Færslan er unnin í samstarfi við Clarins.

Ég ætla rétt svo að vona að þessi byrjun á sumrinu sé komin til að vera en það hefur eflaust ekki 
farið framhjá neinum að veðrið er búið að vera yndislegt seinustu daga. Þetta er mér mjög kærkomið
þar sem veðrið seinasta sumar var hreint út sagt ömurlegt og var ég þá í barneignarleyfi frá vinnunni.
Nú er ég ennþá í orlofi og elska ég að geta nýtt tímann minn í að sitja úti í góða veðrinu á nýju stóru
svölunum okkar. Þessi sending sem ég fékk núna um daginn frá Clarins hefði því ekki getað komið 
á betri tíma en hún innihélt nokkrar sólarvarnir sem mig vantaði einmitt. Mér finnst svo mikilvægt
að nota sólarvörn, sama hvort þú ætlir að liggja í sólinni eða ekki. Að byrja snemma að verja 
húðina okkar fyrir sólinni og geislum hennar er það besta sem við getum gert og nota ég sólarvörn
á hverjum degi á sumrin þar sem ég er með mjög viðkvæma húð og ég brenn mjög auðveldlega.

Í pakkanum voru tvær sólarvarnir fyrir líkamann, tvær fyrir andlitið og svo dásamlegt after sun
krem sem er fullkomið að bera á sig eftir góðan sólardag. Hér heima hef ég verið að nota varnirnar
með SPF 30 og þar sem við erum á leið erlendis eftir nokkra daga þá mun ég taka þær með út ásamt
SPF 50 vörnunum. Ég byrja alltaf að nota SPF 50 og færi mig svo niður í SPF 30 eftir nokkra daga
og hefur það hentað mér mjög vel. Líkamsvörnin með SPF 30 er gelkennd formúla sem breytist í
olíu og er hún í uppáhaldi hjá mér en hún gefur húðinni svo fallegan ljóma á sama tíma og hún er
að verja hana og fylla hana af raka. Hún skilur húðina ekki eftir klístraða og er mjög auðvelt að 
bera hana á sig yfir daginn. Andlitsvörnin er líka æðisleg en það sem heillar mig mest er að hún
er í lítilli túbu svo það er auðvelt að henda henni í veskið sitt til að bera á sig reglulega yfir daginn.
Ég hef ekki enn prófað varnirnar með SPF 50 en mun deila þeim betur með ykkur á meðan við erum
úti í lok mánaðarins 


Halló - seinustu dagar hafa heldur betur verið strembnir en um helgina fluttum við úr kjallaraíbúðinni
okkar í Norðurmýrinni í miðbæ Reykjavíkur í fallega og bjarta íbúð í Garðabænum. Það er því búið 
að vera nóg um að vera að klára að pakka öllu, flytja, gera upp íbúðina og skila hinni af okkur ásamt
því að koma okkur fyrir hér hægt og rólega. Við fengum nýju íbúðina afhenda í byrjun mánaðarins
og máluðum hana alla og skiptum um gólfefni. Það er magnað hvað það breytir miklu bara að mála
og skipta um parket og erum við í skýjunum með breytinguna - ég mun auðvitað deila með ykkur 
fyrir og eftir myndum af íbúðinni um leið og við höfum komið okkur almennilega fyrir en hér eru
nokkrar myndir af því sem er að verða klárt. Ég er mjög dugleg að deila daglegu lífi og smá frá
framkvæmdunum inn á Instagram Stories en ég er þar undir @alexsandrabernhard 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Estée Lauder.

Um daginn enduruppgvötaði ég vöru sem ég notaði óspart þegar ég var svona 17 ára gömul. Í
minningunni var hún æðisleg og því var ég ótrúlega spennt að prófa hana aftur, tíu árum seinna.
Ég í raun enduruppgvötaði hana í gegnum bæði mömmu mína og bestu vinkonu sem nota hana
báðar og varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum. Varan sem um ræðir er Daywear dagkremið frá
Estée Lauder en er þetta litað dagkrem sem hentar fullkomnlega dagsdaglega og hef ég ekki 
notað annað seinustu daga. Þar sem ég er heima í fæðingarorlofi þá nenni ég ekki alltaf að taka
mig til en mig langar samt sem áður að fríska aðeins upp á mig fyrir daginn. Þá er þessi vara
gjörsamlega fullkomin til þess en hún jafnar húðtóninn, gefur húðinni fallegan og náttúrulegan
ljóma og kemur í veg fyrir ótímabæra öldrum húðarinnar. 

Ég nota kremið á hreina húð eftir að ég ber á mig smá rakakrem og finnst mér langbest að nota
stórann andlitsbursta til að dreifa úr því. Kremið er nefnilega hvítt en um leið og það kemst í
snertingu við húðina þá springa litaperlur sem eiga að aðlagast þínum náttúrulega húðlit. Ég
er með mjög ljósa húð og get ég bara notað kremið þegar ég er með brúnku (sem er reyndar
alltaf) til þess að það passi við restina af líkamanum, annars er það of dökkt fyrir mig. Það er
gott fyrir ykkur sem eruð með ljósa húð að hafa það í huga en þar sem ég ber á mig brúnku
vikulega þá truflar þetta mig ekki. Mæli mikið með 
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Dimm.

