21 May 2015

BEAUTY: ESTÉE LAUDER DOUBLE WEAR

ESTÉE LAUDER brush on glow     ESTÉE LAUDER all-day-glow bb cream     ESTÉE LAUDER stay-in-place makeup

Nýlega fékk ég tækifæri til að prófa nokkrar vörur úr Double Wear línunni frá Estée Lauder. Ég er
búin að vera að leita mér að góðum farða til að nota í vinnunni í sumar og þar sem ég verð að fljúga
þarf hann að endast lengi og gefa fallega áferð. Ég fékk nokkra farða til að prófa og var einn af þeim
Double Wear Stay-In-Place farðinn frá Estée Lauder. Hann er auglýstur sem lýtalaus farði sem helst
á í 15 tíma og heldur húðinni ferskri og náttúrulegri í gegnum hita, raka og daga sem þú ert á fullum
snúning. Það tók ekki meira en það til að selja mér hann. Ég hef notað hann núna nokkrum sinnum
og er mjög hrifin af honum. Hann er þunnur og verður alveg mattur þegar hann er borinn á og hann
helst á allan daginn. Í vinnunni í sumar verð ég að alla vaktina og því fullkomið að eiga þennann
í snyrtitöskunni. Ég elska svona farða sem líta alveg eins út mörgum klukkutímum eftir að þeir eru
bornir á. Mæli með þessum ef þú ert að leita af endingargóðum farða sem þekur vel.

Ég fékk svo líka að prófa All-Day Glow BB kremið og Brush On Glow pennann. Þetta eru vörur
sem höfða meira til mín og hef ég t.d. notað BB kremið mjög mikið dagsdaglega. Það er létt en
þekur vel á sama tíma og gefur manni fallega ljómandi áferð. Ég held að ég gæti sagt að þetta sé
besta BB kremið sem ég hef prófað lengi og er þetta fullkomið á frídögum í sumar. Brush On Glow
penninn minnir mig mjög á YSL gullpennann en helsti munurinn á milli þeirra er að þessi penni er
meira þekjandi og því hægt að nota bæði sem highligther undir augun og sem hyljara.

Í næsta mánuði ætla ég að taka saman nokkra af mínum uppáhalds förðum og deila þeim með
ykkur ásamt fyrir og eftir myndum svo þið getið séð hvernig þeir líta út á húðinni - ég þarf að
vera mun duglegri að láta þannig myndir fylgja með þar sem það er mikið betra að sjá hvernig
varan kemur út. Eigið gott kvöld x


// Recently I got the chance to try out some products from the Double Wear line from Estée 
Lauder. I have been looking for a long lasting foundation for my summer job since I will
be flying a lot and working long days. I got to try out a couple of foundations and one of
them was the Stay-In-Place Makeup from Estée Lauder. It is a 15-hour, flawless foundation
that stays looking fresh and natural through heat, humidity and nonstop activity so after
hearing that, I was sold. I have used it a couple of times and really like it. It is a bit more
heavy than what I usually wear but it really lasts all day long and makes my skin look
flawless and gives it a nice matte finish.

I also got to try out the All-Day Glow BB cream and the Brush On Glow pen. Those are
products that are more me since they are really light and natural. I absolutely love the BB
cream and have used it a lot for the last couple of weeks. The Brush On Glow pen really
reminds me of the YSL Radiant Touch pen but this one covers more so you can also use it
as a concealer. I am going to share with you some of my favourite foundations soon and 
will be showing you before and after pictures of them so you can see how they really look
like on my skin. Have a lovely evening everyone, hugs xVörurnar í þessari grein voru sendar sem sýnishorn en
 það hefur engin áhrif á skoðanir mínar.


19 May 2015

OUTFIT: WHITE ON WHITE

VERO MODA trench     VILA white jeans     VERO MODA top     CONVERSE sneakers    
 ZARA bag     RAY BAN sunglasses

Vúhú - hér er fyrsta almennilega outfit færsla sumarsins. Við tókum þessar myndir í flýti í gær og því
eru þær ekki alveg í uppáhaldi hjá mér en ég gjörsamlega elska þetta outfit svo ég varð að deila því
með ykkur. White on White trendið hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér og er þetta í fyrsta
skiptið sem ég prufa það sjálf. Ég notaði hvítu gallabuxurnar mínar sem ég fékk nýlega í Vila (blogg
um þær HÉR) og klæddist þeim við hvítann topp sem ég fékk í Vero Moda um daginn. Til að bæta
smá lit við outfitið þá paraði ég hvíta dressinu við ljósbleika jakkann minn úr Vero Moda sem ég er
búin að nota óspart síðan ég keypti hann í seinustu viku.

