SHOPPING: fall prep

01 September 2014


Ég held að við getum öll verið sammála um að það er komið haust, svona allavegna miðað við
veðrið sem ég vaknaði við í gær. Það var frekar yndislegt að taka smá frí um helgina og njóta
hennar þar sem ég byrjaði í skólanum í morgun! Smá afslöppun heima við var einmitt það sem
ég þurfti. Hér eru nokkrar flíkur sem ég ætla að fá mér fyrir haustið og mig hlakkar svo til að fá
þær til mín - sérstaklega svarta jakkann (fullkominn við trefilinn!). Ég elska að klæða mig fyrir
haustið en á sama tíma finnst mér það svo erfitt - þegar það er kalt og dimmt úti langar mig helst
bara að fara í kósýgallanum í skólann. 

Ég er mjög spennt fyrir haustinu með ykkur og er margt skemmtilegt væntanlegt, t.d. 
gjafaleikir, haustoutfit og svo spennandi samstarf við erlent fyrirtæki sem mig hlakkar 
til að deila betur með ykkur x


// Fall has definitely arrived here in Iceland. I woke up yesterday morning to a fall storm and
spent the entire weekend at home relaxing, just what I needed. School started this morning after
summer break and I can't believe that I am starting my second year of University. Anyways, here
are some pieces that I am going to order for the fall. I am so excited to get them!

I am super excited for fall and I have some fun things planned for you guys, for example
some giveaways, fun fall outfits and a collaboration with a big company in the UK and
USA. Can't wait to share more with you x
NEW IN: fall jumper

27 August 2014

ASOS cable jumper (buy it HERE in pink and HERE in white)

Eitt sem ég elska við haustið og veturinn er að klæða sig eftir veðri! Ég er með algjört æði fyrir
þykkum og kósý peysum, fallegum vetrarkápum og treflum. Ég fékk mér þessa peysu um daginn
(fæst HÉR) og hlakka til að nota hana í haust! Ég er svo heppin að mamma fer erlendis eftir nokkrar
vikur og þá mun ég sko nýta tækifærið og panta nokkra hluti fyrir veturinn - ætla að deila með ykkur
vetraróskalistanum mínum bráðlega x


// One thing that I love about fall and winter is dressing appropriately for the weather! I am
obsessed with comfy knits, winter coats and scarfs at the moment. I got this cable knit the
other day (find it HERE) and can't wait to start using it. My mom is going abroad in a couple
of weeks so I am going to take the opportunity to order a few things and have her take it home
to Iceland - will be sharing my winter wishlist with you soon x


OUTFITS: summer 2014

26 August 2014

OUTFIT #1     OUTFIT #2     OUTFIT #3
OUTFIT #4     OUTFIT #5     OUTFIT #6

Ég trúi einfaldlega ekki að sumarið sé bara búið - mér finnst eins og ég sé nýbyrjuð í
sumarvinnunni og núna á ég bara tvo daga eftir! Sumarið var æðislegt en ég er orðin
mjög spennt fyrir komandi tímum. Haustið er svo yndislegur tími - fallegar kápur, 
kertaljós og notalegheit heima við. 

Hvaða outfit frá sumrinu er í uppáhaldi hjá þér?
Þið megið endilega líka koma með hugmyndir um hvað þið viljið fá að sjá hér
á blogginu í haust - alltaf gaman að fá feedback og hugmyndir frá ykkur x// I can't believe that summer is over - I feel like I just started working at my summer job
but I only have two days left! I had such a blast this summer but I am really excited about
fall and winter. I love those seasons - winter coats, candle light and cozy nights at home.

Which outfit from this summer is your favourite?
You can also comment some ideas on what you would like to see on the blog
this fall - love getting feedback from you guys xOUTFIT: THAT YELLOW DRESS

25 August 2014

RIVER ISLAND midi dress (HERE)          ASOS heels (HERE and similar HERE)

Ég held að það sé fullkomið að ljúka sumrinu með þessu fallega sumardressi - en haustið
er heldur betur mætt á svæðið (brr, mér er allavegana smá kalt). Þessi guli litur var klárlega
litur sumarsins hjá mér en ég nældi mér í nokkrar flíkur í þessum lit, þar á meðal þennan 
kjól frá River Island. Ég keypti hann í London fyrr í sumar og hef bara einu sinni fengið
tilefni til að klæðast honum. Ég elska síddina á honum og klassíska sniðið sem þýðir að
ég get notað hann lengi (svo lengi sem ég held mér frá namminu).

Sumarið var æðislegt og það var ekki amalegt hversu dugleg ég var að deila með
ykkur outfitum - núna er ég orðin mjög spennt fyrir haustinu! Ég kláraði seinustu
vinnuhelgina mína um helgina og henni lauk með Justin Timberlake í gær sem var
æði! Nú eru bara tveir dagar eftir af sumarvinnunni og svo byrjar skólinn aftur, 
tíminn líður greinilega þegar það er gaman x


// I think that this is the perfect way to end the summer - with this gorgeous dress! Fall is
arriving here in Iceland and it's getting much colder outside. This yellow colour was one
of my favourites this summer and this dress that I got at River Island in London. It's such
a classic piece and I love the length of it. It's something that I can use for a long time (as
long as I stay clear of all the candy).

I had such a blast this summer and I loved sharing all my summer outfits with you guys.
Even though the weather wasn't that great we got some good days that were amazing. I
finished my last working weekend this weekend and went to the Justin Timberlake concert
last night - had so much fun! Now I just have two more days at work and school starts again
next week - time sure flies when you are having fun xNEW IN: DANIEL WELLINGTON

21 August 2014

DANIEL WELLINGTON 36mm watch

Ég held að ég þurfi varla að kynna fyrir ykkur úrin frá Daniel Wellington en þau hafa orðið
mjög vinsæl upp á síðkastið. Ég gjörsamlega féll fyrir því - hönnunin á þeim er svo stílhrein 
og klassísk, sem er einmitt það sem ég vill þegar það kemur bæði að fatavali og aukahlutum.
Það sem gerir þau ennþá sniðugari er að það er hægt að skipta um ól á þeim og með því ertu
næstum því komin með allt annað úr. 

Ég fékk mér svart úr með silfri en einnig var til með brúnni ól og rósagulli sem gerði valið
mun erfiðara. Ég er mjög sátt með nýja úrið mitt og hef varla tekið það af mér síðan ég fékk
það svo þið megið búast við að sjá það ansi oft - ég þarf svo að passa mig að kærastinn minn
steli því ekki því honum finnst það svo flott!

Daniel Wellington úrið fékk ég í Úr & Gull í Hafnafirði og fékk
ég æðislega hjálp við valið x


// You have probably heard about the watches from Daniel Wellingon. They are so classic and
have such a stylish design that I immediately had to get one! I love that you can change the strap
on it and that way you can have a completely new watch. I chose the black and silver one but they
also had with rose gold - it was so beautiful and made the decision even harder. I have hardly taken
it off since I got it so you can expect to see it a lot from now on - I just have to make sure that my
boyfriend doesn't steel it, he really loves it as well x

If you are located in Iceland and want one - I recommend you visit Úr & Gull
in Hafnafjörður, they were super helpful x

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...
Proudly designed by | mlekoshiPlayground |