Þessi færsla er unnin í samstarfi við BECCA.

Fyrst þegar Be A Light pallettan frá BECCA kom í sölu hérlendis í sumar bloggaði ég um hana
(sjá færsluna HÉR) en ég hef ekki notað eina pallettu eins mikið og ég hef notað þessa. Mér finnst
svo þægilegt að hafa allt sem maður þarf á einum stað en inniheldur pallettan öll þau púður sem þarf
á andlitið að mínu mati. Hún inniheldur fjögur mismunandi púður - fyrst er það ,,brightening" púður
sem ég nota undir augun til að birta aðeins til (nauðsynlegt þessa dagana þegar baugun eru stundum
langt niður á kinnar), svo er það ,,blurring" púður sem ég nota hvað minnst en það gefur húðinni 
mjög fallega áferð, kinnalitur og sólarpúður. Ég nota kinnalitinn og sólarpúðrið daglega en ég vildi
að kinnaliturinn úr pallettunni væri seldur sér þar sem hann er ótrúlega fallegur. Öll púðrin gefa
húðinni svo fallegan ljóma sem ég elska!

Ég er að telja niður til jóla með ykkur á Instagram en þar er ég að gefa nokkrar af mínum uppáhalds
vörum sem ég uppgvötaði á árinu. Seinustu helgi gaf ég tveimur vinkonum uppáhalds brúnkuna mína
frá St. Tropez og þessa helgi ætla ég að gleðja tvær vinkonur og gefa þeim uppáhalds vörurnar mínar
frá BECCA, þar á meðal Be A Light pallettuna og svo Under Eye Brightener. Endilega færið ykkur 
inn á Instagram hjá mér til að taka þátt en þið finnið mig þar undir @alexsandrabernhard 


Þessi færsla er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.
ASOS mini smock dress (HÉR)     ASOS ribbed jumper in fine knit (HÉR)
ASOS bodycon dress (HÉR)     ASOS wrap skirt in snake print (HÉR)
RIVER ISLAND split jumper (HÉR)     MONKI longline puffer (HÉR)

Black Friday gleðin heldur áfram en um daginn deildi ég með ykkur óskalistanum mínum frá
NA-KD en þar er 30% afsláttur af öllum vörum (sjá færslu HÉR). Asos hefur alltaf verið með
í þessu og er 20% afsláttur af öllu frá þeim um helgina með kóðanum HELLO20. Mér finnst
frábært að nýta þessi tilboð til að byrja á jólagjöfunum en það er einmitt sem ég ætla mér að
gera í ár - upp á síðkastið hefur úrvalið inn á Asos aukist til muna og bjóða þeir núna upp á
snyrtivörur, heimilisvörur og aðrar smávörur sem eru sniðugar í jólapakkann. 

Hér höfum við óskalistann minn frá Asos í augnablikinu en er ég búin að panta mér einn hlut
af listanum og hef ég notað hann mikið. Það er þessi peysa en hún er úr mjög mjúku efni og
er fullkomin við uppháar lausar buxur og pils - hún er til í fleiri litum svo mögulega þarf ég
að næla mér í fleiri eftir peysustraffið. Happy shopping 
Þessi færsla er ekki kostuð.

Seinasta sunnudag gáfum við litla kallinum okkar nafnið sitt og héldum við veislu fyrir nánustu
fjölskylduna okkar. Dagurinn var yndislegur í alla staði og erum við ekkert smá heppin með
fólkið í kringum okkur! Við vorum búin að ákveða áður en við eignuðumst hann að við ætluðum
ekki að skíra börnin okkar heldur nefna þau - við erum hvorug skráð í þjóðkirkjuna og því hentaði
þetta okkur best. Okkur langaði þess vegna að gera eitthvað skemmtilegt í kringum það að tilkynna
nafnið hans og enduðum við á því að hafa stafarugl. Það gekk ótrúlega vel og var mjög skemmtilegt
en við prentuðum út stafina í nafninu hans og nokkra auka (ansi marga þar sem nafnið hans er stutt
og vildum við hafa þetta smá erfitt). Við vorum með 5 eintök af öllu og því gátum við skipt gestunum
okkar niður í 5 lið sem hentaði fullkomnlega. Á meðan þau reyndu að giska löbbuðum við á milli
borða og tókum burt þá stafi sem áttu ekki við. Þegar liðin héldu að þau væru með nafnið þá var
öskrað bingó og þegar nafnið kom loksins tilkynntum við það fyrir öllum. Litli maðurinn okkar
fékk nafnið Frosti Níelsson en þá nótt sem hann fæddist var fyrsta næturfrostið.

