GJAFALEIKUR: essie fall 2014

19 September 2014


Ég lofaði ykkur ansi spennandi gjafaleik um daginn og ég var sko alls ekki að ljúga! Eins og ég hef
svo oft talað um þá gjörsamlega elska ég Essie naglalökkin. Þau eru að mínu mati langbest og svo 
eru til svo fallegir og margir litir að velja úr. Þau eru ekki fáanleg á landinu nema í Fríhöfninni en
ég vona að við fáum þau bráðlega! Ég pantaði mér nokkur af eBay eins og ég geri vanalega (mæli
með búð sem heitir enchantedbeautyspot) og fékk mini glös af haustlínunni með. Í pakkanum voru
þessir fjórir litir; Dressed to Kilt, Style Cartel, Take It Outside og Partner in Crime

Ég get ekki ákveðið hvaða litur mér finnst fallegastur en ég var að setja á mig litinn lengst til
vinstri sem heitir Partner in Crime og hann kemur mjög vel út. Gæti ímyndað mér að setja svo
matt yfirlakk yfir - það er örugglega mjög flott!

Mig langaði að gleðja einn lesanda bloggsins og þess vegna ætla ég að gefa einum lesanda
þessa liti hér fyrir ofan úr haustlínunni frá Essie. Til að taka þátt þarft þú að fylgja þessum
leiðbeiningum og ekki gleyma að skilja eftir comment, annars get ég ekki haft samband við
þig ef þú vinnur. Gangi ykkur vel og takk fyrir að lesa 
OUTFIT: fall with warehouse

17 September 2014

trousers: WAREHOUSE          jacket: ASOS (here)          top: ASOS          boots: ASOS

Eins og ég hef svo oft sagt þá finnst mér svo gaman að klæða mig fyrir haustin og veturna - að mínu
mati eru það skemmtilegustu árstíðarnar! Í samstarfi við Warehouse á Íslandi ætla ég að deila með 
ykkur nokkrum fallegum flíkum fyrir haustið úr nýju sendingunni þeirra og sýna ykkur hvernig ég
klæðist þeim. Mig hlakkar svo til að deila með ykkur fleiri flíkum úr þessu skemmtilega samstarfi.

Það fyrsta sem mig langaði að sýna ykkur eru þessar fínu buxur. Ég vel alltaf þægindi þegar það
kemur að fötum og þá sérstaklega þegar það kemur að buxum. Það er svo mikilvægt að líða vel
í fötunum og þá kemur sjálfstraustið! Ég elska svona buxur því þær eru ekki bara það þæginlegasta
sem ég veit um heldur er hægt að klæðast þeim á svo marga vegu - við sandala og basic t-shirt, við
hæla og fallegan hlýrabol, við þykka peysu og öklastígvél. Ég gæti haldið áfram í allan dag! Ég
ákvað að leyfa buxunum að vera í aðalhlutverki og ég paraði þeim við svartan bol og leðurjakka. 

HÉR getur þú skoðað nýjustu sendinguna hjá Warehouse. Það kemur sending á tveggja vikna
fresti og þau eru alltaf mjög dugleg að setja inn myndir og verð á vörunum strax og þær koma 


// I love dressing for fall and winter - they are my favourite season of the year when it comes to
fashion. In collaboration with Warehouse I will be sharing some of their new pieces for fall and
will share with you how I style them. The first piece I picked out were these amazing and comfy
trousers. I love these kinds of trousers since they are so comfortable and you can style them in so
many ways - with a basic t-shirt and sandals, with heels and a tank top and with a knit and ankle
boots. I can go on all day!

I decided to let the pants shine and paired them with a black top and a leather jacket. I can't
wait to share some more pieces with you from Warehouse 


NEW IN: home edition

16 September 2014


Þó svo að það séu rúmir 9 mánuðir síðan við fluttum inn í okkar fyrstu íbúð þá erum við ennþá
að dunda okkur að gera hana persónulega og fína. Þegar við fluttum inn var þessi veggur sem 
er á milli útidyrahurðarinnar og eldússins algjört spurningarmerki og ég vissi ekkert hvað mig
langaði að gera við hann. Ég hugsaði að setja langan spegil þar en svo endaði það með því að
við keyptum þennan spegil og settum hvíta hillu fyrir neðan hann þar sem ég geymdi meðal
annars snyrtidótið mitt (húrra fyrir litlum baðherbergjum). 

