Þessi færsla er ekki kostuð.

Eftir að ég komst að því að það væri lítill strákur á leiðinni hjá okkur þá stækkaði óskalistinn ansi
hratt og það bættist margt á hann - nú er allt orðið mun raunverulegra og er ég spennt að klæða litla
gaur í sæt föt og gera fallegt í kringum okkur. Það voru nokkrir hlutir komnir á óskalistann minn áður
en við vissum kynið en ég er lengi búin að vera með hugmynd í höfðinu að barnahorninu. Við ætlum
 hafa hann inni hjá okkur fyrstu mánuðina áður en hann fær sitt eigið herbergi og langar mig í grátt
Sebra rúm en rúmið er frá árinu 1942 og stækkar það með barninu sem ég elska. Það er einnig hægt
að taka aðra hliðina af því og nota það sem co-sleeper sem ég heillast mjög af en ég vil ekki hafa 
hann á milli okkar. Fyrir ofan rúmið langar mig að hafa þennan fallega skýjaóróa frá Kongens Slojd
í gráum og hvítum lit og þessi dökkbláu rúmföt frá Garbo&Friends eru afar falleg en ég á nokkur
hvít sem ég gæti notað með. Ég er mjög spennt að byrja á horninu en það verður þó ekki fyrr en í
lok sumars eða byrjun haustsins en ég deili því að sjálfsögðu með ykkur.

Þegar kemur að fötum þá þarf ég að passa mig að kaupa ekki allt en lítil strákaföt eru það allra 
sætasta sem ég hef séð. Þessi hvíta skyrta er eins og dökkbláa sem ég keypti um daginn en hún
er frá nýju merki sem fæst í Petit og heitir Noa Noa Miniature - ótrúlega fallegt og vandað merki.
Heilgallinn er ofarlega á listanum en hann á ég í gráu í 12-18 mánaða en þessi dökkblái væri
fullkominn svona fyrstu mánuðina. Ég verð svo auðvitað að fjárfesta í Nike skóm handa litla
gaur og eru þessir Huarache á listanum en þá getum við verið í stíl þegar hann byrjar að labba.
Ég minni á að það er ennþá afsláttur inn á Petit.is með kóðanum "taka2".

1. Kongens Slojd skýjaórói (fæst í Petit HÉR)     2. Sebra rúm (fæst í Petit HÉR)     3. Garbo&Friends naghringur (fæst í
Dimm HÉR)     4. Noa Noa Miniature skyrta (fæst í Petit HÉR)     5. Nike Air Huarache Ultra (fást á Babyshop HÉR)
6. Shirley Bredal heilgalli (fæst í Petit HÉR)     7. Garbo&Friends sængurver (fást í Dimm HÉR)     8. Kongens Slojd
peysa (fæst í Petit HÉR)     9. Garbo&Friends fyllt teppi (fæst í Dimm HÉR)
ASOS floral kaftan (HÉR)     ASOS design knot bikini (toppur HÉR og buxur HÉR)

Eftir rúmar þrjár vikur verð ég stödd við sundlaugarbakkann í gullfallegri villu við Lake Garda í
Ítalíu og þið skiljið ekki hversu spennt ég er. Mig hefur lengi dreymt um að heimsækja Ítalíu en
að fá að eyða viku þar með allri fjölskyldunni minni er ómetanlegt - þetta verður svo ljúft. Mig
vantaði nýtt bikiní fyrir ferðina og fann ég þetta fallega rauða bikiní inn á Asos um daginn. Ég
er mun hrifnari af fallegum sundbolum en með stækkandi bumbu þá er það aðeins óþægilegra 
en áður og gott að hafa bikiní með til að viðra bumbuna þegar hún er orðin aðeins stærri. 
Ég fann svo þennan fallega kimono sem er fullkomið yfir bikiníið sem "cover up" og svo væri
líka hægt að nota það á kvöldin yfir kjól - hversu fullkomið?! 

Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka.
Þessi færsla er ekki kostuð.

Ég var búin að bíða lengi eftir gærdeginum og var dagurinn yndislegur í alla staði - við áttum 
pantaðan tíma í sónar hjá 9 mánuðum og fengum við að vita kynið á barninu okkar. Það fór ekki
á milli mála hvað væri á leiðinni en um leið og hún setti sónartækið á magann minn sáum við að
það væri lítill strákur væntanlegur. Ég gleymi ekki svipnum á Níelsi þegar við föttuðum það en 
alveg síðan að ég varð ólétt hefur okkur báðum grunað að þetta væri strákur en ég var byrjuð að
efast um það seinustu vikur en hann var alveg fastur á sínu. Auðvitað skiptir kynið okkur ekki 
öllu máli en við erum í skýjunum með fréttirnar og verður þetta mjög gaman þar sem ég á bara
fjórar yngri systur og kann því lítið sem ekkert á stráka.

