Þessi færsla er ekki kostuð en inniheldur auglýsingalinka.

Það er kominn ansi langur tími síðan ég deildi með ykkur óskalistanum mínum frá Sephora en
þar sem ég er á leiðinni að panta mér nokkrar vörur þaðan þá ákvað ég að sýna ykkur hvað er á
listanum mínum. Sumar af þessum vörum hef ég aldrei átt áður en sumar hef ég notað í smá tíma
og bráðvantar meira af. Því miður sendir Sephora ekki til Íslands en ef þið eruð á leiðinni út til
Bandaríkjanna eða þekkir einhvern sem er á leið þangað, þá mæli ég með eftirfarandi vörum:

ANASTASIA BEVERLY HILLS MODERN RENAISSANCE

Mig er lengi búið að langa í þessa augnskuggapallettu frá Anastasia en hún er alls ekki ný frá þeim.
Ég er að íhuga að láta loksins verða af því að kaupa mér hana en ég elska litina og augskuggarnir 
frá merkinu eru ótrúlega góðir. Það er að svo að koma ný palletta frá merkinu í vor og get ég ekki
beðið eftir henni, hún er svo falleg. Pallettan fæst HÉR.

ELIZABETH & JAMES NIRVANA BLACK DRY SHAMPOO

Mig vantar nýtt þurrsjampó en ég nota alltaf annað hvort þetta frá Elizabeth & James eða frá
Moroccanoil. Ég bara elska svo mikið lyktina af þessu en þetta er sama lykt og ilmvatnið sem
ég nota enda er það frá sama merki. Það tekur alla olíu úr hárinu og frískar upp á það ásamt því
að gefa því þennan ótrúlega góða ilm - fæst HÉR.

BRIOGEO SCALP REVIVAL

Þessi vara er búin að vera á óskalistanum mínum fáranlega lengi en Þórunn talar svo vel um
þessa vöru og svo elskar Tati hana líka og ég treysti öllu því sem þær segja. Þetta er sjampó sem
inniheldur kol og kókosolíu sem hreinsar hársvörðin vel en nota á sjampóið sirka 1-2 sinnum í
viku. Við náum ekki oft að hreinsa hársvörðinn það vel með venjulegu sjampói en með þessu
skrúbbum við hann og náum öllum óhreinindum í burtu - fæst HÉR.

BRAZILIAN CRUSH & BUM BUM CREAM

Þessu kynntist ég fyrir nokkrum mánuðum en ég fékk litla krukku af Bum Bum kreminu í
afmælisgjöf og var ég ekki lengi að klára hana. Þetta er ótrúlega gott líkamskrem, gefur góðan
raka og lyktin af því er ólýsanlega góð. Ég þarf stærri krukku af kreminu og langar mig einnig 
í líkamsspreyið sem er nýtt. Kremið fæst HÉR og spreyið HÉR.

MARC JACOBS VELVET NOIR

Mig vantar maskara en eftir að hafa verið með augnháralengingar í að verða heilt ár ætla ég að
láta taka þær af í lok mánaðarins. Mig langar það alls ekki en það er nauðsynlegt að taka pásu og
leyfa náttúrulegu augnhárunum aðeins að anda. Ég hef heyrt mjög góða hluti um þennan maskara
frá Marc Jacobs og er spennt að prófa hann - fæst HÉR.

DRUNK ELEPHANT BESTE JELLY CLEANSER

Ég er endalaust búin að segja ykkur hversu mikið ég elska allar vörurnar frá merkinu Drunk
Elephant en ég var að klára hreinsirinn frá merkinu og þarf ég nauðsynlega annan. Ég elska
þennan hreinsir en ég nota hann til að hreinsa farða af húðinni og nota ég svo Glamglow
Supermud hreinsinn til að þrífa húðina. Þessi hreinsir er ótrúlega mildur, tekur gjörsamlega
allan farða af húðinni og skilur hana eftir silkimjúka og hreina. Hreinsirinn fæst HÉR.

ARMANI LUMINOUS SILK FOUNDATION

Það er löngu kominn tími á að ég endurnýji þessa vöru en þetta er einn af uppáhalds förðunum
mínum. Ég hef ekki átt hann í smá tíma og ég sakna hans ótrúlega en hann gefur húðinni svo
fallega og ljómandi áferð. Fullkominn bæði hversdags og í flug en hann endist allan daginn!
Farðinn fæst HÉR.
NA-KD belted blazer (HÉR)     NA-KD flower pants (HÉR)
NA-KD tie sleeve sweater (HÉR)     NA-KD velvet knot mule (HÉR)

Ég deildi því með ykkur um daginn á Snapchat (ég er þar undir @alexsandrabernh) að ég pantaði mér 
tvo samfestinga fyrir afmæli sem ég er að fara í næstu helgi. Ég pantaði samfestingana inn á síðu sem
heitir Na-kd.com og hef ég pantað af henni áður í fyrrasumar en þá pantaði ég nokkra kjóla fyrir fríið
okkar í Suður Frakklandi. Ég var svo ánægð með samfestingana og hversu fljótt þeir komu að ég varð
að panta mér smá meira í gærkvöldi en sendingin var komin til mín eftir einn og hálfan dag og var
það frí hraðsending sem er æðislegt. Ég elska svona snögga þjónustu en mér finnst ekkert erfiðara en
að bíða lengi eftir að hafa pantað mér á netinu.