Ég ætla að reyna að vera dugleg að deila fleiri outfitum með ykkur í sumar hvort sem það séu svona
myndir eða gömlu góðu speglamyndirnar - hvor finnst ykkur skemmtilegra að sjá? x


// Here it is - the first outfit post of the summer. We took these photos in a hurry yesterday so they
aren't my favourite but I just love this outfit so I had to share them with you. I have been loving
the white on white trend for a while and this is the first time that I try it myself. I wore my new
white jeans that I got at Vila recently and I wore them with a new see through top from Vero
Moda and my new pastel pink jacket also from Vero Moda. 

Have a great day x


18 May 2015

MY SUMMER WARDROBE

FROM LEFT TO RIGHT: ZARA pink jacket      VILA grey maxi sweater     JIGSAW white coat     VILA dress     
ZARA lace t-shirt     ASOS white crop top      VILA tinny striped dress     VERO MODA pink trench
VERO MODA light cross back top     ZARA nude crossbody bag

Þar sem uppáhalds árstíðin okkar allra er handan við hornið datt mér í hug að sýna ykkur þær
flíkur sem eru í uppáhaldi hjá mér í augnablikinu og sem ég get ekki beðið eftir að klæðast á
næstu vikum. Eftir erfiðan vetur finnst mér ekkert betra en að fá smá sól aftur í lífið mitt og þó
svo að við höfum ekki verið mjög heppin með seinustu sumur þá er ég mjög spennt fyrir þessu
sumri. Ég var svo heppin að fá æðislega vinnu yfir sumarið hjá Icelandair og er ég núna að telja
niður dagana þar til ég byrja að fljúga í lok mánaðarins. Það er ekkert betra en þegar maður hefur
gaman af vinnunni sinni og hlakkar til að mæta í hana eldsnemma á morgnanna. Ég er svo byrjuð
að huga að utanlandsferð í lok sumarsins og svo liggur leið mín til Parísar í September, það er 
því mikið til þess að hlakka til!

Eins og þið sjáið eflaust þá eru þrír litir sem ég er ótrúlega hrifin af í augnablikinu: hvítur, 
fölbleikur og ljósgrár. Mér finnst þeir koma svo vel út einir og sér og einnig paraðir saman.
Á næstu dögum ætla ég að deila með ykkur nokkrum fallegum sumardressum með þessum
flíkum svo fylgist vel með því. Þið megið svo endilega vera duglegri að skilja eftir athugasemdir,
hvort sem það er hrós eða hugmyndir af færslum sem þið viljið sjá. Það hvetur mig mun meira 
að heyra hvað þið hafið að segja sem skilar sér í betri og skemmtilegri færslum. Knús x


// Since summer is just around the corner I thought it would be fun to share with you some
of my favourite pieces at the moment. I can't wait until the weather gets a little bit better so
I can start wearing them. There is nothing better after a hard and cold winter than to get some
sun and even though the last two summers here in Iceland haven't been that great I am really
excited for this one. I got an amazing summer job at Icelandair and I am counting down the
days until I start. I feel so lucky to have found a job that I love. I am also starting to think
about a vacation at the end of the summer and then I am going to Paris in September, so
there is a lot to look forward to!

As you can tell I am really loving three colours at the moment: white, pastel pink and light 
grey. I have been buying a lot of pieces in those colours and I will be sharing some outfits
featuring these pieces in the next week or so. I also wanted to remind you of the comments,
you are always welcome to leave them behind. You have been so quite there lately and I
feel so much more motivated to blog when I hear from you. Hugs to you x


17 May 2015

TODAY'S OUTFIT

VERO MODA trench     ASOS dress     ZARA bag     BIANCO boots

Halló, ég vona að þið hafið átt yndislega helgi! Við byrjuðum hana bara í algjörum rólegheitum og
í gær fengum við tvo sæta næturgesti en tvær yngstu systur mínar komu í pössun og fengu að gista
saman hjá okkur. Þeim fannst það sko ekki leiðinlegt og skemmtum við systur okkur konunglega.
Í dag lá leið okkar svo í afmæli en pabbi er 41 árs í dag svo við höfðum það notalegt og borðuðum
yfir okkur af kökum. 

