27 June 2015

BEAUTY: DIOR NUDE AIR

DIOR nude air serum de teint foundation in 010

Halló - í dag ætla ég að segja ykkur aðeins frá nýjung í snyrtitöskunni minni en það er Nude 
Air farðinn frá Dior. Eins og ég fjallaði um fyrir nokkrum vikum þá var ég að leita mér af hinum
fullkomna farða fyrir vinnuna - ég er að vinna langa daga og loftið um borð er auðvitað ekki það
besta fyrir húðina. Mig langaði í léttan farða sem gefur fallega áferð og endist allan daginn. Ég
var búin að prófa nokkra en var ekki alveg fullkomnlega sátt með þá og mér fannst BB krem ekki
duga nægilega vel. Eftir að hafa lesið nokkrar umsagnir á netinu um Dior Nude Air farðann ákvað
ég að prófa hann næst.

Eins og með aðrar snyrtivörur þá tekur það alltaf smá tíma að læra á vörurnar og fyrst þegar ég
prófaði þennan farða fannst mér hann alveg allt í lagi en varð ekki ástfangin af honum eins og ég
var að vonast eftir. Eftir að hafa notað hann nokkrum sinnum og lært á hann - VÁ! Ég get núna 
sagt að þetta er besti farði sem ég hef nokkurn tíman prófað. Farðinn er vatnskenndur og er því
ótrúlega léttur en aftur á móti gefur hann fallega og þétta áferð. Hann er mattur en ólíkt öðrum
möttum förðum finnst mér hann gefa mjög náttúrulega áferð og ég finn ekkert fyrir farðanum á
húðinni sem er algjör kostur. Ég hef notað hann núna í vinnunni í Júní og hann helst mjög vel á.
Eina sem ég hef að setja út á er að ef ég er mjög þurr þá sest hann á þurrkublettina mína en ég er
þá bara búin að vera mjög dugleg að skrúbba húðina mína og nota gott rakakrem á hana til að
koma í veg fyrir það. 

Ég tók farðann í litnum 010 en það er gott að hafa í huga að hann oxast aðeins sem þýðir að
hann verður aðeins dekkri eftir að hann er settur á húðina - liturinn hentar mér mjög vel og
ef þú ert ljós eins og ég þá mæli ég með honum x

// Hello - Today I am going to review the Dior Nude Air Serum foundation that I recently
got. A few weeks ago I was looking for a foundation that I could wear at work and since I
work very long hours and am on a plane all the time I wanted a foundation that lasted the
whole day and gave me a nice finish but that was lightweight as well. I really love this one!
It's light, gives a nice and natural finish and lasts all day - the only flaw is that when I am dry
it sits on my dry patches but I just scrub my skin every now and then and make sure to put
on a good moisturiser before applying the foundation. I took the colour 010 and I recommend
it for anyone who is light like me xVaran sem fjallað er um í þessari færslu var send sem sýnishorn.
Skoðanir sem koma fram í færslunni eru mínar eigin.

25 June 2015

HOME: PINK PEONIES

H&M HOME vase and candles     EBAY fluffy pillows     H&M HOME pink pillow     HAY tray table

Ah, sjáið þessa fegurð - það er allt miklu fallegra þegar maður er með fersk blóm heima við,
eruð þið ekki sammála? Í fyrra var ég stödd í London í byrjun sumars og ég fann þar bleikar
bóndarósir seinasta daginn okkar. Ég hef lengi verið hrifin af bóndarósum og því tók ég þær
með mér heim í handfarangri. Ég vissi ekki betur því nokkrum dögum seinna komst ég að því
að bóndarósir eru seldar hér heima í byrjun sumars, mér til mikillar ánægju. Ég fór því í smá
leiðangur um daginn í Blómagallerí í Vestubænum og fékk mér nokkrar bleikar bóndarósir.
Þær eru alveg uppáhalds - vasinn undir þær er úr H&M Home og kertin eru ný frá sömu 
búð. Ef þið hafið ekki kíkt í H&M Home þá get ég ekki mælt nóg með henni - hún er æði
og liggur leið mín í hana um helgina.

Hafið það gott í dag - ég ætla að eyða deginum mínum í Spa og slaka aðeins á x


// Everything is just so much more beautiful when you have fresh flowers around, don't
you agree? I picked up these gorgeous pink peonies the other day here in Reykjavík.
The vase is from H&M Home and the candles as well - if you haven't visited the home
section at H&M you really should. It has the most amazing selection - I am going this
weekend x23 June 2015

OUTFIT: SUNNY SUNDAY

VILA viamoret shirt dress     ASOS lace slip dress (similar here)     RIVER ISLAND fluffy bag (buy it here)
ASOS cat eye sunglasses (buy them here)     ASOS heels

Ég get loksins sagt þessi langþráðu orð - HALLÓ SUMAR! Það var þvílíkt yndislegt veður
um helgina og því var ekkert annað í stöðunni en að fara út og njóta. Ég gat loksins verið
berleggja og klæddist því nýja skyrtukjólnum mínum úr Vila yfir blúndukjól frá Asos. Mér
finnst það koma svo vel út að sjá aðeins í blúnduna á kjólnum - það gerir dressið aðeins
skemmtilegra! Ég var svo með ný sólgleraugu sem ég pantaði mér af Asos fyrir stuttu, með
eina af mínum uppáhalds töskum frá River Island og fallegum hælum frá Asos. Ég skipti
þó auðvitað yfir í flatbotna sandala eftir að myndirnar voru teknar - ég hefði ekki getað
rölt langt á þessum hælum! 

