26 April 2015

TODAY'S OUTFIT

VERO MODA shirt     H&M leggings     RIVER ISLAND slip on sneakers

Gleðilegan sunnudag - ég er svo löt að speglamynd af dressi dagsins verður að duga í dag. Helgin er
búin að vera ótrúlega löng og er ég alveg búin á því - ég ætla því að nota kvöldið í að slaka aðeins á
og undirbúa mig fyrir morgundaginn. Ég klæddist nýrri skyrtu í dag en ég fór í Smáralindina með
vinkonum mínum fyrir helgi og ætlaði ekki að kaupa mér neitt þar sem ég er nú nýbúin að versla 
mér helling af fötum fyrir sumarið. Ég gat þó ekki staðist þessa fallegu skyrtu sem ég fann í Vero
Moda en hún er ljósblá, oversized og ótrúlega þæginleg. Ég klæddist henni í dag við leggings og
þæginlega skó - fullkomið sunnudagsdress! 

Næsta vika verður stútfull hjá mér en prófin byrja eftir nokkra daga og ég er að klára námskeið 
fyrir sumarvinnuna. Þó svo að seinustu dagar hafa verið erfiðir þá er ég búin að hafa svo gaman
af en morgundagurinn minn verður ennþá skemmtilegri - til að fylgjast með því sem ég er að fara
að gera þá megið þið endilega fylgjast með mér bæði á Instagram (@alexsandrab) og svo líka á
Snapchat (@alexsandrabernh) x


// Today I wore a new shirt that I found at Vero Moda a couple of days ago. I love the oversized
fit and it is so comfortable. I wore it with a pair of black leggings and slip on sneakers! The 
perfect outfit x


25 April 2015

NEW IN: SUMMER WITH VILA & VERO MODA


Ég hef þann slæma ávana að klæðast svörtu frekar oft - eiginlega bara alltaf! Ég enda vanalega í öllu
svörtu dagsdaglega og ég ákvað því um daginn að bæta aðeins sumarlegri flíkum við fataskápinn 
minn - það er markmiðið mitt núna að minnka svörtu flíkurnar og nota aðeins ljósari liti en ég er
mjög hrifin af hvítu, ljósbleiku og gráu fyrir sumarið. Ég tók mér góða pásu frá prófalestrinum í
seinustu viku og ég kíkti í tvær af uppáhalds búðunum mínum hér heima, Vila og Vero Moda. Ég
kom heim með tvo poka fulla af gossi og ég er alveg í skýjunum með nýju flíkurnar mínar - ég
get ekki beðið eftir því að nota þær eftir að ég klára bæði prófin í skólanum og námskeiðið hjá
Icelandair. Ég var með nokkrar flíkur í huga sem voru á óskalistanum mínum fyrir sumarið og
gat ég því þurrkað þrjá hluti af óskalistanum mínum (sem er ótrúlega langur, en kemur það
einhverjum á óvart?!) eftir verslunarferðina.

Ég ætla að sýna ykkur þær flíkur sem ég fann mér og ef þið hafið eitthverjar spurningar
endilega skiljið þær eftir í athugasemdum og ég svara ykkur eins hratt og ég mögulega
get - langar líka að minna ykkur á að ég er með Snapchat opið hjá mér svo þið getið
spurt mig þar líka! Ég er að fara í smá ævintýri á mánudaginn svo ykkur er velkomið
að bæta mér við hjá ykkur ef þið viljið fylgjast með - "alexsandrabernh" x


Ég byrjaði á því að kíkja í Vila og þar var ég ekki lengi að næla mér í þennan kjól. Hann heitir
Tinny og er búinn að vera ótrúlega vinsæll hjá þeim! Ég skil eiginlega ekki afhverju ég er ekki
löngu búin að fá mér þennan kjól - ég gjörsamlega elska allt röndótt fyrir sumarið og hversu 
sætur verður þessi í sumar við hvíta Converse skó, litla hliðartösku og bera leggi. Hann fæst
í Vila og kostar 5.500 kr x


