Þessi færsla er ekki kostuð // Sólgleraugun keypti ég mér sjálf.

Um daginn sá ég einn af mínum uppáhalds bloggurum, Eirin Kristiansen, með gullfalleg Gucci
sólgleraugu þegar hún var í fríi í Barcelona. Næstu daga gat ég ómögulega hætt að hugsa um 
þessi gleraugu og varð ég eiginlega að eignast þau! Það var aðeins auðveldara sagt en gert en
ég leitaði að þeim um allt í Chicago þegar ég var stödd þar án árangurs. Nokkrum dögum síðar
var ég stödd í Toronto og ég ákvað að kíkja inn í Saks til að sjá hvort þau væru til og viti menn,
þarna voru þau að bíða eftir mér og það var bara eitt par eftir. Ég var því ekki lengi að kaupa mér
þau og vávvv, ég sé sko alls ekki eftir þessum kaupum 

Vörurnar fékk ég sem gjöf.

Það er löngu kominn tími að ég segi ykkur frá þessum tveimur vörum frá Origins sem ég fékk um 
daginn og heillaðist strax að. Merkið var að endurbæta þessa línu sem heitir A Perfect World og nú
hentar þessi lína mér og starfi mínu fullkomnlega. Ég hef alltaf hugsað mjög vel um húðina mína en
eftir að ég byrjaði að fljúga þá finn ég að hún þarf extra mikla umönnun og dekur. Það sem mér finnst
svo frábært við þessar vörur er að þær vernda húðina fyrir UVA, UVB og infrarauðum geislum en við
flugfreyjur verðum fyrir mikilli geislun um borð sem hefur meðal annars slæm áhrif á húðina. Mér
finnst því frábært að nota kremið undir farða þegar ég er að vinna en ég hef líka verið að nota það
dagsdaglega. Dagkremið inniheldur SPF 40 en augnkremið SPF 20 og eru bæði kremin stútfull af
andoxunarefnum sem koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Bæði kremin eru mjög þykk og því þarf
mjög lítið af vöru á allt andlitið/augnsvæðið og gefa þau húðinni fallegan ljóma og nóg af raka. 

Ég hef notað kremin undir farða í vinnuna núna í rúman mánuð eða alveg síðan ég fékk þau og
ég hef ekki getað notað neitt annað lengur. Húðin fær mjög góðan raka, verður ljómandi og svo
er ótrúlega gott að vita að maður er að vernda húðina fyrir geislun á sama tíma. Ég hef verið að 
mæla með þessum vörum við aðrar freyjur í vinnunni og ef þú ert flugfreyja eða ferðast mikið þá
er þetta eitthvað sem þú þarft að eiga! 

Vörurnar frá Origins færðu í Hagkaup Smáralind, Hagkaup Kringlunni, Lyf&Heilsu Kringlunni,
Lyfju Lágmúla og í Fríhöfninni (fullkomið til að grípa með á leið í ferðalagið).

ASOS striped beach dress (HÉR)     ASOS mix and match bikini (toppur HÉR og buxur HÉR)
MOSS COPENHAGEN oversized striped top (HÉR)     ASOS high waisted denim skirt (HÉR)

Hvað gerir maður þegar maður er dauðþreyttur eftir næturflug og lítill í sér? Jú, pantar sér smá 
af Asos að sjálfsögðu en það er nákvæmlega það sem ég gerði um helgina. Ég er á leiðinni í frí
til Frakklands í Ágúst en fyrir það langaði mig í léttan sumarkjól og fann ég þennan sæta kjól og
var ekki lengi að setja hann í körfuna. Ég elska munstrið, litinn og öll smáatriðin! Mig langaði svo
líka í nýtt bikiní en ég fann mér þetta svarta "high waisted" bikiní. Ég leyfði svo þessum röndótta
"oversized" bol að fylgja með og einnig þessu svarta gallapilsi en ég held einmitt að það sé 
fullkomið við röndótta bolinn og svo bara sandala í sumar 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.
VERO MODA jakki     & OTHER STORIES peysa (HÉR)     TOPSHOP gallabuxur   
  SAINT LAURENT taska     GS SKÓR hælar     GUCCI sólgleraugu 

Þó það sé komið sumar þá breytist ég ekkert, litagleðin heldur áfram hjá mér (eða þannig). Ég 
sýndi ykkur þennan rúskinn jakka úr Vero Moda um helgina en ég hef varla farið úr honum síðan
hann varð minn - elska svona flíkur sem virka við gjörsamlega allt. Ég klæddist honum auðvitað í
dag yfir svarta peysu og svartar rifnar gallabuxur en þetta er eitthvað sem ég er mjög oft í þegar ég
nenni ekki mikið að pæla í outfitti, klikkar ekki. Skórnir eru líka nýjir en þá fékk ég í GS Skóm í 
byrjun mánaðarins - upprunalega ætlaði ég að fá mér þá í svörtu en þegar ég sá þennan ljósa lit þá
skipti ég fljótt um skoðun. Þessir eru svo fullkomnir í sumar og það eru nýju sólgleraugun mín líka
en þau eru loksins mín. Mig var búið að langa í þau í nokkrar vikur og loksins fann ég þau núna í
vikunni
ASOS ruffle off shoulder dress (HÉR)     BOOHOO floral ruffle dress (HÉR)
MISSGUIDED floral swimsuit (HÉR)     ASOS phantom high heels (HÉR)

Jæja, það er nú löngu kominn tími á nýjann Asos óskalista en ég verð að viðurkenna að ég er 
búin að vera ansi dugleg að panta mér af henni upp á síðkastið en ég kenni sumrinu og góða
veðrinu alfarið um það. Ég næ samt alltaf að finna eitthvað til að setja á óskalistann og er ég
eiginlega að berjast við það að panta mér ekki neitt en við vitum örugglega öll hvernig það
mun enda. Ég er sérstaklega hrifin af hvíta kjólnum en ég get ekki hætt að hugsa um hversu
fallegur hann væri í sumar þegar við förum til Suður Frakklands - fullkominn til að vera í 
þar einmitt. Svörtu hælarnir eru líka mikið að kalla á mig en ég eignaðist svona svipaða um
daginn nema í ljósum lit en það klikkar ekki að eiga þá í svörtu líka - svona skór eru nefnilega
svo klassískir og virka við svo margt!

Í fyrramálið er ég á leiðinni til Toronto á vegum vinnunar og er ég mjög spennt að fá að eyða
deginum þar. Mér finnst borgin æðisleg og svo er ekki leiðinlegt að það eru rúmar 28 gráður 
þar - já takk. Þið getið fylgst með mér á Snapchat undir @alexsandrabernh (ekki gleyma auka
s-inu) 
Blogger Template Created by pipdig