Um daginn byrjaði þessi veggur að fara virkilega í taugarnar á mér og fannst mér of mikið dót
þarna. Ég fann svo snilldarlausn á því vandamáli um daginn. Ég var ekki lengi að koma mér í
Ikea að kaupa þessa hillu og setti hana upp í gær og voila! Kemur svo vel út og allt er mikið 
snyrtilegra og fallegra. Mæli með Ikea Bestå línunni fyrir ykkur sem eruð í vandræðum með
pláss eins og ég 


// Even though we moved into our first apartment just over 9 months ago we are still working
on making it personal and pretty. When we moved in I had no idea what to do with this wall
that is between the kitchen and the entry way. I ended up with putting this mirror there and
below it I put a white simple shelf where I stored my make up (hurray for small bathrooms).

The other day I really was craving a change since I found everything to be so boring and
clustered. I went to Ikea and got this Bestå shelf and I love how it turned out, recommend
it if you want to keep things clean and pretty 

OUTFIT: fall colors

13 September 2014

coat: ZARA     dress: ASOS (here)     scarf: VILA     boots: BIANCO     bag: ASOS

Eitt sem ég elska við að búa í hverfinu okkar er hversu nálægt við erum miðbænum - eitt það
skemmtilegasta sem ég geri er að rölta niður í bæ, kíkja í búðir og setjast niður að fá mér gott
að borða með mínum besta. Í gær var ég í fríi í skólanum (aldrei tímar á föstudögum í haust,
hversu yndislegt?!) svo ég kíkti aðeins á fund og eftir það tókum við bæjarrölt. Ég fann alveg
að haustið er komið þar sem það var svo kalt en sem betur fer á ég nýja kápu og nýjan trefil
sem hélt á mér hlýju. 

Eigið góða helgi - mín fer mest í lærdóm en einnig í spennandi og skemmtilegt verkefni sem
ég mun deila með ykkur í næstu viku 


// One thing I love about living in our neighbourhood is how close we are to the city centre - I
love taking a walk downtown, check out some local stores and get something good to eat. I had
the day off yesterday (no school in Fridays this winter, how nice is that!) so I went to a quick
meeting and after that we took a stroll downtown. Fall has definitely arrived since it was pretty
cold but thankfully I have a new winter coat and scarf to keep me warm.

Have a lovely weekend - I will spend mine reading for a test and working on a fun project
that I will share with you next week 


FAVORITE: daisy dream

12 September 2014


Eitt það skemmtilegasta sem ég gerði í sumarvinnunni var að taka upp nýjar vörur! Ein vara sem
ég beið spennt eftir var nýji ilmurinn frá Marc Jacobs - en hann ber nafnið Daisy Dream. Eins og
nafnið gefur til kynna er hann líkastur draumi; en ilmurinn af honum er léttur, ferskur með smá
hint af kókos sem minnir mig bara á sumarið. Þetta er hinn fullkomni dagsdaglegi ilmur þar sem
hann er ekki of yfirþyrmandi og ég er búin að nota hann óspart síðan ég fékk hann í hendurnar.

Annað sem heillar mig svo við ilmvötn eru flöskurnar sjálfar, en þessi flaska er ein sú fallegasta
sem ég veit um. Ég elska að geyma ilmvatnsflöskurnar mínar á kommóðunni minni þar sem það
á ekki að geyma svona fallega hluti í kassa - hefur þú prófað Daisy Dream?  


// I recently got the new fragrance from Marc Jacobs called Daisy Dream. It's the perfect everyday
scent; so light and fresh with a hint of coconut which just reminds me of summer days. I also love
the design of the bottle, so pretty! Have you guys tried this one yet? Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
Proudly designed by | mlekoshiPlayground |