Halló halló - þessi vika hefur farið alfarið í afslöppun hjá mér en ég var send í smá hvíld eftir
heimsókn til ljósmóður vegna hækkandi blóðþrýstings og fleira! Því hef ég ekki gert neitt mikið
meira en að hanga heima í kósýgallanum og ég verð að segja að ég hata það nú ekki. Mér finnst
ótrúlegt að hugsa til þess að það er aðeins meira en mánuður eftir af meðgöngunni en von er á
drengnum þann 23. október næstkomandi. Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða og ég er ótrúlega
spennt fyrir komandi tímum en á sama tíma frekar stressuð - ég verð þó að segja að ég er smá
spennt að geta klætt mig venjulega aftur en það er búið að eiga hug minn seinustu daga. Ég sé svo
mikið af fallegum flíkum og dressum sem ég vildi óska þess að ég gæti klæðst en það er bara ekki
mögulegt með þessa bumbu. Ég fann þessar myndir þegar ég var að tæma myndavélakortið mitt
en þær voru teknar þegar ég var stödd í Stokkhólmi í fyrra með Þórunni og Gyðu en sú ferð var
svo æðisleg - mig langar svo aftur! Þarna er ég í dressi sem ég notaði mikið og er ótrúlega spennt
að geta notað aftur: uppháar buxur úr Selected, falleg peysa við og öklastígvél. Það styttist í að
ég get dregið þetta dress aftur úr fataskápnum og ég get ekki beðið 
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Neutrogena á Íslandi.

Í sumar kom ný húðvörulína á markað hérlendis frá Neutrogena sem heitir Hydro Boost. Ég var svo
heppin að fá veglegan pakka frá merkinu með vörunum úr línunni þegar hún kom út og hef ég verið
að prófa mig áfram með vörurnar í nokkra mánuði núna og verð ég að segja að línan kom mér mjög
á óvart. Hún hentar þurru húðinni minni ótrúlega vel en eiga allar vörurnar það sameiginlegt að vera
rakabombur þar sem þær innihalda hyaluronic sýru sem er náttúrulegt rakaefni. Það eru nokkrar vörur
úr línunni sem eru komnar til að vera í húðrútínunni minni og langar mig að segja ykkur aðeins betur
frá þeim.

Fyrst er það Water Gel andlitskremið en þetta er klárlega uppáhalds varan mín úr línunni og var ég
að byrja á annarri dollunni minni. Þetta er gelkrem sem er á sama tíma ótrúlega rakamikið og ótrúlega
létt - það smýgur inn í húðina mjög hratt sem ég elska og finnst mér æðislegt að nota þetta krem undir
farða. Oft þegar ég nota önnur rakakrem þá finnst mér ég þurfa að bíða svo lengi þar til það er komið
inn í húðina og ég get sett á mig farða en með þetta er það ekki málið sem er æðislegt. Húðin fær
nauðsynlegan raka og verður ótrúlega ,,plumped". Þegar húðin mín er aftur á móti mjög þurr og ég 
vil eitthvað þykkara þá hef ég verið að nota Gel-Cream sem er hannað fyrir mjög þurra húð og 
veitir því aðeins meiri raka en Water Gel. Það eru svo tveir hreinsar í línunni sem ég hef verið
að nota og virka þeir fullkomnlega saman - fyrst nota ég Gelée Milk hreinsinn sem er gelkennd
hreinsimjólk til að taka allan farða af húðinni og því næst nota ég Water Gel hreinsinn til þess að
hreinsa húðina. Það er ekki nóg að hreinsa bara farða af húðinni heldur er nauðsynlegt að hreinsa
húðina sjálfa líka og get ég ekki ítrekað nógu oft hvað það er mikilvægt skref sem ég sleppi aldrei.
Gelhreinsirinn er ótrúlega góður og finnst mér líka fullkomið að geyma hann í sturtunni. Seinasta
varan sem mig langar að deila með ykkur er augnkremið í línunni en ég hef lagt það í vana að nota
augnkrem á hverjum morgni og hverju kvöldi enda komin á þann aldur. Augnkremið er gelkennt
líka og því ótrúlega létt, frískandi og nærandi. 

Þetta eru ótrúlega einfaldar og góðar vörur sem henta öllum húðtýpum og er þetta til dæmis hin
fullkomna fyrsta húðvörulína fyrir stelpur sem eru nýbyrjaðar að prófa sig áfram með húðvörur.
Það besta er líka að allar þessar vörur eru á ótrúlega góðu verði, eru léttar og hreinar, þær henta
viðkvæmri húð og eru þróaðar í samstarfi við húðlækna. Hydro Boost vörurnar fást í apótekum,
verslunum Hagkaupa og Krónunni 

Þessi færsla er ekki kostuð en stjörnumerktar vörur voru fengnar sem gjöf.

