25 February 2015

SUMMER VACATION

PICTURES FROM MY PINTEREST PAGE

Ég og Níels stefnum á að fara erlendis í lok sumarsins en ég er að díla við algjört lúxusvandamál í
augnablikinu - ég veit ekki hvert mig langar að fara! Ég er búin að hugsa og hugsa og fer alltaf fram
og tilbaka og get ómögulega ákveðið einn stað. Fyrst langaði mig ótrúlega mikið að fara aftur til LA
en við bjuggum þar í heilt ár fyrir þremur árum. Svo langaði mig að fara á nýjan stað sem ég hef ekki
komið til áður og þá datt mér í hug Tæland. Svo hugsaði ég hvað það var langt í burtu og þá var það 
Ítalía, að fara þangað og keyra frá Mílanó til Róm og stoppa á stöðum á milli. Svo í gærkvöldi var 
það LA aftur og nú er ég alveg ringluð. Þið verðið að hjálpa mér! Endilega gefið mér hugmyndir um
staði til að fara á en mig langar að fara eitthvert þar sem ég get bæði slakað á við sundlaugarbakkann
eða á ströndinni og skoðað mig um og gert eitthvað skemmtilegt - HJÁLP! x


// Me and Níels are planning a trip at the end of summer but I am dealing with a major first world
problem since I can't decide where I want to go. First I really wanted to go to LA but we lived there
for a year three years ago and I miss it so much! Then I wanted to go somewhere new so I thought
about Thailand but it's so far away so I came up with Italy. The plan would be to fly to Milano, stay
there for a couple of days and drive down to Rome, stopping at some cities in between. Then last
night I wanted to go to LA again so I need your help. I am craving a vacation where there is plenty
to do and see but where I can also relax by the pool or at the beach - HELP! x24 February 2015

YSL SPRING 2015

Loksins loksins loksins fékk ég að skoða nýju vorlínuna frá YSL - ég er búin að bíða spennt eftir 
henni og ég gat loksins tekið mér smá tíma til að fara að kíkja á hana. Eins og ég hef örugglega
sagt ansi oft þá er YSL orðið eitt af mínum uppáhalds merkjum þar sem bæði snyrtivörurnar þeirra
og húðvörurnar þeirra eru ótrúlega góðar og það er alveg augljóst að þú ert að kaupa gæðavörur.
Ég fékk nokkrar fallegar vörur úr línunni til að prófa og þar sem ég var á árshátíð um helgina þá
ákvað ég að nota nokkrar vörur úr vorlínunni og sjá hvernig mér litist á þær. Vörurnar koma í
verslanir í vikunni svo ég mæli með því að þú farir og kíkir á línuna þegar þú getur x

Blush Volupté: Ég fékk einn púður kinnalit í litnum "5". Mér finnst liturinn ótrúlega fallegur og
mun hann koma vel út í sumar þegar húðin er aðeins brúnni og líflegri. Hann er mjög pigmentaður
og svo er hægt að nota ljósari litinn í miðjunni til að highlighta kinnbeinin. Ég notaði hann einmitt
um helgina og var mjög sátt með hvernig hann kom út, ég var hrædd um að hann myndi standa of
mikið út þar sem liturinn er mjög bleikur en ég fékk mjög fallegan og líflegan lit í kinnarnar.

Couture Mono: Ég fékk tvo augnskugga, einn í litnum "13" og hinn í litnum "15". Þeir eru báðir
ótrúlega fallegir og er annar með sanseringu en hinn er alveg mattur. Ég prófaði að nota lit "13"
um helgina og setti hann á enda augnloksins til að dekkja förðunina aðeins. Það er mjög auðvelt
að bera þá á og fannst mér förðunin koma mjög vel út með litnum. Það eru til margir fallegir litir
í þessum augnskuggum en einnig eru tvær augnskuggapallettur í vorlínunni líka.

Rouge Volupté Shine: Næsta vara er varalitur í litnum "29 Ambre Indécent". Hann er ótrúlega 
fallegur á litinn en liturinn er dökkrauður. Ég var með nude varir um helgina en ég er búin að
prófa þennan lit bara hérna heima við og strax og ég bar hann á mig varð ég hrifin. Hann rann
liggur við bara á varirnar mínar, hann er ótrúlega mjúkur og liturinn er gullfallegur. Í línunni eru
tveir nýjir litir, þessi og svo "28 Rose Intime" sem er bleikur. Ég hef það á tilfinningunni að þessi
muni vera notaður mikið, þá sérstaklega í sumarvinnunni.

