ALEXSANDRA BERNHARÐ // TÍSKU- OG LÍFSSTÍLSBLOGG

Image Slider

29.8.16

MARIA NILA HEAL

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Maria Nila // Vörurnar fékk ég sem gjöf.

Um daginn deildi ég með ykkur upplifun minni á True Soft línunni frá sænska hárvörumerkinu 
Maria Nila sem kom nýlega í sölu hérlendis (HÉR er færslan) og var ég yfir mig hrifin af þeirri
línu. Ég var því súper spennt að prófa fleiri vörur frá merkinu en næst fékk ég að prófa sjampó
og næringu úr Heal línunni sem heillar mig ótrúlega mikið - ég er með mjög þykkt og gróft hár
og fer ég ekkert smá mikið úr hárum. Heal línan á semsagt að róa pirraða hársverði, vinna gegn
flösu, koma í veg fyrir hármissi og auka hárvöxt - það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las þetta
var já takk! Ég fæ svo ótrúlega oft pirring í hársvörðin og þrátt fyrir að vera með þykkt hár þá
hljómaði aukinn hárvöxtur mjög vel, bæði þar sem ég fer svo mikið úr hárum og þar sem það
tekur hárið mitt endalaust langan tíma að vaxa. 

Nú er ég búin að vera að nota bæði sjampóið og næringuna í yfir mánuð og finn ég svo mikinn
mun á hárinu mínu - það er miklu heilbrigðara og sterkara finnst mér. Ég hef ekkert fundið fyrir
pirring í hársverðinum en auðvitað fer ég ennþá úr hárum, en ekki eins mikið og áður. Annað sem
ég elska við þessar vörur er að hárið mitt verður mjög hreint og helst þannig í marga daga sem mér
finnst vera stór kostur. Svo lykta allar vörur frá Maria Nila alveg dásamlega og eru þær líka vegan
og cruelty free - ég mæli með 


The other day I shared with you my experience with using the True Soft line from the hair
brand Maria Nila (HERE is the post) and I loved the products from that line. That is why I
was so excited to try out more products from the brand and now I have been trying out the
Heal line which I was so excited about - I have very thick hair and I shed like crazy. This
line from Maria Nila is supposed to soothe itchy scalps, treat dandruff, prevent hair loss
and increase hair growth - the first thing I said after reading this was yes please! My scalp
feels so irritated most of the time and even though my hair is thick it sheds and takes such
a long time to grow.

Now I have been using the shampoo and conditioner for over a month and I feel such a
difference in my hair - it feels much more healthy and stronger. I haven't felt any irritation
in my scalp and event though my hair still sheds, it does not shed as much as it did before.
Another pro about these products is that my hair feels so clean after using them for days
and they smell amazing too - also they are vegan and cruelty free. I highly recommend
these products 
27.8.16

HOME CHANGES


Um daginn kom Níels með hugmynd varðandi heimilið og ég var ekki lengi að skjóta henni niður. Ég
skildi ekkert hvað hann væri að pæla og fannst hugmyndin alveg fáranleg - þangað til núna! Það eru 
semsagt tvö svefnherbergi í íbúðinni okkar og þegar við fluttum inn í lok árs 2013 vildum við nota
minna herbergið sem svefnherbergið okkar og Níels fékk að hafa tölvuna sína og allar græjur í því
stærra. Mér fannst minna herbergið mun notalegra og vildi frekar hafa það sem svefnherbergi en hitt,
það er svo líka öðruvísi parket í því stærra en er í restinni af íbúðinni (já, það pirrar mig á hverjum
einasta degi takk kærlega fyrir). Hugmyndin hans Níelsar var semsagt sú að skipta um herbergi, að
við myndum nota stærra herbergið sem svefnherbergi og að hann myndi hafa "mancave-ið" sitt í
því minna. Allt í einu fannst mér þetta snilldarhugmynd og nú er ég alveg harðákveðin í að svissa
um leið og ég hef tíma til. Ég er alveg með það fast í huganum hvernig ég vill hafa herbergið en
ég vil hafa það allt hvítt (s.s. veggi og gardínur) en gera það aðeins hlýrra og notalegra með gráum
og svörtum aukahlutum og grænum plöntum.

Ég mun að sjálfsögðu vera dugleg að deila með ykkur breytingunum á Snapchat en þið finnið mig
þar undir @alexsandrabernh. Ég mun svo deila með ykkur hér á blogginu myndum af baðherberginu
okkar bráðlega en eins og þið vitið eflaust þá tókum við það í gegn alveg frá A-Ö. Það á ennþá eftir 
að klára nokkra hluti en mikið hlakkar mig til að sýna ykkur það - það er svo fallegt 


The other day Níels came up with an idea for our home and it didn't take me a long time to say
no, poor thing. Our apartment has two bedrooms, we decided when we moved in to take the
smaller one and make that into our bedroom and use the bigger one as Níels's office/man cave.
His idea was to switch rooms, make the bigger one our bedroom and the smaller one his room.
I was so not on board at first but now I really want to switch - I love making changes to our
home and this one I am really excited about. I have an idea on how I want the room to look
like - I want white walls and curtains but I am going to use black and grey details to make it
a bit more cozy and warm. 

I will of course be documenting the entire process on my Snapchat and you can find me there
under @alexsandrabernh. I will then be sharing with you guys pictures of our bathroom here
on the blog soon - we have some small things left to do but then it is ready 
26.8.16

NEW IN: THE PERFECT BOOTS

Þessi færsla er ekki kostuð // Vöruna keypti ég mér sjálf.

