Færslan er gerð í samstarfi við Daniel Wellington // Úrið og armbandið fékk ég sem gjöf.

Ég fékk svo fallegan pakka um daginn frá Svíþjóð en í honum var úr og armband úr Classic Black
línunni frá Daniel Wellington - ég er búin að vera í samstarfi með Daniel Wellington síðan í fyrra
enda nota ég úrin mín frá merkinu óspart. Það sem heillar mig svo við úrin er hversu klassísk og
 einföld hönnunin er en það er einmitt eitthvað sem einkennir stílinn minn. 

Ég fékk að velja mér úr og ég ákvað að fá mér þetta svarta úr með rósagulli og armband í stíl - það
er mjög ólíkt mér að vera með eitthvað annað en silfur en við seljum svipað úr um borð og ég er
alltaf að dást að því svo ég varð að fá mér það. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að skilja ykkur útundan
en þið getið fengið 15% afslátt af úrum inn á heimasíðu Daniel Wellington (HÉR) með kóðanum
"SHADESOFSTYLE


I got such a beautiful package the other day from Sweden and inside was a stunning watch and 
cuff from the Classic Black collection from Daniel Wellington - I love the brand and have been
using their watches daily for a couple of years. I love how classic and simple their designs are 
which is so fitting to my style.

I got to pick a watch and I decided to get the all black one with rose gold hardware and oh my,
I can't explain to you how much I love it. You can get a 15% discount of your order on their
website (HERE) with the code "SHADESOFSTYLE" 


Þessi færsla er ekki kostuð // Skóna keypti ég mér sjálf.

Getum við bara plís tekið nokkrar mínútur í að meta hversu fallegir þessir skór eru?! Ég er 
gjörsamlega ástfangin af þeim og er svo ánægð að þeir eru loksins mínir. Ég verð samt að
viðurkenna fyrir ykkur að ég er smá að herma eftir vinkonu minni henni Þórunni Ívars en 
hún keypti sér þessa skó í Köben þegar hún var þar í byrjun mánaðarins. Ég var búin að tala
endalaust um þessa skó eftir að ég sá þá hjá henni og Níels var svo sætur í sér að gefa mér
þá þegar við áttum 8 ára sambandsafmæli. Þeir eru úr uppáhalds versluninni minni (fyrir 
utan Asos heehe) & Other Stories og þú finnur þá HÉR

Þetta eru fullkomnir skór að mínu mati - hællinn er svo mátulega hár sem gerir þá ótrúlega
þægilega og svo eru þeir bara svo gullfallegir. Ég elska hvað þeir eru einfaldir og virka við
næstum því allt - svartar gallabuxur, kjóla, pils og jafnvel við þægilega lausa samfestinga. 
Ég bíð spennt eftir tilefni til að klæðast þeim - vonandi sem fyrst 

WHISTLES v neck casual dress (HÉR)     ASOS clean cross back mono stripe swimsuit (HÉR)

Stundum gerast bara hlutirnir og maður getur eiginlega ekki útskýrt af hverju - það var eiginlega það
sem gerðist hjá mér í gærkvöldi en ég var að eiga ótrúlega kósý kvöld og svo allt í einu var ég búin að
versla mér tvo hluti af Asos sem ég er búin að hafa augastað á frekar lengi. Ég sem ætlaði að vera svo
dugleg og reyna að panta mér lítið sem ekkert af Asos í mánuðinum en stundum verður maður bara
aðeins að leyfa sér. Ég er ótrúlega spennt að fá pakkann í hendurnar í næstu viku en ég pantaði mér
þennan gullfallega ólífugræna kjól sem ég kolféll fyrir um leið og ég sá hann. Þessi litur er í miklu
uppáhaldi hjá mér og verður hann eflaust mikið notaður í sumar við Birkenstock sandalana mína og
ákveðna tösku sem verður mín bráðlega. Ég varð svo að panta mér sundbolinn líka þó að sumarið sé
ekkert á leiðinni á næstunni en við ætlum að fara erlendis í sumarfríinu okkar og þessi er fullkominn,
svo sætur svona röndóttur.

Nú ætla ég að hlamma mér í sófann og hafa það notarlegt - ég var að koma heim úr morgunflugi og
er því vel þreytt! Eigið ljúft sunnudagskvöld 
Þessi færsla er ekki kostuð // Allar vörur keypti ég mér sjálf.

