JPG x Lindex

01 October 2014

PICTURES FROM THIS MORNING

Loksins finn ég mér smá tíma til að blogga - ég alveg elska það þegar allir kennararnir setja
verkefnaskil og próf á sama tíma. Þannig er staðan einmitt núna og ég er varla búin að geta 
slitið mig frá skólabókunum alla vikuna. En mér ásamt fleiri var boðið í morgunverð í morgun
þar sem verið var að sýna Jean Paul Gaultier x Lindex línuna sem er væntanleg í næstu viku.

Það var yndislegt að fá að komast aðeins út úr húsi og eyða tíma með yndislegu fólki - línan
er æðisleg og alveg í anda JPG! Ég var mest heilluð af nærfötunum og einum slopp sem ég
er með augastað á. Takk fyrir mig Lindex 


// Finally I am able to update the blog - I have been so busy at school lately since all the
teachers decided to have projects due and tests at the same time, love when that happens.
I have been studying all week and have hardly left my apartment. This morning I was invited
to a breakfast where we got the see the new Jean Paul Gaultier x Lindex collection. It was
so nice to go outside and enjoy the morning with some lovely people 
HOME: inspiration

28 September 2014

Pictures from Pinterest - follow me there, HERE is my profile.

Ég á að vera að læra fyrir miðannarpróf í fjármálum sem er á morgun en ég get ómögulega hætt 
að skoða hluti fyrir heimilið á Pinterest. Ég kemst stundum í algjört breytingarstuð og ég er í einu
í augnablikinu. Ég bíð enn (því miður) eftir HAY stofuborðinu okkar en í augnablikinu er ég að
pæla hvað ég gæti gert fyrir ofan eldhúsborðið okkar og í eitt horn sem er á milli baðherbergisins
og svefnherbergisins okkar. Mig dreymir um Kartell Ghost stólinn og er ég að fylgjast spennt með
uppboði á eBay af mjög svipuðum stól (ég er vandræðalega mikill eBay fíkill). Mig langar svo að 
setja hann á milli herbergjana, setja loðgæru yfir hann og svo fallegan hringlaga koparspegil fyrir
ofan hann. Held að það muni koma sjúklega vel út - nú er bara að krossa fingur og vona að ég vinni
stólinn á uppboðinu x


// I am supposed to be studying for a midterm in Finance that is tomorrow but I can't get off Pinterest.
I am so inspired to change some things at home and since I am still waiting for my coffee table from
HAY I am focusing on the empty space above my kitchen table and on the empty wall between my
bathroom and bedroom. I am dreaming of the Kartell Ghost chair and I am currently watching a very
similar one on eBay. It would look so good with a fur pillow in it and a copper round mirror above it.
Now I just have to cross my fingers that the chair will be mine xNEW IN: leather pants

26 September 2014

Finndu mig á Instagram undir @alexsandrab.

Um daginn kom mamma í bæinn og ég tók mér frí í skólanum og eyddi deginum með henni - það
var alveg hreint yndislegt! Einn ókostur við að hafa flutt að heiman er að ég sé fjölskylduna mína
mun sjaldnar en ég er dugleg að kíkja á þau um helgar og þau á mig, sem betur fer. Við tókum einn
hring í Kringlunni þar sem ég rak augun í þessar leðurbuxur í Zöru - ég mátaði þeir og gjörsamlega
féll fyrir þeim en var samt ekki viss hvort ég ætti að kaupa þær. Ég endaði með því að sofa á því og
næsta morgun var ég mætt í Zöru að vonast eftir að finna þær í minni stærð - og viti menn, þær eru
mínar! Hversu fallegar eru þær?! Hlakka til að sýna ykkur outfit með þeim bráðlega.

Ég verð ekki mikið að blogga um helgina enda er ég alveg að kafna í lærdómi og er ég að
fara í miðannarpróf á Mánudaginn - annars fer ég þó í myndatöku fyrir samstarfið sem ég
fer alveg bráðlega að deila með ykkur x


// The other day my mom was in town and I took the day off school and spent the day with her.
I love living in Reykjavík but the worst part is that I miss my family so much since I only see
them on the weekends. We went to Zara where I spotted these leather pants, I tried them on and
they looked so good. I wasn't quite sure about them so I decided to sleep on it and the very next
morning they were mine. They are so pretty, love the idea of styling them with a chunky knitted
sweater and some boots. Will share them with you in an outfit soon.

Have a lovely weekend - I have a lot of studying to do since I have a test on Monday but I am
going to try to take some pictures for a upcoming collaboration that I am super excited for xSHOPPING: on it's way

24 September 2014


Mamma er að fara út í næstu viku og þá varð ég auðvitað að nýta tækifærið til að panta smá
af Asos á hótelið hennar. Mig langaði í gjörsamlega allt (þá sérstaklega þessa fallegu kápu frá
River Island) en þar sem mig vantar ekkert ákvað ég að kaupa mér nokkrar peysur, bol og eina
tösku sem væri fullkomin í skólann í haust. 

Njótið dagsins ykkar - ég sit heima að læra en ætla þó að skreppa á skemmtilegan fund í dag.
Segi ykkur meira frá því seinna x


// My mom is going to the UK next week so of course I took the chance to order some stuff off
Asos and send it to her hotel. I wanted to get so many things (especially this gorgeous coat from
River Island) but since I really don't need anything I just ordered some sweaters, a t-shirt and a bag
that will be perfect for school this winter.

Have a great day - I am at home studying but will go to a meeting later today! xBEAUTY: sigma brushes

22 September 2014


Ég byrjaði helgina mína á bloggarahitting og kynningu á Sigma burstunum sem voru að koma til
landsins. Það var ekkert smá gaman og auðvitað fengum við smá sýnishorn af burstunum en ég var
svo heppin að fá þennan gullfallega F80 bursta í koparlit. Ég var svo ekki lengi að bæta öðrum í 
safnið en ég pantaði mér þennan hyljarabursta eftir kynninguna. 

Ég hef heyrt svo góða hluti um þessa bursta og þeir brugðust mér sko alls ekki þegar ég notaði
þá í morgun. Ég notaði F80 burstann í BB kremið mitt frá Maybelline og ég fékk mjög fallega
áferð. Hann er klárlega nýtt uppáhald! Það eru nokkrir aðrir burstar á óskalistanum mínum - átt
þú þér uppáhalds bursta? Endilega deildu x

Þú getur verslað Sigma burstana HÉR á fotia.is - burstinn minn var ekkert smá 
snöggur á leiðinni sem er algjör snilld!


// On Saturday morning I was invited to a blogger breakfast and an introduction to the Sigma
brushes. I got the F80 Kabuki brush and the F70 concealer brush and love them both. Have you
tried the Sigma brushes? If so, please share your favourite in the comments x


Proudly designed by | mlekoshiPlayground |