Það er ansi erfitt fyrir mig að velja uppáhalds merki þegar kemur að barnatengdum hlutum en mjög
ofarlega á þeim lista er merkið Liewood. Ég kynntist merkinu eftir að ég átti Frosta en hann fékk
meðal annars matarstell, leikkubba og handklæði frá merkinu í jólagjöf og eftir það var ekki aftur
snúið. Mér finnst vörurnar svo ótrúlega fallegar og höfum við bætt matarsmekkum, þvottapokum,
leikföngum og þessum sniðugu leikfangakörfum við safnið. Það kemst ótrúlega mikið fyrir í þeim
og eru þær mjög fallegar svo ég geymi ég þær frammi í stofu og passa þær fullkomnlega við stílinn
á heimilinu. Það er ótrúlega þægilegt að hafa allt helsta dótið hans ofan í körfunum þar sem það er
auðvelt að sækja það og kem ég meira að segja leikteppinu hans ofan í stóru körfuna! 

Matarstellin frá merkinu finnst mér líka æðisleg en við fengum grátt kanínustell að gjöf og notum
það daglega. Það er úr dásamlegum bambus og inniheldur skál, disk, skeið og glas! Smekkirnir eru
líka í daglegri notkun en við eigum tvo: einn sem er með ermum og annan venjulegan. Það er mjög
auðvelt að þrífa smekkina eftir matartímann annað hvort bara með blautum klút eða skola í vaskinum
en þeir mega svo fara í vél á 30 gráður sem ég geri ca vikulega til að þrífa þá enn betur. Smekkurinn
með ermunum var nauðsyn fyrir okkur þar sem Frosta finnst gaman að reyna að ná í skeiðina og éta
smekkinn svo það fer allt út um allt hjá okkur og með smekknum sleppi ég við það að þurfa að skipta
um föt eftir að hann borðar. Ef eitthvað fer út um allt þá koma þvottapokarnir sér vel fyrir en honum
finnst þeir ótrúlega skemmtilegir enda eru þeir mjög sætir og eru ansi vinsælt dót í baðinu.

Liewood fæst hér heima í verslun Dimm í Ármúla 44 og inn á dimm.is 

Dótakarfan fæst HÉR - Matarstellið fæst HÉR - Smekkurinn fæst HÉR - Ermasmekkurinn fæst
HÉR - Handklæðið fæst HÉR - Bókin fæst HÉR - Bangsinn fæst HÉRÞvottapokanir fást HÉR


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins á Íslandi.

Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég að gjöf nokkrar vörur úr nýrri húðvörulínu frá Clarins sem
ber heitið My Clarins. Það sem heillaði mig við vörurnar er að þær eru allar mjög hreinar en ég
er mikið byrjuð að pæla í innihaldsefnum í þeim húðvörum sem ég nota og einnig eru vörurnar
vegan. Ég er með mjög viðkvæma húð svo ég reyni eftir bestu getu að forðast efni sem ég veit
að munu stífla hana. Nú er ég búin að vera að prófa vörurnar í nokkrar vikur en mér finnst vera
nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að prófa nýjar vörur, þá sérstaklega húðvörur til að sjá
hvernig húðin brest við þeim og hvaða áhrif vörurnar hafa til lengri tíma.

Þessar þrjár vörur eru orðnar daglegur partur af minni rútínu en fyrsta skrefið hjá mér er alltaf
að hreinsa húðina, sama hvort ég hafi verip með farða á mér yfir daginn eða ekki. Micellar vatn
hefur verið fyrsta skrefið mitt mjög lengi en ég fékk tækifæri til að prófa Micellar hreinismjólk
frá My Clarins og varð ég strax mjög spennt fyrir vörunni. Hreinsimjólk finnst mér veita mér
meiri raka þar sem ég er með mjög þurra húð en sum Micellar vötn þurrka húðina mína upp.
Ég set hreinismjólkina í bómul og strýk yfir allt andlitið, bæðina húðina og augun og er svo
engin þörf að hreinsa mjólkina af heldur fjarlægir hún allan farða og óhreinindi ásamt því að
næra húðina. Þegar húðin hefur verið hreinsuð þarf hún góðan raka og þá nota ég Refreshing
Hydrating Cream en þetta krem er ótrúlega létt en á sama tíma stútfullt af raka. Áferðin á
því er gelkennd og fer það strax inn í húðina, því finnst mér það líka ótrúlega gott á daginn
undir farða. Það stendur alveg undir nafni og er ótrúlega frískandi og kælandi að bera það á.
Seinasta varan sem ég fékk að prófa er eiginlega í uppáhaldi hjá mér en hana nota ég mjög
reglulega yfir daginn til að gefa húðinni smá rakabúst en það er Hydrating Beauty Mist,
fullkomið til að fríska upp á sig

My Clarins vörurnar eru einnig á ótrúlega góðu verði og er meðal annars hægt að finna
þær inn á netverslun Beautybox.is með því að smella HÉR 


Blogger Template Created by pipdig