16.4.14

beauty: primers

// GARNIER optical blur smoothing perfecting primer          SMASHBOX photo finish foundation primer

Það næsta sem mig langar til að fjalla um í "ég mæli með" eru húðvörur. Þar sem prófin eru á næsta
leyti og ég er í engu ástandi til að taka outfit myndir (nema ykkur langi að sjá mig í svörtum leggings
og kósýpeysu alla daga næsta mánuðinn) þá ákvað ég að tala aðeins um þær vörur sem eru í miklu
uppáhaldi hjá mér. Ég elska húðvörur og á margar sem eru í uppáhaldi en mig langaði að byrja á
því að tala um tvo primera sem ég er að nota. Ég get ómögulega valið á milli þeirra þar sem þeir
eru báðir mjög góðir, gera húðina endalaust mjúka og láta farðann endast allan daginn! 

Eini munurinn á þeim er verðið - Garnier er í ódýrari kantinum og Smashbox er frekar dýr finnst
mér (kostar held ég um 5þúsund). Þannig það fer alfarið eftir því hvað þú ert tilbúin að eyða, þessi
frá Garnier er mjög góður þrátt fyrir að vera ódýr, svo ég mæli algerlega með honum!
Hvaða primer er í uppáhaldi hjá þér? Endilega deilið x
_________________________________________

Since I have my finals coming up at the end of April and I am in no condition to shoot pictures
of outfits (unless you want to see me in sweats every day for the next month) I decided to share
with you some of my favorite beauty products - starting with primers! I love these two and use
them both and would recommend the one from Garnier if you are on a budget x


15.4.14

instagram diaries

 1. Þetta lakk frá Essie er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið - fullkominn pastel litur!
2. Nýja uppáhalds ilmvatnið mitt, Dolce frá Dolce & Gabbana.

 3. Ein uppáhalds varan mín úr Make Up Store - face scrub með yndislegri lykt sem gerir húðina svo mjúka!
4. Innihald MUS pokans - hlakka til að skrifa meira um restina af vörunum sem ég fékk.

 5. Það er mun skemmtilegra að læra þegar allt er vel skipulagt og snyrtilegt, get þó ekki sagt að þetta sé svona fínt núna!
6. Fyrsta kakan sem var bökuð í nýju íbúðinni - get ekki hætt að baka núna!

 7. Varð loksins áskrifandi af Nýju Lífi - uppáhalds blaðið og svo undursamlega fallegt!
8. Þessi trench úr H&M varð loksins mín eftir langa bið.

9. Nýjar boyfriend jeans úr H&M - fullkomnar við nýju slip on skóna frá Asos!
10. Kósýheit - uppáhalds pastað mitt (ravioli namm!) og þáttamaraþon á meðan kærastinn vinnur.

Hér eru nokkrar myndir frá seinustu dögum samkvæmt Instagraminu mínu! Ég eyddi helginni minni
með vinkonum, heima hjá mömmu og svo fór ég í gær á námskeið fyrir sumarvinnuna. Ég get ekki
beðið eftir að klára prófin og byrja að vinna og njóta sumarsins - ég er svo heppin að vera í vinnu sem
er svo skemmtileg að mér finnst það varla vera vinna og í sumar verð ég að vinna með systur minni
sem gerir það ennþá betra!

Endilega followið mig á Instagram undir @alexsandrab til að fá smá update frá mér í 
prófalestrinum!
_________________________________________

A couple of pictures from my Instagram - you can follow me @alexsandrab.

12.4.14

new in: boyfriend jeans

// ZARA jacket (similar one HERE and HERE)     H&M jeans (similar ones HERE)     ASOS shoes (buy them HERE)     ASOS sweater (buy it HERE)

LOKSINS fann ég hinar fullkomnu boyfriend jeans eftir mikla og langa leit - ég fann þær í H&M
og var mjög sátt með verðið á þeim (kringum 3þúsund krónur)! Þær eru ótrúlega þæginlegar og það
er hægt að klæðast þeim á svo fjölbreyttan hátt, alger snilld. Hlakka til að sýna ykkur fleiri outfit með
þessum buxum. Njótið helgarinnar ykkar - ég ætla að eyða henni með skólabókunum, vinkonunum 
og skúffuköku sem bíður mín inn í ísskáp x
_________________________________________

I finally found the perfect pair of boyfriend jeans after searching for a long long time - I got them at
H&M! Can't wait to share some more outfits with you featuring them, they are so comfy. Hope you 
all have a wonderful weekend - I have to start reading for my next exams so I will spend my weekend
studying, meeting my girlfriends and eating cake x


10.4.14

outfit: spring trench

H&M trench coat          ASOS top          TOPSHOP jeans          GS SKÓR boots

Þegar ég leit út um gluggan í morgun og sá þetta fallega veður þá vissi ég að það þýddi ekkert að
fara í leggings og kósý peysu, setja hárið upp í snúð og eyða öllum deginum með lærdómnum! Ég
fór frekar í nýja jakkann minn sem ég fékk í H&M og naut sólarinnar í dálitla stund.

Ég elska þennan jakka og hversu fjölbreyttur hann er - hlakka til að nota hann yfir aðeins sumarlegri
dress í sumar! Núna tekur við kvöld fyrir framan bækurnar - fyrsta lokaprófið á morgun.
_________________________________________

Here is today's outfit - I was planning on spending the whole day inside studying but I had to
enjoy the sun for a little while before! Wore my new trench from H&M, love it x

make up store: face scrub

 MAKE UP STORE gente face scrub with twisted mango and babassu

Ég setti þessa mynd inn á Instagram í byrjun vikunnar - eitt af því sem leyndist í pokanum var þessi
andlitsskrúbbur og ég fæ gjörsamlega ekki nóg af honum! Ég er mjög heppin að vera með góða húð
og mér finnst svo mikilvægt að hugsa vel um hana og þvo hana á hverjum degi. Einu sinni í viku nota
ég andlitsskrúbb og maska til að hreinsa hana ennþá betur og ég prufaði þennan skrúbb núna í byrjun
vikunnar og ég held að ég fari ekkert aftur í að nota þann gamla sem ég var með! Lyktin af þessum er
svo góð og húðin mín var svo mjúk eftir á að ég gat ekki hætt að strjúka hana allt kvöldið. Hann er 
líka fullkominn fyrir mína húð - hann er ekki of grófur sem er gott þar sem ég er með viðkvæma húð.

Hlakka til að sýna ykkur restina af innihaldi pokans - en þær vörur eru sko ekki af verri endanum 
__________________________________________

Current favorite: my new face scrub from Make Up Store! It smells so good and makes my skin super
smooth - good skin care is so important to me! I really recommend this one.