ALEXSANDRA BERNHARÐ // TÍSKU- OG LÍFSSTÍLSBLOGG

Image Slider

29.9.16

ON IT'S WAY: MISSGUIDED

Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég mér sjálf.

Einmitt þegar ég var búin að ákveða að haga mér vel þegar kæmi að fatakaupum þá ákveða þau hjá
Missguided að setja 50% afslátt á ALLT á síðunni - já, ég sagði allt! Ég var stödd í stuttu stoppi í
Glasgow þegar systir mín sendir mér þetta og ég var ekki lengi að skella þremur hlutum sem voru
á óskalistanum mínum í körfuna og nú eru þeir á leiðinni til mín! Ég hefði getað pantað mér miklu
fleiri hluti en ég ákvað að vera stillt og fékk mér tvenn pils og eina síða prjónaða peysu. Afsláttrinn
gildir ekki lengur en með kóðanum "heyfall" færðu 35% afslátt, það er nú ekki slæmt!

Nú ætla ég að slaka aðeins á í sófanum áður en ég fer í kvöld/næturflug í vinnunni - hafið það
gott 

MISSGUIDED jumper dress (fæst HÉR)     MISSGUIDED black wrap skirt (fæst HÉR)     MISSGUIDED pink wrap 
skirt (fæst HÉR)


Right when I decided to behave when it came to shopping Missguided had a 50% off sale
on everything last Monday - yes, I said on everything! I of course had to make a little order
and had to get these three things that were on my wishlist. I could have gotten so much more
but I decided to be good and just got two skirts and a comfy knitted sweater. They don't have
the discount anymore but when you use the code "heyfall" you get 35% off your order, now 
that's not bad!

Now it's time to rest a bit on the couch before heading to work - take care 
27.9.16

PICK OF THE DAY: OFF THE SHOULDER


Ég er búin að stara á þessa "off the shoulder" peysu síðan ég fann hana inn á Asos fyrir rúmri viku
síðan - hversu falleg?! Ég sé hana alveg fyrir mér við rifnar svartar gallabuxur, svarta öklaskó og með
hárið uppi eða tekið aftur, já takk! Ég pantaði mér reyndar þessa peysu um daginn og er því að reyna 
að sannfæra mig um að leyfa mér að kaupa þessa líka! En það er búið að vera frekar þögult hjá mér
bæði hér á blogginu og á Snapchat en ég tók góða törn í vinnunni og fór í fjögur morgunflug í röð
um helgina. Það var því ekki gert neitt nema að vinna og sofa sem er stundum fínt - ég er í fríi í dag 
og svaf út enda var það alveg langþráð eftir að vakna fyrir klukkan fimm seinustu fjóra daga. Í dag
eyddi ég svo deginum á flakki en núna er ég heima í leti, svo yndislegt. Hafið það gott 


I have been staring at this "off the shoulder" sweater since I saw it on Asos last week - how
pretty is it?! I can see myself wearing it with ripped black jeans, black ankle boots and with
my hair up or taken back, yes please! I ordered this sweater before the weekend so now I am
trying to convince myself to get this one too! But I have been kind of quiet both here on the
blog and on Snapchat but I was working four (!!) morning flights in a row this weekend so
all I did was work and sleep. Today I have the day off and spent the day running errands so
now I am back home being lazy on the couch for a bit before I cook dinner. Take care 
22.9.16

YESTERDAY'S OUTFIT

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected á Íslandi.

SELECTED knitted coatigan (fæst í Selected Smáralind)     H&M sweater     TOPSHOP joni jeans (fást í
Topshop Kringlunni og Smáralind)     PUBLIC DESIRE boots (fást HÉR)     GIVENCHY antigona bag (fæst HÉR)

Í gær ákvað ég að draga systur mína út og taka myndir af dressi dagsins en ég fékk mér þessa 
peysukápu nýlega í Selected og varð að sýna ykkur hana - þetta er svona flík sem mig langar
helst að eiga í öllum mögulegu litum og hef ég varla farið úr henni síðan ég fékk mér hana!
Hún er svo þægileg og þó svo ég sé ekki mjög litaglöð manneskja þá elska ég litinn á henni.
Buxurnar sem ég er í eru líka nýjar en ég fékk mér þær þegar ég var í New York yfir seinustu
helgi - þær heita Joni og ég ákvað að fá mér svartar með götum á hnjánum. Ég er ekkert smá
ánægð með þær en ég er mjög picky þegar kemur að gallabuxum - þær verða að vera háar í
mittið og úr mjúku gallaefni þar sem ég veit ekki um neitt óþægilegra en stífar gallabuxur.
Þessar eru einmitt háar í mittið og ofur mjúkar svo þær fá heilar fimm stjörnur frá mér - ég
elska líka að vera í netasokkabuxum undir þeim en þessar sem ég er í eru frá Orublu og heita
Tricot, gjörsamlega elska þær!

Nú ætla ég að hressa mig við en ég ætla að skreppa í klippingu og neglur í dag áður en ég
fer snemma að sofa - það er löng vinnuhelgi framundan hjá mér. Þangað til næst 


Yesterday I dragged my sister outside to shoot this outfit but I wanted to show you
guys my new coatigan that I got at Selected last week - this is the type of clothing 
that I want to have in every single colour and I have hardly taken it off since I got
it. It is so comfy and even though I don't wear a lot of colours, I love the colour of
it. I paired it with black jeans, fishnet tights and a cozy sweater!

