Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég mér sjálf en sumar með afslætti.

Mig langar að byrja á nýjum lið hér á blogginu þar sem ég deili með ykkur þeim merkjum sem við
Frosti erum mjög hrifin af og mælum með. Þegar ég var ófrísk af honum þá keypti ég mjög mikið af
hinu og þessu en maður finnur það best þegar maður byrjar að nota hlutina hvernig maður fýlar þá.
Það er alveg sumt sem ég var mjög hrifin af en svo þegar við byrjuðum að nota það þá er það eitthvað
sem ég myndi ekki kaupa aftur en nú ætlum við að tala um þau merki sem við elskum og sem við 
myndum kaupa aftur og aftur. 

Mér finnst fullkomið að byrja á einu uppáhalds merkinu okkar: Konges Slojd. Merkið er danskt og
var ég búin að kaupa smá á meðgöngunni sem við höfum notað mikið og því hef ég keypt fleira eftir
að Frosti fæddist. Ég á brjóstagjafapúðann frá þeim og tvenn áklæði og er ég mjög ánægð með þau
kaup, ég ætlaði fyrst ekkert að vera með gjafapúða en guð hvað mér finnst það vera mikið must have.
Þegar Frosti var um mánaðargamall var þetta dress mikið notað og var ég mjög leið þegar það varð
of lítið á hann - ég þyrfti helst að næla mér í það í stærri stærð. Við eigum einnig sítrónuheilgalla sem
er orðinn of lítill en það bíður okkar fallegur loftbelgjagalli í stærð 80/86. Hann er núna í 62/68 og er
nýjasta settið hann einmitt í stærð 68/74 en ég fann það í Barnaloppunni í seinustu viku. Ég elska að
detta inn þar og finna svona gersemar en það er þetta loftbelgjasett sem er á myndunum! Ég verð líka
að minnast á peysurnar frá þeim en þær eru yndislegar - svo mjúkar og vandaðar úr 100% merino ull!
Leikföngin eru einnig skemmtileg og eigum við t.d. Ljónsa þaðan (ljónabangsi) og Frosti gjörsamlega
elskar hann 

Konges Slojd fæst hér heima í Petit.


Þessi færsla er unnin í samstarfi við MAC á Íslandi.

Ég veit hvað þið eruð örugglega að hugsa, enn einn farðinn sem hún byrjar að tala um! Ég elska
allt sem við kemur húðinni hvort sem það eru húðvörur eða snyrtivörur en mér finnst ekkert fallegra
en ljómandi og falleg húð. Mér finnst því langskemmtilegast að prófa nýjar vörur sem tengjast því
en fyrir svolitlu síðan var mér boðið á skemmtilegan viðburð í MAC og kom ég heim með þennan
farða. Þar sem ég er heima núna í fæðingarorlofi er þetta fullkominn hversdagsfarði þá daga sem mig
langar að hafa mig til en eins og nafnið á honum gefur til kynna er hann mjög léttur. Seinustu vikur
er húðin mín búin að vera extra þurr og því margir farðar sem ýkja þurrkið en þessi er einn af þeim
sem gerir það einmitt ekki og er hann ótrúlega fallegur á húðinni - gerir hana ljómandi og lýtalausa!
Mæli með ef þú ert að leita þér að léttum farða sem gefur náttúrulega áferð 

Þessi færsla er ekki kostuð.

Eins og ég sagði ykkur frá í seinustu færslu þá fengum við String hillu í jólagjöf en var þannig
dökk hilla búin að vera á óskalistanum í smá tíma. Mig langaði upprunalega í svarta en sú sem
við fengum er úr gullfallegum dökkdökkdökkbrúnum við sem er ennþá fallegri finnst mér - ég
ákvað að setja hana upp á veggnum á móti rúminu okkar inn í svefnherbergi en mig langaði
aðeins að breyta til þar og einnig langaði mig í smá stað fyrir dótið hans Frosta þar sem hann
er enn að deila herbergi með okkur. Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna en það er alveg
magnað hvað svona litlar breytingar geta gert mikið. Það sést einnig glitta í nýja fallega
Eclipse lampann minn frá HAF Store sem Níels gaf mér í jólagjöf - hann er svo fallegur 

