ASOS sweat & jogger set (HÉR)     ASOS deep plunge lace insert cami (HÉR)
ASOS jumper with v-neck (HÉR)     ASOS sea stripe wide trousers (HÉR)

Hversu fullkomið er það að í dag, á þessum gráa rigningadegi, þá ákveður ASOS að skella 20%
afslætti á allt á síðunni - já, þú last rétt, það er 20% af öllu! Það er því tilvalið að skella í nýjan
óskalista ef það má kalla þetta það en ég á núna þrjá hluti af þessum lista. Um daginn pantaði ég
mér þennan gullfallega hvíta blúndubol en smáatriðin á bakinu heilluðu mig um leið. Hann verður
fullkominn í sumar við lausar svartar buxur og sandala. Hann er líka fáanlegur í svörtu og er ég að
berjast við að panta mér hann ekki líka. Ég fékk mér svo þessa peysu um daginn en ég pantaði mér
hana í einni stærð stærri en ég tek vanalega (ég er vanalega í UK 10) og vávvvv, ég elska hana. Hún
er svo mjúk og extra falleg yfir svarta blúnduboli - hún nær líka niður fyrir rass svo hún er fullkomin
yfir leggings. 

Ég ákvað svo að nýta mér afsláttinn sem er í gangi og ég pantaði nokkra hluti fyrir Níels en svo sá
ég þessar buxur í gærkvöldi og ég bara varð. Hversu fullkomnar eru þær í sumar við hvítann bol og
sandala eða hvíta strigaskó?! Hlakka mjög til að fá þær! Mig langaði líka að panta mér þetta sett sem
er svo kósý en þar sem ég er nýbúin að panta mér þessi náttföt þá lét ég þau duga í bili.

Þú færð 20% afslátt af öllu inn á ASOS með kóðanum "SWEET" 
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Slippfélagið.

Jæja, loksins get ég sýnt ykkur lokaútkomuna á stofunni en um daginn málaði ég hana
alla ljósgráa, skipti um mottu og púða ásamt því að setja upp myndavegg fyrir ofan sófann
en það er eitthvað sem mig var lengi búið að langa að gera. Þegar við fluttum inn fyrir þremur
árum máluðum við alla veggi nema tvo hvíta en núna er ég með það á heilanum að hafa enga
hvíta veggi. Ég veit að þegar við stækkum við okkur eftir nokkur ár þá mun ég ekki hafa einn
einasta vegg hvítann. 

Mig langaði semsagt að gera stofuna aðeins hlýlegri og mála hana alla í fallegum ljósgráum
lit. Eftir að hafa fengið ansi margar litaprufur (liturinn mátti ekki vera of dökkur þar sem við
búum í kjallaraíbúð og stofan er frekar lítil) þá fann ég hinn fullkomna lit frá Slippfélaginu.
Liturinn heitir Monroe og ég er alveg í skýjunum með hann. Hann er mjög ljós en hann gerir
samt allt saman mjög hlýlegt sem var einmitt markmiðið - mjög ánægð með þessa ákvörðun
hjá mér að velja mér þennan lit. Ég skipti svo einnig um mottu á gólfinu en ég fann þessa í
Söstrene Grene fyrir algjöra tilviljun en svona mottu var ég einmitt búin að vera að leita að
mjög lengi. Ég skipti einnig um púða í sófunum og vildi hafa þar smá svona grátt og hvítt
litaþema en púðarnir eru úr H&M Home, VIGT og Ilvu. Seinast en alls alls alls ekki síst er
það myndaveggurinn - ég setti hann upp alveg sjálf og eru myndirnar frá By Goja og frá
Desenio.com (elska þessa síðu en því miður sendir hún ekki til Íslands). Ég var alveg í tvo
eða þrjá daga að ákveða uppröðunina á myndaveggnum en ég mæli með að raða römmunum
á gólfinu fyrst til að sjá útkomuna áður en byrjað er að hengja myndirnar á veggina. Nú er
ég alveg í skýjunum með stofuna en þarf þó að laga aðeins sjónvarpsskenkinn og skipta um
gardínur - það er næst á dagskrá 


Þessi færsla er unnin í samstarfi við MAC // Vörurnar fékk ég sem gjöf en burstann keypti ég mér sjálf.

Um daginn fór ég á mjög skemmtilegan viðburð hjá MAC en loksins er Next to Nothing línan frá
merkinu komin í sölu hér heima. Ég er búin að bíða svo spennt eftir þessum vörum eftir að hafa séð
þær hjá nokkrum erlendum snyrtivörubloggurum en bæði andlitsliturinn og púðrið heillaði mig strax.
Þetta er semsagt ekki farði heldur kallar MAC þetta andlitslit og fengum við sýnikennslu til að vita
hvernig best væri að nota hann og setja hann á húðina. Liturinn minnkar fínar línur og blörrar húðina
en samt er lítil sem engin þekja í honum - þetta er mjög áhugaverð vara og er liturinn fullkominn fyrir
sumarið þegar maður vill vera með eitthvað létt á húðinni en samt hylja smávegis og leyfa henni að
njóta sín og ljóma. Ég hef svo verið að nota púðrið í nokkrar vikur yfir farða og tekur það alla olíu
en gefur ljóma á sama tíma. Það er ekki þessi týpíska púðuráferð á því en það er einmitt það sem ég
elska við það enda kýs ég ljómandi húð allan daginn.

