29 March 2015

TODAY'S OUTFIT

H&M trenchcoat     ASOS dress (similar one)    BIANCO boots     RAY BAN sunglasses (here)     MAC lipstick in brave

Byrjum þessa viku á fyrstu outfit færslu ársins - loksins! Dressið sjálft er ekki rosalega spennandi 
en ég enda alltaf í öllu svörtu þegar ég hef ekki hugmynd í hvað ég á að fara á morgnanna. Í morgun
var ég ansi þreytt og langaði mig helst að eyða öllum deginum á náttfötunum upp í sófa en okkur var
boðið í fermingarveislu svo náttfötin hefðu eflaust ekki virkað þar. Ég fór í þessum svarta kjól frá
Asos sem er einn þæginlegasti kjóll sem ég hef átt og verður hann oftast fyrir valinu þegar ég get
ómögulega ákveðið í hverju ég á að fara - hann er þæginlegur og tímalaus! Ég fór í svörtum kjól
með blúndu að neðan undir hann svo að það sást smá í blúnduna sem er fullkomin leið til að brjóta
upp einfalt dress og gera það örlítið skemmtilegra!

Nú tekur hins vegar við smá leti upp í sófa þar sem morgundagurinn minn verður ansi langur en
ég get þó huggað mig við það að vikan er stutt og ég byrja í páskafríi á miðvikudaginn - það
verður þó ekki mikið um frí þar sem prófalesturinn hefst þá, en það er alltaf notalegt að geta
lært heima á náttfötunum (og stundum upp í sófa, úbs) x

// Let's start this week with the first outfit post of the year - finally! It has been so cold lately that
I haven't shot outside but today I got around to it even though I was freezing after. The outfit isn't
the most exciting one but I usually end up in all black when I have no idea what to wear. I woke up
today and felt so tired so this is what I ended up wearing for a confirmation party. The dress is a old
one from Asos and it's the most comfortable dress that I have in my closet. Underneath I wore a lace
trim dress to make the outfit a little more fun ! Have a nice evening - I am relaxing at home since I 
have a pretty long day tomorrow x 


26 March 2015

CURRENTLY CRAVING

ASOS cut out asymmetric dress (HERE)     ASOS grey wide leg trousers (HERE)     ASOS pink biker jacket (HERE)
ASOS black wide leg trousers (HERE)     ASOS pencil skirt in leather (HERE)     LIPSY knot dress (HERE)

Það er liðinn smá tími frá seinustu svona færslu enda er ekkert rosalega skemmtilegt að vera
háskólanemi með brennandi áhuga á tísku og fötum - ég bíð spennt eftir að byrja í sumarvinnunni
og að bæta aðeins í fataskápinn í sumar! Í augnablikinu er ég rosalega hrifin af því að blanda pastel
bleiku og gráu við svart og hvítt og einnig eru "wide leg trousers" ofarlega á óskalistanum mínum.
Ég held að það trend verði mjög heitt í sumar og ætla ég að næla mér í einar svartar - þær verða
örugglega mjög flottar við hæla og crop top.

Eigið góða helgi - mín fer að mestu leyti í lærdóm þar sem það styttist óðum í lokaprófin
og það er best að byrja snemma! Ég byrja aftur á námskeiði vegna sumarvinnunar eftir 
nokkra daga og því er best að nýta tímann vel x


// It's been a little while since my last shopping post but here are some items that I am
craving at the moment. I am really loving pairing pastel pink and light grey with classic
colours like black and white and I am also loving the wide leg trouser trend. Thinking
about getting a black pair and pair them with some nice heels and a crop top this summer x


23 March 2015

LAST SUMMER

OUTFIT FROM LAST SUMMER - SEE THE POST HERE

Gleðilegan mánudag kæru lesendur - ég er óvenju hress í dag miðað við að það er mánudagur og að
ég byrjaði daginn minn á prófi en ég held að sólin spili þar inn í! Það eru eflaust allir komnir með nóg 
af þessum vetri sem við fengum í ár og ég er alls engin undantekning. Upp á síðkastið hef ég verið í
mun skemmtilegra skapi og miklu tilbúnari að fara út og gera hluti. Á veturna ligg ég bara heima við
í kósýfötum og hef enga orku í neitt - þess vegna tel ég liggur við niður dagana í að sumarið komi til
okkar og ég hef það á tilfinningunni að þetta sumar verði gott! Ég fékk æðislega vinnu og verð því
dálítið á flakkinu í sumar og er ég alveg fáranlega spennt fyrir því. Auðvitað mun ég deila því með
ykkur bæði hér á blogginu og á Instagram (@alexsandrab) og Snapchat (alexsandrabernh) x

Ég er búin að vera að skoða í gegnum gamlar færslur frá seinasta sumri og ég get eiginlega ekki
lýst því hversu spennt ég er að fá skárra veður svo ég get byrjað að birta outfit færslur aftur. Mér
finnst veðrið hefta mig svo á veturna þar sem það er ómögulegt að taka myndir úti og bíð ég því
spennt eftir að geta loksins byrjað að blogga um það sem mig langar helst - tísku!


