28 May 2015

BEAUTY: I LOVE..


Fyrir stuttu kom nýtt vörumerki til landsins sem heitir I love... - merkið einblínir helst á lyktuð 
krem og sápur. Ég fékk gjafapoka frá merkinu og hef verið að prófa allar vörurnar í aðeins meira
en mánuð. Hér að ofan sjáið þið tvær vörur sem ég fékk - sú fyrsta er líkamskrúbbur eða "shower
smoothie" með Rasberry&Blackberry lykt. Sú seinni er "shower cream" með Rasberry&Vanilla
lykt. Ég fékk einnig vörur með lyktinni Coconut&Cream og er hún í miklu uppáhaldi hjá mér -
þess vegna gat ég ekki myndað þær vörur því þær eru liggur við að tæmast. Ég er frekar viðkvæm
fyrir sterkum lyktum og því finnst mér Coconut&Cream mun betri en hinar þar sem hún er 
örlítið mildari.

Þessar vörur eru æðislegar og ég efast ekki um að þær séu að slá í gegn hjá konum á öllum
aldri. Við elskum flest allar húðdekur og eru þessar vörur fullkomnar fyrir það. Ég hef verið að 
leita mér lengi að góðum líkamsskrúbb og þessi uppfyllir allar kröfurnar mínar. Hann er ekki
of grófur, lyktar vel og lætur húðina vera svo mjúka og fína eftir á. Það er svo fullkomið að
nota "shower cream" þegar húðin er extra þurr þar sem kremið er meira rakagefandi.

Vörurnar frá I love... fást í Hagkaup og eru á æðislegu verði, ekki láta þær fram hjá þér fara x


// I have been trying out a couple of products from I love... for the last couple of weeks. It's
a new brand here in Iceland and it's main focus is scented creams and soaps. I absolutely
love these products, they are really good and cheap. Can't go wrong with that x
Vörurnar sem fjallað er um í þessari grein fékk ég sendar sem sýnishorn.
Það hefur þó engin áhrif á skoðun mína.

27 May 2015

NEW IN: BIANCO SANDALS

BIANCO sandals - 9.990 kr

HALLÓ - eruð þið að sjá þessa fegurð?! Ég sá þessa sandala á Instagram hjá Bianco erlendis fyrir
örugglega tveimur mánuðum og ég sendi strax fyrirspurn á Bianco hér heima hvort að þeir væru
væntanlegir og þeir voru það. Ég lét taka frá par fyrir mig þegar þær kæmu og þá tók við mánaða
bið sem var svo þess virði. Mig er búið að langa svo lengi í svona sandala og hef notað þessa mjög
mikið síðan ég fékk mér þá. Þeir eru ekki úr leðri heldur rúskinni og verðið á þeim er æðislegt.

Það er líka svo gaman að maður getur notað þá við hvað sem er - við kósýgallann, gallabuxur
og jafnvel kjóla og pils í sumar. Þessir eru í miklu uppáhaldi og ætla ég að fá mér annað par
í sumar frá Birkenstock í öðrum lit x


// Look how pretty my new sandals are! I first saw them on Bianco's Instagram page over two
months ago and immediately asked the Bianco store here in Reykjavík if they would be coming
to Iceland sometime soon. Luckily for me they were and I waited for about a month for them to
arrive. They were so worth the wait since I have been using them nonstop for the past couple
of days. They would look so amazing this summer with jeans and even skirts and dresses x
Vörurnar sem fjallað er um í þessari færslu voru keyptar af greinahöfundi.

26 May 2015

INSTAGRAM DIARIES

BÆTTI ÞESSARI FALLEGU TÖSKU FRÁ ZARA Í SAFNIÐ MITT NÝLEGA,
KEMST EKKI YFIR ÞAÐ HVERSU FALLEG HÚN ER.

NOKKUR UPPÁHÖLD - NÝJA TASKAN, NÝJAR VÖRUR FRÁ BARE MINERALS
OG LA GIRL SEM FÁST Á FOTIA.IS. UMFJÖLLUN KEMUR Í VIKUNNI.

VOR- OG SUMARFLÍKUR SEM ERU NÝLEGAR OG VERÐA EFLAUST MIKIР
NOTAÐAR Í SUMAR. EINS OG SÉST ER ÉG HRIFNUST AF HVÍTU OG PASTEL.

