ALEXSANDRA BERNHARÐ // TÍSKU- OG LÍFSSTÍLSBLOGG

Image Slider

23.7.16

NEW IN: CÉLINE CATHERINE

Þessi færsla er ekki kostuð // Vöruna keypti ég mér sjálf.

LOKSINS - það er það eina sem hægt er að segja um þessi kaup mín sem ég gerði í New York í 
byrjun vikunnar! Í fyrrasumar keypti ég mér mín fyrstu sólgleraugu frá Céline og stuttu eftir að
ég keypti mér þau (færslan um þau er hér) sá ég þessi gleraugu út um allt og mig langaði svooo
í þau. Ég ákvað að bíða aðeins með að kaupa mér þau þar sem ég var nýbúin að kaupa hin og
planið var að finna þau í París þegar ég var þar í október í fyrra - ég leitaði út um allt að þeim í
París en fann þau ekki neins staðar, svo týpískt að finna ekki það sem maður er að leita að. Þegar
ég byrjaði að fljúga núna í apríl þá hófst leitin á ný en aldrei fann ég þau - það var ekki fyrr en
núna sem ég fann þau, 9 mánuðum seinna og fyrir algjöra heppni. Ég var búin að eyða deginum
í Soho og ætlaði að fara upp á hótel að hvíla mig fyrir heimferðina en ég var alltaf að hugsa hvort
ég ætti ekki að skreppa í Saks á 5th Avenue og bara athuga hvort þau væru til - ég ákvað að drífa
mig af stað, rölti í Saks og það fyrsta sem ég sá þegar ég gekk að Céline sólgleraugunum voru
gleraugun!! Ég var í smástund bara að átta mig á að þetta voru þau (ok smá dramatísk haha) og
ég labbaði ansi hamingjusöm aftur upp á hótel með Saks pokann minn. Þessi gleraugu eru svo
falleg og er ég ekkert smá ánægð með að þau eru loksins orðin mín.

Ég vona að þið eigið yndislega helgi - ég er á leiðinni upp í bústað núna þar sem ég ætla að
eyða helginni í rólegheitum með fjölskyldunni áður en ég skrepp til Seattle með nýju fínu
sólgleraugunum mínum - þangað til næst 


FINALLY - that is all I can say about my most recent splurge which I made when I was in
New York last week! Last summer I purchased my first Céline sunglasses and shortly after
I saw these on some blogs and fell in love - I decided not to buy them yet and my plan was
to find them when I was in Paris last fall. Of course when you are looking for something in
particular you never find it and I didn't find the glasses anywhere in Paris. When I started
working this April and thus travelling every month overseas I started my search again but
without success - until now! I had spent the entire day down in Soho and was at the hotel
resting before my flight home when I kept thinking about checking if they were available
at Saks on 5th Avenue - I decided to check it out and I walked over to the store and can 
you guess what was the first thing I saw when I walked in? The glasses of course! There
they were, just waiting for me and I am so excited that they are finally mine.

Hope you have a wonderful weekend - I am heading to a summer cabin to spend time
with my family before heading to Seattle with my new sunglasses. Until the next time 
19.7.16

ON IT'S WAY: THE PERFECT BASICS


Ok, ég veit að ég er nýbúin að birta svona færslu (sjá hér) en það er greinilega ekki nóg að vera með
eina pöntun í gangi hjá Asos - ég er í augnablikinu að bíða eftir þremur pöntunum og sýndi ég ykkur
þessar tvær flíkur á Snapchat um daginn og þið vilduð allar fá linka af þeim svo gjörið svo vel. Ég 
rakst á þær báðar þegar ég var eitthvað að skoða og ég varð bara að panta mér þær - fyrst pantaði ég
mér hvíta bolinn en ég sá hann strax fyrir mér við svartar leggings og strigaskó. Elska svona fínar
flíkur sem eru samt þægilegar og hægt að nota við hvað sem er. Daginn eftir sá ég svo þennan kjól
og ég gat ekki sleppt honum - þetta er fullkomin flík þegar maður veit ekki í hverju maður á að vera.
Hægt að vera í honum við sandala og strigaskó hversdags og svo líka við hæla og leðurjakka þegar
maður vill vera aðeins fínni - já takk! 

Ég er á leiðinni til New York í dag og er ég svo spennt að komast aðeins til einnar af mínum
uppáhalds borgum - er að fara með góðri vinkonu og spáð er góðu veðri. Gæti ekki beðið um
neitt meira! Ykkur er alltaf velkomið að fylgast með mér á Snapchat undir @alexsandrabernh 

ASOS high neck dress (HÉR)     ASOS v neck top (HÉR)


I know I just posted this kind of post (see it here) but apparently it isn't enough for me to order
once from Asos - I currently am waiting on three (!!) orders and I showed you these two pieces
on my Snapchat the other day and you all wanted me to share the links with you so your wish is
my command. I wasn't planning on ordering anything but I stumbled across these pieces while
browsing and I just had to have them - first I ordered the white top which will be perfect over
some black leggings and sneakers. I love these kind of pieces that are comfy and you can wear
in so many ways. The next day I saw this dress and the same thing happened again - this is the
perfect piece to have when you don't know what to wear. You can wear it with sandals or some
sneakers during the day and then you can dress it up with some heels and a leather jacket at
night - yes please!