Mig langar að benda ykkur á að þið getið smellt á linkana fyrir neðan myndina en þá 
getið þið verslað flíkurnar sem ég klæðist beint - Asos sendir heim til Íslands og mæli
ég með því að panta þaðan! Frí sending og kemur alltaf mjög fljótt x


// I can finally say these words that I have been wanting to say for the longest time now,
HELLO SUMMER! The weather this weekend was absolutely amazing and I had the
weekend off so it was perfect! I wore my new shirt dress from Vila and wore a lace
slip dress underneath - love that you can see some of the lace on the side. I also wore
my new sunglasses from Asos, one of my favourite bags from River Island and some
pretty heels from Asos. I of course changed into flat sandals after we shot these photos
since we then took a walk downtown! Hugs x22 June 2015

OUTFIT: SNEAK PEEK


Halló og gleðilegan mánudag - ég er mjög spennt fyrir komandi viku enda ætla ég að ljúka vikunni
minni erlendis á æðislegum stað! Eini gallinn við það er að ég verð úti yfir 25 ára afmæli kærastans
míns sem mér finnst mjög leiðinlegt - ég kem þó heim deginum eftir afmælið hans með gjafir handa
honum og fæ þá að dekra aðeins við hann x

Gærdagurinn minn var æðislegur og eyddi ég meirihlutanum af deginum úti í sólinni. Við byrjuðum
daginn á því að mynda annað dress þar sem ég klæddist nýju uppáhalds skyrtunni minni frá Vila og
ætla ég að sýna ykkur restina af myndunum á morgun! Næst lá leið okkar niður í miðbæ þar sem
við sátum úti og fengum okkur að borða í sólinni - við enduðum svo daginn okkar á Klambratúni
en það er æðislegt að hafa það liggur við í bakgarðinum okkar! Í dag er ég ein heima og að klára
langt helgarfrí - ég ætla því að njóta þess og hafa það notalegt. Þangað til næst, hafið það gott x


// Hello and happy Monday - I am so excited for this week since I will end it abroad at an
amazing place! The only downside is that I will be there over my boyfriends 25th birthday
which sucks but I will be home the day after with some presents for him x

Yesterday we had such an amazing day - the weather was so good so we shot some outfit
photos featuring this shirt dress from Vila that is my new favourite! You will see the rest
of the pictures tomorrow. We then went downtown and had lunch in the sun and ended
our day at the park which is located right next to your house! It was such a nice relaxing
day - today I have the day off and I am just going to enjoy myself and have a cozy day!
Until next time, hugs x


21 June 2015

OUTFIT: white & olive

H&M jacket     VILA shirt dress     BIANCO shoes     ASOS bag

Góðan dag - þessi færsla verður stutt þar sem ég fæ eitt stórt samviskubit fyrir að vera inni í
tölvunni í þessu æðislega veðri. Mig langaði bara að deila með ykkur dressi gærkvöldsins en
ég eyddi því í útskriftarveislu og átti æðislegt kvöld með fjölskyldunni! Ég klæddist nýjum
skyrtukjól sem ég fann mér í Vila fyrir helgi og notaði nýja jakkann minn frá H&M yfir hann.
Þessi skyrtikjóll er nýtt uppáhald enda er þetta mjög fjölbreytt flík sem hægt er að nota á
marga vegu og ef þú þekkir mig vel þá veistu að það er eitthvað sem ég gjörsamlega elska.
Ég er einmitt í honum aftur í dag og ætla að sýna ykkur á morgun hvernig ég klæddist honum
í góða veðrinu.

Njótið dagsins ykkar - ég ætla að fara að njóta sólarinnar og vonandi næla mér í nokkrar 
langþráðar freknur. Þangað til næst x


// Hello - I am just going to keep it short today since the weather outside is amazing and I
don't want to spend my day inside working on the computer. I just wanted to share with you
yesterday's outfit but I spent my evening at a graduation party with my family! I wore a new
shirt dress that I picked up at Vila recently and wore my new olive jacket from H&M over
it. This shirt dress is a new favourite of mine since it is so versatile - if you know me well
you know that I love versatile pieces. I am wearing the dress again today and will share 
with you tomorrow how I styled it for a sunny day. 

Enjoy your day - I am going to go outside now and have some fun in the sun! Hugs x


Blogger Template designed By The Sunday Studio.