Volume Effet Faux Cils: Þessi maskari frá YSL var fyrsti maskarinn á markaðnum sem gaf áhrif
og áferð á við gerviaugnhár. Það er hægt að segja að allt sem þú þarft er í þessum maskara þar sem
hann gefur þykkt og lyftingu á augnhárin. Í ár er komn ný og endurbætt formúla á þessum maskara
sem þornar ekki og einnig inniheldur hún serum sem veitir augnhárunum góða næringu. Ég hef lengi
notað Babydoll maskarann frá YSL og finnst mér hann langbestur og því var ég mjög spennt að prófa
þennan um helgina. Hann stóð algjörlega við orðin og gaf mér þykk og löng augnhár!

Volupté Tint-In-Oil: Seinasta varan er varaolían sem er nýkomin á markað. Ég var mjög spennt að
prófa þessa þar sem ég var búin að heyra svo góða hluti um hana. Olían er ótrúlega góð og strax er
hún orðin að fastagesti í töskunni minni og fer ég ekkert án hennar. Ég er með mjög þurrar varir og
hefur hún algjörlega eytt því vandamáli. Ég fékk hana í litnum "4 Rose For You" sem er mjög sætur
ljósbleikur litur en alls kemur olían í átta mismunandi litum. Þegar þú berð hana á varirnar þá hverfur
olían smám saman en liturinn helst áfram á vörunum í mjög langan tíma. Þessu mæli ég sko með!


// I got the chance to try out some items from the new spring line by YSL. I have been using YSL
now for almost a year and really love both their make up and skincare products. They are on the
pricey side but they are so worth it, you are getting a quality product for your money. I was really
happy with the products that I got and absolutely love them, my favourite is the Volupté Tint-In-Oil
that moisturises your lips and gives them a nice colour all day long x

Vörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.

21 February 2015

TONIGHTS DRESS

ASOS double strap midi dress (buy it here)

Ég deildi með ykkur nokkrum midi kjólum um daginn og á listanum var þessi gullfallegi rauði midi
kjóll frá Asos. Ég ætlaði nú ekki að panta mér neitt af listanum en ég er að fara í árshátíð í kvöld svo
ég setti hann í körfu og hann er minn! Upprunalega ætlaði ég í nýjum samfestingi á árshátíðina en þar
sem það er Hollywood Glamour þema þá langað mig í fínan kjól. Mig langaði helst í þennan kjól þar 
sem hann er einn fallegasti kjóll sem ég hef litið augum á en þegar ég sá verðmiðann dó draumurinn
og ég endaði á því að panta mér þennan rauða. Ég er ótrúlega sátt með hann og hlakkar mig mjög til
að hafa gaman í honum í kvöld - nú þarf ég bara að finna skó við hann og eitthvað hlýtt til að halda
á mér hita í þessum kulda! Eigið gott kvöld x


// The other day I shared some midi dresses on the blog that I was craving and I ended up ordering
one of them. I am really happy with it and can't wait to wear it tonight x


19 February 2015

ON IT'S WAY

RIVER ISLAND swing dress with turtle neck (buy it here)

Er ég sú eina sem lendir í því að þegar ég á nóg af pening til að versla þá finn ég mér ekkert spes en
þegar ég þarf að vera að spara peninginn minn þá langar mig í gjörsamlega allt? Staðan er einmitt 
þannig núna að mig langar í allt sem ég sé - ég ákvað að leyfa mér aðeins í dag og ég keypti mér
þessa fínu peysu frá River Island (þetta er flokkað sem kjóll á síðunni en myndi maður klæðast svona
stuttu í þessum kulda? aldrei). Ég sá strax fyrir mér nokkrar leiðir til að klæðast henni og ég er með
litla reglu að ef mig langar í eitthverja flík þá þarf ég að finna nokkrar leiðir til að klæðast henni. Ég
sé þessa fyrir mér yfir svartar gallabuxur og fína skó og einnig yfir nýja blúndukjólinn minn (fæst hér)
svo að blúndan kíkir aðeins út. Einnig er ég mjög hrifin af litla rúllukraganum!