NÝLEGT DRESS - KJÓLL FRÁ ASOS, JAKKI FRÁ VERO MODA, SKÓR
FRÁ BIANCO OG ZARA TASKAN.

NÝJIR SKÓR FYRIR SUMARIÐ FRÁ BIANCO - MEIRA UM ÞÁ HÉR
Á BLOGGINU Á MORGUN.

EIN FRÁ SNAPCHAT - ÞARNA VAR ÉG AÐ FARA AÐ TAKA MYNDIR
FYRIR SEINUSTU OUTFIT FÆRSLUNA. ER AÐ ELSKA WHITE ON 
WHITE FYRIR SUMARIÐ.

UM HELGINA FÓR ÉG Í ÚTSKRIFT HJÁ FALLEGU FRÆNKU MINNI, HÚN
VAR AÐ ÚTSKRIFAST ÚR VERZLÓ. ÉG ER Í H&M KJÓL OG HÚN Í THREE
FLOOR KJÓL.

BYRJAÐI SVO Í SUMARVINNUNNI Í GÆR - ÉG ER SVO
ÓTRÚLEGA SPENNT FYRIR SUMRINU.

Hér eru nokkrar myndir frá seinustu dögum - ég átti yndislegar tvær vikur á milli prófa og
vinnu sem fór í algjöra afslöppun, enda nauðsynlegt eftir langa og erfiða prófatörn. Ég átti
þó smá erfitt að hanga heima og gera ekkert svo að ég var mjög dugleg að vinna í blogginu
og er með um 8 færslur sem eru tilbúnar. Þær koma allar inn á næstu dögum, stay tuned!
Annars byrjaði ég í sumarvinnunni í gær og er ég svo ótrúlega spennt fyrir komandi sumri,
ég hef það á tilfinningunni að það verði mjög gott.

Ég ætla að eyða deginum mínum í smá leti enda er ég vel þreytt eftir gærdaginn - hafið
það gott og ekki gleyma að followa mig á bæði Instagram (@alexsandrab) og á Snapchat
(@alexsandrabernh) x

// Hello - here are some snaps from my last couple of days. I had a couple of lovely days
off after my finals and to my surprise I didn't manage to do nothing so I worked on some
posts for the blog (8 to be exact) that will be up soon. Yesterday was my first day at my
new summer job and I am so excited for the summer, it will be amazing.

Today I am going to spend my day at home resting since I am super tired - hope you
have an amazing day and don't forget to follow me both on Instagram (@alexsandrab)
and on Snapchat (@alexsandrabernh) x


24 May 2015

NEW HAIR


Fyrr á árinu tók ég þá ákvörðun að breyta aðeins til og klippti ég frekar mikið af hárinu mínu. Það
endaði þó ekki eins og ég hafði ímyndað mér þar sem ég lenti í mjög leiðinlegri reynslu á einni stofu
hér í Reykjavík. Síðan ég var lítil hefur pabbi minn alltaf klippt mig enda er hann lærður og átti sína
eigin stofu áður en hann fór út í annað. Þetta var því í fyrsta skipti sem ég fór í klippingu á stofu í
mörg ár. Þegar ég kom heim úr klippingunni slétti ég á mér hárið og tók ég eftir því að það var allt
rammskakkt. Ekkert smá, heldur mjög mikið. Það munaði um 6 cm hægra og vinstra megin og það
voru asnalegar styttur hér og þar sem gerðu það ennþá skakkara. Ég á mjög erfitt með að kvarta og
var það því mjög erfitt fyrir mig að hringja á stofuna og láta vita af þessu. Mig langaði helst bara að
fá endurgreitt og láta pabba laga þetta en mér bauðs lagfæring svo ég tók henni. Eftir lagfæringuna 
var eiginlega ekkert breytt og það var ennþá skakkt - ég nennti því ekki að hafa neitt samband við
stofuna aftur og gerði ekkert meira í málunum.