String Pocket hilla í Oiled Smoked Oak (fæst í Epal)     Baby's First Book (fæst í Petit)     Maileg mús (fæst í Petit)
Sebra pönduhringla (fæst í Petit)     Pom Pom lakkskór (fæst í Petit)     Lyngby vasi (fæst í Epal)     Fíll (fæst í Epal)
Sebra pönduspiladós (fæst í Petit)     Liewood stafakubbar (fæst í Dimm)Halló og gleðilegt nýtt ár - orðatiltækið betra seint en aldrei á sko heldur betur við hérna! Ég ákvað að
taka mér smá pásu frá blogginu yfir jólin og áramótin og entist pásan aðeins lengur en ég ætlaði mér 
en það gefst ekki mikill tími lengur að setjast niður við tölvuna. Við Frosti erum saman í orlofi og
Níels byrjaður að vinna aftur svo dagarnir mínir fara í að njóta með honum. Hann braggast ótrúlega
vel en eins og þið flest vitið kom hann fyrir tímann en það er svo yndislegt að sjá hann vaxa og dafna
svona vel. Hann er orðinn svo stór finnst mér enda elskar hann að vera á brjóstinu og er allt annað að
sjá hann miðað við fyrstu dagana þegar hann var ekki með neitt utan á sér. Hann fullkomnaði lífið 
okkar og erum við svo spennt fyrir árinu 2019 með honum! 

Við eyddum jólunum heima hjá foreldrum mínum og áramótunum með fjölskyldunni hans Níelsar
og var það alveg hreint yndislegt. Seinustu dagar hafa farið í algjöra afslöppun en ég er aðeins búin
að vera að laga til og breyta hér heima en við hengdum upp String hillu sem við fengum í jólagjöf 
og breyttum aðeins þar og svo er ég þessa dagana að stytta gardínurnar okkar en ég hef frestað því
í rúmt ár. Við erum í söluhugleiðingum sem mér finnst smá erfitt en ég elska íbúðina okkar svo
mikið en í sannleika sagt erum við búin að sprengja hana af dóti svo okkur langar að stækka við
okkur. Það ferli er ekki auðvelt skal ég segja ykkur en vonandi finnum við réttu eignina fyrir
okkur á árinu. Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum frá seinustu vikum (þær eru 
ekki margar, ég tek ekki myndir af fleiru en Frosta þessa dagana haha) 

Ein frá jólunum - ég fékk mér þennan gullfallega samfesting frá Selected og var í honum.
Ótrúlega fallegur og þægilegur!

Hér er String hillan sem um ræðir - mig langaði svo að hengja hana upp inn í
herbergi og setja smá af dótinu hans Frosta í hana. Ég ætla að gera sér færslu
um þessar breytingar sem kemur inn á næstu dögum!

Frosti og Kannsa Kanína - síðan hann fæddist hef ég tekið myndir af honum
reglulega með kanínunni og það er alveg hreint magnað að sjá hversu mikið
hann er búinn að stækka!

Ein önnur speglamynd fyrir eitt annað opið hús - eitthvað sem við
stundum þessa dagana!
Þessi færsla er unnin í samstarfi við BECCA.

Fyrst þegar Be A Light pallettan frá BECCA kom í sölu hérlendis í sumar bloggaði ég um hana
(sjá færsluna HÉR) en ég hef ekki notað eina pallettu eins mikið og ég hef notað þessa. Mér finnst
svo þægilegt að hafa allt sem maður þarf á einum stað en inniheldur pallettan öll þau púður sem þarf
á andlitið að mínu mati. Hún inniheldur fjögur mismunandi púður - fyrst er það ,,brightening" púður
sem ég nota undir augun til að birta aðeins til (nauðsynlegt þessa dagana þegar baugun eru stundum
langt niður á kinnar), svo er það ,,blurring" púður sem ég nota hvað minnst en það gefur húðinni 
mjög fallega áferð, kinnalitur og sólarpúður. Ég nota kinnalitinn og sólarpúðrið daglega en ég vildi
að kinnaliturinn úr pallettunni væri seldur sér þar sem hann er ótrúlega fallegur. Öll púðrin gefa
húðinni svo fallegan ljóma sem ég elska!

Ég er að telja niður til jóla með ykkur á Instagram en þar er ég að gefa nokkrar af mínum uppáhalds
vörum sem ég uppgvötaði á árinu. Seinustu helgi gaf ég tveimur vinkonum uppáhalds brúnkuna mína
frá St. Tropez og þessa helgi ætla ég að gleðja tvær vinkonur og gefa þeim uppáhalds vörurnar mínar
frá BECCA, þar á meðal Be A Light pallettuna og svo Under Eye Brightener. Endilega færið ykkur 
inn á Instagram hjá mér til að taka þátt en þið finnið mig þar undir @alexsandrabernhard 


Blogger Template Created by pipdig