Stjörnumerktar vörur fékk ég sem gjöf.

Ég verð að segja ykkur frá tveimur vörum sem ég er með gjörsamlegt æði fyrir í augnablikinu en eru
þær báðar nýjar vörur frá snyrtivörumerkinu BECCA sem kom í sölu hér heima í fyrra. Allar þær
vörur sem ég hef prófað frá merkinu finnst mér ótrúlega góðar og því var ég svo spennt þegar ég
sá þessar nýjungar frá þeim. Fyrst prófaði ég Under Eye Brightening Setting púðrið* en nota ég
það til að setja hyljarann undir augunum og birtir það augnsvæðið ásamt því að hyljarinn helst á
sínum stað allan daginn. Púðrið er ótrúlega fínt með ljóma í og hefur það algjörlega komið í stað
Laura Mercier púðursins míns sem ég hef notað í nokkur ár núna. Þar sem ég var svo hrifin af 
þessu púðri þá var ég mjög spennt þegar ég komst að því að BECCA væri að koma út með nýtt
andlitspúður líka. Það var þó ekki það eina sem seldi það fyrir mér heldur er 50% af púðrinu
vatn - já, ég sagði vatn! Þetta er ótrúlega óvenjulegt innihaldsefni í púðri og því varð ég mjög
forvitin að prófa en allar þær umsagnir sem ég hef séð lofsyngja púðrið og þrátt fyrir að ég hef
ekki notað það oft verð ég að taka undir það. Það er ótrúlega skrýtin tilfinning að setja púðrið
framan í sig en það er eins og maður sé að setja vatn á húðina en samt sem áður en púðrið
þurrt - það gefur húðinni gullfallega áferð og í þau fáu skipti sem ég hef notað það yfir farða
í flugi þá þarf ég ekkert að laga mig og fer engin olía í gegn sem er algjör snilld. Ég ætla
að halda áfram að prófa mig áfram með það en so far, soooo good  Því miður er andlitspúðrið
uppselt á Íslandi en ég læt ykkur vita ef það kemur aftur og þá hvenær því þetta er vara
sem þið þurfið!

BOOHOO swimsuit (HÉR)    ASOS knitted v neck dress (HÉR)
ASOS lace insert slip dress (HÉR)     ASOS knot front dress (HÉR)

Jæja, þá get ég loksins byrjað að deila með ykkur Asos óskalistanum mínum aftur! Ég ætla að 
viðurkenna eitt sem mun koma ykkur á óvart, ekki vera hrædd en ég er bara búin að panta mér
tvisvar sinnum af Asos á þessu ári - já ég veit!! Eftir að ég komst að því að ég væri ólétt langaði
mig ekkert að panta mér þar sem ég hugsaði alltaf að ég myndi hvað sem er ekki passa í þær
flíkur sem mig langaði í en eftir að hafa skoðað aðeins þá er helling af fallegu til inn á Asos
úr bæði venjulegu línunni þeirra og Maternity línunni sem virkar. Ég ætla að panta mér nokkra
hluti en þessar fjórar flíkur eru ofarlega á óskalistanum mínum núna.

Sundbolurinn þykir mér fullkominn en hann er klassískur og einfaldur. Ég myndi taka hann þá
mögulega í einni stærð stærri en vanalega en ég er á leið til Ítalíu í Júní og vantar mig sundföt á
bumbu fyrir það - hann er líka til í rauðu hér og er ég að meta að panta þá báða! Mig vantar svo
blúndukjól í stærri stærð en ég nota þannig mikið undir alls konar toppa og kjóla og er svona
kjóll algjör nauðsyn að mínu mati. Peysan og kjóllinn eru svo úr Maternity línunni en ég hafði
hugsað mér peysuna yfir þægilegar gallabuxur eða leggings og svo mögulega yfir blúndukjólinn
líka. Kjóllinn er svo fullkominn fyrir fínni tilefni og fyrir kvöldverði við Garðavatn í Ítalíu 

Færslan inniheldur auglýsingalinka. 

BUN IN THE OVEN

Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur að ég hef ekki verið dugleg að sinna blogginu seinustu
nokkra mánuði og það sama má segja um hina miðlana mína. Ég hef varla sést inn á Snapchat
seinustu vikur en síðan ég byrjaði hefur daglega verið eitthvað í Story hjá mér en nú kemur það
ykkur liggur við á óvart ef ég læt sjá mig þar. Eins og þið kannski sjáið á titlinum á færslunni og
myndunum hér að ofan þá er ansi stór ástæða fyrir fjarveru minni en um miðjan febrúar komumst
við að því að ég væri ólétt af fyrsta barninu okkar. Þetta var langbesta óvænta frétt sem við höfum
nokkurn tíman fengið og er það búið að vera rosalega erfitt að geta ekki deilt spenningnum með
ykkur sem við höfum upplifað seinustu vikur. Seinustu vikur eru búnar að vera yndislegar en á
sama tíma ótrúlega erfiðar og strembnar - ég er búin að vera rosalega veik en langflestir dagarnir
mínir einkennast af því sem ég kalla allan-dag-ógleði, uppköstum og mikilli þreytu. Ég er enn að
kasta upp og því mjög slöpp en mikið er ég glöð að fá loksins að deila þessum stóru fréttum með
ykkur. Það er von á erfingjanum í lok Október 2018 og mun ég auðvitað leyfa ykkur að fylgjast
með ferlinu.