Today I am heading to New York and I am so excited to be back in one of my favourite cities.
I am going there with a good friend of mine and the weather is supposed to be amazing - what
more could I ask for? You can follow me on Snapchat under @alexsandrabernh to see what I
am up to 

ASOS high neck dress (HERE)     ASOS v neck top (HERE)
18.7.16

SKYN ICELAND

Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég mér sjálf. 

Þegar maður á vinkonu sem er líka bloggari þá gerist það ansi oft að hún lofsyngur vörur og auðvitað
enda ég ofast á því að kaupa mér þær - það var einmitt málið með þessar tvær vörur frá Skyn Iceland
en hún Þórunn Ívars elskar þær og varð ég bara að prófa. Ég skil núna alveg afhverju en ég er sjálf
orðin ástfangin af þessum tveimur vörum - húðin mín hefur ekki verið svona góð í langan tíma og 
er ég núna spennt að þrífa hana á kvöldin. Fyrsta varan er Artic Face Oil en þetta er 99,9% Camelina
Oil og blanda ég nokkrum dropum af henni við annað hvort Origins rakamaskann eða Embryolisse
kremið mitt á kvöldin og ég vakna með dúnmjúka og ljómandi húð. Olían gefur húðinni raka og með
tímanum minnka fínar línur sem er fullkomið fyrir mig en ég er byrjuð að sjá smá af þeim upp á
síðkastið, það fylgir víst bara aldrinum. Hin varan er Nordic Skin Peel en þetta eru bómulaskífur
með ávaxtasýrum í og skrúbba þær og djúphreinsa húðina - ég nota þær 3x í viku og hreinsa þær
mjög vel og kæla húðina sem er ótrúlega þægilegt. Það er sagt að maður eigi að sjá árangur strax
og get ég alveg tekið undir það - skífurnar hjálpa við að hreinsa úr svitaholum og hjálpa við
endurnýjun húðarinnar. Báðar vörurnar fást hér heima á Nola.is og mæli ég með að þið prófið,
þessar tvær eru komnar til að vera hjá mér og hlakkar mig til að prófa fleiri vörur frá Skyn
Iceland When you have a good friend who is a blogger as well it happens quite often that she recommends
something and you end up buying it the next minute - that is exactly what happened the other day
but Þórunn Ívars is always raving about these two products from Skyn Iceland so of course I had
to try them out. Now I know why she loves them so much - my skin has never been this good!
The first product that I got is the Artic Face Oil which is 99,9% Cameline Oil and I love mixing
it with my Origins mask or my Embryolisse cream before I go to bed - when I wake up my skin
is silky smooth and glowing. The other product is called Nordic Skin Peel and this is perfect
for scrubbing and deep cleaning the skin - I use this 3x a week and almost everytime I come
home from work. This cleans the skin so well and gives a nice cooling effect which I love.
You can buy the products from Skyn Iceland at Nola.is in Iceland 
17.7.16

FRIDAY'S OUTFIT


Á föstudaginn fór ég út að borða með vinkonum mínum til að fagna útskriftinni minni - smá seint en 
það er ekkert djók að finna tíma til að hittast allar þegar við erum allar að vinna, tvær af okkur eru að
fljúga og nokkrar komnar með börn. Við áttum yndislegt kvöld en við byrjuðum á Sæta Svíninu þar 
sem við fengum okkur að borða og enduðum svo heima hjá mér í kósý - fullkomið! Ég var í nýjum
kjól en ég var lengi að velta því fyrir mér hvort ég ætti að panta mér hann af Asos - ég ákvað að
sleppa því en um leið og ég kláraði pöntunina (pantaði mér svo fínan sundbol og skyrtu) þá sá ég
á Facebook að verslunin MAIA væri að selja sama kjólinn svo auðvitað fór ég þangað daginn eftir
og keypti mér hann. Ég sé sko alls ekki eftir því og eru þetta ein bestu kaup sumarsins hingað til.
Hann kostar 12.990 þar og myndi vera snögg að athuga með hann ef þig langar í, það voru bara
nokkrir eftir - hann er annars til HÉR á Asos og það er mjög einfalt og þægilegt að panta þaðan.
Ég var svo í uppáhalds leðurjakkanum mínum frá Asos við en allt í einu langar mig í svona eins
jakka nema bara úr rússkinni - ég held að ég verði að finna mér einn þannig bráðlega! 

