HELLO florida

20 December 2014

MYNDIR FRÁ INSTAGRAM - FINNDU MIG ÞAR UNDIR @ALEXSANDRAB

Dagurinn í dag er búinn að vera aðeins betri en gærdagurinn! Ég flaug ein til Orlando og mér finnst
svo leiðinlegt að ferðast ein og ekki nóg með það, þá var 3 klst seinkun á vélinni líka. Ég lenti um
klukkan 4 um nóttina á íslenskum tíma fáranlega þreytt og rotaðist þegar ég kom í húsið. Í morgun
vaknaði ég svo auðvitað eldsnemma og við eyddum deginum við laugina. Sumir geta bara verið í
sólinni í nokkra tíma (ok, kannski ég) svo að ég dró Níels með mig í uppáhaldsbúðina mína, Target.
Þar datt ég í stórt Essie himnaríki og langaði varla að fara heim aftur!

Fyrir þá sem langa að fá smá sól yfir jólin mega bæta mér við á Snapchat, en þið finnið mig þar
undir @alexsandrabernh og svo auðvitað á Instagram undir @alexsandrab x


// I landed in Orlando yesterday after a long delay on my flight, but I am super excited to be
here and relax over the holidays. Today we spent the day by the pool and then I dragged my
boyfriend to Target, which is one of my favourite stores here x


NEW IN: red lace

17 December 2014


Hafið þið séð eitthvað fallegra?! Ég held að ég hafi neflilega ekki gert það. Þar sem jólin nálgast 
óðum hef ég alltaf haldið í þá hefð að kaupa mér ný nærföt og náttföt fyrir jólin. Ég klikkaði samt
á þeirri hefð í fyrra og þess vegna ákvað ég að gera mér það upp með því að gera nærfötin í ár
extra falleg, og mér tókst það heldur betur. Nýlega uppgvötaði ég undirfataverslunina Isabella sem
er staðsett á Akureyri. Úrvalið þeirra er ótrúlega fallegt og eru þau með merki á borð við DKNY,
Calvin Klein, Esprit og Femilet. Ég gjörsamlega elska falleg undirföt og hef gert það mjög lengi,
enda er ekkert betra en að líða vel í eigin skinni og mér finnst falleg undirföt einmitt gera það. 

Ég valdi mér þetta fallega rauða blúndusett þar sem rauður er auðvitað jólaliturinn. Einnig er þetta
fyrsta rauða settið mitt, en ég er vön að enda alltaf í klassíska svarta litnum - en ekki lengur! Ég 
mæli algjörlega með Isabella versluninni - þjónustan er æðisleg og pakkinn var mjög snöggur til
mín. Þau senda um allt land og pakkinn minn fór í póst á Föstudegi og kom strax á Mánudeginum.
Til að skoða úrvalið þeirra geturu fundið verslunina á Facebook hér og á Instagram hér.


// How pretty is my new lace set from DKNY?! I always get new underwear and pyjamas for
Christmas and this year I went all out. If you are located in Iceland I really recommend you
look at a store called Isabella that is located in Akureyri. They ship all over Iceland and their
service is amazing. I am super excited for Christmas now xVörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.

WISHLIST: christmas

16 December 2014

IITTALA vine glasses     ANASTASIA BEVERLY HILLS contour kit (here)     CLARISONIC mia brush (here)
NIKE air max thea (here)     RAY BAN aviators (here)     IITTALA bowl 

Jólagjafalistinn var aðeins auðveldari í framkvæmd en afmælislistinn en það er frekar
erfitt að gera lista þegar manni vantar ekkert. Ég náði þó að koma nokkrum hlutum niður
á blað fyrir mömmu sem mig vantar fyrir heimilið en hér eru nokkrir af þeim og svo smá
auka sem mig langar í fyrir sjálfa mig. Ég opna ekki pakkana mína fyrr en á áramótunum
þar sem ég verð erlendis og í burtu frá fjölskyldunni minni um jólin (grát) svo að ég þarf
að vera extra þolinmóð í ár en ég er að pæla í að reyna a blikka kærastann minn að gefa
mér Clarisonic Mia hreinsiburstann þar sem þeir eru aðeins ódýrari í Sephora en þeir eru
hér heima - einnig langar mig svo í nýja Nike skó og ný Ray Ban en því verður reddað í
Flórída - maður verður að gefa sjálfum sér smá jólagjöf, sérstaklega eftir lokaprófin x

