Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins.

Ég er ótrúlega spennt að vera byrjuð í samstarfi með Clarins en ég hef notað vörur frá merkinu í
langan tíma. Síðan samstarfið hófst hef ég kynnst enn fleiri æðislegum vörum frá þeim sem eru
komnar til að vera í minni rútínu. Ein vara sem ég hef notað mjög mikið upp á síðkastið er hyljari
sem heitir Instant Concealer og er ég ótrúlega hrifin af honum. Á sumrin finnst mér langbest að nota
sem minnst af förðunarvörum á andlitið á mér og oftast nota ég einungis gott rakakrem, hyljara á
þau svæði sem ég þarf að hylja, augabrúnagel og smá ljóma í kremformi. Ég finn mig teygja mig
oftast í þennan hyljara þessa dagana en hann hylur ótrúlega vel en á sama tíma er hann mjög
léttur á húðinni og endist allan daginn. Hyljarinn birtir til undir augunum sem er fullkomið fyrir
eitt stykki þreytta mömmu en hann veitir húðinni einnig nauðsynlegan raka sem þurra húðin mín
er mjög þakklát fyrir. Mér finnst einnig mikill kostur að hyljarinn kemur í túpu upp á bakteríur
en ég set smá af honum á handarbakið og nota svo rakann svamp til að bera hann á húðina. 
Fullkominn hyljari að mínu mati og í miklu uppáhaldi hjá mér 

Ég nota hyljarann í lit nr. 1.
Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka.

ASOS pleaded midi dress (HÉR)    ASOS crop cardigan in rib (HÉR
ASOS jogger (peysa HÉR og buxur HÉR)     ASOS beach shirt (HÉR)
WEEKDAY shirt dress (HÉR)     MONKI midi shirt dress (HÉR)

Þið eigið inni ansi marga Asos lista hjá mér en ég hef alls ekki verið dugleg að blogga og hvað
þá skoða Asos sjálf og panta! Það breytist ansi mikið þegar maður verður mamma og eitt sem
breyttist mikið hjá okkur var að ég hætti gjörsamlega að versla á sjálfa mig og fór að versla frekar
á Frosta. Ég elska sæt barnaföt en núna finn ég löngunina í að skoða meira á sjálfa mig. Mig langar
samt að taka fram að maður þarf auðvitað ekki að kaupa alltaf allt nýtt en stundum langar manni
aðeins að gera vel við sig og þá fer ég alltaf fyrst inn á Asos. Ég er þó orðin aðeins meðvitaðari um
umhverfið þegar kemur að kaupum og hef minnkað fatakaup á okkur fjölskylduna töluvert. Ég legg
mun meiri áherslu á að kaupa vandaðar flíkur sem ég get notað lengi frekar en tískuvörur sem duga
einungis í nokkra mánuði og hefur það tekist ansi vel hjá mér verð ég að segja. Ég er enn að nota
flíkur sem ég keypti til dæmis fyrir fimm árum síðan.

Hér eru nokkrar flíkur af Asos sem eru á óskalistanum mínum þar inn á. Ég er dugleg að nota Saved
Items til að safna saman því sem ég sé og er hrifin af, það er svo þægilegt að hafa það allt á sama 
staðnum og þurfa ekki að leita af því aftur seinna meir. Um daginn leyfði ég mér að panta þessa
peysu sem er efst og langaði mig í kjólinn efst líka en þar sem ég hef ekkert tilefni til þá sleppti
ég honum. Peysan er fullkomin dagsdaglega og auðvelt er að gefa brjóst í henni sem er auka
kostur en mér finnst mjög erfitt að finna góðar flíkur þegar maður er með barn á brjósti - maður
getur ekki klæðst hverju sem er. Vona að þessi listi hjálpi ykkur að finna ykkur eitthvað fallegt 