Hérna sjáið þið skóna sem ég klæddist í seinustu færslunni örlítið betur - ég get án djóks ekki hætt að
stara á þá, mér finnst þeir það fallegir! Ég er búin að vera að einbeita mér að því nú í sumar að versla
klassískar og aðeins dýrari vörur frekar en að eyða pening í að kaupa helling af ódýrum vörum sem 
eru í tísku í mánuð og svo enda þær bara inn í skáp. Ég vill frekar eyða aðeins meiri pening og fá mun
betri gæði og þá líka vörur sem ég get notað í mörg ár og á marga mismunandi vegu - ég get til dæmis
notað þessa skó ansi lengi og virka þau við gjörsamlega allt. Ég get verið í þeim við gallabuxur, við
kjóla, pils og fleira. Hællinn á þeim er frekar þykkur og því eru þeir mjög stöðugir og þægilegir að 
ganga í - ég pantaði þá HÉÐAN af Public Desire og tók það viku fyrir þá að koma. Nýtt uppáhald,
það held ég 


Here you can see the shoes I wore in my last post a bit better - I seriously can't stop staring at them,
they are so beautiful! I have been focusing on purchasing more classic pieces this summer rather than
spending money on cheaper things that go out of style the same month - I would rather spend a bit
more on pieces that work for years and can be worn in different ways. I can wear these shoes with
blue jeans and a white t-shirt, with dresses and skirts - the heel is perfect so they are really comfy and
easy to walk in. I ordered them HERE from Public Desire - a new favourite, that's for sure 
23.8.16

OUTFIT: MY THREE FAVOURITES

ASOS dress (HÉR)     & OTHER STORIES cardigan (HÉR)     GIVENCHY antigona bag (HÉR)     PUBLIC DESIRE shoes (HERE)

Nei, þetta eru ekki myndir af draugi í rosa fínu dressi heldur er þetta bara ég - eins mikið og sumarið
í ár er búið að vera gott þá er það greinilega ekki að sjá það á húðlitnum mínum haha! Ég ákvað að
draga Níels út á laugardaginn og taka myndir af dressinu mínu en ég klæddist öllum nýju uppáhalds
flíkunum mínum. Það fyrsta er auðvitað það fallegasta - nýja Givenchy taskan mín sem er held ég 
það fallegasta sem ég á! Svo er það peysan en ég fékk hana þegar ég var í New York fyrir tveimur
vikum, hún er frá & Other Stories og ég gjörsamlega elska hana. Seinast eru það nýju skórnir mínir 
en þegar ég var í London þá sá ég stelpu í svona skóm í lestinni og ég gat ekki hætt að hugsa um þá.
Ég fann þessa svo fyrir algjöra tilviljun á Instagram um daginn og auðvitað var ég ekki lengi að panta
mér þá! Ég elska hvað þeir ná hátt upp á öklann og svo eru þeir líka fáranlega þægilegir - ég pantaði
þá af Public Desire og átti eiginlega í smá vandræðum með að panta mér ekki fleiri skó, það er til
endalaust af fallegum skóm þar 


No, these are not pictures of a ghost in a really nice outfit, just me - we have had the best weather 
this summer but you totally can't tell if you look at my pale face haha! I decided to drag Níels out
this weekend to shoot some pictures of my outfit but I was wearing three of my favourite things
at the moment. The first one is the most beautiful of course - my new bag from Givenchy which
I am in love with! The next thing is this cardigan that I bought when I was in New York recently,
it's from & Other stories and I love it. It's so warm and goes with everything! Last but not least
I got these new shoes recently from Public Desire - I saw a girl when I was in London wearing
similar boots and I had to get a pair for myself. I found these on Instagram randomly and got
them immediately - so pretty and comfortable as well 
20.8.16

PICK OF THE DAY


Góðan dag - ég náði loksins að fara á fætur fyrir hádegi á frídegi í fyrsta sinn í langan tíma! Ég kom
heim frá Toronto í gærmorgun og eyddi öllum deginum heima annað hvort sofandi eða upp í sófa að
horfa á Netflix alveg búin á því - í dag er ég í fríi líka og er planið að draga Níels út til að taka outfit
myndir enda löngu kominn tími til. Svo ætlum við út að borða í kvöld með fjölskyldunni minni áður
en ég skríð snemma upp í rúm þar sem ég er í morgunflugi í fyrramálið. Annars langaði mig að deila
með ykkur einni flík sem er efst á óskalistanum mínum í augnablikinu sem er þessi peysa frá Calvin
Klein - ég veit að ég er súper sein að fatta þessa peysu en allt í einu langar mig svo í hana. Ég ætla að
athuga með hana næst þegar ég fer til Bandaríkjanna sem er í lok næstu viku en hún er líka til á Asos
sem sendir auðvitað til Íslands - hún væri fullkomin við svartar leggings og hvíta strigaskó, já takk 

CALVIN KLEIN logo sweatshirt (HÉR í svörtu og HÉR í gráu) 


Good morning - I finally managed to get up before noon on a day off for the first time in forever! I
came home from Toronto yesterday morning and spent all day either sleeping or laying on the couch
watching Netflix - I also have today off and I am going to drag Níels outside to shoot outfit photos 
and then tonight we are going out to dinner with my family. Anyways, I wanted to share with you
this sweatshirt from Calvin Klein that is on the top of my wishlist at the moment - would look so
good with black leggings and white sneakers on lazy days, yes please 

CALVIN KLEIN logo sweatshirt (HERE in black and HERE in grey)