Þessi færsla er ekki kostuð // Allar vörur keypti ég mér sjálf.

Þið vitið það eflaust að ég elska allt sem tengist heimilinu og breytingum á því en um helgina réðst ég
í smá breytingar á veggnum fyrir ofan eldhúsborðið okkar. Þegar við fluttum inn fyrir fimm árum var
nagli í veggnum og síðan þá höfum við alltaf verið með eina mynd á veggnum. Mér fannst myndirnar
alltaf týnast smá og vera smá einmanna svo mig langaði aðeins að bæta við vegginn og datt því í hug
að gera ,,mini" myndavegg eins og ég gerði fyrir ofan sófann okkar í fyrra (sjá færslu um hann HÉR).
Þegar maður gerir svona myndaveggi þá finnst mér nauðsynlegt að hugsa sig vel um hvernig manni
langar að hafa hann og reikna vel út hvar hver mynd á að vera staðsett. Ég var í alveg nokkrar vikur 
að ákveða hvernig mig langaði að hafa þennan vegg en upprunalega ætlaði ég að bæta við tveimur
litlum myndum við hliðina á þessari stærri (þessi stærri var ein á veggnum fyrir). Þegar ég sá svo
þennan veggstjaka á Instagram hjá HAF Store þá varð ég að eignast hann og ákvað að setja hann fyrir
ofan litla mynd og er ég ekkert smá ánægð með útkomuna. Það er svo ótrúlega kósý á kvöldin að 
kveikja á kertinu en þessi stjaki er einn sá fallegasti sem ég hef séð 

Stór mynd frá Desenio.com - Lítil mynd af Etsy - HAF Studio veggstjaki (fæst í HAF Store) - Lynbgy 
vasi (fæst í Epal) - Stoff kertastjaki (fæst í Snúrunni) - Victorian Animal ilmkerti (fæst í Snúrunni).


ASOS design sock boots (HÉR)

Haustið er, eins og þið vitið, uppáhalds árstíðin mín þar sem mér finnst svo ótrúlega skemmtilegt að
klæða mig í fallegar kápur, peysur og skó. Haustflíkurnar eru byrjaðar að streyma í verslanir og verð
ég að viðurkenna að ég á smá erfitt með að missa mig ekki. Mig langar í fallega dökkbláa kápu fyrir
haustið og er ég að leita að hinni fullkomnu en ég pantaði mér fyrstu haustpöntunina mína í byrjun
vikunar. Mér finnst ég reyndar hafa ágætlega góða afsökun fyrir þessum kaupum en vegna óléttunnar
eru langflestir lokuðu skórnir mínir örlítið þrengri en þeir eru vanalega og því pantaði ég mér þessa í
hálfri stærð stærri en ég tek vanalega. Ég á svipaða sem eru orðir ágætlega gamlir og hef ég notað þá
ansi mikið (það mikið að þeir eru orðnir sjúskaðir) svo ég er mjög spennt að fá þessa - þeir eru svo
fullkomnir við allt hvort sem það séu gallabuxur, sokkabuxur eða víðar buxur 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.
Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur voru fengnar sem gjöf en annað keypti ég mér sjálf.

Mér finnst alveg magnað hversu hratt tíminn líður þessa dagana. Ágúst er að verða hálfnaður og það
er orðið ansi haustlegt á kvöldin sem ég hata nú ekki þar sem haustið og veturinn finnst mér svo kósý
tími. Þetta haust verður ennþá meira kósý þar sem von er á litla kallinum okkar núna 23. október og
munum við því eyða miklum tíma saman heima að kúra. Ég hef verið ágætlega dugleg að undirbúa
allt saman en kosturinn við að vera ekki að vinna (flugfreyjur mega bara vinna að 16. viku svo ég
hef verið í leyfi síðan í Maí) er að ég hef rosa mikinn tíma til að gera og græja. Ég er búin að fara í
gegnum alla skápa og skúffur hér heima, sortera og henda og gera pláss fyrir dótið hans. Hann verður
inni hjá okkur til að byrja með og því er ég með öll föt í minnstu stærðunum í kommóðunni þar og 
svo stærri föt inn í aukaherbergi. 

