JUST FEMALE kjóll (uppseldur en ÞESSI er mjög svipaður og svo á ég og nota ÞENNAN mjög mikið)     
SAINT LAURENT taska    GUCCI sólgleraugu

Hversu geggjað er þetta veður sem er búin að vera í allan dag?! Ég er búin að vera mjög svekkt með
sumarið eins og allir aðrir íslendingar en vá hvað ég var ánægð með daginn í dag og þá sérstaklega 
því loksins kom gott veður þegar ég var í fríi í vinnunni. Ég er alltaf að vinna þegar það er sól svo
þessi dagur var mjög velkominn. Um leið og ég vaknaði þá fór ég út á bakvið og lá í sólinni í nokkra
klukkutíma áður en ég skellti mér í kjól (halló, ég var berleggja og varð aldrei kalt - hversu geggjað)
og hitti vinkonur mínar. Við fengum okkur að borða niður í bæ í sólinni og röltum um miðbæinn.
Þetta var svo ljúfur dagur og einmitt það sem ég þurfti - ég er búin að vera að vinna rosalega mikið
seinustu vikur en eftir helgina er ég komin í sumarfrí í heilan mánuð. Ég hef aldrei farið í sumarfrí
áður svo ég er ótrúlega spennt. Ég stoppa nú samt ekki lengi á Íslandi eftir stoppið sem ég fer í um
helgina þar sem ég og Níels erum á leið í draumafrí á stað sem mig hefur lengi dreymt um að fara
á en meira um það seinna 

ADIDAS oversized sweatshirt in pink (HÉR)     ADIDAS boyfriend sweatshirt in grey (HÉR)
ASOS chunky knit dress in wool mix (HÉR)     ASOS lounge sweat & jogger set (HÉR)

Jæja - ég sagði við ykkur um daginn að ég ætlaði að vera duglegri að deila með ykkur ASOS 
óskalistum aftur og hér með er ég að standa við það loforð. Í gær fékk ég flugu í hausinn um að
mig langaði svo í "oversized sweatshirt" og fann ég þessa gullfallegu bleiku peysu frá Adidas.
Ég verð að eignast hana og ligg því á refresh takkanum þar sem hún er uppseld í minni stærð en
ég hef lært það í gegnum tíðina að uppseldar stærðir á ASOS koma aftur inn og því er gott að
vera duglegur að fylgjast með ef verið er að bíða eftir eitthverju ákveðnu eins og ég í dag. Ég
fann svo svipaða peysu í gráu sem er líka mjög kósý en liturinn á hinni heillar mig svo að ég
ætla að sjá hvort ég verði heppin og næ henni í minni stærð.

Ég heillaðist svo um leið af þessum gráu peysukjól en ég elska peysukjóla! Þeir virka bæði á
sumrin og veturna en þessi er einmitt fullkominn við sandala í sumar. Kósýgallan á ég svo en
í gráa litnum en þessi bleiki er líka að kalla á mig, ég hef varla farið úr mínum síðan ég fékk mér
hann 

Færslan inniheldur auglýsingalinka. 
 Olíuna keypti ég mér sjálf.

Ég elska þegar ég uppgvöta nýjar snyrtivörur sem koma mér sjúklega á óvart - það var einmitt málið
með þessa olíu frá Elizabeth Arden. Við erum að selja hana um borð hjá okkur (semsagt í Saga Shop
um borð hjá Icelandair) og ég hafði í raun aldrei pælt mikið í henni fyrr en ég las umfjöllun um hana
á daginn á bloggi sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Eftir að ég las aðeins um hana þá varð ég mjög
forvitin og keypti mér hana næst þegar ég var að fljúga. 

Ég hef verið að nota olíuna núna í rúman mánuð og vá, ég get ekki mælt meira með henni. Ég er
oftast mjög viðkvæm fyrir olíum þar sem þær stífla húðina mína en þessi gerir það ekki. Hægt er
að nota olíuna á andlitið, líkamann og í hárið en ég nota hana mjög mikið í andlitið á kvöldin, á
líkamann eftir sturtu og svo nota ég hana næstum því daglega á hælana mína þar sem þeir eru 
mjög þurrir og þetta hefur gjörsamlega bjargað þeim. Olían fer mjög fljótt inn í húðina og hún
situr ekki ofan á húðinni sem mér finnst vera lykilatriði og svo er lyktin af henni dásamleg. 
Þetta er vara sem er komin til að vera í minni rútínu - hún fæst um borð hjá Icelandair á einungis
3.600 krónur 


Buxurnar keypti ég mér sjálf.

Um daginn fór ég á ótrúlega skemmtilegan viðburð en vinkona mín hún Þórunn Ívars hélt viðburð í 
samstarfi við MAC þar sem verið var að kynna nýja línu sem er núna komin í sölu hjá þeim. 
Línan er ekkert smá falleg og mæli ég með að kíkja á hana í MAC í Smáralind. Fyrir viðburðinn
kíkti ég í Selected í Smáralind þar sem mig langaði að finna mér eitthvað til að vera í og auðvitað
kom ég ekki tómhent heim. Ég fann mér ótrúlega fallegan bol sem ég var í við svartar gallabuxur
en svo kom ég líka heim með þessar buxur. Ég sá þær á herðatrénu og var ekki alveg viss en ég
ákvað að taka þær heim og máta og vávv, ég var í sjokki yfir því hversu fallegar og klæðilegar 
þær eru. Ég var alveg að fara út fyrir þægindarammann minn með þessum kaupum en ég sé
sko alls ekki eftir þeim þar sem ég er ástfangin af þessum buxum. Þær eru fullkomnar við hæla
og svo er þessi peysa sem ég keypti mér á útsölunni í Topshop fullkomin við, elska ermarnar á
henni en þetta eru svona "bell sleeves" sem ég er svo hrifin af 

Buxurnar fást í Selected Smáralind og kosta 11.990 krónur - ég tók þær í stærð 38.

ASOS tie sleeve jumper (HÉR)     ASOS lounge sweat & jogger set (HÉR)     ASOS chunky jumper (HÉR)

Ég fékk nett sjokk í byrjun mánaðarins þegar ég áttaði mig á því að það væri liðinn heill
mánuður síðan ég pantaði mér eitthvað af Asos. Þið vitið það eflaust öll hversu mikið ég
elska Asos og því var þetta mjög óvenjulegt fyrir mig - fyrr um daginn rakst ég á þessa
peysu inn á síðunni og ákvað að panta mér hana ásamt nokkrum fleiri flíkum. Ég elska 
litinn á henni og slaufurnar á erumunum eru einum of sætar. Ég pantaði mér líka þessa
hvítu peysu en hún er úr ofur mjúku efni og er fullkomin við svartar gallabuxur í haust
(já, auðvitað er ég byrjuð að hugsa um haustfatnað). Ég þurfti svo auðvitað að panta mér
einn svona kósýgalla en þetta sett er æðislegt, hlakka mjög mikið til að vera löt í þessu
í sumarfríinu 
Blogger Template Created by pipdig