27 January 2015

NEW IN: BIANCO BOOTS

BIANCO ankle boots

Seinasta haust kíkti ég í nokkrar heimsóknir í Bianco og þá sá ég alltaf þessa gullfallegu öklastígvél. 
Ég hugsaði alltaf að ég myndi bara kippa þeim með mér heim í næstu heimsókn en það varð aldrei
neitt úr því. Í fyrradag sá ég að þeir voru komnir á 70% útsölu og þá var auðvitað ekki aftur snúið!
Ég fór strax í gærmorgun í Kringluna fyrir tíma og keypti mér þá - ekki leiðinleg byrjun á vikunni.
Ég gjörsamlega elska svört öklastígvél og á nokkur þannig en ég átti bara eitt par af háhæluðum svo
þetta var fullkomið tækifæri. Upprunalega voru þeir á 16.990 kr en ég fékk þá á 5.097 kr, það er nú
bara fáranlega gott verð fyrir svona fallega skó sem verða eflaust mikið notaðir.

Ég mæli algjörlega með því að þú kíkir á útsöluna hjá þeim, það var bara eitt par eftir af þessum í
gær svo verið snöggar! Ég gerði líka þau mistök að kíkja á útsöluna í Zöru og þar sá ég svartann
samfesting sem er opinn í bakið - núna get ég ekki hætt að hugsa um hann x


// I scored these Bianco ankle boots on sale the other day, 70% off! I had seen them last year and
was planning on buying them when I just forgot. When I saw that they were on sale I stopped by
before going to class yesterday morning and got them - I will be using these a lot. Then I made the
mistake of going to Zara where I saw the prettiest black backless romper and now I can't stop
thinking about it x26 January 2015

YSL FOREVER YOUTH LIBERATOR


Það er ekki svo langt síðan að ég fékk gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist húðumhirðu. Ég er mjög 
heppin með húðtegund, en ég hef aldrei verið með neina vandamálahúð og fæ voðalega sjaldan bólur.
Helsta vandamálið mitt er þurrkur á veturnar eins og hjá svo mörgum. Mér finnst skipta svo miklu
máli að vera dugleg að hreinsa húðina mína vel og áður fyrr fór ég oft að sofa án þess að þvo mér í
framan. Í dag verð ég að hreinsa húðina vel áður en ég fer upp í rúm og ef ég sleppi því (stundum er 
ég bara einum of löt) þá sé ég mun á húðinni minni daginn eftir.

Nýlega fékk ég tækifæri til að prófa hreinsilínu frá YSL sem heitir Forever Youth Liberator. Línan 
er hönnuð fyrir aðeins eldri húð en mína þar sem hún er anti-aging en ég ákvað að prófa hana aðeins
og segja ykkur frá henni. Ég fékk að prófa hreinsifroðuna, andlitsvatnið, serumið og rakakremið úr
línunni og hef ég notað þessa línu á hverju kvöldi seinustu þrjár vikur. Það er kannski ekki langur tími
en ég er mjög ánægð með vörurnar. Ég byrja á því að þvo allan farða af mér, hreinsa svo húðina með
hreinsifroðunni og Clarisonic burstanum mínum, set á mig andlitsvatnið og enda svo á rakakreminu.
Serumið nota ég bara spari eða þegar ég er þurrari en vanalega, enda þarf svona ung húð ekki á því að
halda á hverjum degi. Rakakremið er ótrúlega þykkt og hentar því húð sem er í þurrari kantinum vel.
Ef þú ert að leita þér af hreinsilínu sem er anti-aging (25 ára og eldri) þá hef ég bara góða hluti að
segja um þessa línu frá YSL x


// I recently got the chance to try out the Forever Youth Liberator line from YSL. It is intended for
older skin than mine, since it's anti ageing but I wanted to test it out and tell you about it. I have
been using the cleansing foam, toner, serum and moisturiser for three weeks now and really love
it. I really recommend it if you are looking for a great anti-aging skin care line xVörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.

23 January 2015

CURRENTLY CRAVING


Alltaf langar manni í eitthvað, er það ekki alltaf þannig? Ég á troðfullan fataskáp af nýjum fötum svo
að ég get ekki sagt að mig vanti neitt en ég væri sko alls ekki á móti því að bæta þessum gersemdum
við, þá er ég sérstaklega hrifin af hvítu gallabuxunum og hvíta blúndubolnum. Kannski að maður leyfi
sér aðeins í næsta mánuði, til að verðlauna sér aðeins þar sem það er brjálað að gera í augnablikinu.

