HOME: autumn cozy

29 October 2014

H&M HOME vase          IKEA light decor  

Þar sem haustið er löngu komið ákvað ég að gera íbúðina aðeins meira kósý og haustlega.
Ég get hangið á Pinterest endalaust og þar fékk ég einmitt hugmyndina að nota köngla til
að skreyta. Þeir eru svo haustlegir og fínir! Ég var algjör lúði og tók göngutúr í hverfinu og
týndi köngla sem gekk fáranlega vel þar sem það er allt morandi í þeim í hverfinu mínu (passið
ykkur bara á að skola þá vel og setja þá inn í ofn í nokkrar mínútur til að þurrka þá og fæla í
burtu óboðna gesti). Ég ákvað að setja þá í koparskál sem ég fékk í Söstrene Grone og setti þá
á sófaborðið ásamt þessum fínu ljósum sem ég fékk í Ikea. Mamma sendi mig í leiðangur að
kaupa svona handa henni og ég varð að fá mér í leiðinni, þetta er ótrúlega sætt og kósý.

Næst á dagskrá er að halda áfram að gera kósý - en það er alveg kominn tími til að hvíla
öll bleiku gerviblómin sem minna mig bara á sumarið! Ég tel svo niður dagana þar til ég
má jólaskreyta - en kærastinn minn bannar mér að kaupa jólaskraut fyrir 1. des x


// Since fall is in full swing I decided it was time to make the apartment a little bit more
cozy and suitable for the season. I love getting ideas on Pinterest and I saw there how
cute it is to use pine cones as decoration so I went for a walk around my neighbourhood
and found a couple (just remember to rinse them and put them in the oven for a while to
dry them and remove bugs). I then bought these cute lights from Ikea that make the living
room super cozy and cute xPERSONAL: frá mér til ykkar

28 October 2014


Helgin var ansi viðburðarík í íslenska bloggheiminum og ég held að það hafi ekki farið framhjá
neinum. Ég tók þessu alls ekki persónulega, enda geri ég mér grein fyrir því að blogg eru ekki
fyrir alla. Ég verð samt að viðurkenna að mér fannst alls ekki gaman að lesa hvað sumir höfðu
að segja um íslensk blogg í dag, að bloggarar væru veruleikafirrtir, yfirborðskenndir og væru að
auglýsa "glanslíf" á bloggunum sínum ásamt því að fiska eftir hrósum. 

Mig langaði bara aðeins að segja ykkur mína hlið. Ég vona innilega að fólk fái ekki þessa mynd
af mér þegar það les bloggið mitt. Ég byrjaði að blogga reglulega árið 2012 þegar ég bjó erlendis
og var það leið til að leyfa fjölskyldunni minni og vinum að fylgjast með litla ævintýrinu okkar.
Á þeim tíma uppgvötaði ég svo alla þessa helstu erlendu tískubloggara og fékk innblástur til að
blogga meira um tísku, hönnun og ákvað því að byrja að blogga eins og ég geri í dag. Ég er ekki
að fiska eftir hrósum með outfit færslunum, heldur er það leið fyrir mig til að vera skapandi þar
sem mér finnst mjög gaman að setja saman falleg outfit sem mér líður vel í. Tilgangurinn með 
þeim er að veita lesendum mínum innblástur, því sjálf sæki ég innblástur í aðra bloggara.

Ég blogga því mér finnst það gaman. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og er 
bloggið orðið stór partur af lífinu mínu. Mér finnst æðislegt hversu margir lesa bloggið og er
ég ævinlega þakklát fyrir allan stuðninginn ykkar. Myndirnar hér fyrir ofan sína hvernig ég
er flest alla daga - í leggings, þæginlegri peysu og ómáluð upp í sófa að læra. Lífið mitt er
alls ekki fullkomið þó svo að bloggið og Instagram sýni bara góðu stundirnar. Ég hef alltaf
lagt mikla áherslu á það að vera ég sjálf og vera góð fyrirmynd - það er það sem skiptir 
máli að mínu mati.

Tilgangur bloggsins er að veita lesendum innblástur og ég vona að lesendur geta sest
niður eftir langan dag og notið þess að skoða bloggið og það sem ég hef að sýna ykkur.
Mér finnst æðislegt að bloggmenningin á Íslandi er að vaxa og ég vona að við getum öll
fagnað fjölbreytileikanum og verið við sjálfar - það er það sem skiptir máli. Ég hef lært
að láta skoðanir annarra ekki hafa áhrif á mig og ég held áfram að elta draumana mína.

