ALEXSANDRA BERNHARÐ // TÍSKU- OG LÍFSSTÍLSBLOGG

Image Slider

23.8.16

OUTFIT: MY THREE FAVOURITES

ASOS dress (HÉR)     & OTHER STORIES cardigan (HÉR)     GIVENCHY antigona bag (HÉR)     PUBLIC DESIRE shoes (HERE)

Nei, þetta eru ekki myndir af draugi í rosa fínu dressi heldur er þetta bara ég - eins mikið og sumarið
í ár er búið að vera gott þá er það greinilega ekki að sjá það á húðlitnum mínum haha! Ég ákvað að
draga Níels út á laugardaginn og taka myndir af dressinu mínu en ég klæddist öllum nýju uppáhalds
flíkunum mínum. Það fyrsta er auðvitað það fallegasta - nýja Givenchy taskan mín sem er held ég 
það fallegasta sem ég á! Svo er það peysan en ég fékk hana þegar ég var í New York fyrir tveimur
vikum, hún er frá & Other Stories og ég gjörsamlega elska hana. Seinast eru það nýju skórnir mínir 
en þegar ég var í London þá sá ég stelpu í svona skóm í lestinni og ég gat ekki hætt að hugsa um þá.
Ég fann þessa svo fyrir algjöra tilviljun á Instagram um daginn og auðvitað var ég ekki lengi að panta
mér þá! Ég elska hvað þeir ná hátt upp á öklann og svo eru þeir líka fáranlega þægilegir - ég pantaði
þá af Public Desire og átti eiginlega í smá vandræðum með að panta mér ekki fleiri skó, það er til
endalaust af fallegum skóm þar 


No, these are not pictures of a ghost in a really nice outfit, just me - we have had the best weather 
this summer but you totally can't tell if you look at my pale face haha! I decided to drag Níels out
this weekend to shoot some pictures of my outfit but I was wearing three of my favourite things
at the moment. The first one is the most beautiful of course - my new bag from Givenchy which
I am in love with! The next thing is this cardigan that I bought when I was in New York recently,
it's from & Other stories and I love it. It's so warm and goes with everything! Last but not least
I got these new shoes recently from Public Desire - I saw a girl when I was in London wearing
similar boots and I had to get a pair for myself. I found these on Instagram randomly and got
them immediately - so pretty and comfortable as well 
20.8.16

PICK OF THE DAY


Góðan dag - ég náði loksins að fara á fætur fyrir hádegi á frídegi í fyrsta sinn í langan tíma! Ég kom
heim frá Toronto í gærmorgun og eyddi öllum deginum heima annað hvort sofandi eða upp í sófa að
horfa á Netflix alveg búin á því - í dag er ég í fríi líka og er planið að draga Níels út til að taka outfit
myndir enda löngu kominn tími til. Svo ætlum við út að borða í kvöld með fjölskyldunni minni áður
en ég skríð snemma upp í rúm þar sem ég er í morgunflugi í fyrramálið. Annars langaði mig að deila
með ykkur einni flík sem er efst á óskalistanum mínum í augnablikinu sem er þessi peysa frá Calvin
Klein - ég veit að ég er súper sein að fatta þessa peysu en allt í einu langar mig svo í hana. Ég ætla að
athuga með hana næst þegar ég fer til Bandaríkjanna sem er í lok næstu viku en hún er líka til á Asos
sem sendir auðvitað til Íslands - hún væri fullkomin við svartar leggings og hvíta strigaskó, já takk 

CALVIN KLEIN logo sweatshirt (HÉR í svörtu og HÉR í gráu) 


Good morning - I finally managed to get up before noon on a day off for the first time in forever! I
came home from Toronto yesterday morning and spent all day either sleeping or laying on the couch
watching Netflix - I also have today off and I am going to drag Níels outside to shoot outfit photos 
and then tonight we are going out to dinner with my family. Anyways, I wanted to share with you
this sweatshirt from Calvin Klein that is on the top of my wishlist at the moment - would look so
good with black leggings and white sneakers on lazy days, yes please 

CALVIN KLEIN logo sweatshirt (HERE in black and HERE in grey)
17.8.16

NEW IN: CAMILLA PIHL x BIANCO

Færsla er unnin í samstarfi við Bianco.

