo að foreldrar mínir hættu saman þegar
ég var 2 ára er ennþá svo gott á milli þeirra og er ég ævinlega þakklát fyrir það.

3. Ég er svo heppin að vera með bestu og skemmtilegustu vinnu í heimi.

4. Mig langar ótrúlega í pug hund eða lítið bleikt svín. Ég er þó með ofnæmi
fyrir öllum loðnum dýrum.

5. Ég get ekki sleppt því að vera með naglalakk. Ég skipti líka um naglalakk
um 3-4 sinnum í viku vegna þess að ég enda alltaf á því að kroppa það af mér.

6. Mig langar í stóra fjölskyldu og ekki minna en 3 börn.

7. Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að skíra dóttur mína ef ég eignast eina,
en ég held að ég eigi eftir að enda með nokkra stráka. 

8. Ég er með æði fyrir kertum, blómum og teppum. Ég á 5 teppi heima sem er
fáranlegt, hver þarf að eiga 5 teppi?

9. Ég er algjör letingi og hef ekki stigið fæti inn í líkamsræktarstöð í yfir 3 ár.
Ég fer helst bara út að labba, en þá í mesta lagi 1x í mánuði.

10. Ég elska mat og að borða. Uppáhalds maturinn minn í augnablikinu er sushi
og gæti ég borðað það alla daga - ég borða samt ekki mikið hrátt og því segir Níels
kærastinn minn að ég sé í raun ekki að borða sushi. Uppáhalds sushi-ið mitt er 
Maki Tempura á Sushi Train og Surf n Turf rúllan á Sushi Samba.

11. Áður en ég byrjaði með kærastanum mínum var ég ekki hrifin af nautasteik,
humri eða fínum mat. Núna elska ég nautasteik (því hrárri því betra).

12. Ég er ótrúlega myrkfælin, en ekki heima hjá mér. Þegar ég er í stoppi erlendis
gisti ég ein á hótelherbergi sem er eitt það erfiðasta sem ég geri, en ég sef alltaf með
kveikt ljós eða kveikt á sjónvarpinu.

13. Mig langaði alltaf að verða skurðlæknir en ég er ótrúlega viðkvæm fyrir blóði og
öllu sem fylgir. 

14. Ég sef alltaf í slopp, ekki náttfötum. 

15. Fyrir nokkrum árum var ég ótrúlega flughrædd - í dag starfa ég sem flugfreyja.

16. Mér finnst ekkert rosalega gaman að fara í bað - ég vel frekar sturtu yfir bað og
ég hef aldrei farið í bað í íbúðinni minni, ég hef búið hér í næstum 2 ár.

17. Ég þarf að hafa hlutina á ákveðnum stað inni í ísskáp. Ef kærastinn minn raðar
inn í ísskáp eftir að við komum heim úr búðinni þarf ég vanalega að laga það.

18. Ég get ekki farið að sofa nema ég sé búin að laga til koddana og teppið í sófanum.

19. Ég er ekki hrifin af ís (sorry Íslendingar) - en uppáhalds ísinn minn er Magnum
Double eða Magnum Almond.  

20. Ég hata að fara í sund - þess vegna geri ég það örsjaldan.

21. Ég er ótrúlega hrædd við hesta.

22. Uppáhalds þættirnir mínir eru Entourage, Friends og Pretty Litte Liars. Mig 
langar samt ekki að vita hversu miklum hluta ævi minnar ég hef eytt í þetta PLL
dæmi, mig langar alveg að vita hver A er... plís!

23. Ég er ekki mikið fyrir að vera í sólbaði, ljósum né að bera á mig brúnkukrem. 
Ég er með ótrúlega ljósa húð og finnst það bara í lagi. Skil stundum ekki þessa
þráhyggju að vera brúnn.

24. Áður en ég byrjaði sem flugfreyja gat ég ekki verið með varalit eða gloss, núna
finnst mér ég vera nakin án þess.

25. Ég er haldin eitthverri skrýtinni þráhyggju - ég elska Stokkhólm. Ég hef samt
aldrei komið þangað en ég bara elska allt við Svíþjóð. Kannski er það því ég les of
mikið af sænskum tískubloggum, en svo elska ég líka bara tungumálið. Köttbullar
og Vitt Vin - gerist ekki betra! Det ar bra.

_________________________________

As fact #9 says, I am super lazy so if you want to read these 25 things about me, please
use Google Translate. I am too tired to translate and the post would be super long if I
did, hope that is OK! Hugs x21 July 2015

HOME: LILLIES

H&M HOME vase     IITTALA candle holders

Góðan dag - fersk blóm gera allt svo mikið fallegra! Ég keypti þessar liljur um daginn og
það kom mér á óvart hversu lengi þær endast - liljur eru í miklu uppáhaldi hjá mér en eina
sem angrar mig við þær er lyktin af þeim, hún er ekki rosalega góð. Þess vegna klippi ég
alltaf þetta brúna sem vex innan í þeim úr þar sem það minnkar lyktina - en ég læt mig
hafa það þar sem þær eru svo fallegar. Vasinn undir þær er úr H&M Home og ein bestu
kaup mín þaðan.

Ég er í fríi í dag og er bara heima við - ég lenti í því í gærkvöldi að fá svakalegt ofnæmi eða
eitthvað óþol fyrir nýjum augnfarðahreinsi svo ég sit upp í sófa með stokkbólgin og rauð
augu. Þannig ég mæli ekki með Pro Eye Makeup Remover frá MAC, bara alls ekki! Ég 
vona að þið njótið dagsins ykkar, þangað til næst x

_________________________________

Good morning everyone - I love how fresh flowers make everything so much more
beautiful. I got these lilies the other day and was surprised by how long they lasted.
Lilies are one of my favorite flowers but the only thing about them that bothers me
is how bad they smell - I always cut the brown part off to get rid of the smell. The vase
is from H&M Home and is one of my favorite purchases from there.

I have the day off today and was going to shoot an outfit post but last night I got
some sort of allergic reaction to a new eye makeup remover from MAC so my eyes
are swollen and red - so I do not recommend the Pro Eye Makeup Remover from 
them, just horrible! I will take it easy today - hope you have a good day! Hugs xTheme designed by Feeric Studios. Copyright © 2013. Powered by Blogger