Ég vona því að þið getið fyrirgefið mér fyrir að hafa ekki sinnt blogginu eins vel og ég hefði 
viljað en um leið og ég hressast mun ég koma sterk inn aftur, því get ég lofað ykkur 
Kjólinn keypti ég mér sjálf.

Eins og ég sagði ykkur í seinustu færslu þá er ég að taka mig vel á þegar kemur að innkaupum sem 
snúa að fatnaði, skóm og snyrtivörum. Ég á meira en nóg af þessu öllu saman og er að vanda valið
vel þegar ég leyfi mér að versla smá. Ég rak augun í nýju vor- og sumarlínuna frá einu af mínum
uppáhalds merkjum, Ganni, fyrir nokkrum vikum og var sérstaklega hrifin af þessum svarta ,,wrap"
kjól sem er skreyttur með appelsínugulum blómum. Ég hugsaði málið vel og vandlega og náði ég
kjólnum aldrei úr hausnum á mér svo ég fór núna í vikunni í Geysi á Skólavörðustíg og nældi mér
í eitt stykki. Það er ekki komið veður fyrir hann hér heima strax en ég er á leið í frí til Ítalíu í sumar
og mikið er ég spennt að nota hann þar og svo hérna heima þegar (og ef..) veður leyfir.

Ég vona að þið hafið það öll gott um páskana - ég er á leið erlendis á morgun í vinnustopp og mun
ég því eyða páskunum með sjálfri mér og páskaegginu mínu í frosti og kulda. Ég get þó ekki kvartað
þar sem það er ekkert betra en að eyða deginum í leti á hótelherbergi, sérstaklega þegar það er kalt
úti 

Ganni fæst í verslunum Geysi og kostaði kjóllinn 28.990 krónur.

Kápuna keypti ég mér sjálf. 

Já halló allir saman - ég vona að þið munið ennþá eftir mér en ég er heldur betur búin að vera slöpp
hér inn á og á hinum samfélagsmiðlunum mínum. Ég er búin að vera í mikilli lægð seinustu vikurnar
en þegar ég er föst í lægð þá er ég ekki að reyna að kreista úr mér efni enda vill ég frekar mynda og
blogga þegar mig langar til þess. Ég finn að ég er orðin mun skárri nú þegar snjórinn er farin og sólin
byrjuð að sjá sig en ég nýtti einmitt tækifærið í dag þar sem birtan var æðisleg að mynda nokkrar
flíkur og vörur sem ég mun deila með ykkur á næstu dögum. Svo styttist einnig í að ég geti deilt með
ykkur fyrir/eftir myndum af heimilisbreytingunum en við eigum bara eftir að setja listana á gólfin og 
mála vegginn inn í svefnberhergi í dekkri lit - ég get ekki beðið eftir að klára það og deila svo með 
ykkur lokaútkomunni!

Eitt af því sem ég myndaði í dag var nýjasta viðbótin í fataskápnum en eins og ég var búin að nefna
áður þá var ég í ströngu verslunarbanni í Febrúar. Það var gott að klára það en á sama tíma er ég 
búin að vera mjög dugleg að missa mig ekki í að versla þar sem markmiðið mitt í ár er að versla 
mér fáar en vandaðar flíkur og hugsa mig aðeins um áður en ég kaupi eitthvað. Það var einmitt
það sem ég gerði með þessa kápu en ég hafði séð hana fyrir nokkrum vikum þegar ég heimsótti
Selected og ég kolféll fyrir henni strax. Ég ákvað að kaupa hana ekki við fyrstu sýn heldur fór ég
heim og hugsaði málið í nokkra daga - þetta er snilldarráð og svínvirkar en ég hef hætt við nokkur
kaup eftir að ég byrjaði á þessu. Ef ég er enn að hugsa um flíkina nokkrum dögum seinna, þá leyfi
ég mér hana mögulega en eftir tvær vikur gat ég ekki hætt að hugsa um þessa kápu og því fékk
hún að koma með mér heim fyrir helgi. Þetta voru heldur betur góð kaup en ég hef notað kápuna
mikið eftir að ég fékk hana enda er hún fullkomin - ég elska litinn og sniðið á henni og er hún
ekki of þykk svo hún er fullkomin yfir þykkar peysur þegar það er ennþá kalt og yfir eitthvað
léttara núna í vor 

Kápuna keypti ég í Selected Smáralind og kostaði hún 37.990 krónur.
Blogger Template Created by pipdig