Í upphafi meðgöngunnar settist ég niður og undirbjó lista yfir það sem okkur vantaði fyrir komu
sonar okkar. Eins og þið vitið þá hætti ég að vinna á 16 viku þar sem flugfreyjur mega ekki vinna
lengur og því hef ég verið í leyfi í að verða fjóra mánuði núna. Því hafði ég rosalega mikinn tíma til
þess að undirbúa allt saman og kenni ég oft of miklum frítíma fyrir of margar netpantanir af litlum og
sætum fötum. Ég miðaði mig við lista sem ég fann á netinu en svo aðlagaði ég hann að okkar þörfum
en hver og einn undirbýr sig á sinn persónulega hátt og er alltaf best að fylgja sínu eigin innsæi heldur
en að fylgja eitthverju sem einhver á netinu sagði. Þetta er fyrsta barnið okkar og því er ekkert víst að
þetta sé nóg eða kannski er þetta of mikið og það er bara fullkomnlega í lagi - maður lærir á þetta og 
ef ske kynni að okkur vanti eitthvað eftir fæðingu þá loka búðirnar ekki og maður getur alltaf reddað
sér og einnig ef þetta er of mikið þá er það bara þannig. Þetta er einungis minn persónulegi listi sem 
mig langar að deila með ykkur enda hef ég fengið fjölda fyrirspurna um að deila honum hér með 
ykkur þar sem margir af mínum fylgjendum eru einnig ófrískar sem er ótrúlega skemmtilegt.

Við erum alls ekki komin með allt sem við þurfum en erum á góðri leið enda er litli karl væntanlegur
í næsta mánuði - ég fékk smá áfall í byrjun mánaðarins yfir því og byrjaði að þvo (mjög snemma í 
því) en hreiðurgerðin er alveg í hámarki í augnablikinu. Það helsta sem er eftir eru stóru hlutirnir
eins og til dæmis rúm, bílstóll & base, matarstóll og þess háttar en þegar kemur að fatnaði þá held
ég að litli karl sé góður til að byrja með. Eins og ég tók fram áðan þá er þetta minn listi og eru 
þessir listar mjög persónubundnir eftir foreldrum, aðstæðum og fleira - margt hef ég keypt mér
sjálf en annað hef ég fengið í gjöf frá fjölskyldu&vinum og fyrirtækjum (það sem ég hef fengið
frá fyrirtækjum sem gjöf verður stjörnumerkt). Einnig langar mig að taka fram að þessi listi er
alls ekki heilagur og nota ég hann einungis sem viðmið en svo er alltaf best að fylgja innsæinu
sínu og fylgja straumnum. 

SVEFN

Rúm (okkur langar í hvítt Sebra rúm - fæst HÉR)
Dýnu og lak fyrir rúm - 2x lök
Ungbarnasæng
Sængurver - 2-3x
Hlífðarlak/Undirbreiðslu - 1-2x
Óróa fyrir ofan rúm (mig langar í þennan - fæst HÉR)
Babynest (fæst HÉR)
Náttljós (ég keypti í Petit - fæst HÉR)
Moses vöggu + stand (til að nota frammi - fæst HÉR)

SKIPTIAÐSTAÐA/BAÐIÐ

Bala
Handklæði - 2x
Baðhitamælir (fæst HÉR*)
Skæri (fást HÉR*)
Nefsuga (fæst HÉR*)
Eyrnapinnar (fást HÉR*)
Bleyjur
Taubleyjur 
Blautþurrkur (ég keypti kassa af Water Wipes í Costco)
Blautþurrkubox (fæst HÉR)
Skiptidýnu
Undirbreiðslu
Bossakrem
Grisjur
Spritt
Hitamælir/Rassamælir
Bleyjupokar (fást HÉR*)
Bursta (fæst HÉR*)

BRJÓSTAGJÖF

Lekahlífar 
Brjóstakrem
Brjóstagjafapúði (fæst HÉR)
Gjafahaldari
Gjafahlýrabol
Pela
Brjóstapumpa o.fl. (keypt ef þarf)

FATNAÐUR

Samfellur (8-10x)
Náttgallar (5-8x)
Leggings/buxur (5-6x)
Buxur með hosum (2-3x)
Peysur (2-3x)
Útigallar (1-2x)
Sokkar/Sokkabuxur 
Húfur (2-3x)
Vettlingar/þykkari sokkaskór

ANNAÐ

Vagn (við fengum okkur Bugaboo Fox - fæst í Petit)
Kerrupoka 
Bílstóll & Base (okkur langar í Maxi Cosi Cabrio Fix)
Ömmustóll (okkur langar í þennan - ekki nauðsyn strax)
Tripp Trapp matarstól (okkur langar í þennan í svörtu)
Burðarpoka (við fengum þennnan frá Chicco*)
Spegil í bílinn
Teppi í bílinn/Bílstólapoka
Snuð + snuddubönd
Smekki

SPÍTALATASKAN
Fyrir hann:

Heimferðasett (peysa, húfa, vettlingar og sokkakskór)
2-3x náttgallar í 50/56
2x samfellur í 50
2x samfellur í 56
3x Leggings/buxur í 50/56
Sokkar
Þunn húfa
Teppi
Taubleyjur
Bleyjur
Blautþurrkur
Undirbreiðsla
Bossakrem
Klóruvettlinga
Bílstól & base
Snuð 