Það næsta sem ég fann mér í Vila voru þessar hvítu gallabuxur - mig var búið að langa í hvítar 
gallabuxur ótrúlega lengi en hef aldrei þorað að kaupa mér þær. Ég er svo mikill klaufi að ég
ímynda mér bara að sulla öllu mögulegu á mig á meðan ég er í þeim en ég lét loksins verða að
því að bæta einum við fataskápinn minn. Ég er með svo margar hugmyndir um hvernig ég get
stíliserað þær og hlakkar mig til að nota þær í sólinni í sumar. Þær kostuðu 6.990 kr x


Leiðin mín lá svo í Vero Moda en ég var einmitt búin að ákveða hvað mig langaði í þar - upp á
síðkastið er ég búin að vera að elska gallaskyrtur og fékk ég mér þessa. Hún var líka til í ljósari
lit en eg fýla þær aðeins dekkri. Ég sé þessa við svartar gallabuxur og líka við hvítu gallabuxurnar
fyrir ofan og hvíta Converse skó. Hún kostaði 5.990 kr x


Í Vero Moda fann ég mér líka þennan hvíta lausa bol sem er fullkominn fyrir sumarið, við pils og 
gallabuxur. Gollan er úr Vila og var ég fyrir búin að sjá svipaða gráa síða sem var aðeins þykkari
en hún var búin! Ég fékk mér því þessa í staðin og er ótrúlega ánægð með hana en hún er þunn og
fullkomin til að hafa yfir sig í sumar. Gollan kostaði 4.990 kr og bolurinn 5.490 kr x


Vörurnar í þessari grein keypti ég mér sjálf. 

23 April 2015

CURRENT BEAUTY FAVORITES


Það er liðinn smá tími síðan ég fjallaði seinast um uppáhalds snyrtivörurnar mínar enda var ég
að nota sömu rútínuna frekar lengi - hún hefur aðeins breyst núna og mun eflaust gera það aftur
þegar það líður á sumarið. Á sumrin vill ég helst nota mjög létta farða og er þá mjög dugleg að
nota púður. Uppáhalds púðrið mitt er Total Finish púðrið frá Sensai en ég hef notað það síðan
ég kynntist því fyrir tveimur árum. Það er ótrúlega létt en hylur vel og gefur húðinni fallega og
náttúrulega áferð. Á sumrin er ég líka dugleg að nota Bronzing Gelið frá Sensai en það er vara
sem allar stelpur ættu að eiga - þegar ég var að vinna í Fríhöfninni þá seldum við nokkrar svona
túpur á hverri einustu vakt. Það er hægt að nota það eitt og sér eða yfir púður eins og ég geri. 
Að mínu mati er þetta ómissanleg vara bæði á sumrin og veturnar en hún bronzar andlitið, 
gefur manni smá "glow" og frískar upp á mann. Ég hef verið að leita mér að góðum farða fyrir
sumarið þegar ég byrja að fljúga en ég held að púðrið og gelið verði mikið notað. 

Aðrar vörur sem ég hef notað mikið upp á síðkastið er Mineral Veil púðrið frá Bare Minerals en
ég nota það til að festa hyljarann og nota ég setting burstann frá Real Techniques í það. Dipbrow
frá Anastasia Beverly Hills hef ég notað lengi og hef ekkert breytt út af vananum með það enda
besta augabrúnavara sem ég hef prófað. Ég set svo glæra gelið yfir og augabrúnirnar haldast á
sínum stað allan daginn. Seinast en ekki síst verð ég að hafa Black Magic maskarann frá Eyeko
með þó svo að ég hafi bara prófað hann fyrst í gær - en ég er ótrúlega hrifin af honum x


// Here are some of my current favourite beauty products - my beauty routine always changes
during the summer since I prefer to wear more light products like powders and bronzing gels.
I am loving the Total Finish powder and the Bronzing Gel by Sensai - such a good combo!
Other things I have been using: Mineral Veil from Bare Minerals to set my concealer, brow
products from Anastasia Beverly Hills and the Black Magic mascara from Eyeko - I just tried
it for the first time yesterday but it is amazing! Really recommend it for natural and long lashes x19 April 2015

