Þessi færsla er unnin í samstarfi við MAC // Vörurnar fékk ég sem gjöf en burstann keypti ég mér sjálf.

Um daginn fór ég á mjög skemmtilegan viðburð hjá MAC en loksins er Next to Nothing línan frá
merkinu komin í sölu hér heima. Ég er búin að bíða svo spennt eftir þessum vörum eftir að hafa séð
þær hjá nokkrum erlendum snyrtivörubloggurum en bæði andlitsliturinn og púðrið heillaði mig strax.
Þetta er semsagt ekki farði heldur kallar MAC þetta andlitslit og fengum við sýnikennslu til að vita
hvernig best væri að nota hann og setja hann á húðina. Liturinn minnkar fínar línur og blörrar húðina
en samt er lítil sem engin þekja í honum - þetta er mjög áhugaverð vara og er liturinn fullkominn fyrir
sumarið þegar maður vill vera með eitthvað létt á húðinni en samt hylja smávegis og leyfa henni að
njóta sín og ljóma. Ég hef svo verið að nota púðrið í nokkrar vikur yfir farða og tekur það alla olíu
en gefur ljóma á sama tíma. Það er ekki þessi týpíska púðuráferð á því en það er einmitt það sem ég
elska við það enda kýs ég ljómandi húð allan daginn.

Það er mælt með að nota þykkan bursta til að bera litinn á (bursta með þéttum hárum) og því ákvað 
ég að fjárfesta í burstanum sem var sérhannaður fyrir litinn en það er einnig til bursti fyrir púðrið sem
mig langar mjög í. Next to Nothing línan fæst í MAC Smáralind og mæli ég með fyrir sumarið Þessi færsla er ekki kostuð // Skóna keypti ég mér sjálf.

LOKSINS LOKSINS LOKSINS - þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt um þessa skó! Ég er 
búin að vera að leita mér að "mules" eða múlum eins og ég kalla þá í nokkrar vikur núna og ég var
eiginlega við það að gefast upp á leitinni þegar ég rak augun í þessa gullfallegu svörtu múla inn á
Asos um daginn. Eina vandamálið var að þeir voru uppseldir heillengi í minni stærð en það góða
við Asos er að þeir eru mjög duglegir að "restocka" vörurnar sínar og því er gott að fylgjast vel
með því stærðirnar sem eru uppseldar koma inn aftur í langflestum tilfellum. 

Það er einmitt sem gerðist einn morgun eftir næturflug heim frá Ameríku - ég sat í rútunni og
ákvað að kíkja og viti menn, þeir voru komnir aftur í minni stærð. Ég var ekki lengi að kaupa
þá og fékk þá í hendurnar í dag - ég er alveg í skýjunum með þá og hlakka til að nota þá núna
í vikunni. Þú finnur skóna HÉR og mundu, ef stærðin þín er ekki til þá skaltu fylgjast vel með 
því hún mun poppa inn 

- Ósk var ekki lengi að finna leikvöll við Big Ben -

- Yndislega fjölskyldan mín, hversu heppin er ég -

- Fyrsta daginn röltum við um hverfið sem við gistum í, framhjá Big Ben og á Trafalgar Square þar sem við 
fengum okkur að borða -

- Við fórum á æðislegan ítalskan stað á Trafalgar sem heitir Bianco43, ég fékk mér ofnbakað Gnocci
 sem var fáranlega gott -

- Næst lá leið okkar á Old Bond Street þar sem ég keypti mér loksins eitthvað sem mig var búið að langa
í frekar lengi, hlakka til að sýna ykkur hvað leynist ofan í pokanum -

- Það er allt svo fallegt í London -

- Uppáhaldið mitt, Laduree. Keypti kassa af makkarónum handa mér og mömmu og þær voru eiginleg of
fallegar til að borða -

- Ósk var svo dugleg í London, alltaf svo gaman að eyða tíma með henni og fá að sýna henni heiminn -

- Það eru svo fallegir bekkir í Covent Garden, við urðum að sjálfsögðu að fá mynd -

- OOTD á öðrum degi, buxurnar eru frá Asos, bolurinn er úr H&M, taskan er gömul frá Asos og skórnir
eru frá Birkenstock -

- Þarna vorum við á leið í London Zoo -

- OOTD á þriðja og seinasta degi. Peysan er frá & Other Stories, buxurnar frá Topshop og sandalarnir eru
úr Zara -

Þá er ég komin heim eftir yndislega fjóra daga í London með fjölskyldunni minni - það var svo 
æðislegt að komast í smá frí, eyða tíma með þeim og búa til minningar! Við flugum til London 
á miðvikudagsmorgni og vorum komin á hótelið okkar aðeins eftir hádegi - við pöntuðum okkur
gistingu í gegnum Hotwire (mjög sniðug síða, gefur manni mjög góða díla á herbergjum! Þú
velur staðsetningu og færð að vita eftir að þú borgar hvaða hótel varð fyrir valinu) og fengum
hótel í hverfi sem heitir Lambeth sem er rétt hjá Big Ben og London Eye. 

