Þessi færsla er unnin í samstarfi við Dimm.

Það er ansi erfitt fyrir mig að velja uppáhalds merki þegar kemur að barnatengdum hlutum en mjög
ofarlega á þeim lista er merkið Liewood. Ég kynntist merkinu eftir að ég átti Frosta en hann fékk
meðal annars matarstell, leikkubba og handklæði frá merkinu í jólagjöf og eftir það var ekki aftur
snúið. Mér finnst vörurnar svo ótrúlega fallegar og höfum við bætt matarsmekkum, þvottapokum,
leikföngum og þessum sniðugu leikfangakörfum við safnið. Það kemst ótrúlega mikið fyrir í þeim
og eru þær mjög fallegar svo ég geymi ég þær frammi í stofu og passa þær fullkomnlega við stílinn
á heimilinu. Það er ótrúlega þægilegt að hafa allt helsta dótið hans ofan í körfunum þar sem það er
auðvelt að sækja það og kem ég meira að segja leikteppinu hans ofan í stóru körfuna! 

Matarstellin frá merkinu finnst mér líka æðisleg en við fengum grátt kanínustell að gjöf og notum
það daglega. Það er úr dásamlegum bambus og inniheldur skál, disk, skeið og glas! Smekkirnir eru
líka í daglegri notkun en við eigum tvo: einn sem er með ermum og annan venjulegan. Það er mjög
auðvelt að þrífa smekkina eftir matartímann annað hvort bara með blautum klút eða skola í vaskinum
en þeir mega svo fara í vél á 30 gráður sem ég geri ca vikulega til að þrífa þá enn betur. Smekkurinn
með ermunum var nauðsyn fyrir okkur þar sem Frosta finnst gaman að reyna að ná í skeiðina og éta
smekkinn svo það fer allt út um allt hjá okkur og með smekknum sleppi ég við það að þurfa að skipta
um föt eftir að hann borðar. Ef eitthvað fer út um allt þá koma þvottapokarnir sér vel fyrir en honum
finnst þeir ótrúlega skemmtilegir enda eru þeir mjög sætir og eru ansi vinsælt dót í baðinu.

Liewood fæst hér heima í verslun Dimm í Ármúla 44 og inn á dimm.is 

Dótakarfan fæst HÉR - Matarstellið fæst HÉR - Smekkurinn fæst HÉR - Ermasmekkurinn fæst
HÉR - Handklæðið fæst HÉR - Bókin fæst HÉR - Bangsinn fæst HÉRÞvottapokanir fást HÉR


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins á Íslandi.

Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég að gjöf nokkrar vörur úr nýrri húðvörulínu frá Clarins sem
ber heitið My Clarins. Það sem heillaði mig við vörurnar er að þær eru allar mjög hreinar en ég
er mikið byrjuð að pæla í innihaldsefnum í þeim húðvörum sem ég nota og einnig eru vörurnar
vegan. Ég er með mjög viðkvæma húð svo ég reyni eftir bestu getu að forðast efni sem ég veit
að munu stífla hana. Nú er ég búin að vera að prófa vörurnar í nokkrar vikur en mér finnst vera
nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að prófa nýjar vörur, þá sérstaklega húðvörur til að sjá
hvernig húðin brest við þeim og hvaða áhrif vörurnar hafa til lengri tíma.

Þessar þrjár vörur eru orðnar daglegur partur af minni rútínu en fyrsta skrefið hjá mér er alltaf
að hreinsa húðina, sama hvort ég hafi verip með farða á mér yfir daginn eða ekki. Micellar vatn
hefur verið fyrsta skrefið mitt mjög lengi en ég fékk tækifæri til að prófa Micellar hreinismjólk
frá My Clarins og varð ég strax mjög spennt fyrir vörunni. Hreinsimjólk finnst mér veita mér
meiri raka þar sem ég er með mjög þurra húð en sum Micellar vötn þurrka húðina mína upp.
Ég set hreinismjólkina í bómul og strýk yfir allt andlitið, bæðina húðina og augun og er svo
engin þörf að hreinsa mjólkina af heldur fjarlægir hún allan farða og óhreinindi ásamt því að
næra húðina. Þegar húðin hefur verið hreinsuð þarf hún góðan raka og þá nota ég Refreshing
Hydrating Cream en þetta krem er ótrúlega létt en á sama tíma stútfullt af raka. Áferðin á
því er gelkennd og fer það strax inn í húðina, því finnst mér það líka ótrúlega gott á daginn
undir farða. Það stendur alveg undir nafni og er ótrúlega frískandi og kælandi að bera það á.
Seinasta varan sem ég fékk að prófa er eiginlega í uppáhaldi hjá mér en hana nota ég mjög
reglulega yfir daginn til að gefa húðinni smá rakabúst en það er Hydrating Beauty Mist,
fullkomið til að fríska upp á sig

My Clarins vörurnar eru einnig á ótrúlega góðu verði og er meðal annars hægt að finna
þær inn á netverslun Beautybox.is með því að smella HÉR 


Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.

