03 March 2015

HOME WISHLIST


Það er kominn ansi langt síðan að ég setti inn heimilistengda færslu - enda er ég ekkert búin að
gera neitt nýtt heima við í frekar langan tíma. Ég er nokkuð sátt með íbúðina í bili en um helgina
fór ég aðeins að huga að svefnhverberginu þar sem veggurinn á móti rúminu okkar er tómur og
finnst mér hann frekar ber. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað mig langar að gera við hann en
ofarlega á listanum er að kaupa þessar tvær myndir frá Sealoe (uppáhalds verslunin mín þar sem
þú finnur fallegar myndir og aukahluti fyrir heimilið) og hengja þær á vegginn, jafnvel setja upp
Ribba myndahillu frá Ikea og hafa þær á henni ásamt eitthverju sætu dúlleríi.

Það eru svo nokkrir aðrir hlutir sem ég myndi ekkert vera á móti að eignast, t.d. þessi svarti
hringspegill, Kartell Ghost stóllinn, Tom Dixon ljós og fallega ilmi frá Völuspá sem eru í
miklu uppáhaldi hjá mér x


// I haven't posted about my apartment in a while since I really love how it looks right now and
I haven't changed much recently. This weekend I was thinking about the wall across from our
bed and since it is empty I wanted to do something to it. On the top of my list is to add these two
posters from Sealoe - so pretty x02 March 2015

NEW IN: BASICS


Ég byrjaði laugardaginn minn á því að kíkja aðeins í Vila í Kringlunni. Ég var búin að sjá þessa léttu
peysu sem kom með nýjustu sendingunni þeirra á Facebook hjá þeim og lét taka hana frá fyrir mig. 
Mig vantaði einmitt eitthvað einfalt svart að ofan og þessi er fullkominn. Ég tók hana í Medium þar
sem mig langaði að hafa hana aðeins víða á mig og passar hún fullkomnlega. Ég elska að hún sé
aðeins há í hálsinn og svo er klauf á hliðunum sem gerir hana aðeins opnari og lausari. Ég sá svo
þennan síða svarta kjól og gat ekki sleppt honum - þetta er ekta ég flík og sannaði það sig alveg
þegar ég notaði hann strax og ég kom heim (þess vegna er hann smá krumpaður). Ég elska svona
þæginlegar basic flíkur sem maður getur notað á milljón vegu - Vila klikkar ekki x

Svarta peysan var á 4.990 kr og kom hún einnig í gráum lit og kjóllinn var á 8.990 kr.

// I stopped by Vila this weekend to pick up this light sweater that I had on hold. I needed something
basic and black and this is the perfect sweater. I also got this black basic dress that I absolutely love
and wore the second I came home x01 March 2015

SIX YEARS


Já, ég ætla að koma með eina væmna færslu í tilefni gærdagsins. Í gær fögnuðum við sex árum saman
og áttum yndislegan dag. Hann byrjaði á brunch á Snaps sem er uppáhalds brunch staðurinn okkar á
Íslandi og eftir að við hámuðum í okkur gómsætan mat tókum við smá rölt í miðbænum. Minn var
rosa sætur í sér og gaf mér draumahúfuna frá Feld Verkstæði úr Geysi sem mig er búið að dreyma um
lengi. Þegar okkur var orðið of kalt þá fórum við heim upp í sófa að horfa á þætti og enduðum á því
að sofna. Um kvöldið áttum við pantað borð á Apótek Restaurant og við erum svo heppin að Food 
and Fun hátíðin lendir alltaf á afmælinu okkar svo við fengum sex rétta matseðil sem var fáranlega
góður. Þeir sem þekkja okkur vel vita að við elskum að borða og erum algjörir matgæðingar!
Ég mæli algjörlega með Apótek Restaurant, það er í svo fallegu húsi í miðbænum og staðurinn er
ótrúlega fallegur að innan. Maturinn var ekki af verri endanum og bíð ég spennt að fara þangað 
aftur, vonandi bráðlega.

 Dagurinn okkar var fullkominn og er ég svo heppin með kærasta og besta vin. Mér finnst það vera
algjör forréttindi að fá að eyða lífinu mínu með honum og ég fæ kítl í magann þegar ég hugsa um
framtíðina okkar saman. Við eigum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman og ég veit að sama
hvað gerist, ef hann er við hliðina á mér, þá verður allt í lagi 

Ég var mjög aktív á Snapchat í gær og er það eiginlega alla daga - ef þú vilt fá að sjá aðeins
meira frá deginum okkar finndu mig þá á Snapchat undir "alexsandrabernh".


// Yesterday me and my boyfriend celebrated six years together. We had such a wonderful day that
started with brunch and a walk downtown where he got me my dream hat. When we got to cold we
went home under a blanket and watched TV and ended up falling asleep on the couch. We then had
dinner at Apótek Restaurant and we are so lucky that each year the Food and Fun festival is held on
our day so we got a six course meal which was amazing. I am so lucky to get to spend my life with
my best friend and I am so excited for the future with him 


25 February 2015

SUMMER VACATION

PICTURES FROM MY PINTEREST PAGE

Ég og Níels stefnum á að fara erlendis í lok sumarsins en ég er að díla við algjört lúxusvandamál í
augnablikinu - ég veit ekki hvert mig langar að fara! Ég er búin að hugsa og hugsa og fer alltaf fram
og tilbaka og get ómögulega ákveðið einn stað. Fyrst langaði mig ótrúlega mikið að fara aftur til LA
en við bjuggum þar í heilt ár fyrir þremur árum. Svo langaði mig að fara á nýjan stað sem ég hef ekki
komið til áður og þá datt mér í hug Tæland. Svo hugsaði ég hvað það var langt í burtu og þá var það 
Ítalía, að fara þangað og keyra frá Mílanó til Róm og stoppa á stöðum á milli. Svo í gærkvöldi var 
það LA aftur og nú er ég alveg ringluð. Þið verðið að hjálpa mér! Endilega gefið mér hugmyndir um
staði til að fara á en mig langar að fara eitthvert þar sem ég get bæði slakað á við sundlaugarbakkann
eða á ströndinni og skoðað mig um og gert eitthvað skemmtilegt - HJÁLP! x