Við buðum svo upp á sveppasúpu, brauð, pestó ásamt kökum og kaffi en við héldum veisluna
í Grindavík á veitingarstaðnum hjá höllu sem er í eigu systur hans Níelsar. Maturinn var allur frá
henni fyrir utan eina köku en hana pantaði ég hjá 17 sortum. Mig langaði í eina ,,skírnarköku" og
pantaði ég red velvet köku með rjómaostkremi og var hún ekkert smá góð. Mamma skreytti hana
með blómum og pantaði ég nafnaskiltið hans af Hlutprent - ótrúlega falleg kaka þó ég segi sjálf
frá. Yndislegur dagur í alla staði 


Þessi færsla er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.
NA-KD high neck layered mini dress (fæst HÉR)     NA-KD faux fur jacket (fæst HÉR)
NA-KD alpaca wool blend sweater (fæst HÉR)     NA-KD katrin black dress (fæst HÉR)

Eins og þið vitið eflaust langflest þá er Black Friday núna á föstudaginn og eru flestar ef ekki
allar verslanir með eitthverskonar afslætti og tilboð í gangi. Margar verslanir byrja snemma og
er NA-KD ein af þeim en er Black Week í gangi hjá þeim núna og því er 30% afsláttur af öllum
vörum með kóðanum BLACKWEEK. Ásamt Asos þá er NA-KD í miklu uppáhaldi hjá mér en
það sem NA-KD hefur framyfir Asos er að það eru alltaf eitthverjir afsláttakóðar í gangi og eru
vörurnar mjög fljótar að koma. Um daginn pantaði ég mér peysu fyrir hádegi á mánudegi og hún
var komin í hádeginu á þriðjudegi beint heim að dyrum og ég borgaði ekkert af sendingunni, það
er algjör snilld.

Í tilefni afsláttarins langaði mig að deila með ykkur þeim flíkum sem eru á óskalistanum mínum.
Þá er ég sérstaklega veik fyrir fyrsta kjólnum en hann gæti verið hinn fullkomni jólakjóll. Hann 
er ótrúlega sætur við svört upphá stígvél en einnig við venjulega hæla. Mig langar líka ótrúlega í
þessa svörtu peysu en hún er úr dásamlegra mjúkri ullarblöndu (ég á svona eins nema ljósgráa).
Aftur á móti er ég í smá peysubanni en ef þið fylgist með mér á Instagram þá vitið þið afhverju en
um daginn þegar ég var að laga til í fataskápnum mínum þá kom í ljós að ég á aðeins of mikið af
peysum. Ég held ég leyfi mér samt sem áður kjólinn fyrir jólin 
Þessi færsla er unnin í samstarfi  við Clinique á Íslandi.

Ég elska þegar vörumerki sem ég nota koma með spennandi nýjunga á markaðinn en það er 
einmitt sem Clinique gerði nýlega þegar þetta rakagel frá þeim kom út. Ég varð strax mjög
spennt fyrir gelinu en ég er veik fyrir öllu sem á að veita húðinni raka þar sem ég er með 
þurra húð og þá sérstaklega á þessum tíma árs þegar það byrjar að kólna úti. Þetta er semsagt
háþróað rakagel sem mögulegt er að nota á marga vegu - það er olíulaust og veitir húðinni
raka í 24 klukkustundir. Það minnir mig ótrúlega á eina af mínum uppáhalds vörum frá Drunk
Elephant, B Hydra Intensive Hydration Serum, og því fullkomið þar sem Drunk Elephant fæst
ekki hér heima að finna eitthvað sem er mjög svipað. 

Ég nota gelið á hreina húð bæði á morgnanna og kvöldin. Eftir að ég hreinsa húðina þá set ég
gelið á og er það ótrúlega fljótt að fara inn í húðina. Það situr einnig ekki á húðinni heldur svo
maður er aldrei klístraður sem ég þoli ekki við sumar húðvörur - ég vill að varan fari beint inn
í húðina frekar en að ég finni fyrir henni á andlitinu. Eftir að ég er búin að setja á mig gelið þá
set ég rakakrem á mig en ég hef einnig heyrt að það sé hægt að blanda gelinu við farða og er 
það eitthvað sem ég er ótrúlega spennt fyrir en hef þó ekki enn prófað. Það er klárlega næst á
dagskrá hjá mér að blanda gelinu við farða til að fá meiri raka í húðina og til að farðinn ýki ekki
þurru húðina. Þetta er ótrúlega skemmtileg vara sem ég hlakka til að prófa mig áfram með Blogger Template Created by pipdig