Núna, þremur mánuðum seinna (og eftir ansi mörg tögl, gat aldrei verið með það slegið nema
það væri krullað) lét ég loksins laga hárið mitt og þvílíkur léttir! Ég get loksins verið með það
niðri, bæði þegar það er slétt og krullað. Ég er svo ótrúlega heppin að eiga æðislega vinkonu
sem er hárgreiðslumeistari og bjargaði hún málunum. Ég hef þó alltaf getað hlegið af þessari
reynslu og er ég alls ekkert reið út í neinn, það gera allir mistök x


// A couple of months ago I cut my hair short. It didn't end really well since I went to a salon
here in Reykjavík (for the first time, my dad usually cuts my hair) and when I came home I
realised that my hair was so uneven. Now, three months later I finally got it fixed by my lovely
friend and I can finally wear my hair down again x


21 May 2015

BEAUTY: ESTÉE LAUDER DOUBLE WEAR

ESTÉE LAUDER brush on glow     ESTÉE LAUDER all-day-glow bb cream     ESTÉE LAUDER stay-in-place makeup

Nýlega fékk ég tækifæri til að prófa nokkrar vörur úr Double Wear línunni frá Estée Lauder. Ég er
búin að vera að leita mér að góðum farða til að nota í vinnunni í sumar og þar sem ég verð að fljúga
þarf hann að endast lengi og gefa fallega áferð. Ég fékk nokkra farða til að prófa og var einn af þeim
Double Wear Stay-In-Place farðinn frá Estée Lauder. Hann er auglýstur sem lýtalaus farði sem helst
á í 15 tíma og heldur húðinni ferskri og náttúrulegri í gegnum hita, raka og daga sem þú ert á fullum
snúning. Það tók ekki meira en það til að selja mér hann. Ég hef notað hann núna nokkrum sinnum
og er mjög hrifin af honum. Hann er þunnur og verður alveg mattur þegar hann er borinn á og hann
helst á allan daginn. Í vinnunni í sumar verð ég að alla vaktina og því fullkomið að eiga þennann
í snyrtitöskunni. Ég elska svona farða sem líta alveg eins út mörgum klukkutímum eftir að þeir eru
bornir á. Mæli með þessum ef þú ert að leita af endingargóðum farða sem þekur vel.

Ég fékk svo líka að prófa All-Day Glow BB kremið og Brush On Glow pennann. Þetta eru vörur
sem höfða meira til mín og hef ég t.d. notað BB kremið mjög mikið dagsdaglega. Það er létt en
þekur vel á sama tíma og gefur manni fallega ljómandi áferð. Ég held að ég gæti sagt að þetta sé
besta BB kremið sem ég hef prófað lengi og er þetta fullkomið á frídögum í sumar. Brush On Glow
penninn minnir mig mjög á YSL gullpennann en helsti munurinn á milli þeirra er að þessi penni er
meira þekjandi og því hægt að nota bæði sem highligther undir augun og sem hyljara.

Í næsta mánuði ætla ég að taka saman nokkra af mínum uppáhalds förðum og deila þeim með
ykkur ásamt fyrir og eftir myndum svo þið getið séð hvernig þeir líta út á húðinni - ég þarf að
vera mun duglegri að láta þannig myndir fylgja með þar sem það er mikið betra að sjá hvernig
varan kemur út. Eigið gott kvöld x


// Recently I got the chance to try out some products from the Double Wear line from Estée 
Lauder. I have been looking for a long lasting foundation for my summer job since I will
be flying a lot and working long days. I got to try out a couple of foundations and one of
them was the Stay-In-Place Makeup from Estée Lauder. It is a 15-hour, flawless foundation
that stays looking fresh and natural through heat, humidity and nonstop activity so after
hearing that, I was sold. I have used it a couple of times and really like it. It is a bit more
heavy than what I usually wear but it really lasts all day long and makes my skin look
flawless and gives it a nice matte finish.

I also got to try out the All-Day Glow BB cream and the Brush On Glow pen. Those are
products that are more me since they are really light and natural. I absolutely love the BB
cream and have used it a lot for the last couple of weeks. The Brush On Glow pen really
reminds me of the YSL Radiant Touch pen but this one covers more so you can also use it
as a concealer. I am going to share with you some of my favourite foundations soon and 
will be showing you before and after pictures of them so you can see how they really look
like on my skin. Have a lovely evening everyone, hugs xVörurnar í þessari grein voru sendar sem sýnishorn en
 það hefur engin áhrif á skoðanir mínar.


Theme designed by Feeric Studios. Copyright © 2013. Powered by Blogger