Þessi færsla er unnin í samstarfi við Laugar Spa.

Þið vitið eflaust hversu mikið ég elska að uppgvöta ný húðvörumerki og það er ennþá meiri
kostur þegar þau eru íslensk. Fyrir nokkrum mánuðum kynntist ég fyrst Laugar Spa línunni
og á ansi stuttum tíma hafa nokkrar vörur frá merkinu orðnar hluti af rútínunni minni. Merkið
leggur mikla áherslu á að vera lífrænt, hreint og náttúrulegt sem heillar mig mjög og eru
vörurnar unnar að mestu leyti úr grænmeti, ávöxtum og jurtum. Húðin mín hefur ekki verið
upp á sitt besta upp á síðkastið en ég kenni stressi og flugvélaloftinu alfarið um það og því
vill ég nota hreinar vörur sem eru ekki með of mikið af innihaldsefnum til að róa húðina og
koma henni í gott jafnvægi. Vörurnar frá Laugar Spa hafa komið mér verulega á óvart og
það á mjög góðann hátt! Mig langaði að segja ykkur aðeins frá nokkrum vörum frá Laugar
Spa sem eru í uppáhaldi hjá mér og svo langar mig einnig að gleðja tvær vinkonur í tilefni
25 ára afmælis míns 

FACE MUD MASK:

Fyrst er það Mud Mask sem er hreinsimaski með litlum kornum í. Hann þornar alveg á húðinni,
hreinar hana ótrúlega vel og á sama tíma skrúbbar hann húðina. Hún verður ótrúlega hrein og
silkimjúk eftir á og hef ég notað maskann tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði og er ótrúlega
hrifin af honum.

FACE SERUM:

Svo er það serumið - vá hvar á ég að byrja?! Ég var aldrei mikið fyrir serum eða andlitsolíur
en eftir að ég kynntist þessari þá skil ég ekki hvað ég var að pæla. Þetta serum er æðislegt og
eiginlega uppáhalds varan mín frá Laugar Spa. Þetta er nærandi serum sem gefur húðinni
bæði raka og ljóma og hentar þa öllum húðgerðum. Ég elska að setja það á hreina húð á
kvöldin áður en ég fer að sofa og einnig undir farða. Það gefur húðinni fallega áferð og það
inniheldur E-vítamín sem vinnur gegn öldrun, já takk!

Aðrar vörur sem standa upp úr og eru í sífelldri notkun hjá mér eru þrjár vörur úr BODY
línunni þeirra en það eru Shower Oil, Body Mist og Body Scrub í lyktinni Sweet Amber
sem er besta lykt í heiminum! Það er líka til Lemongrass lykt sem er ótrúlega góð og
fersk líka en ég heillast meira af Sweet Amber. 

Í tilefni 25 ára afmælisins míns langar mig að gleðja tvær vinkonur og gefa þeim sitthvoran
pakkann frá Laugar Spa sem inniheldur Body Mist, Body Scrub og Face Serum. Leikurinn
verður á Instagram hjá mér en þú finnur leikinn HÉR 
MONKI padded oversized coat (fæst HÉR - auglýsingalinkur)

Halló halló - ég verð að sýna ykkur dálítið sem kom með póstinum til mín í fyrradag en það er 
þessi úlpa sem ég rakst á inn á Asos um daginn. Ég var ekki lengi að bæta henni í körfuna enda
elska ég yfirhafnir og langaði í aðeins meira "casual" úlpu en Feld úlpuna mína fyrir veturinn.
Ég er ekki að ljúga að ykkur þegar ég segi að ég held að þetta séu ein bestu kaup sem ég hef
nokkurn tíman gert á Asos - þessi úlpa er fullkomin! Hún er svo ótrúlega hlý og kósý og ég
gjörsamlega elska kragann á henni! 

Ég fæ mig varla úr henni en hún er frá merkinu Monki. Ég tók hana í stærð S og kostar
úlpan undir 10þúsund krónur sem er algjör snilld 
Vörurnar í þessari færslu voru fengnar sem gjöf. 

LOKSINS LOKSINS LOKSINS! Ég er búin að vera að lofsyngja þennan farða á Snapchat seinustu
vikur en loksins er hann kominn í sölu hérlendis ásamt fleiri vörum úr sömu línu. Farðinn sem um
ræðir heitir All Hours og er frá YSL en í línunni er einnig farðagrunnur, hyljari, svampur og svo
púður. Ég verð að viðurkenna að fyrst, áður en ég prófaði, var ég ekki of heilluð af farðanum en
hann er auglýstur sem farði með mikla þekju og matta áferð. Vanalega henta þannig farðar mér
ekki en eftir að ég horfði á myndbandið hennar Tati þar sem hún fjallar um hann og prófar þá
varð ég ótrúlega spennt fyrir honum. Nokkrum dögum seinna var ég stödd í Seattle og ákvað
að rölta í Sephora og fá prufu af farðanum þar sem hann var ekki kominn í sölu heima. Það
kvöld flaug ég heim frá Seattle og var flugið um 7 klukkutímar - ég ákvað að þetta væri gott
tækifæri til að prófa farðann almennilega og vá! Eftir svona langt næturflug heim í þurru lofti
þá var farðinn ennþá fullkominn þegar ég lenti heima, ég var í sjokki.