Takk fyrir að lesa HOME: my apartment

27 October 2014


Halló! Ég deildi þessari mynd með ykkur á Instagram um daginn og var ljósmyndari hér frá Mbl að
taka myndir af íbúðinni okkar. Greinin birtist í morgun á Smartlandi en eftir allt það sem gerðist yfir
helgina ákvað ég ekki að deila því með ykkur hér en ykkur er auðvitað velkomið að kíkja á það ef
þið hafið áhuga. 

Ég tók hins vegar mínar eigin myndir af íbúðinni og ákvað að deila þeim með ykkur hér þar sem 
það er alltaf mjög mikill áhugi fyrir heimilisfærslum. Í augnablikinu er ég mjög sátt með íbúðina
og finnst ekkert þurfa að bæta við né breyta í augnablikinu. Ég hef aldrei sýnt ykkur baðherbergið
mitt, en það er ekki það fallegasta. Planið er að taka það allt í gegn eftir jól, svo þá mun ég deila
ferlinu og lokaniðurstöðu með ykkur. En hér eru myndirnar sem ég tók, ég ákvað að deila einnig
með ykkur hvaðan flest allir hlutirnir eru x

Ef þið hafið eitthverjar spurningar um íbúðina eða hlutina sem þið sjáið, endilega
skiljið eftir comment og ég svara þeim strax og ég get.

Ég fæ alltaf mjög margar spurningar um sófann okkar, en hann var keyptur í fyrra í Dorma. Hann
var á mjög góðu verði og er mjög þæginlegur. Undir tungunni er geymslupláss sem er algjör snilld
þar sem íbúðin okkar eru bara 66 fermetrar og því lítið gleymslupláss í henni. Undir tungunni geymi
ég auka sængur og kodda fyrir gesti. Sófinn er svo svefnsófi líka sem er fullkomið þegar gestir koma.
Koddarnir í sófanum eru úr Ikea, Ilvu og H&M Home. 

Detailin á sófaborðinu. Sófaborðið er frá HAY og fæst í Epal. Á borðinu er ég með "The Fashion 
Book" eftir Phaidon sem ég pantaði af Amazon. Vasinn er úr H&M Home og blómið í honum er
úr Ikea, ilmstangirnar fékk ég í Hagkaup og glasamotturnar eru úr Zara Home.

Hliðarborðið á sér langa sögu, en ég fékk það í jólagjöf frá ömmu og afa þegar ég var 
örugglega 7-8 ára. Það var viðarlitað en fósturpabbi minn lakkaði það hvítt fyrir nokkrum
árum. Á borðinu er ég með Kartell lampann sem ég fékk frá foreldrum mínum í útskriftargjöf,
fjaðramynd sem ég föndraði sjálf og blóm frá Ikea.

Hér er svo hinn hluti stofunnar. Sjónvarpsskenkurinn er úr Ikea, svo glittir í nokkrar bækur
á hillunni fyrir ofan og Iittala Alto vasann minn sem mér þykir mjög vænt um, en ég fékk hann
í tvítugsafmælisgjöf frá ömmu og afa.  Myndin fyrir ofan eldhúsborðið er ný og fékk ég hana
frá Svíþjóð, borðið og stólarnir eru úr Ikea og á borðinu er ég með Kahler Omaggio vasa 
og tvo kertastjaka frá Iittala.

Íbúðin okkar er frekar lítil svo þú gengur beint inn í stofuna. Á veggnum við hliðina á innganginum
keypti ég þessa Besta hillu í Ikea um daginn og er ég mjög sátt með hvernig það kom út. Ég nota 
hana til að geyma spariglös og snyrtidótið mitt, frekar góð blanda þar. Á hillunni er ég með vasa
úr H&M Home, blóm úr Ikea og fuglarnir eru úr Epal en ég fékk þá í afmælisgjöf frá pabba.

Séð úr stofunni inn í svefnherbergið okkar. Við ákváðum að mála einn vegg gráann þar til að gera
herbergið aðeins hlýlegra og notalegt. Koddarnir eru úr Ikea og teppið á rúminu er úr H&M Home.


wishlist: asos + sigurvegari í gjafaleik

24 October 2014

ASOS longline blazer (here)     ASOS satin collar blazer (here)     ASOS cocoon coat (here)
ASOS grey knitted cardigan (here)     ASOS oversized knit (here)     RIVER ISLAND jumper dress (here)

Ég setti sjálfa mig í smá verslunarbann um daginn, enda vantar mig voða lítið í augnablikinu
og kominn tími til að leggja fyrir smá gjaldeyrir fyrir Flórída. Þessir hlutir eru þó ofarlega á
óskalistanum mínum frá Asos en þeir eru allir af "Saved" listanum mínum sem ég nota mjög
oft þar - þæginlegt að halda utan um allt sem manni langar í og er ég að safna á hann núna og
ætla að panta mér nokkra hluti þegar ég fer út. Ég er svo hrifin af kápunni - fullkomin x

Annars dró ég úr MOROCCANOIL gjafaleiknum áðan - mig langaði helst að gefa ykkur
öllum þessar fínu vörur eftir að hafa lesið commentin sem þið skilduð eftir en sigurvegarinn
að þessu sinni er...
...Aníta Rut Aðalbjargardóttir.