// Me and Níels are planning a trip at the end of summer but I am dealing with a major first world
problem since I can't decide where I want to go. First I really wanted to go to LA but we lived there
for a year three years ago and I miss it so much! Then I wanted to go somewhere new so I thought
about Thailand but it's so far away so I came up with Italy. The plan would be to fly to Milano, stay
there for a couple of days and drive down to Rome, stopping at some cities in between. Then last
night I wanted to go to LA again so I need your help. I am craving a vacation where there is plenty
to do and see but where I can also relax by the pool or at the beach - HELP! x24 February 2015

YSL SPRING 2015

Loksins loksins loksins fékk ég að skoða nýju vorlínuna frá YSL - ég er búin að bíða spennt eftir 
henni og ég gat loksins tekið mér smá tíma til að fara að kíkja á hana. Eins og ég hef örugglega
sagt ansi oft þá er YSL orðið eitt af mínum uppáhalds merkjum þar sem bæði snyrtivörurnar þeirra
og húðvörurnar þeirra eru ótrúlega góðar og það er alveg augljóst að þú ert að kaupa gæðavörur.
Ég fékk nokkrar fallegar vörur úr línunni til að prófa og þar sem ég var á árshátíð um helgina þá
ákvað ég að nota nokkrar vörur úr vorlínunni og sjá hvernig mér litist á þær. Vörurnar koma í
verslanir í vikunni svo ég mæli með því að þú farir og kíkir á línuna þegar þú getur x

Blush Volupté: Ég fékk einn púður kinnalit í litnum "5". Mér finnst liturinn ótrúlega fallegur og
mun hann koma vel út í sumar þegar húðin er aðeins brúnni og líflegri. Hann er mjög pigmentaður
og svo er hægt að nota ljósari litinn í miðjunni til að highlighta kinnbeinin. Ég notaði hann einmitt
um helgina og var mjög sátt með hvernig hann kom út, ég var hrædd um að hann myndi standa of
mikið út þar sem liturinn er mjög bleikur en ég fékk mjög fallegan og líflegan lit í kinnarnar.

Couture Mono: Ég fékk tvo augnskugga, einn í litnum "13" og hinn í litnum "15". Þeir eru báðir
ótrúlega fallegir og er annar með sanseringu en hinn er alveg mattur. Ég prófaði að nota lit "13"
um helgina og setti hann á enda augnloksins til að dekkja förðunina aðeins. Það er mjög auðvelt
að bera þá á og fannst mér förðunin koma mjög vel út með litnum. Það eru til margir fallegir litir
í þessum augnskuggum en einnig eru tvær augnskuggapallettur í vorlínunni líka.

Rouge Volupté Shine: Næsta vara er varalitur í litnum "29 Ambre Indécent". Hann er ótrúlega 
fallegur á litinn en liturinn er dökkrauður. Ég var með nude varir um helgina en ég er búin að
prófa þennan lit bara hérna heima við og strax og ég bar hann á mig varð ég hrifin. Hann rann
liggur við bara á varirnar mínar, hann er ótrúlega mjúkur og liturinn er gullfallegur. Í línunni eru
tveir nýjir litir, þessi og svo "28 Rose Intime" sem er bleikur. Ég hef það á tilfinningunni að þessi
muni vera notaður mikið, þá sérstaklega í sumarvinnunni.

Volume Effet Faux Cils: Þessi maskari frá YSL var fyrsti maskarinn á markaðnum sem gaf áhrif
og áferð á við gerviaugnhár. Það er hægt að segja að allt sem þú þarft er í þessum maskara þar sem
hann gefur þykkt og lyftingu á augnhárin. Í ár er komn ný og endurbætt formúla á þessum maskara
sem þornar ekki og einnig inniheldur hún serum sem veitir augnhárunum góða næringu. Ég hef lengi
notað Babydoll maskarann frá YSL og finnst mér hann langbestur og því var ég mjög spennt að prófa
þennan um helgina. Hann stóð algjörlega við orðin og gaf mér þykk og löng augnhár!

Volupté Tint-In-Oil: Seinasta varan er varaolían sem er nýkomin á markað. Ég var mjög spennt að
prófa þessa þar sem ég var búin að heyra svo góða hluti um hana. Olían er ótrúlega góð og strax er
hún orðin að fastagesti í töskunni minni og fer ég ekkert án hennar. Ég er með mjög þurrar varir og
hefur hún algjörlega eytt því vandamáli. Ég fékk hana í litnum "4 Rose For You" sem er mjög sætur
ljósbleikur litur en alls kemur olían í átta mismunandi litum. Þegar þú berð hana á varirnar þá hverfur
olían smám saman en liturinn helst áfram á vörunum í mjög langan tíma. Þessu mæli ég sko með!


// I got the chance to try out some items from the new spring line by YSL. I have been using YSL
now for almost a year and really love both their make up and skincare products. They are on the
pricey side but they are so worth it, you are getting a quality product for your money. I was really
happy with the products that I got and absolutely love them, my favourite is the Volupté Tint-In-Oil
that moisturises your lips and gives them a nice colour all day long x

Vörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.
Theme designed by Feeric Studios. Copyright © 2013. Powered by Blogger