Fyrsta daginn tókum við því bara rólega þar sem við vöknuðum öll mjög snemma og vorum því
frekar þreytt - við röltum um hverfið, fengum okkur að borða og svo fórum við í Saint Laurent á
Old Bond Street þar sem ég var búin að láta taka dálítið frá fyrir mig, en meira um það seinna.
Því næst kíktum við í nokkrar aðrar búðir áður en við fórum upp á hótel að hvíla okkur. Næsti 
dagur var æðislegur en við byrjuðum á því að kíkja í London Zoo og svo ákváðum við að skella
okkur í Hop On Hop Off rútu áður en við fengum okkur kvöldmat á stað sem heitir Prezzo (mæli
með!). Á föstudeginum, sem var seinasti dagurinn okkar, þá hittum við vinkonu mömmu sem býr
í London í hádegismat og fórum svo í Covent Garden sem er æðislegt hverfi. Þar röltum við um,
skoðuðum markaði, borðuðum góðan mat og nutum sólarinnar áður en við flugum heim næsta
dag. London klikkar aldrei og mig langar strax aftur - næst langar mig að taka Níels með og fara
í smá matarferð en það eru svo margir góðir veitingarstaðir í London sem ég hef ekki haft tækifæri
að prófa. Það er klárlega næst á dagskrá 
ASOS mesh tee with embellishment (HÉR)     ASOS side plunge swimsuit (HÉR)
ASOS heeled mules (HÉR)     ASOS knitted swing dress with v neck (HÉR)

Það er komið að því - vikulegi Asos óskalistinn er mættur og ég á erfitt með mig, mjög erfitt! Ég er 
búin að vera að fylgjast mjög vel með þessum skóm sem ég kalla múla seinustu daga þar sem þeir
eru uppseldir í minni stærð. Ég er alltaf að bíða eftir að þeir poppi inn í minni stærð en mig langar
svo í svona skó fyrir sumarið - fullkomnir við svartar gallabuxur og þennan gullfallega bleika bol
sem er það fallegasta sem ég hef séð. 

Annað sem ég er búin að vera að skoða mikið fyrir sumarið eru sundbolir en ég er með eitthvað æði
fyrir sundbolum í augnablikinu - ég á þrjá frá Asos sem ég nota mikið en það má alltaf á sig bæta er
það ekki? Mér finnst þessi gjörsamlega fullkominn en ég elska bakið á honum og smáatriðin sem eru
á hliðunum - já takk 
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Botanicals // Vörurnar fékk ég að gjöf.

Fyrir nokkrum vikum fékk ég það tækifæri að prófa Botanicals hárvörurnar frá L'Oréal - merkið 
heillaði mig strax og um leið og ég kom heim af fundinum þá fór ég í sturtu til þess að prófa allt
sem ég fékk. Ég hef nú verið að nota vörurnar frá merkinu í að verða mánuð og ég get sagt með
vissu að þetta er komið til að vera í minni hárrútínu. Ég er með mjög þurrt og "frizzy" hár enda
með miklar krullur - ég fékk því Safflower línuna en hún er fullkomin fyrir þurrt hár en vörurnar
innihalda safflower olíu og kókosolíu sem nærir hárið og gerir það silkimjúkt.

Það eru fjórar línur til frá Botanicals og er ég mjög spennt að prófa hinar seinna meir - ég ætla að
halda mig við Safflower en hárið mitt er búið að vera í fullkomnu standi seinustu vikur og svo er
lyktin af vörunum guðdómleg! Það eru fjórar vörur í Safflower línunni; sjampó, næring, maski og
Softening Ointment sem á að bera í annað hvort blautt eða þurrt hár og hjálpar við að næra, mýkja
og halda "frizzinu" í lágmarki - ég get ekki mælt meira með þessum vörum, svo góðar og svo eru 
þær á mjög sanngjörnu verði 

Vörurnar frá Botanicals fást t.d. í Hagkaup, Lyfju, Lyf&Heilsu, Apótekinu og á Heimkaup.is

Blogger Template Created by pipdig