IVY REVEL frill peysa (fæst HÉR)

Ég sagði ykkur um daginn frá því að sænska fatamerkið Ivy Revel væri komið í sölu inn á Asos og
að sjálfsögðu nýtti ég mér tækifærið til að panta mér smá. Merkið er í eigu Kenzu Zouiten sem þið
kannist eflaust flestar við en hún er einn vinsælasti bloggarinn í Skandinavíu og er búin að vera
uppáhalds bloggarinn minn núna í að verða 8 ár. Ég á nokkrar flíkur frá merkinu og nýjasta viðbótin
er þessi svarta peysa með "frill" ermum en ermarnar eru svo sjúklega skemmtilegar! Ég elska að
vera í henni við svartar lausar buxur en ég ímynda mér að hún sé líka sjúklega flott í sumar við
laus pils. Peysuna finnur þú HÉR 

Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.
Jakkinn minn og buxurnar eru úr Zara og taskan er frá Saint Laurent.

Hvar á ég eiginlega að byrja? Gærkvöldið var alveg hreint yndislegt en ég var búin að bíða
lengi eftir þessu kvöldi. Í tilefni komu BECCA til landsins var haldinn æðislegur viðburður 
í gær á Hótel Marina sem byrjaði með smá kynningu á merkinu og endaði á sýnikennslu þar
sem Harpa Kára farðaði Andreu Röfn með BECCA vörum og svo fengum við okkur mat og
drykki á Slippbarnum. Ég var svo spennt fyrir komu merkisins til landsins nú þegar en núna
er ég þúsund sinnum spenntari og mig hlakkar svo til að prófa vörur frá merkinu. Ég notaði
þessa dragt frá Zöru í fyrsta sinn í gærkvöldi og er með æði fyrir henni í augnablikinu - hún
er frekar mikið út fyrir minn þægindaramma en vá, hún er svo falleg og þægileg. Mig langar
núna svo í svipaða dragt nema einlita og úr velúr, hversu fallegt væri það!

Við fórum auðvitað ekki tómhentar heim en mig hlakkar til að segja ykkur betur frá þeim
vörum sem við fengum eftir að ég hef prófað þær! BECCA fer í sölu í Lyf & Heilsu í dag
klukkan 16 - ég mæli með að kíkja en það verður mikið um að vera og eflaust mikið stuð 
Vörurnar fékk ég sendar sem gjöf og inniheldur færslan auglýsingalink.

Nýlega kom Essie með nýja línu á markað og gæti ég liggur við sagt að hún væri sérstaklega
gerð fyrir mig. Þið vitið það eflaust núna að ég er ekki mikið fyrir skæra liti og hef ég seinustu
ár einungis fengið mér liti í þessum tón þegar ég fer í neglur. Ég var svo spennt þegar ég fékk
alla litina í línunni en þeir eru fjórir samtals - uppáhalds liturinn minn er klárlega liturinn sem
ber heitið Wild Nudes eins og línan en hann er hinn fullkomni ljósgráfjólublái litur! 

Naglalökkin frá Essie fást í verslunum Hagkaupa og í apótekum en nýlega fóru þau í sölu
á netinu á nýrri vefverslun, Beauty Box, sem ég er svo heppin að vera í samstarfi með.
Ég elska að versla á netinu, bæði erlendis frá og innanlands, og því er ég ótrúlega spennt
að geta verslað snyrtivörur frá merkjum eins og Essie, St. Tropez, Skyn Iceland, L'Oreal
og fleirum á netinu og fengið sent heim að dyrum. Þú finnur Wild Nudes línuna frá Essie
HÉR 

Þessi færsla er ekki kostuð // Töskuna keypti ég mér sjálf.

Það er held ég löngu kominn tími á að ég kynni ykkur fyrir nýja barninu mínu og litla systkininu
hans Lárents (sjá færslu HÉR). Þegar við vorum stödd í Suður Frakklandi í Ágúst kíkti ég í Saint
Laurent þar sem ég var búin að sjá eina tösku sem mér leist vel á og langaði mig að máta hana og
skoða í persónu. Ég passa mig alltaf að velja merkjatöskur vandlega og kaupi aldrei tösku nema
mig er búið að langa í hana í langan tíma og svo hugsa ég líka hvort taskan haldist í virði, það er
hvort hún sé klassísk og að ég muni nota hana ennþá eftir nokkur ár. Það er alveg greinilegt að ég
hef orðið ástfangin um leið og ég sá hana í persónu en hún fékk að koma með mér heim!

Ég elska stærðina á henni en ég kem öllu helstu nauðsynjun í hana - síma, lyklum og kortunum
mínum! Hún er mun fínni en hin Saint Laurent taskan mín sem er meira hversdags og er þessi
meira fyrir tilefni að kvöldi til en samt virkar hún í raun við hvaða tilefni sem er. Taskan heitir
Sunset Bag og er í minnstu stærðinni - ég er alveg smá hrifin líka af miðlungsstærðinni en nú 
er ég komin í smá töskubann, sjáum hvað það endist lengi 
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vero Moda.

Í gær tók ég smá rölt í Kringlunni með mömmu en hún kíkti á mig í bæinn - við röltum í nokkrar
búðir, fengum okkur bollakökur í 17 Sortum og höfðum það mjög notalegt! Ég stökk aðeins inn í
Vero Moda og þar rakst ég á þessa kápu og hún greip athygli mína um leið. Ég var búin að lofa sjálfri
mér að falla ekki of mikið fyrir þessu trendi en hvernig er það ekki hægt?! Þessi kápa varð að koma
með mér heim og er ég gjörsamlega ástfangin af henni. Litasamsetningin er svo falleg og hún er 
ótrúlega klassísk. Ég myndi hafa hraðar hendur enda voru bara nokkrar eftir í gær - hún er líka á
mjög góðu verði en hún kostar 14.990 krónur og tók ég kápuna mína í stærð Small 
Blogger Template Created by pipdig