Í dag dró ég Níels með mér í Ikea en ég hafði séð á Pinterest sniðuga lausn þar sem Raskog vagninn
úr Ikea var notaður undir barnadót eins og bleyjur, blautþurrkur og taubleyjur og ákvað ég að fá mér
svartan til þess að geyma nákvæmlega þessa hluti í. Ég á eftir að kaupa bleyjur og þess háttar og því
geymi ég dúllerí í vagninum í augnablikinu en ég elska þessa lausn fyrir þá sem eru ekki með mikið
pláss en við erum til dæmis ekki með skiptiborð til að geyma þessa hluti á. Það er einnig ótrúlega
þægilegt að geta rúllað vagninum um alla íbúð og svo seinna meir er hægt að breyta honum í bar
eða geyma snyrtivörur í honum - Raskog vagninn fæst í þremur litum í Ikea og kostar einungis
6.990 krónur 

Taubleyjur frá Cam Cam og fást í Bíum Bíum - Vans skór keyptir í Feneyjum - Jellycat kanína og Konges Slojd
ljón úr Petit - Garbo & Friends leikteppi og skiptidýna* fæst í Dimm. 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZARKOPERFUME.

Um daginn þegar ég kíkti með vinkonu minni í verslunina Maí á Garðatorgi rak ég augun í ilmvötn
þar sem ég hafði aldrei séð áður og varð ég strax heilluð af þeim. Fyrsta lyktin sem ég tók upp og
þefaði af heitir OUD'ISH og vá, ég spreyjaði smá á hendina á mér og eyddi restinni af deginum
þefandi af sjálfri mér - hún er það góð! Ég er mjög vandlát þegar kemur að ilmvötnum og ég fýla
alls ekki hvað sem er, hvað þá núna þegar ég er ólétt og mjög viðkvæm fyrir mörgum lyktum en
þetta er ein besta lykt sem ég hef nokkurn tíman fundið og er ég svo spennt að fá tækifæri til að
kynna fyrir ykkur merkið ZARKOPERFUME sem er nýlegt hér á landi.

Merkið er danskt og einblínir það eingöngu á að hanna ,,high end" mólikúl ilmi. Mér finnst það
afar heillandi þegar merki einblína á eitthvað eitt ákveðið eins og þetta og gera það vel og því er
ég ótrúlega spennt fyrir merkinu. Ilmirnir fást eingöngu í þremur verslunum hérlendis í augnablikinu
sem eru Maí Garðatorgi, Systur & Makar (einnig á vefverslunum þeirra) og svo fást tveir ilmir í
versluninni Sölku í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir að ég er nýbúin að eignast OUD'ISH þá langar mig
ótrúlega í ilminn sem heitir MOLéCULE 234.38 líka en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér líka.
OUD'ISH inniheldur oud sem er eitt af dýrustu hráefnum sem notað er í ilmvatn í heiminum og
ef ég ætti að reyna að lýsa ilminum þá er hann mjög sætur en á sama tíma frekar hlýr og léttur og
það besta við hann er að hann er unisex svo hann hentar öllum 

HÉR getur nú nálgast ilmina í vefverslun Maí og HÉR í vefversluninni Systur & Makar. 

Þessi færsla er ekki kostuð.

Lokins - stundum get ég alveg tekið allan tímann í heiminum að koma hlutum í verk en stundum 
verða þeir að gerast helst í gær. Við fengum þetta gullfallega veggljós frá Design by Us sem fæst í
Snúrunni í jólagjöf í fyrra og tók það okkur ekki nema sjö heila mánuði að finna stað fyrir það og
að setja það upp. Íbúðin okkar er ekki sú stærsta og fann ég aldrei neitt veggpláss fyrir ljósið en
þetta litla horn fyrir ofan sófann var alltaf ofarlega í huganum. Mér fannst veggurinn samt ekki
nægilega stór (stofuglugginn er við hliðina á) til þess að ljósið gæti notið sín sem best en við
ákváðum svo bara að prófa að setja það upp þar og vá, ég er ekkert smá ánægð með útkomuna.

Þrátt fyrir að veggurinn er ekki stór þá kemur ljósið ótrúlega vel út og skil ég ekki af hverju við
vorum ekki löngu búin að þessu. Ljósið var lengi búið að vera á óskalistanum mínum og er ég 
ennþá svo ástfangin af því - það er svo fallegt og gerir allt svo hlýlegt og kósý. Ég var með lampa
á litlu HAY hliðarborði við hliðina á sófanum en ég færði hann inn í herbergi og setti frekar stóran
vasa á borðið með eucalyptus greinum og er breytingin æðisleg 

New Wave Optic veggljósið fæst í Snúrunni og kostar 49.900 kr. 

Blogger Template Created by pipdig