Þessi færsla er ekki kostuð en inniheldur auglýsingalinka.

Það er ekki mjög langt síðan ég byrjaði að nota brúnkukrem reglulega - ég er með mjög ljósa húð og
áður fyrr nennti ég ekkert að vera að standa í því að nota brúnkukrem. Fyrr á árinu kynntist ég þessari
brúnkufroðu frá St. Tropez en báðar systur mínar notuðu hana og voru alltaf að lofsyngja hana svo ég
ákvað að gefa henni séns. Núna skil ég sko alveg hvað þær voru að meina en ég gjörsamlega elska
þessa froðu og nota ekkert annað en hana!

Það sem mér finnst þægilegast við þessa brúnku er að þetta er úr Express línunni hjá St. Tropez og
virkar varan þannig að þú berð froðuna á líkamann og bíður með hana á þér í 1 klst fyrir léttan lit,
2 klst fyrir miðlungs og 3 klst fyrir dökkan lit. Persónulega finnst mér ekkert verra en að setja á mig
brúnku og bíða svo með hana á mér í 8 klst - þessi tekur í mesta lagi 3 klst sem er algjör snilld. Það
er einnig mjög auðvelt að bera froðuna á húðina, það dreifist vel úr henni og maður sér litinn um 
leið sem kemur í veg fyrir að maður verði flekkóttur. Eftir að ég kynntist þessari froðu þá get ég
eiginlega ekki verið án hennar og elska ég að vera með smá lit á mér, maður verður svo miklu
frísklegri. Froðuna nota ég þó ekki í andlitið en ég elska að nota maskann frá St. Tropez í það.
Annað sem er ótrúlega þægilegt er að vörurnar fást inn á nýrri vefverslun sem var að opna og
heitir Beautybox. Þar er hægt að versla vörur frá ýmsum merkjum og fá sent heim að dyrum 

St. Tropez Express brúnkufroðan fæst HÉR // St. Tropez Express Face Sheet Mask fæst HÉR


NIKE rally sweatshirt (HÉR)     ASOS knitted jumper dress (HÉR)
BOOHOO high neck shirt (HÉR)     RIVER ISLAND loafers (HÉR)

Halló halló - það er búið að vera smá erfitt fyrir mig að sinna blogginu seinustu daga en ég er 
hægt og rólega að komast aftur í rútínu eftir sumarfrí en rútínan er aðeins öðruvísi núna en hún
var fyrr í sumar. Ásamt því að fljúga hjá Icelandair þá er ég byrjuð í mastersnámi svo það er nóg
um að vera hjá mér og smá erfitt að venjast en það kemur á endanum - ég er alveg viss um það!

Þrátt fyrir smá erfiðleika þá stoppa ég að sjálfsögðu ekkert þegar kemur að því að versla - um
daginn ákvað ég að panta mér nokkrar nýjar vörur af Asos fyrir haustið og langaði mig að deila 
nokkrum hlutum með ykkur sem eru á leiðinni til mín. Fyrst er það þessi Nike peysa en ég á
þessa peysu í svörtu (fæst HÉR) og nota ég hana sjúklega mikið - ég elska svona peysur við
leggings eða lausar buxur á aðeins meiri kósý dögum! Ég pantaði mér svo líka þessa peysu sem
ég sýndi ykkur um daginn en þetta er fullkomin peysa í vetur yfir svartar gallabuxur og svo við
öklastígvél eða við þessa skó sem ég pantaði mér líka. Skyrtunni bætti ég svo við en ég elska 
skyrtur í augnablikinu við svartar buxur þegar maður er að fara eitthvað fínt - ég varð strax
heilluð af þessu munstri og smáatriðunum á höndunum 

Færslan inniheldur auglýsingalinka. 
Farðann fékk ég sem gjöf frá Yves Saint Laurent á Íslandi.

Ég er kannski aðeins of sein að lofsyngja þennan farða en hann er búinn að vera í stanslausri notkun
hjá mér seinustu vikur. Touche Éclat farðinn frá Yves Saint Laurent hefur lengi verið mjög vinsæll
farði og í fyrra endurbættu þeir formúluna en í ár gáfu þeir farðann út í svokölluðu "cushion" formi.
Mér finnst svona "cushion" farðar mjög skemmtilegir og mun þægilegri í notkun en blautir farðar.
Mér finnst algjör kostur að geta verið með farðann í veskinu þegar ég er að fara út eða þegar ég er 
í flugi og lagað mig yfir daginn. 

Ekki nóg með það að umbúðirnar eru gullfallegar og þægilegar þá er farðinn sjálfur einn sá besti
 sem ég hef prófað og er ég búin að klára eina dollu nú þegar og bráðvantar aðra. Farðinn er mjög
léttur en á sama tíma hylur hann allt sem hann þarf að hylja og jafnar húðlitinn. Það sem ég elska
mest við hann er þó áferðin - húðin verður svo ljómandi og heilbrigð. Þetta er hinn fullkomni 
farði fyrir ykkur sem viljið létta farða með miðlungs þekju og ljómandi áferð - ég gæti ekki mælt
meira með honum og þá sérstaklega ef þið eruð með þurra húð eins og ég 

Vörurnar frá Yves Saint Laurent fást í Hagkaup Smáralind, Skeifunni, Garðabæ og Akureyri, Lyf&Heilsu
Kringlunni og Bjargi Akranesi.

ASOS knitted jumper dress (HÉR í svörtu og HÉR í ljósbleiku)

Eins æðislegt og sumarið var þá verð ég að viðurkenna að ég er ansi spennt fyrir haustinu og því 
gleður það mig mjög mikið að haustvörurnar eru byrjaðar að streyma í helstu verslanir bæði hér
heima og svo auðvitað inn á Asos líka. Ég rakst á þennan peysukjól í fyrradag og var ekki lengi
að setja hann í körfuna - ég ákvað að fá mér hann í svörtu þar sem ég mun nota hann mun meira
en svona peysukjólar eru eitthvað sem ég nota mikið á veturnar. Þeir eru svo flottir yfir rifnar
svartar gallabuxur og við öklastígvél - já takk 
Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi við Snúruna // Vasann keypti ég mér sjálf.

Eins og ég deildi með ykkur fyrir stuttu þá er ég aðeins að breyta inn í svefnherbergi hjá okkur og 
eins og við var að búast þá smitaðist aðeins frá sér og nú langar mig að breyta svo miklu hjá okkur.
Ég elska að gera fínt heima við og innrétta en ég hef haft augun á þessum vasa frá Nordstjerne sem
fæst í Snúrunni frekar lengi - ég elska smáatriðin á honum og hann passar svo fullkomnlega við allt
heima! Ég er í augnablikinu að máta hann inn í svefnherbergi en mig langar rosalega að breyta aðeins
borðstofunni hjá okkur og hafa hann þar. Það er einmitt næsta verkefni eftir að ég klára herbergið
okkar en mig langar mjög að kaupa nýtt eldhúsborð og setja lítinn myndavegg þar fyrir ofan - þá
held ég að vasinn yrði fullkominn inn í stofu. 

Ég fékk mér stærri gerðina af vasanum og þú finnur hann hjá Snúrunni HÉR  
Blogger Template Created by pipdig