KJÓLL: SELECTED     TASKA: SAINT LAURENT     SÓLGLERAUGU: QUAY AUSTRALIA

Halló frá hitanum á Ítalíu! Ég ætlaði að vera miklu duglegri að blogga á meðan ég væri úti en ég 
komst að því stuttu eftir að ég kom að Ítalar eru ekki með bestu nettenginguna og er ég búin að 
vera í takmörkuðu netsambandi seinustu tvær vikur og því hef ég einbeitt mér helst að því að deila
með ykkur ferðinni í gegnum Snapchat (@alexsandrabern) og Instagram (@alexsandrabernhard)
hjá mér. Nú er ég komin í ágætt samband og get byrjað að deila ferðinni með ykkur hér á blogginu
ásamt þeim þúsund myndum sem ég hef tekið. Við flugum út í byrjun Júní til Rómar þar sem við
eyddum þremur dögum og einmitt þar sem þessar myndir voru teknar. Við leigðum okkur íbúð þar
í gegnum Airbnb og vorum á æðislegum stað miðsvæðis - við eyddum dögunum okkar í Róm að
skoða okkur um, skoða hringleikhúsið, borða nóg af pasta og pítsum og bara njóta. Róm er mjög
falleg borg en á sama tíma vorum við öll mjög glöð að komast í burtu frá henni eftir tímann okkar
þar en magnið af sölumönnum á götunum er yfirgnæfandi og eru þeir mjög ágengir sem okkur fannst
mikill ókostur við borgina. Aftur á móti var maturinn, veðrið og sagan mjög heillandi. 

Ég kíkti í eina af mína uppáhalds verslunum, Selected, áður en ég fór út og fékk að velja mér nokkrar
flíkur til að taka með mér út og er þessi dökkblái kjóll meðal þeirra. Ég heillaðist af honum um leið 
og hef notað hann mikið hér úti. Hann er ótrúlega léttur og á þessum tíma meðgöngunar þegar ekkert
passar lengur þá er hann mjög kærkominn. Selected er bæði í Kringlunni og Smáralind og kostaði
kjóllinn 14.990 krónur 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Byko.

Þá er kominn tími til að deila með ykkur fyrir og eftir myndum af næsta rýminu í samstarfi við Byko.
Eins og ég sagði ykkur í þessari færslu sem ég birti um daginn þá skiptum við um gólfefni á öllum
rýmum nema baðherberginu og völdum við okkur ótrúlega fallegt 8mm harðparket úr Byko - parketið
heitir Lancaster Oak og er frá Krono Original. Við erum svo ánægð með breytinguna og ætla ég að 
deila með ykkur fyrir og eftir myndum af stofunni. Áður var gamalt plastparket á gólfunum þar sem
var í ágætu standi þrátt fyrir háan aldur en helsta vandamálið var að það brakaði svo svakalega í því
þegar gengið var á því. Brakið var að gera okkur smá brjáluð og erum við ekkert smá ánægð að vera
laus við það í dag. Nýja parketið kemur svo vel út á stofunni og birtir það íbúðina upp sem ég elska.
Ég elska líka flæðið á íbúðinni núna en eins og ég nefndi í seinustu fyrir og eftir færslu þá var annað
gólfefni á eldhúsinu og svefnherberginu svo flæðið var ekkert - nú er eins gólfefni á öllum rýmum og
það er svo fallegt hvernig það flæðir inn í næsta rými án þröskulda. Ég ætla að leyfa myndunum að
tala en þær segja ansi mikið 


FYRIR

EFTIR
Vöruna fékk ég senda sem gjöf.

Ég er ótrúlega spennt að segja ykkur örlítið frá einni vöru sem varð strax að uppáhaldi og ,,must
have" fyrir mig eftir að ég prófaði hana í fyrsta skiptið. Eins og ég hef sagt ykkur áður þá elska 
ég Express Bronzing Mousse frá St. Tropez og hef notað hana reglulega í að verða ár - mér finnst
engin froða komast nær henni en hún gefur manni fallegan lit á einungis 3 klukkutímum en eini
gallinn við hana er lyktin af henni sem er þessi klassíska brúnkukremslykt. St. Tropez kom nýlega
með nýja brúnkufroðu á markað sem heitir Purity Bronzing Water Mousse og er hún allt öðruvísi
en Express froðan. Þetta er í raun létt vatn sem verður að froðu þegar það er kreist út og ilmar hún
svo vel - mér líður eins og ég sé mætt á sólarströnd sem er algjör kostur því það er gjörsamlega 
engin brúnkukremslykt af henni, ekki einu sinni þegar hún hefur legið á húðinni í nokkra tíma.

Það eina sem mér finnst Express froðan hafa yfir þessa er að með hana sér maður hvar maður 
hefur borið á sig og því aðeins auðveldara að fá jafnan lit en aftur á móti verð ég sjaldan flekkót
af Purity froðunni. Áferðin á henni er allt öðruvísi og er hún mun rakameiri heldur en hin og er
því ótrúlega auðvelt að bera hana á en ég nota alltaf hanska til þess. Purity froðan hefur einnig
þann kost að ekki þarf að skola hana af sem mér finnst geðveikt en ég þoli oft ekki að fara í 
sturtu, skrúbba mig, setja svo á mig brúnku og þurfa svo að skola hana af eftir nokkra tíma. Með
þessa er það ekki nauðsynlegt, liturinn verður ótrúlega fallegur og náttúrulegur og maður lyktar
dásamlega. Þetta er vara sem er komin til að vera í minni rútínu - hún er einnig vegan, cruelty
free og inniheldur ekki paraben, súlföt og phtalates 


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Byko. 