// Happy Monday everyone! I am in a really good mood today and I think it's because the sun
is shining finally. This winter was horrible here in Iceland and it really affected my mood. I am
always super lazy and tired during the winter months but now I am so excited for the summer to
arrive. I got a new summer job that is pretty cool so I am going to be traveling a bit - I will 
be sharing some of that with you here on the blog. I am also so excited to start shooting outfit
pictures again since that is what I love to do and I can't really do that during the winter x21 March 2015

NEW IN: MAKE-UP ORGANIZER


Ég á heimsins minnsta baðherbergi og ekki nóg með það, þá er varla neitt geymslupláss þar inni. Það
eru einungis litlar þrjár hillur sem geyma handklæði og körfur af snyrtidóti. Ég hef þess vegna þurft
að geyma helstu snyrtivörurnar mínar í skáp sem er inn í stofu (sjá hér) og eru þær smá út um allt. Ég
þoli ekki svona óskipulag og þess vegna fór ég í smá leiðangur um daginn og fann mér þessa hirslu
hér og bíð spennt eftir að hún komi til mín. Ofan á hana hafði ég hugsað mér að setja burstana mína
en ég á einmitt svona glært undir þá. Ég fann svo þessa hirslu þegar ég var á röltinu í Kringlunni um
daginn en ég fann hana í Tiger. Mér fannst hún fullkomin til að vera með burstunum ofan á stærri
hirslunni og er ég ekkert smá ánægð með hana. Það er miklu skemmtilegra að hafa allt skipulagt og
svo skemmir ekki hversu fallega þetta kemur út - en ég raðaði nokkrum af mínum uppáhalds vörum
í hirsluna. Það er mun auðveldara að finna vörurnar þegar þær eru geymdar svona!

Eigið góða helgi - sólin skín en ég er föst inni að læra fyrir próf, er það ekki frekar týpískt? 
Ég get þó ekki kvartað það mikið því það eru einingis nokkrir dagar eftir af önninni og þá
er stutt í sumarið sem verður æðislegt - enda fékk ég ansi skemmtilega sumarvinnu x

// My apartment has the smallest bathroom ever so I can't really store all my stuff in there. I
just got this acrylic box to store some of my favourite products and I really love it! I am 
thinking about storing it on top of this make up organizer when I get it in the mail along
with my brushes. Everything is much better when it is in order x

Vörurnar í þessari færslu keypti ég mér sjálf.

20 March 2015

AT HOME


Á seinasta ári birti ég mikið af heimilisfærslum (sjá þær allar hér) og vöktu þær mikla lukku! Mér 
finnst mjög gaman að deila myndum af íbúðinni minni með ykkur og vona ég að þær veiti ykkur
innblástur. Ég hef ekki birt neina heimilisfærslu í nokkra mánuði enda hefur ekkert breyst heima
við síðan seinast. Ég er loksins komin í stuð til að halda áfram að gera fallegt heima við og í gær
settum við upp hillur inn í svefnherbergi. Veggurinn á móti rúminu var búinn að vera auður síðan
við fluttum inn fyrir jól 2013 og fór hann aldrei í taugarnar á mér nema um daginn byrjaði ég að
pæla rosalega mikið í honum og langaði mig að gera eitthvað við hann. 

Þar sem stíllinn minn er mjög einfaldur þá hugsaði ég um að hengja upp tvær myndir á vegginn en
ég endaði svo á því að kaupa tvær myndahillur í Ikea og hengja þær upp. Ef þið hafið skoðað gamlar
færslur þá vitið þið að ég er með eina svona fyrir ofan sófann inn í stofu og er ég enn mjög ánægð 
með hana. Það er svo þæginlegt að hafa kost á því að breyta uppröðuninni á hillunni og breyta ef
maður fær ógeð. Ég raðaði nokkrum hlutum á þær í gær og gerði mitt besta til að hafa uppröðunina
eins stílhreina og ég gat. Ég er ótrúlega ánægð með hvernig þetta kom út og hlakkar mig til að deila
með ykkur fleiri myndum af íbúðinni bráðlega.

Ef þið hafið eitthverjar spurningar um hlutina á myndunum fyrir ofan, endilega skiljið eftir
comment og ég geri mitt besta til að svara x


// Last year I shared a lot of pictures of my apartment with you (see them here) and you were
really happy with that! I haven't done anything in a while at home so I haven't shared much 
lately but yesterday we put up some shelfs in our bedroom. This wall has been empty since 
we moved in and the other day I really wanted to do something about it - I am really happy
with how it turned out x


Theme designed by Feeric Studios. Copyright © 2013. Powered by Blogger