Ég notaði nýja jakkann minn úr Vero Moda í fyrsta skiptið í dag. Ég er ekkert smá ánægð með hann
og klæddist honum yfir svartan kjól, við svarta öklaskó úr Bianco og við sætu Zöru töskuna mína. Á
morgun ætla ég að vera dugleg ef veður leyfir og taka almennilegar outfit myndir handa ykkur - en ég
verð að fara að byrja á því aftur og hætta að vera löt. Ég held að við getum öll verið sammála um að
outfit færslurnar séu langskemmtilegastar. Annars er ég mjööög forvitin hvað ykkur finnst vera
skemmtilegustu færslurnar á blogginu - eru það outfit færslurnar, þegar ég sýni ykkur nýjar flíkur,
fjalla um snyrtivörur eða heimilisfærslur? Endilega látið vita í athugasemdum hvað ykkur finnst
skemmtilegast að sjá hér inn á og hvað þið viljið sjá meira af. Gaman að vita hvað ykkur finnst x


// Hello everyone, hope you have had a lovely weekend! I started mine by relaxing and being lazy
and yesterday my two youngest sisters came over and we had a sleepover. It was so much fun! 
Today it's my dads birthday so we went to my hometown, had cake and spent the day with my
family. I wore my new trench that I picked up at Vero Moda last week. I absolutely love it and
wore it over a black dress from Asos and wore my cute Zara bag. 

Tomorrow I am planning on shooting some outfits for you guys, I am really excited to start
doing that again so you won't need to see these crappy mirror pics anymore. I am also kind
of curious of what kind of posts you enjoy to read on here - outfit posts, new in, beauty or
home posts? Please let me know in the comments and also if there is something you want
to see more of x


16 May 2015

BARE MINERALS COMPLEXION RESCUE


LOKSINS LOKSINS LOKSINS - ég er búin að bíða svo lengi eftir að birta þessa færslu og ég er svo
ótrúlega spennt að segja ykkur frá þessari vöru! Bare Minerals hefur verið eitt af mínum uppáhalds
snyrtivörumerkjum síðan ég prófaði Starter Kitið þeirra á seinsta ári og nýlega komu þeir með nýja
vöru á markað, Complexion Rescue sem er litað dagkrem. Ég fékk að gjöf litinn Vanilla og hef verið
að nota kremið núna í aðeins meira en tvær vikur.

Ég gjörsamlega elska farða - hvort sem það er meik, BB krem, litað dagkrem eða hvað sem er. Farði
er uppáhalds förðunarvaran mín þar sem ég legg alltaf mikla áherslu á að vera með fallega húð frekar
en allt annað - ég var því mög spennt að fá að prófa þessa vöru. Ég get ekki sagt annað en að ég er 
ótrúlega hrifin af þessari vöru. Kremið er ótrúlega létt og gefur manni fallega ljómandi áferð sem
helst á allan daginn. Ef þú fýlar ekki þetta svokallaða "dewy" look þá er gott að matta með púðri
eftir á en ég set stundum Mineral Veil púðrið frá Bare Minerals á t-svæðið mitt til að matta það
aðeins. Ég ber kremið á mig með Sigma burstanum mínum og nota vanalega ekki primer undir
þar sem þetta er tæknilega séð dagkrem. Kremið hylur mjög vel og það er mjög auðvelt að auka
þekjuna með því að bæta aðeins á. Þetta er fullkomin vara fyrir sumarið svo ef þú ert að leita þér
að farða í léttari kantinum þá mæli ég 100% með þessum x

Bare Minerals vörurnar fást í Hagkaup Smáralind og Lyf&Heilsu Kringlunni.


// FINALLY I can share this amazing product with you guys - I have been waiting for such a
long time to get my hands on the new tinted moisturiser from Bare Minerals. Bare Minerals
have been one of my favourite make up brands ever since I tried out their Starter Kit last year
and recently they launched their new product, Complexion Rescue. I use the shade Vanilla and
have been using it daily for a little over two weeks now.

I absolutely love face make up - foundation, BB creams, tinted moisturisers, you name it! 
That's why I was super excited to try out the Complexion Rescue. I love anything that is
light and gives a natural finish. I can honestly say that I love this product. It's super light
and gives you a nice natural glowy finish that lasts all day long. If you aren't a fan of the
dewy look then you can apply some powder over your face to make it more matte. I use
the Mineral Veil powder from Bare Minerals sometimes if I am not up for the dewy look.
The moisturiser gives you a great coverage and you can always build on if you need more.
Really recommend this if you are looking for a light product for the summer xVaran í þessari grein var send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif
á skoðanir mínar né það sem kemur fram í færslunni.
Theme designed by Feeric Studios. Copyright © 2013. Powered by Blogger