ALEXSANDRA BERNHARÐ // TÍSKU- OG LÍFSSTÍLSBLOGG

Image Slider

23.6.16

AT HOME


Eins og þið vitið eflaust flest þá erum við að gera upp baðherbergið okkar (já, ennþá...) og verður það
vonandi tilbúið fyrir áramót haha! Innréttingin okkar og glerið fyrir sturtuna er klárt en það eru allir
í sumarfríi svo það kemur ekki neinn að setja þetta upp fyrir okkur fyrr en í næstu viku. Ég get ekki
beðið eftir að klára þetta en eftir að við byrjuðum þá smitaði þetta frá sér og ég komst í fáranlegt
breytingarstuð! Ég fór í H&M Home um daginn þegar ég var í Chicago og keypti nokkra hluti fyrir
stofuna og svo keypti ég nýjar myndir og ramma til þess að setja fyrir á hilluna fyrir ofan sófann.
Mun auðvitað sýna ykkur myndir af því öllu þegar það er klárt - það er alveg ótrúlegt hvað svona 
smá breytingar geta breytt miklu. Það næsta sem ég ætla að gera er að kaupa nýjan sjónvarpsskáp
og laga þann vegg. Um daginn keypti ég svo þennan munstraða púða sem þið sjáið á myndunum
en ég fann hann í Target á útsölu og tekur hann sig mjög vel út í sófanum. Ég gat svo auðvitað ekki
sleppt að kaupa mér bóndarósir um daginn - uppáhalds blómin mín!

Nú ætla ég að drífa mig í neglur og svo hvíla mig - ég var að vinna í morgun og svo aftur á 
morgun svo er útskrift um helgina! Mikið hlakkar mig til 


As you probably know we are redoing our bathroom (yes.. it's still going in) and hopefully it will
be ready before Christmas haha! Everything is ready but we are waiting for people to come and 
install everything, currently they are on summer vacation but they will hopefully come next week.
I am so excited to finish this and enjoy my new bathroom! After we started I kind of wanted to do
more things so this weekend I went to H&M Home and picked up a few new things as well as
ordering some new posters and frame online - will of course show you when everything is done.
I love making small changes as they can sometimes do so much and I love how everything looks.
Now all I have to do is buy a new shelf under the TV and then I am happy. I also got this new
pillow that you can see in the photos - found it at Target two weeks ago and love how it looks
on the couch. Couldn't help but buying some peonies when I walked past the flower shop - my
favourite flowers!

Now I am going to get my nails done and then rest - I was working today and am working again
tomorrow then my graduation is this weekend! I am so excited 
20.6.16

NEW IN: OFF THE SHOULDER TOP


Halló frá Chicago - hér er alveg yndislegt veður og er ég á leiðinni út í smá göngutúr í sólinni
og ætla svo að kíkja á árbakkann og njóta mín þar fyrir flugið heim í nótt. Ég var búin að segja
ykkur frá ást minni af þessu "off the shoulder" trendi sem hefur verið í gangi seinustu vikurnar
og ég varð auðvitað að næla mér í þennan gullfallega topp þegar ég sá hann á Asos - hann er 
frá Vero Moda og guð minn góður hvað ég er ástfangin af honum. Hann er ennþá til á Asos
og finnur þú hann HÉR. Eigið góðan dag 


Hello from Chicago - the weather here is so good and I am heading out for a walk and then I
am going to relax by the riverside before flying home tonight. I wanted to show you guys my
new off the shoulder top that I got the other day - I am loving this trend for the summer and
am super excited to use mine when the weather is good. It is still in stock on Asos and you 
can find it HERE. Have a good day 
18.6.16

OUTFIT: THE PERFECT COMBO!


· THE PERFECT COMBO ·

Ahh, vertu velkomin helgi - ég er búin að vera að bíða eftir þér! Ég er í fríi í dag og ætla að eyða
deginum með fjölskyldunni minni, horfa á leikinn og grilla góðan mat - fullkominn sumardagur 
að mínu mati. Á morgun ætla ég svo að skreppa örstutt til Chicago sem er orðin ein af mínum 
uppáhalds borgum eftir að ég eyddi tveimur dögum þar í byrjun mánaðarins. Það var eitthvað 
við hana sem minnti á París - að sitja við árbakkann í sólinni var yndislegt og ég er spennt að
gera það aftur núna eftir nokkra daga.

Það er reyndar spáð yfir 30 stiga hita svo ég held að ég þurfi að taka þennan kjól frá Zara með
mér út en ég fékk mér hann í seinustu viku og er gjörsamlega ástfangin af honum! Hann er svo
léttur og þægilegur og smellpassar við uppáhalds jakkann minn frá Asos - það er alveg klárt að
þessi verður mikið notaður núna í sumar 

ZARA kjóll (fæst HÉR)     ASOS leðurjakki (fæst HÉR)Ahh, hello weekend - I have been waiting for you! Today I have the day off and I am going to
spend it with my family, watch the game and have a BBQ - the perfect summer day if you ask
me. Tomorrow I am heading to Chicago for one night and I am super excited - it has become 
one of my favourite cities after I spent two days over there in the beginning of the month. There
is something about the city that reminds me of Paris - sitting by the riverside in the sun was so
lovely and I can't wait to do that again.