Ég hef verið að nota farðann í nokkrar vikur og ég trúi því ekki enn þá hversu góður hann
virkilega er. Hann hylur ótrúlega vel en að mínu mati er hann ekki alveg mattur eins og þau
vilja meina - mér finnst áferðin vera meira náttúruleg og það lætur mig bara elska hann
meira. Endingin er líka ótrúleg en ég get farið með hann í flug klukkan sex að morgni og
komið heim tólf tímum seinna og það sést ekki á húðinni. Mér finnst samt nauðsynlegt að
setja gott rakakrem undir farðann þar sem ég er með yfirborðsþyrrk en farðinn ýkir það
ekki eins og flest allir þekjandi farðar gera vanalega. Ég er að byrja að prófa mig áfram
með hinar vörurnar úr línunni og lofa þær strax góðu  

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected á Íslandi.

Ég fékk það yndislega verkefni að deila með ykkur dressi úr einni af minni uppáhalds búð hérna
heima, Selected. Það er skemmtilegt tilefni en í dag opnaði Selected nýja verslun í Kringlunni og
er hún ótrúlega falleg. Það besta við nýju búðina er að loksins er komin Selected Femme deild í
Kringluna en hún var áður alltaf bara í Smáralindinni - nú er ótrúlega stutt fyrir mig að kíkja á
úrvalið og gleður það mig mjög! Í dag er miðnæturopnun í Kringlunni og því er allt í Selected
á 20% afslætti - það er um að gera að nýta sér það en ég kolféll fyrir þessu setti þar í dag og 
kom það með mér heim ásamt þessum blúndubol sem ég er í undir settinu og ótrúlega kósý
ullarpeysu sem mig hlakkar til að sýna ykkur sem fyrst. Ég er með æði fyrir svona settum í
augnablikinu og er æðislegt úrval af þeim í búðinni núna en ég elska munstrið á þessu og
hvernig jakkinn er bundinn í mittið! Veislan endar ekki í dag en á morgun er opnunarpartý
í Selected Kringlunni frá klukkan 17-19 og þar verður 20% afsláttur og sérstök tilboð - mæli
með að kíkja 

ÉG ER Í:
SELECTED buxur - 11.990 krónur
SELECTED kimono jakki - 12.990 krónur
SELECTED blúndubolur - 4.290 krónur

Jæja, þá erum við komin viku inn í Nóvembermánuð en þið vitið það kannski nokkur að ég á afmæli
þann 21. nóvember og því er afmælismánuðurinn minn runninn upp! Mig langaði að deila með ykkur
því sem er efst á óskalistanum mínum í ár en ég veit að margir fjölskyldumeðlimir og vinir bíða eftir
þessum lista. Í ár held ég upp á 25 ára afmælið mitt og hlakkar mig mest til að eyða deginum með
mínum nánustu og borða góðan mat! Maður hatar þó aldrei að fá pakka og eru eftirfarandi hlutir
á afmælislistanum mínum þetta árið:

1. HAY CPH20 

Eins og þið vitið er ég mjög hrifin af skandinavískri hönnun þegar kemur að heimilinu og er þetta
eldhúsborð frá HAY búið að vera efst á óskalistanum mínum lengi. Mig langar í það í svörtum við
og held ég að það muni smellpassa inn til okkar. Borðin frá HAY fást í Epal.

2. BY MALENE BIRGER GRINEEH BAG 

Þetta er nýjasta viðbótin á listann en þegar ég skoðaði úrvalið af By Malene Birger töskum í
Leifstöð um daginn þá var ég alveg heilluð af þessari. Fullkomin stærð og munstrið er ótrúlega
fallegt og einfalt - hún er til í nokkrum litum en ég er með auga á henni í hvítu og svörtu.
Merkið fæst í Company's Kringlunni og Airport Fashion í Leifsstöð.

3. BY LASSEN KUBUS 8

Ég er ótrúlega hrifin af vörunum frá By Lassen en ég á nú þegar þessa kertastjaka með plássi
fyrir 4 kerti í bæði svörtu og hvítu. Mig langar í stærri gerðina fyrir 8 kerti í svörtu en að hafa
hann og minni gerðina saman er svo fallegt. Fæst í Epal.

4. STOFF CANDLE HOLDER

Ég keypti mér minn fyrsta kertastjaka frá Stoff í Ilumn Bolighus þegar ég var stödd í Köben
í lok Október. Mér finnst þessir einstaklega fallegir og langar mig að byrja að safna þeim en
hægt er að festa þá saman sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt. Fást í Casa og Snúrunni.

5. IITTALA KASTEHELMI 

Vörurnar frá Iittala slá alltaf í gegn en ég er að safna diskum og skálum úr Kastehelmi
línunni frá þeim í glærum lit. Mér finnst þessi lína einstaklega falleg og stílhrein.

6. SIF JAKOBS 

Skartið frá Sif Jakobs hefur verið í uppáhaldi hjá mér í nokkur ár og fékk ég hring frá
henni í afmælisgjöf í fyrra sem ég nota daglega. Mig vantar nýja eyrnalokka og eru þessir
frá henni nákvæmlega það sem ég hafði í huga og svo er þessi hringur ótrúlega fallegur
líka. Vörurnar frá Sif Jakobs fást í Leonard.

7. GLORIA KERTASTJAKI

Ég er búin að hafa augun á þessum kertastjaka heillengi en hann er svo fallegur! Hann er til í
tveimur stærðum en minni stærðin í silfri heillar mig mest og er ég meira að segja búin að finna
fullkomin stað heima við fyrir hann. Fæst í Winston Living í Hjartagarðinum.

8. SOSTRENE GRENE VELOUR STÓLAR

Um daginn komu svo fallegir stólar í Sostrene Grene og vá, ég var strax heilluð. Þetta eru
eins stólar og á myndinni nema með svörtum fótum og til í nokkrum litum. Mig langar í
þá í dökkfjólubláa litnum en ég held að þeir verði svo fallegir við svarta HAY borðið.
Blogger Template Created by pipdig