Það er mælt með að nota þykkan bursta til að bera litinn á (bursta með þéttum hárum) og því ákvað 
ég að fjárfesta í burstanum sem var sérhannaður fyrir litinn en það er einnig til bursti fyrir púðrið sem
mig langar mjög í. Next to Nothing línan fæst í MAC Smáralind og mæli ég með fyrir sumarið Þessi færsla er ekki kostuð // Skóna keypti ég mér sjálf.

LOKSINS LOKSINS LOKSINS - þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt um þessa skó! Ég er 
búin að vera að leita mér að "mules" eða múlum eins og ég kalla þá í nokkrar vikur núna og ég var
eiginlega við það að gefast upp á leitinni þegar ég rak augun í þessa gullfallegu svörtu múla inn á
Asos um daginn. Eina vandamálið var að þeir voru uppseldir heillengi í minni stærð en það góða
við Asos er að þeir eru mjög duglegir að "restocka" vörurnar sínar og því er gott að fylgjast vel
með því stærðirnar sem eru uppseldar koma inn aftur í langflestum tilfellum. 

Það er einmitt sem gerðist einn morgun eftir næturflug heim frá Ameríku - ég sat í rútunni og
ákvað að kíkja og viti menn, þeir voru komnir aftur í minni stærð. Ég var ekki lengi að kaupa
þá og fékk þá í hendurnar í dag - ég er alveg í skýjunum með þá og hlakka til að nota þá núna
í vikunni. Þú finnur skóna HÉR og mundu, ef stærðin þín er ekki til þá skaltu fylgjast vel með 
því hún mun poppa inn 

- Ósk var ekki lengi að finna leikvöll við Big Ben -

- Yndislega fjölskyldan mín, hversu heppin er ég -

- Fyrsta daginn röltum við um hverfið sem við gistum í, framhjá Big Ben og á Trafalgar Square þar sem við 
fengum okkur að borða -

- Við fórum á æðislegan ítalskan stað á Trafalgar sem heitir Bianco43, ég fékk mér ofnbakað Gnocci
 sem var fáranlega gott -

- Næst lá leið okkar á Old Bond Street þar sem ég keypti mér loksins eitthvað sem mig var búið að langa
í frekar lengi, hlakka til að sýna ykkur hvað leynist ofan í pokanum -

- Það er allt svo fallegt í London -

- Uppáhaldið mitt, Laduree. Keypti kassa af makkarónum handa mér og mömmu og þær voru eiginleg of
fallegar til að borða -

- Ósk var svo dugleg í London, alltaf svo gaman að eyða tíma með henni og fá að sýna henni heiminn -

- Það eru svo fallegir bekkir í Covent Garden, við urðum að sjálfsögðu að fá mynd -

- OOTD á öðrum degi, buxurnar eru frá Asos, bolurinn er úr H&M, taskan er gömul frá Asos og skórnir
eru frá Birkenstock -

- Þarna vorum við á leið í London Zoo -

- OOTD á þriðja og seinasta degi. Peysan er frá & Other Stories, buxurnar frá Topshop og sandalarnir eru
úr Zara -

Þá er ég komin heim eftir yndislega fjóra daga í London með fjölskyldunni minni - það var svo 
æðislegt að komast í smá frí, eyða tíma með þeim og búa til minningar! Við flugum til London 
á miðvikudagsmorgni og vorum komin á hótelið okkar aðeins eftir hádegi - við pöntuðum okkur
gistingu í gegnum Hotwire (mjög sniðug síða, gefur manni mjög góða díla á herbergjum! Þú
velur staðsetningu og færð að vita eftir að þú borgar hvaða hótel varð fyrir valinu) og fengum
hótel í hverfi sem heitir Lambeth sem er rétt hjá Big Ben og London Eye. 

Fyrsta daginn tókum við því bara rólega þar sem við vöknuðum öll mjög snemma og vorum því
frekar þreytt - við röltum um hverfið, fengum okkur að borða og svo fórum við í Saint Laurent á
Old Bond Street þar sem ég var búin að láta taka dálítið frá fyrir mig, en meira um það seinna.
Því næst kíktum við í nokkrar aðrar búðir áður en við fórum upp á hótel að hvíla okkur. Næsti 
dagur var æðislegur en við byrjuðum á því að kíkja í London Zoo og svo ákváðum við að skella
okkur í Hop On Hop Off rútu áður en við fengum okkur kvöldmat á stað sem heitir Prezzo (mæli
með!). Á föstudeginum, sem var seinasti dagurinn okkar, þá hittum við vinkonu mömmu sem býr
í London í hádegismat og fórum svo í Covent Garden sem er æðislegt hverfi. Þar röltum við um,
skoðuðum markaði, borðuðum góðan mat og nutum sólarinnar áður en við flugum heim næsta
dag. London klikkar aldrei og mig langar strax aftur - næst langar mig að taka Níels með og fara
í smá matarferð en það eru svo margir góðir veitingarstaðir í London sem ég hef ekki haft tækifæri
að prófa. Það er klárlega næst á dagskrá 
Blogger Template Created by pipdig