Nú tekur við heljarinnar kósýkvöld en ég var að koma heim úr morgunflugi - það er ekkert betra
en að koma heim eftir langan dag, fara í kósýföt, setja á sig maska og liggja upp í sófa með nammi.
Þangað til næst 

JUST FEMALE kjóll (fæst í MAIA og HÉR á Asos)     ASOS leðurjakki (HÉR)


Last Friday night I met up with my girlfriends and we went out to dinner to celebrate my graduation.
A bit late but when you all have full time jobs, two of us are flight attendants and some have kids it
is no joke finding a time to meet up. We had such a lovely night at Sæta Svínið in Reykjavík where
we had some food and drinks and then we went to my apartment - the perfect night! I wore a new
dress but I had been back and forth if I should order it off Asos but I ended up skipping it. Right 
after I saw that a local store here in Reykjavík, MAIA, had the dress so the next dress I went and
got it. I absolutely love it and have a feeling I will be using it a lot. I wore it under my favourite
leather jacket from Asos but I am really craving a similar jacket but in suede - think I have to find
one soon!

Now I am going to have a cozy evening at home - I just came home from work and there is
nothing better than putting on sweats, take your makeup off and chill on the couch with some
candy after a long day. Until the next time 

JUST FEMALE dress (HERE)     ASOS leather biker jacket (HERE)
16.7.16

BEAUTY WISHLIST


Ég er búin að standa mig ótrúlega vel þegar kemur að snyrtivörukaupum upp á síðkastið (ótrúlegt en
satt) og hef ég varla farið inn í Sephora í seinustu Ameríkustoppunum mínum - óskalistinn stækkar 
samt alltaf með hverjum degi og hér eru þær vörur sem eru efst á óskalistanum mínum bæði úr Nola
og Sephora. Ég pantaði mér tvær vörur frá Skyn Iceland um daginn og var svo ótrúlega ánægð með
allt saman að ég fann nokkrar aðra vörur af Nola.is sem ég væri ekkert á móti að eignast - tvær af
þeim eru frá Herbivore og er ég gjörsamlega ástfangin af pakkningunum. Fyrsta varan er rakasprey
sem heitir Rose Hibiscus og hin er ljómandi líkamsolía - hversu girnilegar eru þær?! Ég held að ég
verði að eignast þær ásamt Icelandic Moisture kreminu frá Skyn Iceland - þær vörur sem ég hef
prófað frá merkinu eru algjör snilld og efast ég ekki um að þessi sé eitthvað síðri. Nýja pallettan
frá Anastasia Beverly Hills er svo líka á listanum en fallegri pallettu hef ég varla séð - mig vantar
einmitt nýja til að hafa með í stoppum og þess háttar og er þessi fullkomin, litirnir eru svo fínir.
Orgasm kinnaliturinn frá NARS og High Brow frá Benefit eru svo líka á listanum - ég fékk litla
prufu af kinnalitnum um daginn og hann er ótrúlega fallegur, pakkningarnar skemma líka alls ekki
fyrir. Ég held að ég verði að kíkja aðeins á þessar vörur næst þegar ég á leið framhjá Sephora, hvað
er á óskalistanum hjá ykkur? 

Annars óska ég ykkur góðrar helgar - ég er enn að jafna mig eftir næturflugin, það er svo erfitt að
snúa sólahringnum við aftur á stuttum tíma og þurfti ég gjörsamlega að pína mig framúr núna í
hádeginu. Ég ætla að eyða deginum heima í rólegheitunum og mynda nokkrar nýjar vörur sem ég
er mjög spennt að deila með ykkur á næstunni 

NARS kinnalitur (HÉR)     HERBIVORE rose hibiscus (HÉR)     HERBIVORE jasmine (HÉR)
SKYN ICELAND krem (HÉR)     BENEFIT high brow (HÉR)     ANASTASIA palletta (HÉR)


I have been so good at resisting temptations when it comes to make up recently - I have even
skipped going into Sephora in my last layovers which is not like me at all. My wishlist is still
growing everyday and here are some items that I wouldn't mind having. I am really craving
these two items from the brand Herbivore - a coconut water hydrating mist called Rose and
a Jasmine glowing body oil, yes please! I think I have to get them and the Icelandic Moisture
cream from Skyn Iceland. I recently got two products from the brand and I have been loving
them so I am really excited to try out some more products. I am also craving the new eye
shadow palette from Anastasia Beverly Hills, the NARS Orgasm blush and High Brow from
Benefit. What is on your beauty wishlist?

I hope you all have a good weekend - I am still trying to turn everything around after my night
flights but it is so hard when you only have a couple of days to do so. I had to drag myself out
of bed at noon, could have slept all day. I am going to shoot some new stuff that I just got and
I am so excited to share it with you soon 

NARS blush (HERE)     HERBIVORE rose hibiscus (HERE)     HERBIVORE jasmine oil (HERE)
SKYN ICELAND icelandic moisturiser (HERE)     BENEFIT high brow (HERE)     ANASTASIA palette (HERE)