Í seinustu viku komum við heim eftir tvær yndislegar vikur á Ítalíu. Við eyddum tveimur vikum þar í
fyrrasumar en þá fórum við til Rómar, Lake Garda og Feneyja og var það æðislegt! Núna vildum við
aðeins meiri afslöppun og að vera bara á einum stað allan tíman enda komin með barn svo við fórum
ásamt fjölskyldunni minni í héraðið Umbria sem er í aðeins meira en klukkutíma fjarlægð frá Róm.
Ég talaði um það á Instagram Story hversu mikið ég mæli með að leigja hús á Ítalíu ef þið eruð að
hugsa um fjölskyldufrí en þetta voru svo yndislegar tvær vikur. Við leigðum ótrúlega fallegt hús sem
var staðsett í algjörri sveit svo við vorum á mjög rólegum stað í algjörri afslöppun. Við byrjuðum
daginn okkar á morgunmat úti með geggjað útsýni yfir sveitina, fórum svo í sundlaugina til að kæla
okkur niður og oftast elduðum við kvöldmat í húsinu enda æðislegt úrval af hráefnum til í búðinni í
þorpinu sem var næst okkur. Ég ætla að leyfa nokkrum myndum frá fríinu okkar að fylgja 


Færslan er unnin í samstarfi við Clarins.

Ég ætla rétt svo að vona að þessi byrjun á sumrinu sé komin til að vera en það hefur eflaust ekki 
farið framhjá neinum að veðrið er búið að vera yndislegt seinustu daga. Þetta er mér mjög kærkomið
þar sem veðrið seinasta sumar var hreint út sagt ömurlegt og var ég þá í barneignarleyfi frá vinnunni.
Nú er ég ennþá í orlofi og elska ég að geta nýtt tímann minn í að sitja úti í góða veðrinu á nýju stóru
svölunum okkar. Þessi sending sem ég fékk núna um daginn frá Clarins hefði því ekki getað komið 
á betri tíma en hún innihélt nokkrar sólarvarnir sem mig vantaði einmitt. Mér finnst svo mikilvægt
að nota sólarvörn, sama hvort þú ætlir að liggja í sólinni eða ekki. Að byrja snemma að verja 
húðina okkar fyrir sólinni og geislum hennar er það besta sem við getum gert og nota ég sólarvörn
á hverjum degi á sumrin þar sem ég er með mjög viðkvæma húð og ég brenn mjög auðveldlega.

Í pakkanum voru tvær sólarvarnir fyrir líkamann, tvær fyrir andlitið og svo dásamlegt after sun
krem sem er fullkomið að bera á sig eftir góðan sólardag. Hér heima hef ég verið að nota varnirnar
með SPF 30 og þar sem við erum á leið erlendis eftir nokkra daga þá mun ég taka þær með út ásamt
SPF 50 vörnunum. Ég byrja alltaf að nota SPF 50 og færi mig svo niður í SPF 30 eftir nokkra daga
og hefur það hentað mér mjög vel. Líkamsvörnin með SPF 30 er gelkennd formúla sem breytist í
olíu og er hún í uppáhaldi hjá mér en hún gefur húðinni svo fallegan ljóma á sama tíma og hún er
að verja hana og fylla hana af raka. Hún skilur húðina ekki eftir klístraða og er mjög auðvelt að 
bera hana á sig yfir daginn. Andlitsvörnin er líka æðisleg en það sem heillar mig mest er að hún
er í lítilli túbu svo það er auðvelt að henda henni í veskið sitt til að bera á sig reglulega yfir daginn.
Ég hef ekki enn prófað varnirnar með SPF 50 en mun deila þeim betur með ykkur á meðan við erum
úti í lok mánaðarins 


Halló - seinustu dagar hafa heldur betur verið strembnir en um helgina fluttum við úr kjallaraíbúðinni
okkar í Norðurmýrinni í miðbæ Reykjavíkur í fallega og bjarta íbúð í Garðabænum. Það er því búið 
að vera nóg um að vera að klára að pakka öllu, flytja, gera upp íbúðina og skila hinni af okkur ásamt
því að koma okkur fyrir hér hægt og rólega. Við fengum nýju íbúðina afhenda í byrjun mánaðarins
og máluðum hana alla og skiptum um gólfefni. Það er magnað hvað það breytir miklu bara að mála
og skipta um parket og erum við í skýjunum með breytinguna - ég mun auðvitað deila með ykkur 
fyrir og eftir myndum af íbúðinni um leið og við höfum komið okkur almennilega fyrir en hér eru
nokkrar myndir af því sem er að verða klárt. Ég er mjög dugleg að deila daglegu lífi og smá frá
framkvæmdunum inn á Instagram Stories en ég er þar undir @alexsandrabernhard 

Blogger Template Created by pipdig