The weather is supposed to be really good and too warm if you ask me (over 30 degrees celsius)
so I will definitely be taking this Zara dress with me but I got it last week and I am in love with
it already! It is so light and comfortable and I love pairing it with my favourite jacket from Asos.
I think it is safe to say that I will be using it a lot this summer 

ZARA dress (buy it HERE)     ASOS biker jacket (buy it HERE)
14.6.16

NEW IN: BOOHOO JUMPSUIT

BOOHOO lounge jumpsuit - fæst HÉR

Hafiði eitthverntíman séð þægilegri flík? Ég hef neflilega ekki gert það - um daginn pantaði ég mér
nokkrar flíkur af Asos og ein af þeim var þessi grái samfestingur frá Boohoo. Ég var ekki lengi að
setja hann í körfuna eftir að ég sá hann og ég hef líka ekki farið úr honum síðan ég fékk hann. Hann
er sjúklega þægilegur og eins og þið vitið þá skipta þægindi mig öllu máli! Ég er bæði búin að nota
hann heima við og svo dagsdaglega við inniskó og létta kápu - hann er klárlega nýtt uppáhald hjá
mér. Það besta er líka að hann kostar rétt um 3 þúsund krónur, sem er gefins fyrir svona æðislega
flík. Þú getur skoðað samfestinginn betur HÉR - þú ert að missa af miklu ef þú átt ekki eitt stykki!

Ég er heima við í dag að taka myndir af nýjum vörum fyrir bloggið og svo ætla ég að fara aðeins
út í garð og njóta sólarinnar áður en ég horfi á leikinn í kvöld (já, ég ætla að horfa á hann.. veit
samt ekki hvað er að ske helminginn af tímanum en mér finnst Alfreð Finnboga rosa sætur). 
Áfram Ísland!Have you ever seen a more comfy piece of clothing in your life? I know I haven't - the other day
I ordered some stuff from Asos and had to get this jumpsuit from Boohoo. I haven't taken it off
since it arrived and you know how much I love comfortable pieces - I have used it both just at
home and out with a light coat and some sandals. It is also so cheap so if you don't have it you
need it - it is just around $25 which is nothing for such an amazing piece! You can find it HERE.

Today I am hanging out at home shooting some new stuff and then I am going to go outside
and enjoy the good weather before the game tonight. I don't know anything about football
but I am really excited for tonight - Go Iceland!
13.6.16

CURRENTLY CRAVINGHalló - mig langar að byrja að þakka ykkur sem senduð mér fallegar kveðjur eftir seinustu færslu
innilega fyrir! Seinustu dagar hafa verið mjög erfiðir og verður þessi vika það líka en mig langar
samt sem áður að deila með ykkur óskalistanum mínum í augnablikinu. Það fer að líða að útskrift
og er ég spurð ansi oft að því hvað mig langar í útskriftargjöf - mér finnst ekki nauðsynlegt að fá
gjöf, mig langar bara að eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum en þið þekkið mig, ég get alltaf
sett saman smá óskalista! Í augnablikinu er ég með breytingar heima við á heilanum og langar mig
því í helling af hlutum fyrir heimilið - efst á óskalistanum er Eames stóll, HAY hliðarborð, Kubus
svartur kertastjaki og nýjar myndir á vegginn fyrir ofan sófann. Svo eru Céline Catherine gleraugun
búin að vera á óskalistanum mínum síðan í fyrra en ég leitaði út um allt af þeim í París í haust án
árangurs - auðvitað rakst ég svo á þau í New York fyrr í sumar þegar ég var ekki að leita, það er 
alltaf þannig. Givenchy Antigona taskan er svo búin að vera á listanum í mörg ár en ég hef ákveðið
að gefa sjálfri mér hana í útskriftargjöf í ár. Það eru margir sem ranghvolfa augunum þegar ég tala
um hana og þegar þeir heyra verðið en þetta er eitthvað sem mig langar í og mun eiga að eilífu,
mikið hlakkar mig til 


Hi everyone! I want to thank everyone who sent me messages after my last post - last week was
really hard and this one will be as well but I wanted to update the blog and share with you my
current wishlist - I am graduating from university in about two weeks and I always get asked 
what I want for my graduation present. All I want is to spend the day with my family and have
a good time but you know me, I won't say no to presents! Currently all I want is stuff for the
home but I am really craving making some changes - I want the white Eames chair, a HAY
tray table to put by the side of the couch, a black Kubus candle holder and some new posters
to put on the wall above the couch. I am also really craving the Catherine sunglasses from
Céline - when I was in Paris I searched from them all over but didn't find them and I still
want them. I found them in New York this spring so I may have to get them if I go to the
city this summer. Another thing that has been on my list for a long time is the Givenchy
Antigona bag so I have decided to give it to myself when I graduate. I am so excited