Ég ætla að eyða restinni af deginum uppi í sófa og hafa það notalegt - ekki gleyma að finna mig
á Snapchat undir "alexsandrabernh" til að fylgjast betur með því sem ég er að gera x


// I have a closet filled with new clothes but there is always something you are craving, right? I am 
really loving these items above from Asos, especially the white skinny jeans and the white lace
bottom top. Perhaps I will reward myself a little bit after these hard weeks, I have been so busy! x19 January 2015

TODAY'S OUTFIT

VERA MODA sweater     TOPSHOP jeans     LINDEX belt     ASOS shoes (here on sale!)

Halló Mánudagur! Ég var svo heppin að vera í fríi í dag og eftir heila helgi af námskeiði þá var ég 
mjög spennt að fá einn dag í að sofa út og slaka aðeins á. Þó svo að helgin mín var þéttpökkuð þá
skemmti ég mér ótrúlega vel og er orðin vel spennt fyrir sumrinu. Ég eyddi deginum í dag heima við
og hafði það notalegt upp í sófa, lærði aðeins og er núna að elda guðdómlegar ítalskar kjötbollur!

Mig langaði að sýna ykkur dress dagsins þar sem ég klæddist nokkrum nýlegum flíkum en þar
sem veðrið er alltaf jafn yndislegt hérna á Íslandinu þá verður speglamynd að duga. Ég fór aðeins í
Kringluna um daginn til að skoða útsölurnar en fann ekkert spes en ég var svo heppin að rekast á 
þessa gráu peysu í Vero Moda. Ég gjörsamlega elska svona peysur svo ég var ekki lengi að grípa
hana með mér heim ásamt einni svartri líka sem ég mun sýna ykkur bráðlega. Þær voru reyndar
hvorugar á útsölu en ég átti gjafabréf hjá þeim svo þetta slapp. Skórnir eru líka nýjir en ég fékk þá
á útsölunni hjá Asos (fást hérásamt nokkrum fleiri hlutum sem ég sýni ykkur bráðlega!
Þangað til næst, hafið það gott x


// Here is a quick photo of today's outfit! I had the day off and was so excited to get to sleep in and
relax all day. I wore a couple of new things like this grey sweater that I got at Vero Moda the other
day. I also picked up a black sweater that I will show you soon. The shoes are also new but I found
them on Asos (here) and they were on sale, score! Have a great day x


17 January 2015

HAIR TALK


Afsakið bloggleysið seinustu daga - það er bara fáranlega mikið í gangi hjá mér í augnablikinu og það
verður svona út mánuðinn en þá róast hlutirnir aðeins og ég hef meiri tíma til að blogga. Í gær var ég
að byrja á námskeiði sem er alla helgina, allan daginn og næstu þrjár helgar. Samhliða því er ég svo í
fullu háskólanámi auðvitað svo vonandi fyrirgefið þið mér ef það verður lítið um að vera hérna.

Annars er ég búin að vera með það á heilanum að klippa á mér hárið - ég var svo ákveðin í að safna 
síðu fallegu hári en það er aðeins auðveldara sagt en gert þar sem mér finnst ég vera að drukkna í hári
og það er svo rafmagnað alltaf! Ég er síðan búin að liggja á Pinterest og alltaf þegar ég rekst á svona
stíl þá langar mig alltaf meira og meira að klippa mig. Ég ákvað bara um daginn (eftir mjög slæman
hárdag) að panta mér tíma í klippingu og get ég ekki beðið eftir að losna við þennan lubba!

Ef þú vilt fylgjast með mér í lífinu þá er ég með Snapchat hjá mér opið fyrir alla en þú finnur mig
þar undir @alexsandrabernh x


// During Christmas I decided to grow out my hair because I wanted long and beautiful hair but
that's easier said than done! I feel like I am drowning in hair and it is just everywhere. I really
want a similar cut to these above so I just booked an appointment to get my hair cut next month,
I seriously can't wait xTheme designed by Feeric Studios. Copyright © 2013. Powered by Blogger