Eigið gott kvöld, ég er að hafa það notalegt upp í sófa eftir langan dag sem innihélt lærdóm, fund
og hring í Kringlunni með Níelsi - ég minni á að ég er með Snapchattið mitt opið svo allir geta bætt
mér við hjá sér og fylgst með mér, þú finnur mig þar undir "alexsandrabernh" x


// Am I the only one who has the dilemma that when I have enough money to shop I never find
anything that I want but when I am supposed to be saving my money I want absolutely everything
that I see? At the moment I am craving so many things but am supposed to be saving up but I got
this sweater today and I am super excited to wear it. I can imagine pairing it over black jeans and
some sneakers or over my new lace dress (buy it here) so the lace is visible at the bottom x17 February 2015

CURRENT FAVORITES


Þar sem ég er mjög oft að prófa nýjar vörur þá er ég ekki alltaf að nota sömu vörurnar á hverjum 
degi. Mér finnst svo gaman að prófa eitthvað nýtt svo mér datt í hug að það væri sniðugt að deila
með ykkur þeim vörum sem standa upp úr hjá mér í augnablikinu. Áður fyrr var ég alveg svakalega
vanaföst þegar það kom að snyrtivörum og þorði ég aldrei að bregða út af vananum en sem betur fer
komst ég yfir það og get ég því sagt að í dag er ég með litla snyrtivörufíkn. Þetta eru þær vörur sem 
ég hef verið að nota (næstum því) daglega seinustu vikurnar. Ég ætla aðeins að segja ykkur frá þeim!

CLARISONIC MIA 2: Ég á enn eftir að birta ítarlega færslu um Clarisonic burstann sem ég fékk í
jólagjöf en þið megið loksins eiga von á henni í lok þessarar viku/byrjun næstu viku.

EYGLÓ DAGKREM: Ég fékk þetta krem að gjöf fyrir nokkrum mánuðum en byrjaði að nota það í
byrjun ársins og er ég mjög ánægð með það. Húðin mín er ótrúlega fín og mjúk þegar ég nota það og
á það að draga fram náttúrulega ljóma húðarinnar. Það inniheldur andoxunarefni sem hjálpar húð sem
er bæði þurr og líflaus og sé ég mikinn mun á minni húð. Svo er auðvitað plús að þetta er íslenskt.

BUMBLE AND BUMBLE SURF SPRAY: Þetta er vara sem ég var lengi búin að langa að prófa eftir
að hafa heyrt mjög góða hluti um hana og varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Fullkomið fyrir þá sem eru
að leitast eftir fallegum og náttúrulegum liðum eða til að fullkomna sína eigin liði (eins og ég gerði).

ROOT BOOST: Ég fjallaði um þetta sprey í seinstu færslunni minni, stundum finnst mér hárið mitt 
vera frekar flatt við rótina og þá hjálpar þetta mikið til - svo er líka svo góð lykt af þessum vörum.

MAC PRO LONGWEAR CONCEALER: Bow down, þetta er besti hyljari í heiminum! Ég held að 
ég geti eiginlega ekki sagt meira en það. Hann hylur mjög vel og helst á allan daginn.

YSL ALL IN ONE BB CREAM: Ég fjallaði um þetta krem þegar ég fékk það seinasta haust, ég hef
notað það á hverjum degi síðan þá. Ótrúlega létt og gefur húðinni fallega áferð og ljóma.

ANASTASIA BEVERLY HILLS TINTED BROW GEL: Sagði ykkur aðeins frá þessu um daginn
þegar ég fjallaði um augabrúnarútínuna mína, litað gel sem er fullkomið ef maður er latur að fylla í
þær eða bara til að bæta aðeins ofan á eftir á. Heldur þeim einnig á sínum stað allan daginn!

REAL TECHNIQUES MIRACLE SPONGE: Hef notað þessa vöru í yfir ár núna, eða síðan hann
kom fyrst á markaðinn hérna heima. Auðvelt að nota hann og hann gefur fallega og þétta áferð.


// Here are some of my current beauty favourites that I have been using everyday for the last couple
of weeks. I am always trying out new things so I thought it would be fun to show you the ones that
I love the most from time to time x


Theme designed by Feeric Studios. Copyright © 2013. Powered by Blogger