NEW IN: CALVIN KLEIN + GJAFALEIKUR

CALVIN KLEIN sett - fæst í Isabella á Akureyri

Ég hef sagt það svo oft áður - ég elska nærföt! Þetta er einmitt annað bloggið sem fjallar um nærföt
sem ég birti í þessum mánuði, úbs. Ég á svo mikið af þeim en mér líður alltaf svo vel þegar ég er í
fallegum nærfötum, þó svo að enginn sjái þau. Um daginn fékk ég fallega sendingu frá Isabella en 
ég bloggaði um hana fyrst fyrir jólin í fyrra (sjá færsluna hér). Isabella er ótrúlega flott verslun sem
er staðsett á Akureyri og er hún með æðislegt úrval af merkjum og fallegum nærfötum. Ég fékk að
velja mér eitt sett og ég var ekki lengi að því - strax og ég sá þetta gráa sett frá Calvin Klein þá varð
ég að eignast það. Mér finnst það vera frekar skemmtileg tilbreyting frá vinsæla settinu frá þeim sem 
er búið að vera út um allt seinustu mánuði - ég verð þó að viðurkenna að mig langar ótrúlega mikið
í það. Það er einmitt að koma ný sending í byrjun næsta mánaðar og leynist vinsæla settið einmitt
í henni. Settið sem ég fékk mér er ótrúlega þæginlegt og töff! Það var einnig til með streng fyrir
þá sem kjósa það en ég ákvað að velja mér eitthvað þæginlegt í þetta skipti! Settið var komið til
mín strax daginn eftir að ég pantaði það sem kom mér verulega á óvart og var ég mjög ánægð með
það. Þetta er nýtt uppáhald - það er alveg klárt mál x

GJAFALEIKUR:

En þetta er ekki allt.. mig langar aðeins að gleðja ykkur og í samstarfi við Isabella ætlum við að
gefa einum lesenda nærfatasett að eigin vali. Það er rosalega auðvelt að taka þátt en það þarf að
fylgja þessum skrefum og þá ert þú komin/nn í pottinn:

1. Settu LIKE við Shades of Style og Isabella á Facebook.
2. Skildu eftir comment við þessa færslu með nafni. 

Það er ekki flóknara en það - ég mun draga út einn lesanda þann 23. apríl sem fær sett að eigin
vali í sumargjöf x


Nærfatasettið fékk ég að gjöf, skoðanir sem koma fram eru mínar eigin.
Umfjöllunin er kostuð.

17 April 2015

HOME WISHLIST

SEALOE posters     IKEA dresser     IKEA rug     TOM DIXON light     EAMES chair

Um daginn kom ég heim af námskeiði og eins mikið og mig langaði til að leggjast upp í sófa og
hafa það notalegt þá byrjaði ég að þrífa íbúðina og skipuleggja aðeins. Íbúðin okkar er með tveimur
svefnherbergjum og þegar við fluttum inn þá ákváðum við að taka minna herbergið og nota það sem
svefnherbergið okkar. Það eru margir sem furða sig á þeirri ákvörðun en mér fannst það vera aðeins
meira kósý og hitt er eiginlega of stórt að mínu mati. Kærastinn minn er svo heppinn að hann fékk
auka herbergið og er það svokallað "man cave". Ég reyndar þoli ekki þetta herbergi svo alltaf þegar
ég er heima þá loka ég bara hurðinni. Mig langar smá að gera það aðeins notalegra og ætla ég í það
verkefni í sumar. 

Það er öðruvísi parket á þessu eina herbergi en allri íbúðinni, svo þið getið rétt ímyndað ykkur
hvað það gerðir mig pirraða. Það væri draumur að geta sett nýtt parket á alla íbúðina í sumar en
ásamt því að gera upp baðherbergið er það sem mig langar mest að gera heima við! Í millitíðinni
væri hægt að fela gólfið með þessu gullfallega teppi úr Ikea. Ég væri svo til í fallega ljósakrónu,
setja upp hvítar gardínur, bæta við einni kommóðu og fallegum myndum. Sjáum hvernig þetta
endar - það er ekki auðvelt að búa tvö saman með mismunandi smekk x


// Our apartment has two bedrooms and when we moved in we took the smaller one to use as
our bedroom. It is much more cozy even though it is smaller! My boyfriend got the spare room
and it's his little man cave but I am craving making it cozy this summer. Here are some items
that I am craving at the moment for our home x
Theme designed by Feeric Studios. Copyright © 2013. Powered by Blogger