Eftir sónarinn skruppum við í Petit en mig langaði að kaupa fyrstu strákafötin á litla gaur og fundum
við helling af sætu - Níels þurfti að stoppa mig því það var svo mikið sem mig langaði í en það sem
kom með okkur heim var fallegur heilgalli frá Gro Company, skyrta frá einu fallegasta merki sem ég
veit um sem heitir Noa Noa Miniature og er nýtt hjá Petit og buxur frá I Dig Denim - það er til peysa
í stíl sem var ekki til í sömu stærð og buxurnar svo ég þarf að gera mér aðra ferð eftir henni, of sætt
svona sett. Ég gat svo ekki sleppt þessari ljónakringlu sem hefur fengið nafnið Ljónsi en hann er of
sætur. Um kvöldið tilkynntum við svo kynið fyrir fjölskyldu en pabbi minn átti afmæli í gær og 
yngstu systur mínar vildu endilega fá að sprengja blöðru sem við leyfðum þeim að gera. Þetta var
yndislegur dagur og ég get ekki sagt ykkur hversu spennt ég er að fá litla gaurinn í hendurnar 

Það er 15% afsláttur af öllu inn á Petit.is út helgina með kóðanum taka2 í tilefni opnunnar á
nýrri og endurbættri heimasíðu - ég mæli með að nýta hann til að versla eitthvað fallegt. 

Gro Company heilgalli (fæst HÉR)     Noa Noa skyrta (fæst HÉR)     Idigdenim buxur (fæst HÉR)

NA-KD trench coat (HÉR)     BOOHOO tie cuff rib dress (HÉR)

Það er smá síðan að ég leyfði mér að panta af netinu en ég var svo hrædd um að enda á því að passa
ekki í neitt af fötunum mínum en ég fann svo loksins nokkrar flíkur sem virka bæði við bumbu og
ekki við bumbu. Það eru tvær flíkur sem standa upp úr og hef ég notað þær mikið á þeim stutta tíma
sem ég er búin að eiga þær og eru það þessi létta kápa frá NA-KD og þessi æðislega peysa sem ég
pantaði mér af Asos. 

Ekki að mig vantaði yfirhöfn en mér fannst mér samt vanta einfalda létta svarta kápu fyrir vorið og
sumarið og rakst ég á þessa inn á NA-KD fyrir nokkrum dögum. Ég var strax heilluð af henni en hún
var nákvæmlega það sem ég var að leita að - síð, létt og með fallegum smáatriðum á ermunum. Það
besta er að hún var komin alla leið heim að dyrum til mín á tveimur dögum, sendingin var frí og ég
endaði á því að borga engin gjöld þegar hún kom sem kom mér á óvart en ég get ekki kvartað. Mig
langar smá að panta mér hana í öðrum lit en hún er líka til í ljósbrúnu og vínrauðu. Ég heillaðist líka
strax af þessum hvíta peysukjól en mér fannst hann vera fullkominn yfir sæta bumbu í sumar og ég
elska þessi smáatriði á ermunum - hann kostar ekki mikið og er líka til í svörtu og er ég að pæla að 
fá mér hann líka. Peysan er svo sæt yfir gallabuxur og líka við sokkabuxur þegar gallabuxurnar passa
ekki lengur 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.
Stjörnumerktar vörur fékk ég sem gjöf.

Ég verð að segja ykkur frá tveimur vörum sem ég er með gjörsamlegt æði fyrir í augnablikinu en eru
þær báðar nýjar vörur frá snyrtivörumerkinu BECCA sem kom í sölu hér heima í fyrra. Allar þær
vörur sem ég hef prófað frá merkinu finnst mér ótrúlega góðar og því var ég svo spennt þegar ég
sá þessar nýjungar frá þeim. Fyrst prófaði ég Under Eye Brightening Setting púðrið* en nota ég
það til að setja hyljarann undir augunum og birtir það augnsvæðið ásamt því að hyljarinn helst á
sínum stað allan daginn. Púðrið er ótrúlega fínt með ljóma í og hefur það algjörlega komið í stað
Laura Mercier púðursins míns sem ég hef notað í nokkur ár núna. Þar sem ég var svo hrifin af 
þessu púðri þá var ég mjög spennt þegar ég komst að því að BECCA væri að koma út með nýtt
andlitspúður líka. Það var þó ekki það eina sem seldi það fyrir mér heldur er 50% af púðrinu
vatn - já, ég sagði vatn! Þetta er ótrúlega óvenjulegt innihaldsefni í púðri og því varð ég mjög
forvitin að prófa en allar þær umsagnir sem ég hef séð lofsyngja púðrið og þrátt fyrir að ég hef
ekki notað það oft verð ég að taka undir það. Það er ótrúlega skrýtin tilfinning að setja púðrið
framan í sig en það er eins og maður sé að setja vatn á húðina en samt sem áður en púðrið
þurrt - það gefur húðinni gullfallega áferð og í þau fáu skipti sem ég hef notað það yfir farða
í flugi þá þarf ég ekkert að laga mig og fer engin olía í gegn sem er algjör snilld. Ég ætla
að halda áfram að prófa mig áfram með það en so far, soooo good  Því miður er andlitspúðrið
uppselt á Íslandi en ég læt ykkur vita ef það kemur aftur og þá hvenær því þetta er vara
sem þið þurfið!

Blogger Template Created by pipdig