Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vero Moda // Jakkann fékk ég sem gjöf.

Ég ætlaði að birta fyrstu færsluna um Suður Frakklands ferðina okkar í dag en ég ætla að fá að fresta
henni um einn dag því ég verð bara að sýna ykkur nýja jakkann minn sem ég er gjörsamlega að missa
mig yfir - ég meina, sjáið bara hversu fallegur hann er! Ég var búin að sjá hann fyrir nokkrum dögum 
á samfélagsmiðlum og vissi því að hann væri að koma í Vero Moda hér heima. Ég komst svo að því
í gær að hann væri kominn svo ég dreif mig í morgun um leið og ég vaknaði. Ég er alveg í skýjunum
með hann en liturinn á honum er gullfallegur. Hann er úr ekta leðri og kostar 15.990 krónur 
Myndir teknar af Pinterest.

Halló halló - ég vona að þið hafið öll haft það rosa gott um verslunarmannahelgina. Helgin mín fór í 
meira skipulag og þrif hér heima við, matarboð og svo eyddi ég meirihluta gærdagsins í að pakka en
á morgun liggur leið okkar í draumafríið. Það er ótrúlegt að það er komið að þessu en mér finnst svo
stutt síðan að ég var að panta allt og þá voru þrír mánuðir í þetta - ég er svo spennt að komast aðeins
í sólina, keyra um og skoða frönsku rivíeruna. Ég mun að sjálfsögðu vera dugleg að taka myndir og
reyna að blogga á meðan ég er úti en annars er ég alltaf mjög dugleg á Snapchat en þið finnið mig þar
undir @alexsandrabernh (ekki gleyma s-inu í Alexsandra) 
ASOS knitted dress in silk blend (HÉR)

Af hverju gerist það alltaf að þegar ég er búin að ákveða að minnka það að versla mér föt að þá sé 
ég eitthvað sem gjörsamlega heillar mig upp úr skónum?! Þegar það gerist þá vitum við öll hvernig
það endar en það gerðist einmitt í dag þegar ég rakst á þessa fölbleiku síðu peysu inn á Asos. Sjáið
hana bara, hversu falleg er hún?! Ég elska sniðið á henni og liturinn er fullkominn en ég get notað
hana bæði núna í sumar berleggja við sandala og svo líka í vetur yfir gallabuxur og svarta öklaskó.
Mig hlakkar svo til að fá hann, sem er reyndar ekki fyrr en eftir að ég kem heim úr smá fríi, en þá
ætla ég að sýna ykkur hann betur. Þangað til næst 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected á Íslandi.

Í gær lá ég í rólegheitunum úti á bakvið í tölvunni þegar þessi skyrtukjóll greip athygli mína. Ég vissi
um leið að ég þyrfti að eignast hann enda elska ég skyrtukjóla og hvað þá þegar þeir eru í uppáhalds
litnum mínum! Kjóllinn er úr Selected í Smáralind sem er ein af mínum uppáhalds verslunum hér
heima og ég gat gjörsamlega ekki beðið eftir að sýna ykkur hann svo ég dobblaði góða vinkonu að
taka nokkrar dress myndir af honum. Ég klæddist honum yfir svartan blúndukjól en það er fullkomið
að vera í þannig kjól undir þar sem það er svo fallegt þegar það sést aðeins í blúnduna að neðan. Þessi
er fullkominn í sumar, bæði hér heima og erlendis. Hann kostaði 15.490 krónur 

Myndir teknar af Þórunni Ívars.


Myndir teknar af Pinterest.

Í dag er fyrsti dagurinn minn í sumarfríi frá vinnunni en ég er í raun búin að vera í fríi síðan á 
mánudaginn. Á þessum þremur dögum er ég búin að fara í gegnum næstum því alla íbúðina, 
fara í gegnum alla skápa og skúffur og hent því sem ég þarf ekki að eiga og endurskipulagt
gjörsamlega allt. Nú er allt svo skipulagt og fínt hjá mér en ég er ekki nærrum því búin. Í þessu
skipulagi öllu fékk ég auðvitað flugu í hausinn um að breyta eitthverju, kemur það ykkur nokkuð
á óvart? 

Eins og þið vitið eflaust þá færðum við okkur um svefnherbergi í fyrra og er ég ótrúlega ánægð
með nýja herbergið. Mig langaði samt aðeins að breyta því svo að ég skrapp í llvu í dag og keypti
ný náttborð (getið séð þau ásamt fyrir og eftir myndum á Snapchat hjá mér - @alexsandrabernh)
og þau koma ekkert smá vel út. Það létti svo á en næsta verkefni er að skipta um lampa en ég ætla
að setja vegglampa fyrir ofan rúmið sitthvoru megin og svo þarf ég að finna fallegt dökkgrátt 
rúmteppi til þess að hafa á endanum á rúminu. Mig hlakkar mjög til að sýna ykkur lokaútkomuna
hér þegar allt er klárt en í millitíðinni er ég alltaf mjög dugleg að deila með ykkur breytingum hjá
mér á Snapchat (@alexsandrabernh
Blogger Template Created by pipdig