PS. Farið varlega úti í storminum! Mér brá ekkert smá þegar ég labbaði út úr prófinu
í hádeginu og sá veðrið! Ég sá ekki fram fyrir mig og skaflarnir náðu mér næstum upp
að hnjám. Það endaði svo með því að ég var föst á bílastæðinu fyrir utan skólann í rúmar
20 mínútur og komst loksins heim með því að bruna í gegnum skafla. Kærastinn minn
fer einnig til Flórída í dag og það var svaka gaman að frétta að Reykjanesbrautin væri
lokuð en hann komst með rútunni upp á flugvöll tveimur tímum fyrir flug, sem betur fer!

// I found it much easier to make a christmas wishlist rather than a birthday wishlist
but it's always hard to make a list when you really don't need anything. I did manage
to put some things on a list though, mostly things for my apartment but I am going to
try to persuade my boyfriend into buying me the Clarisonic Mia cleansing brush and then
I am going to give myself a new pair of Nike sneakers and Ray Ban sunglasses for the
holidays - and for all my hard work during the final exams xJÓLAGJAFALEIKUR: YSL

14 December 2014

YSL vernis a lévres í #40     YSL kiss and blush í #10     YSL gullpenninn í #1     YSL l'homme sport (fyrir kæró/pabba)

Ég gat ekki sleppt því að gleðja ykkur örlítið um jólin - sérstaklega þar sem ég er ekki búin
að vera nógu dugleg að sinna blogginu seinustu vikurnar vegna skólans og lokaprófanna. Ég hef
áður skrifað um vörurnar frá YSL en ég féll fyrir merkinu fyrst í sumar eftir að ég fékk að prófa
vörur frá þeim í vinnunni og vá, afhverju var ég ekki búin að uppgvöta þær fyrr?! Ég kíkti í smá
heimsókn um daginn og fékk nokkrar vörur til að kynna fyrir ykkur og ég fékk þá líka nokkrar
vörur sem mig langar að gefa einum lesanda bloggsins í jólagjöf. 

Til að taka þátt þarftu að gera tvennt:
Skilja eftir comment með nafni, emaili og skemmtilegum skilaboðum
Setja like við Shades of Style á Facebook

a Rafflecopter giveaway
Þetta er ekki flóknara en það. Ég dreg svo úr commentunum á þriðjudaginn og það er mjög
mikilvægt að fylgjast vel með hvort þú hafir unnið upp á að nálgast gjöfina áður en ég held 
til útlanda. Gangi ykkur vel x


HOME: unicorn poster

12 December 2014


Ég gjörsamlega elska hvað það er að bætast í flóruna af vefverslunum hérlendis en vefverslunin
Minimal Decor opnaði fyrir nokkrum vikum. Þar er að finna mjög margar fallegar vörur fyrir
heimilið, þar á meðal þessar gullfallegu myndir eftir Guðnýju Hrönn sem kallast Unicorn. Það
eru fjórar myndir í Unicorn línunni og eru þær eftirprent af vatnslitamyndum eftir hana. Mér
finnst vatnslitamyndir svo ótrúlega fallegar svo ég valdi mér mynd nr. 4 og fær hún að standa
á kommóðunni inn í svefnherbergi þar til ég finn ramma utan um hana og finn stað handa henni
frammi í stofu. Ég er allavegana ekki eina rauðhærða á heimilinu eftir að þessi varð mín x

Guðný Hrefna, eigandi Minimal Decor, verður svo með jólamarkað um helgina á KEX 
ásamt fleiri vefverslunum svo ekki missa af því! Er ekki fullkomið að njóta helgarinnar
að skoða fallegar vörur og finna jólagjafir - ég vildi óska þess að ég gæti einmitt gert það
en helgin mín fer í lærdóm, það eru bara tvö próf eftir og jólafrí eftir 5 daga!

// There are so many new Icelandic online stores opening up which is amazing! I got this
pretty watercolour print the other day from a new online store, Minimal Decor. I am so
happy with the print, I just have to find a frame for it and hang it up in the living room.
Now I am not the only redhead at home xVaran sem ég fjallaði um í þessari færslu fékk ég sem gjöf. Skoðanir sem koma fram í færslunni eru
mínar eigin.
Proudly designed by | mlekoshiPlayground |