H&M HOME velúr púðaver     VIGT púðaver (fást HÉR)     H&M HOME prjónateppi
DORMA svefnsófi     HAY 60x60tray borð (fæst HÉR)     SÖSTRENE GRENE motta 

Jæja, þá er komið að næstu færslu um heimilisbreytingarnar. Ég talaði um á Snapchat að ég var
komin með smá ógeð á sófanum okkar en við keyptum hann fyrir þremur árum þegar við fluttum
inn - hann er ennþá í mjög góðu standi svo í staðinn fyrir að eyða óþarfa pening í nýjan sófa þá
ákvað ég að breyta aðeins rýminu með aukahlutum. Ég byrjaði á því að kaupa ný púðaver og 
teppi í sófann en ég keypti þessi dökkgráu velúr púðaver í H&M Home - þau koma svo vel út í
sófanum og gera rýmið svo notalegt. Ég setti svo tvo kodda með sem ég átti fyrir en þessi grái
er úr VIGT sem er ótrúlega falleg verslun í Grindavík og þessi munstraði er gamall úr Ilvu. Ég
er mjög ánægð með púðana en það sem er í uppáhaldi er þetta grófa prjónateppi sem ég var
ótrúlega heppin með að finna - það er úr H&M Home og var í svona körfu með restum og það
var á útsölu. Mig var búið að langa í svona gróft prjónateppi lengi en öll sem ég fann kostuðu
yfir 80 þúsund sem ég var ekki alveg til í að borga. 

Ég hélt að sjálfsögðu sófaborðinu en það kemur ekki til greina að skipta því út - það næsta sem
ég gerði var að skipta út mottunni undir sófanum en ég var með eldgamla og frekar lúna mottu
úr Ikea sem var orðin mjög sjúskuð. Ég sá þessa mottu í Söstrene Grene seinustu helgi og var 
ekkert smá heppin að rekast á hana þar en hún er því miður uppseld núna. Hún er gjörsamlega
fullkomin og er einmitt svona "moroccan inspired" eins og ég var að leitast eftir. Það besta var
að hún kostaði bara um 7.050 krónur og passar fullkomnlega! 

Það er alveg ótrúlegt hversu mikið litlar breytingar geta gert en mér finnst ég vera komin með
allt aðra stofu og nú fer sófinn ekkert í taugarnar á mér lengur. Ég var með myndahillu á veggnum
fyrir ofan sófann en ég tók hana burt um daginn og ætla ég að gera myndavegg eftir að ég mála
stofuna ljósgráa - hlakka til að deila útkomunni með ykkur 
ASOS mesh embroidered dress (HÉR)     MISS SELFRIDGE floral wrap dress (HÉR)
ASOS ultimate smock dress (HÉR)     NEW LOOK spot mesh swimsuit (HÉR)

Halló - þá er komið að þessu, vikulegi Asos listinn er mættur á bloggið og mikið á ég erfitt með
mig núna. Mig langar svo mikið í allar flíkurnar fyrir vorið og sumarið - þá langar mig alveg extra
 í fyrsta kjólinn með meshinu og skyrtukjólinn, hjálp. Ég gjörsamlega elska svona mesh kjóla
núna og þessi er svo fallegur með kragann og detailin á bringunni - hann yrði svo flottur við berar
lappir og nýju skóna mína sem ég var að kaupa mér (fáið að sjá þá bráðlega). Skyrtukjóllinn er svo
fullkominn við þá líka en líka bara við flata sandala í sumar - elska munstrið og klaufina að framan
sem gerir hann þúsund sinnum flottari en ef hún væri ekki.

Þið vitið svo að ég elska svona einfaldar flíkur eins og svarta bolakjólinn en hann er til í nokkrum 
litum á Asos og ég held að ég verði að næla mér í nokkra fyrir sumarið. Það er svo þægilegt að eiga
svona flíkur eins og hann sem maður getur bara hent sér í við sandala og þá er maður klár - óþarfi að
vera að flækja þetta eitthvað. Ég er svo með æði fyrir sundbolum í augnablikinu og eru til svo margir
fallegir á Asos - ég er mun hrifnari af þeim en bikiníum og verð ég að fá mér nokkra fyrir sumarið.

Nú ætla ég að henda mér í lagfæringu á augnháralengingunni en þið getið fylgst með því á Snapchat
en ég er þar undir @alexsandrabernh (ekki gleyma auka s-inu) - þar til næst 
Blogger Template Created by pipdig