NA-KD knitted dress (HÉR)     NA-KD alpaca wool sweater (HÉR)
NA-KD tied waist pants (HÉR)     NA-KD white shirt (HÉR)

Asos listarnir mínir eru alltaf mjög vinsælar færslur hér á blogginu en upp á síðkastið hef ég
orðið hrifnari og hrifnari af versluninni Na-kd. Ég hef minnst á hana nokkrum sinnum hér á
blogginu og því langaði mig í þetta skiptið að deila með ykkur óskalistanum mínum þaðan. 
Ég á nokkrar flíkur frá Na-kd og nota ég þær mikið og eru einmitt þrjár af þessum fjórum 
flíkum hér að ofan í reglulegri notkun hjá mér. Fyrst er það nýjasta viðbótin en það er þessi
hvíta bunda peysa en hún er svo falleg yfir svartar gallabuxur eða leggings - mest notuðstu
flíkurnar mínar þessa dagana eru samt þessi svarta ullarpeysa og svörtu lausu buxurnar en
saman er þetta eitt af mínum uppáhalds dressum. Fullkomið við bæði hvíta strigaskó svona
hversdags en líka við háhæluð stígvél þegar maður vill vera aðeins fínni. Hvíta skyrtan er
svo eitthvað sem ég myndi ekki slá hendinni á móti en hún er fullkomin og klassísk flík
sem virkar alltaf.

Na-kd sendingar eru mjög snöggar að koma (ca 2 daga, stundum einn) og er mjög þægilegt
að nú nýlega hef ég getað borgað tollinn fyrirfram bara þegar ég panta og það er alltaf hægt
að finna afsláttakóða sem virka til að spara smá 
Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég sjálf.

Þá er komið að næsta merki sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðginum! Ég mæli algjörlega með
að kaupa ekki of mikið af ákveðnum merkjum á meðgöngunni en ég til dæmis keypti nokkra náttgalla
frá fallegu merki sem ég var mjög hrifin af en svo þegar við byrjuðum að nota gallana þá sá ég að þeir
hentuðu Frosta ekki. Maður finnur það langbest að mínu mati hvaða merki og hvernig flíkur henta 
þegar maður byrjar að nota þær. Eitt merki sem hentar okkur ótrúlega vel og langar mig liggur við að
kaupa allt frá þeim er merkið Soft Gallery. Þið kannist eflaust við uglumynstrið fallega en ég byrjaði
á því að kaupa bláa uglusamfellu og mjúkar víðar buxur við. Mér persónulega finnst langþægilegast
núna að klæða Frosta í samfellu og buxnasett svona hversdags og elskum við bláa settið. Þar sem mér
fannst það svo þægilegt þá ákvað ég að fá mér gráa ullusamfellu og leggings í stíl við og höfum við
notað það sett mikið - það er svo fallegt undir gráa prjónagollu. Settin hans Frosta eru öll í stærð 3m
en þau passa ennþá á hann núna 6 mánaða svo fötin stækka með honum sem er yndislegt!

Soft Gallery fæst hér heima í Petit.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Origins.

Ef þið þekkið húðvörumerkið Origins þá hafið þið pottþétt heyrt um Drink Up næturmaskann
fræga sem inniheldur avocado. Ég kynntist honum fyrir nokkrum árum síðan og hefur hann verið
partur af rútínunni minni síðan þá og hef ég farið í gegnum nokkur stykki af honum. Mér finnst hann
ómissandi þegar ég er að fljúga en það er ekkert betra en að setja gott lag af honum á hreina húð eftir
flug! Nú nýlega kom út nýr Drink Up maski en það sem gerir þenna ólíkan næturmaskanum er að
hann virkar á einungis 10 mínútum (sem er fullkomið þegar maður hefur ekki mikinn tíma eins og
ég með lítið kríli) og hann inniheldur apríkósur í staðinn fyrir avocado. Apríkósur eru stútfullar af
efnum sem eru góðar fyrir húðina eins og vítamín A og vítamín E sem næra húðina og veita henni
nauðsynlegan raka. 

Ég prófaði maskann fyrir rúmum tveimur vikum síðan í fyrsta skipti og er hann strax meðal 
uppáhalds húðvaranna minna! Það gerist sjaldan að ég elska vöru svona fljótt eftir fyrstu prufu
en húðin mín verður svo ótrúlega góð eftir maskann - stútfull af nauðsynlegum raka og hún
gjörsamlega ljómar. Mæli með ef þið eruð að leita ykkur að góðum rakamaska 

Origins fæst meðal annars í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Lyfju, 
Lyf&Heilsu og inn á Beautybox.is.

Blogger Template Created by pipdig