Jæja, þá get ég loksins deilt með ykkur fyrstu fyrir og eftir myndunum af nýja gólfefninu okkar. Eins
og ég sagði ykkur frá fyrir um það bil tveimur mánuðum þá skiptum við um gólfefni á allri íbúðinni
okkar en við vorum með fjögur mismunandi gólfefni sem var að mínu mati hrikalegt - það var korkur
á eldhúsinu, plastparket á stofunni og öðru svefnberherginu, öðruvísi dekkra parket á hinu herberginu
og svo flísar inn á baði. Fyrir svona litla íbúð var þetta allt of mikið af hinu góða og voru gólfefnin
orðin mjög gömul og lúin svo það var löngu kominn tími til að skipta. Mig langaði að fá mér fallegt
og látlaust harðparket og hafa það í öllum rýmum nema að sjálfsögðu baðherberginu - ég fór á milli
staða og skoðaði mismunandi parket og eftir langt ferli þá urðum við Níels loksins sammála um eitt
parket frá Byko. Við enduðum á því að velja parketið Lancaster Oak frá Krono Original en er það
ótrúlega fallegt og vandað 8mm harðparket sem er ekki of hlýtt og ekki of kalt - ég vildi fá frekar
ljóst parket þar sem það passar við stílinn okkar og erum við bæði í skýjunum með valið enda er
breytingin mikil og íbúðin allt önnur.

Við fengum hjálp við að leggja parketið í byrjun febrúar en kláruðum ekki að setja gólflista fyrr en
í seinustu viku þar sem ferlið fór í smá pásu eftir að ég komst að því að ég væri ólétt - ég lá heima
ælandi í nokkrar vikur og því í alls engu standi til að sjá um heimilisbreytingar. Loksins er allt klárt
og er ég svo ánægð með breytinguna en hún er rosaleg að mínu mati og varð ég eiginlega ástfangin
af íbúðinni minni upp alveg upp á nýtt. Mig langar að byrja á því að deila með ykkur fyrir og eftir
myndum af eldhúsinu en þar fannst mér breytingin vera mest. Eins og ég nefndi þá var dökkgrár
korkur á eldhúsinu þegar við keyptum íbúðina og því birti það svo til þegar við settum parketið.
Við settum líka líka parket á sökkulinn eins og þið sjáið á myndunum og mér finnst það koma svo
vel út og gerir flæðið miklu betra. Ég er svo spennt að deila með ykkur fleiri fyrir og eftir myndum
en ég á eftir að sýna ykkur stofuna og svefnherbergin en ég mun gera það á næstu vikum 


ASOS oversized striped t-shirt dress (HÉR)     ASOS frill swimsuit (HÉR)
ASOS oversize wrap top (HÉR)     MANGO velvet boots (HÉR)

Ég var að stússast áðan þegar ég fékk skilaboð frá systur minni um að það væri 20% afsláttur af öllu
inn á Asos - ég er vanalega með alla svona Asos tengda hluti á hreinu en þessu hef ég misst af og sem
betur fer fyrir mig og þig lét hún mig vita af þessu. Asos er ekki oft með afslætti af öllu en þeir gera
þetta af og til og þá endist afslátturinn einungis í sólahring svo frá og með nú og þar til í fyrramálið
er 20% afsláttur af öllu. Ég ætla að nýta mér afsláttinn og panta mér nokkra hluti sem ég er búin að
vera á leiðinni að panta mér í nokkra daga eins og þennan sundbol (sem passar vonandi á bumbu þar
sem hann er one size) og þennan silkiklút sem er flottur bæði á hálsinum og á hausnum við bakkann
á Ítalíu. Mig langaði einnig að deila með ykkur nokkrum hlutum sem mögulega laumast með en eru
þeir ofarlega á óskalistanum mínum (mæli með að nota Saved Items inn á Asos til að hafa allt sem
ykkur líkar við á einum stað, mjög sniðugt og þægilegt).

Þar sem bumban stækkar með hverjum deginum þessar vikurnar þá eru oversized flíkur að taka yfir
listann og langar mig mjög í þennan röndótta kjól en ég sé hann alveg fyrir mér í sumar við svartar
gallabuxur eða bera leggi og hvíta strigaskó. Ég vill ekki kaupa mér endalaust af meðgöngufatnaði
sem ég get svo ekki notað eftir fæðingu svo þessi væri fullkominn. Ef ég væri ekki ólétt þá myndi
þessi fallegi hlýralausi sundbolur koma með mér til Ítalíu en mér finnst hann svo fallegur - maður
á svo aldrei nóg af svörtum skóm og þessir frá Mango eru búnir að vera á óskalistanum mínum
frekar lengi 

Þú færð 20% afslátt af öllu inn á Asos með kóðanum "EVERY20".
Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka.
Blogger Template Created by pipdig