Íík, look how pretty! Ég var í skýjunum þegar ég komst að því að Bianco ákvað að gefa þessa skó 
úr samstarfi þeirra við einn af mínum uppáhalds bloggurum, Camillu Pihl, út aftur vegna vinsælda!
Mér finnst ekkert skrýtið að þeir eru svona vinsælir en að mínu mati eru þetta hinir fullkomnu ökla-
skór og núna á ég þrenn pör af þessum skóm (fullkomnlega eðlilegt, er það ekki annars?). Seinasta
haust keypti ég mér fyrsta parið mitt í svörtu rússkinni (sjá HÉR og HÉR) og er ég búin að nota þá
alveg sjúklega mkið. Ég ákvað því fyrr í sumar að fá mér næsta par en þá pantaði ég mér þá í brúnu
rússkinni og nú í seinustu viku þegar ég sá að þeir voru komnir aftur í leðri þá eignaðist ég þriðja
parið mitt. Þegar ég elska eitthvað þá verð ég eiginlega að eignast það í öllum litum og það er alveg
klárt mál að ég elska þessa skó! Mamma á svo sama par nema með krókódílaáferðinni og ég mun
klárlega stela þeim af henni einn daginn. Ég er orðin ótrúlega spennt fyrir haustinu og hlakkar mig
svo til að nota þessa skó (og hin pörin að sjálfsögðu) eins mikið og ég get 

Skórnir fást í Bianco í Kringlunni og kosta 31.990 krónur.


Ííík, look how pretty! I was so happy to find out that Bianco decided to put these boots from their
collaboration with one of my favourite bloggers, Camilla Pihl, back in stores. I already have the
suede version of these boots, both in black and brown, and now I also have these in leather. I am
so in love with these shoes and they make me so excited for the upcoming fall - the perfect ankle
boot if you ask me 
15.8.16

PICK OF THE DAY: THE PERFECT COAT


Ég veit ekki hvað kom yfir mig en allt í einu er ég komin í svo mikið haustskap - mér finnst ekkert 
smá notarlegt að það er komið myrkur á kvöldin og í gær var ekta haustveður sem ég elskaði. Mér
finnst sumarið æðislegt en haustið er minn tími og það er alltaf svo gaman að klæða sig á haustin.
Ég rakst á þessa gullfallegu kápu á Asos um daginn og er hún komin efst á óskalistann minn - ég
elska litinn á henni, sniðið og lengdina! Hún er eiginlega alveg fullkomin að mínu mati og verður
hún ekkert smá fín við nýju haustskóna mína sem ég fékk mér um dagin frá Bianco - hlakkar til
að sýna ykkur þá seinna í vikunni, þeir eru æðislegir! 

ASOS duster coat in wool (finndu hana HÉR)


I don't know what came over me but all of a sudden I feel like fall is here - I love that it is
getting dark at night and yesterday we had the typical fall weather here in Iceland and to be
honest I loved it. I love the summer but fall is definitely my favourite season and I love to
dress during the fall months. I found this amazing coat on Asos the other day and now it is
on the top of my wishlist - I love the colour of it, the fit and the lenght! It is perfect and will
look even more perfect with my new fall boots that I got from Bianco last week - I will do 
a post featuring them later this week, they are gorgeous!

ASOS duster coat in wool (buy it HERE)
12.8.16

CHANEL VITALUMIÉRE POWDER

Þessi færsla er ekki kostuð // Vöruna keypti ég mér sjálf.

Eins og þið vitið eflaust þá elska ég allt sem við kemur húðinni - góð húðumhirða og farðar eru í
miklu uppáhaldi hjá mér og ef einhver mælir með eitthverju tengt húðinni þá verð ég auðvitað að
prófa. Um daginn var ein flugfreyja að tala um púðrið sem hún notar og sagði hún að hún þyrfti 
ekki að nota hyljara með og að húðin yrði "airbrushed" - ég var sold strax! Þegar ég var í Harrods
í London að kaupa Givenchy töskuna þá rölti ég framhjá snyrtivörudeildinni og sá púðrið og ákvað
að prófa það. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum en ég er búin að vera að nota það daglega síðan
ég fékk mér það - bæði í flugi og ekki. Eftir að ég nota primer þá set ég smá hyljara á þá staði sem
ég þarf og set svo púðrið yfir allt andlitið - það er ótrúlega létt, hylur mjög vel og það besta er að
það sest ekki í fínar línur sem mér finnst aðrir farðar oftast gera. Það heitir Vitalumiére og er laust
púður - það fylgir með lítill kabuki bursti sem er mýkri en allt, ég mæli svo mikið með þessu  


As you probably know I love everything that has to do with the skin - good skincare and
foundations are my favourite thing when it comes to beauty and if someone recommends
something to me that has to do with that I have to try it out. That was the case with this
Vitalumiére powder foundation from Chanel - a coworker recommended this to me and
when I saw it at Harrods in London I had to try it out for myself. I have been using the
powder for a week now and I am in love - it feel so light on the skin, covers everything
that I want covered and doesn't set into my fine lines. I really recommend this one