Fyrir mig:

Dömubindi
Nærföt
Lekahlífar + brjóstakrem
Náttkjól + slopp
Auka föt
Sokka
Gjafahaldara
Snyrtidót (tannbursta + tannkrem, sjampó + næringu, 
hreinsir, krem, varasalva, bursta, teygjur, nuddolía + það helsta)
Hleðslutæki
Vatnsbrúsa

Fyrir Níels:

Auka föt
Snyrtidót
Hleðslutæki
Myndavél + hleðslutæki
Nesti

..og svo margt margt fleira!
Eins og ég sagði þá er þetta alls ekki heilagur listi og eflaust er eitthvað fleira sem mun lauma sér
ofan í spítalatöskuna eða í fataskápinn hjá drengnum. Við erum rosalega heppin að búa við hliðina
á spítalanum og því er stutt að fara ef eitthvað bráðvantar eða ef við erum ekki með nógu lítil föt
þá er alltaf hægt að senda mömmu eða aðra í búð að redda því. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum
degi þegar kemur að þessum litlu krílum en ég vona að einhverjar af ykkur getið nýtt ykkur listann
til viðmiðunar. Ef það er eitthvað ,,must" sem ég er að gleyma þá megið þið láta mig vita!

ASOS puffer in velvet (HÉR)     NEW LOOK wide sleeve jumper (HÉR)
ASOS jumper dress in fine knit (HÉR)     ASOS patent ankle boots (HÉR)

Komið smá síðan ég deildi seinast með ykkur óskalistanum mínum af Asos - nú eru að hrannast inn
gullfallegar haust- og vetrarflíkur og á ég mjög erfitt með mig. Í fyrsta lagi langar mig í allt en í öðru
lagi þá get ég ekki klætt mig eins og mig langar út af bumbunni. Mig langar ekkert meira en að geta
verið í uppháum buxum og peysu við eða ,,matching" setti en það verður víst að bíða í nokkrar vikur
í viðbót en það styttist óðum. Gráa peysan er einmitt fullkomin í þannig dress og langar mig smá að
panta hana og geyma þar til ég get notað hana almennilega en ég elska sniðið á henni og að ermarnar
eru aðeins víðar. Hún væri einmitt fullkomin við uppháar buxur eða gallabuxur og svo við þessa
glansskó en svona skór eru efst á óskalistanum mínum í augnablikinu. Skór eru einmitt eitthvað sem
ég get líka ekki keypt mér mikið af en ég er að upplifa mikinn bjúg á seinustu vikum meðgöngunnar
og því kannski ekki að fara að nota lokaða skó mikið vegna þess. Um leið og ég get notað skóna mína
aftur þá leyfi ég mér að panta þessa en þeir eru ótrúlega fallegir og einmitt það sem ég hef verið að 
leita að 

Aftur á móti pantaði ég mér þessa peysu um daginn og hún er eitthvað sem ég get notað við bumbuna
og svo einnig eftir meðgöngu. Hún er ótrúlega þægileg og er úr mjög fínu efni svo hún er silkimjúk,
ég elska hana það mikið að ég ákvað að panta mér hana líka í þessum gula lit en þrátt fyrir að ég er
ekki mjög litaglöð þá fannst mér hún ótrúlega sæt. Ég bíð spennt eftir að fá hana í hendurnar en hún
yrði mjög sæt við öklastígvél og svarta kápu - namm! 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Smashbox.

Um daginn fékk ég þennan farða frá Smashbox sendan til mín sem gjöf og var ég ekkert smá 
spennt að prófa hann þar sem ég hafði heyrt mjög gott um hann og nafnið á honum greip mig
strax. Ég er með þurra húð og því hugsaði ég að þessi farði gæti hentað minni húð mjög vel þar
sem hann heitir Studio Skin 15 Hour Hydrating Foundation og inniheldur hann hyaluronic sýru og
vítamín E til að næra, róa og gefa húðinni nauðsynlegan raka. Á sama tíma er farðinn olíulaus sem
er mjög áhugavert en það veldur því að farðinn helst á húðinni allan daginn. 

Ég hef varla snert annan farða síðan ég fékk þennan en hann ýkir ekki þurrkinn minn og þar sem 
hann er olíulaus þá endist hann á húðinni ótrúlega lengi. Ég skil í raun ekki af hverju ég var ekki
búin að prófa hann áður og er hann kominn í topp fimm uppáhalds farðana mína. Áferðin á honum
er ótrúlega náttúruleg og auðvelt er að byggja hann upp sem er æðislegt fyrir fínni tilefni en ég set
létt lag af honum dagsdaglega og kemur það ótrúlega vel út - hann hylur það sem ég vill hylja en á
sama tíma skína freknurnar í gegn. Undir farðann hef ég verið að nota rakagefandi farðagrunn sem
er einnig frá Smashbox sem hentar mér ótrúlega vel. Ég tók farðann í litnum 1.1 og er ég mjög 
ánægð með að hann er laus við paraben, phalates og ilmefni


Blogger Template Created by pipdig