Now I am heading to get my hair cut and my nails done before going home to bed
early - I have a long work weekend ahead of me. Until the next time 
21.9.16

MAC MAKEUP SERVICE

Þessi færsla er unnin í samstarfi við MAC // Förðunina fékk ég að gjöf.

Um daginn fékk ég svo skemmtilegan póst frá MAC en þau buðu mér að koma í förðunarráðgjöf hjá
þeim - ég var ekki lengi að segja já og fór ég til þeirra í gær í 60 mínútna ráðgjöf hjá yndislegri stelpu
sem heitir Dýrleif. Við byrjuðum á því að spjalla bara um húðina mína, hvernig ég er vön að mála
mig og hvað mig langaði að gera - svo byrjaði fjörið. Ég hafði aldrei farið í förðun áður og ég var því
alveg sjúklega spennt að láta fagmann sjá um að mála mig og ég varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum.
Dýrleif fór mjög vel í gegnum allt sem hún var að nota og gaf mér mjög góð ráð - ég vildi fá fallega,
létta og ljómandi áferð á húðina og náðum við því með því að byrja á að nota húðvörur frá MAC
áður en við notuðum Face and Body farðann á allt andlitið. Þegar húðin var orðin fullkomin þá
gerði hún á mig létt smokey með brún- og rauðtóna augnskuggum. Ég var ekkert smá ánægð með
lokaútkomuna og var ég liggur við grátandi þegar ég þufti að þvo mér í framan seinna um kvöldið.
Ég fékk svo að velja mér þrjár vörur frá MAC og ég valdi mér Prep + Prime  Moisture Infusion 
Serum, Face and Body farðann og Paint Pot í litnum Groundwork - við notuðum allar þessar vörur
í förðunina og mikið hlakkar mig til að prófa þær sjálf 


Yesterday MAC Cosmetics invited me to try their Makeup Service and I loved every single
minute of it. I have never had my makeup done professionally and I was so sad when I had
to wash my face later that night. We decided to go for dewy and luminous skin with a soft
brown/red smokey eye and I loved the way it turned out - I got to take some products with
me home that I will tell you more about later on. You can still find this on my Snapchat
story - @alexsandrabernh 
20.9.16

HOME DETAILS: BY GOJA

Þessi færsla er unnin í samstarfi við By Goja // Myndina fékk ég að gjöf.

Eins og ég hef nefnt svo oft áður á seinustu vikum þá er ég í algjöru breytingarstuði í augnablikinu
en eftir að við kláruðum að gera upp baðherbergið okkar (deili með ykkur myndum af því á næstu
dögum) þá vantaði mig eiginlega annað verkefni. Við ákváðum að færa okkur um svefnherbergi en
það hefur gengið mun hægar en mig grunaði, ég er búin að kaupa allt sem tengist gardínum þar en
ég þarf bara að finna nennuna til að setja þær upp. Svo þarf að spasla í göt eftir hillur og mála yfir
og ég held að það sé það sem er að fresta þessu hjá okkur, en það gerist þegar það gerist og þá deili
ég með ykkur ferlinu bæði hér á blogginu og auðvitað á Snapchat líka. Í gær dundaði ég mér að gera
litlar breytingar í núverandi svefnherberginu okkar og er ég ekkert smá ánægð með útkomuna. Ég
keypti þessi dökkgráu koddaver í H&M Home í New York og finnst þau gera svo mikið - rúmið er
miklu meira kósý og það brýtur aðeins upp að bæta gráu við hvítu rúmfötin. Ég keypti mér svo
uppáhalds blómin mín, Brúðarslör, og dreifði þeim um alla íbúðina - mér finnst þau svo falleg og
látlaus og svo er algjör kostur hversu lengi þau duga. Ég fæ alltaf mjög margar spurningar um þau
í gegnum Snapchat og þú ættir að finna þau í flestum blómabúðum. Það sem ég er samt mest hrifin
af er nýja myndin mín en hún er frá íslenska merkinu, By Goja. Ég var svo heppin að eignast þrjár
myndir frá merkinu í gær og eru þær allar gullfallegar - það er 20% afsláttur af myndunum hjá þeim
í augnablikinu svo ég mæli með að nýta það. Hægt er að panta myndirnar í gegnum skilaboð á
Facebook síðunni þeirra sem þú finnur HÉR. Það þurfti ekki mikið til að gefa herberginu nýtt
líf og er ég ekkert smá ánægð með hvernig það er núna After finishing renovating our bathroom (will be sharing pictures of it soon) I wanted to change
almost everything in our apartment. Once you start you can't stop right? The other day we decided
to switch bedrooms but we still haven't started doing that - I still have to hang up the curtains and
paint two walls so I think that is what is holding me back. Yesterday I spend my day at home 
making some small changes to our current bedroom and I love how it turned out. I got these dark
grey pillow covers at H&M Home when I was in New York and they make the bed look much 
more cozy than before. I also picked up my favourite flowers, Baby's Breath, and put all over the
apartment. What I love the most though is my new print which is from the Icelandic brand By Goja.
I was so lucky to get my hands on three prints yesterday and this is one of them - doesn't take much
to give the room a new life