Endilega sendu mér póst á alexsandra@shades-of-style.com til að nálgast
vinninginn 


// I am on a little shopping break since I am going to Florida soon and have to save up
but I am really craving these items above from Asos. I especially want the camel coat,
it's so pretty and perfect for winter. I have all these items on my "Saved List" there, it's
so easy and comfortable to use and to save all the things you want in one place xinstagram diaries

22 October 2014

Loksins eignaðist ég draumasófaborðið mitt, ég safnaði mér fyrir því í sumar og er svo
ánægð með það // I saved up for my dream coffee table and got it a couple of weeks ago,
I am so in love with it.

Ég elska að borða, og þá sérstaklega elska ég brunch! Mér finnst Snaps langbesti staðurinn
í Reykjavík og ég gat ekki hamið mig um daginn svo ég pantaði mér bæði Egg Benedict og
bláberjapönnukökur // I love food and eating, and I especially love brunch. If you are looking
for a good brunch restaurant in Reykjavík I really recommend Snaps.

Eitt sem ég elska við tísku og að vera bloggari að það hljálpar mér að komast aðeins
út fyrir þægindaramman minn og prófa nýja hluti, eins og þessar leðurbuxur úr Zöru.
Án efa ein bestu kaup haustsins // One thing I love about fashion and blogging is that
it gives me a push to go outside of my comfort zone like I did with these leather pants
from Zara, the best purchase of the season so far!

Ég varð að fá mér þessa tösku sem ég fann á Asos (finnur hana HÉR). Svona klassískir hlutir
muntu eiga í langan tíma og ég gæti ekki verið sáttari með þessa tösku // I just had to get this
bag from Asos (you can find it HERE). It's such a classic piece that I will have for a long time.

Veggurinn fyrir ofan eldhúsborðið loksins klár, frekar sátt með myndina sem ég valdi þar
en keypti kannski aaaðeins of stóran ramma, úbs // The wall above our kitchen table is 
finally done, love how it turned out even though I got a frame that was too big, oops!

Ást við fyrstu sín, ég er ekki að djóka! Ég fór í þeim í skólann um daginn og þeir eru
æðislegir - frá Bianco x Camilla Pihl línunni // Love at first sight, I'm serious! I wore
them to school the other day and they are so comfy, from the Bianco x Camilla Pihl 
collection.

Ég hafði það ansi notalegt í vonda veðrinu á Mánudeginum og eyddi deginum inni að
læra með heitt súkkulaði sem ég var að læra að gera, namm // I had such a cozy day on
Monday when there was a storm outside. I sat inside studying with a hot chocolate that
I made myself.

Halló vetur! Ég er mesta jólabarn sem þú finnur og var svo spennt að vakna og sjá
snjóinn (ég sendi meira að segja mömmu sms klukkan 7 um morguninn til að lýsa
ánægju minni!!) en svo fattaði ég að ég á ekki sköfu til að skafa bílinn :( // Winter
has arrived in Iceland as you can see! I love snow (I texted my mom at 7am to tell
her how excited I was!!) but then I realised that I didn't have a scraper to scrape 
my car.

Allt að gerast í dag! Tók á móti ljósmyndara sem myndaði íbúðina mína // It's all 
going on, today a photographer came to our apartment to shoot it.

Hér eru nokkrar Instagram myndir frá seinustu dögum! Ég er nú ekki búin að gera mikið
meira en að læra, gera verkefni, lesa fyrir próf og sofa. Helgin fer einmitt í lærdóm fyrir
próf sem eru í næstu viku, já háskólalífið er svona spennandi! En eina sem ég hugsa um
er að eftir minna en tvo mánuði verð ég (vonandi) fljótandi í sundlaug á Flórída með einn
(eða fleiri) kokteila í hendinni og búin að brenna kortið mitt í búðunum. 

Ykkur er velkomið að finna mig á Instagram undir @alexsandrab x


Here are a couple of pictures from the last couple of days! I haven't done anything
else than study, work on projects, cramming for tests and sleep. My weekend will
be spent on studying since I have two test and a project due next week, oh college
life is so exciting and fun! The only thing that motivates me is that in less than two
months I will hopefully be floating in a pool in Florida with a cocktail (or two) in
my hand and have spent all my money shopping there. 

You are more than welcome to follow me on Instagram under @alexsandrab x
Proudly designed by | mlekoshiPlayground |