Ég ætla að sýna ykkur samfestingana betur í annari færslu bráðlega en mig langaði að deila því sem
ég pantaði mér í gær með ykkur. Fyrst pantaði ég mér þennan bundna jakka en ég sá hann strax fyrir
mér við annað hvort svartar gallabuxur eða lausar svartar buxur og þessa flauelshæla sem ég fékk
mér líka. Blómabuxurnar voru svo á afslætti og hugsaði ég að þær væru flottar við bæði jakkann og
svo við þessa peysu með slaufunum á ermunum, svo fallegt 

Það besta er svo að ég fann afsláttarkóða en þeir gefa þér 20% afslátt þegar þú pantar,
ég mæli með að googla oft áður afsláttarkóða en þá slæ ég inn nafninu á versluninni og
,,coupon code" fyrir aftan. Með kóðanum "erica20" færðu afsláttinn en því miður veit ég
ekki hversu lengi hann dugar, ef hann dugar ekki þá mæli ég með að googla!
Vörurnar fékk ég sendar sem gjöf frá MAC á Íslandi.

Ég er búin að vera tryggur aðdáandi Fix+ spreysins frá MAC núna í nokkur ár en að mínu mati er 
ekkert annað andlitssprey sem kemur í stað þess. Ég er ekki lengi að fara í gegnum einn brúsa af 
þessari vöru en þetta er mjög létt sprey sem gefur góðan raka og róar húðina en það inniheldur bæði
vítamín og steinefni. Ég nota spreyið daglega, hvort sem ég er máluð eða ekki en ég spreyja því
yfir allt andlitið eftir að ég mála mig og finnst mér það gefa húðinni svo fallega áferð. Ég er alltaf
með það í flugfreyjuveskinu þegar ég er í flugi og spreyja létt yfir andlitið yfir daginn en loftið um
borð þurrkar húðina mjög upp og því er þetta ,,must have" vara að mínu mati fyrir allar flugfreyjur.

Ég var svo ótrúlega spennt núna í fyrradag þegar ég sá að það væri loksins að koma aftur Fix+ sprey
í verslanir MAC hérna heima með lyktum! Þau voru til sölu fyrir smá síðan en komu í takmörkuðu
upplagi og kláruðust auðvitað strax. Ég náði samt að næla mér í sprey með Coconut ilm og ég varð
ástfangin - ég get ekki líst ilmnum en þetta er það besta sem ég veit um. Ég kláraði það á einungis
nokkrum dögum og er búin að sakna þess síðan þá, en ekki lengur! Nú á ég það loksins aftur og það
besta er að þau eru komin til að vera og munu vera til í verslunum MAC í Kringlunni og Smáralind.
Ásamt Coocnut ilminum komu spreyin líka með Lavender og Rose ilm en ég á einmitt eftir að prófa
þau og bíð ég spennt eftir því 

Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.

ASOS smock top with v neck (HÉR)     ASOS wrap jumper (HÉR)     
ASOS wrap blouse (HÉR)     ASOS bikini (toppur HÉR og buxur HÉR)

Jæja, þá er komið að því - fyrsti Asos óskalisti ársins er mættur! Þessir listar voru mjög vinsælir í
fyrra og þykir ykkur greinilega þægilegt að fá svona lista frá mér en úrvalið inn á Asos er svo rosalegt
að maður getur auðveldlega týnst þar inni og ekki fundið neitt því eru þessir listar ótrúlega þægilegir.
Það er afar algengur misskilningur að ég sé í samstarfi með Asos en svo er ekki, þau vita eflaust ekki
hver ég er en ég versla sjálf mikið á síðunni og hef lengi gert og finnst mér gott að deila með ykkur 
því sem ég virkilega elska og nota. Inn á Asos er að finna mjög gott úrval af merkjum ásamt Asos
merkinu sjálfu og eru flíkurnar yfirleitt á rosalega góðu verði. Það er frí sending og einnig er hægt að
velja um hraðsendingu (sem ég mæli með, ég tek hana eiginlega alltaf) og þegar þið pantið þá er gefin
upp dagsetning sem segir til um hvenær pöntunin kemur til ykkar og hefur það vanalega alltaf staðist
hjá mér (nema yfir jólin, þá tekur allt mun lengri tíma). 

Ég pantaði mér um daginn nokkra hluti, þar á meðal þennan kósýslopp frá Oysho og þennan græna
topp sem er á myndinni hér að ofan - ég elska þennan lit og er hann fullkominn við svartar gallabuxur
og flotta hæla. Ég væri svo ekkert á móti hvítu wrap peysunni en ég sé hana fyrir mér yfir svartan
blúndutopp og við svartar buxur. Ég veit að það er eflaust aðeins of snemmt að hugsa um bikiní 
fyrir sumarið en eins og ég sagði ykkur um daginn þá er ég á leið til Ítalíu núna í sumar og mun ég
eflaust panta mér nokkur sundföt fyrir þá ferð en þetta bikiní er svo fallegt 

Halló 2018! Gleðilegt nýtt ár allir saman - mig langar að byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir 
samfylgdina. Ég er ótrúlega spennt fyrir 2018 þrátt fyrir að ég sé ekki með mikið planað en það sem
er hins vegar á dagskrá er að ég held áfram í mastersnáminu samhliða fluginu eins og áður og ætlum
við fjölskyldan að skreppa til Ítalíu í sumar. Þar munum við eyða nokkrum dögum í æðislegri villu 
við Gardavatn og get ég gjörsamlega ekki beðið eftir því - sól, sumar, pasta og rauðvín í langbesta
félagsskapnum!

Við eyddum gærkvöldinu hjá systur hans Níelsar með fjölskyldunni hans - þar borðuðum við
æðislegan mat og svo færði ég mig yfir til fjölskyldunnar minnar áður en við fórum heim. Í dag
erum við svo búin að liggja í leti - fullkominn fyrsti dagur árins. Þangað til næst 
Blogger Template Created by pipdig