BIRTHDAY: 22

21 November 2014


Ég ætlaði að vera löngu búin að skella inn færslu í dag en það er meira mál en ég hélt að
halda afmælisveislu. Í dag er ég 22 ára og þar sem þetta er fyrsti afmælisdagurinn minn
eftir að ég flutti að heiman var ég svo spennt að halda fyrstu veisluna mína. Ég bauð mínum
nánustu hingað heim og við gæddum okkur á yndislegum kökum og gotteríi. Ég gerði mína
fyrstu rósaköku sem heppnaðist bara mjög vel en ferlið var ansi strembið og þá sérstaklega
þegar ég kláraði kremið og hálf kakan var eftir - en það auðvitað reddaðist og allir sjúkir í
kökuna. Ég fékk yndislegar gjafir og var svo heppin að fá að eyða deginum með uppáhalds
fólkinu mínu - á morgun er svo partý #2 þar sem ég ætla að bjóða vinkonuhópnum heim í
spjall og kökur.

Takk allir fyrir fallegu kveðjurnar ykkar, ég er svo heppin að eiga góða að sem gera þennan
dag alltaf svo minnisstæðan 


// I was going to blog this morning but throwing a birthday party is more work than I
though. Today I turned 22 years old and since it's my first birthday after I moved into
my own place I was so excited to throw my first birthday party all by myself (and with 
a lot of help from my mom). I invited my closest family and we spent the day eating 
cakes and just talking. I made my very first rose cake which turned out so amazing
even though there was some drama in the process (the frosting finished so I had to
make a new batch right before the guests arrived) - but everyone loved it so mission
accomplished. Thank you all for your lovely birthday wishes, I am so lucky to have
amazing people in my life that make this day always so memorable 


HOME: feathers

19 November 2014

SOFIE ROLFSDOTTER feather illustrations - find them HERE and HERE

Ég deildi þessari mynd á Instagraminu mínu í gær og fékk nokkrar spurningar um myndirnar
tvær. Ég er nýlega búin að uppgvöta Etsy sem er algjör snilld og fann ég þessar tvær myndir
þar. Ég hef alltaf verið svo hrifin af fjöðrum og mér finnst þessar myndir alveg einstaklega 
fallegar! Ég er búin að finna fullkomin stað fyrir þær en ég er með tóman gráan vegg inni í
eldhúsi sem þær fá að prýða. Hönnuðurinn af þessum myndum er með mjög fallegt úrval af
myndum á síðunni sinni - ég mæli með því að þú kíkir á það.

Eigið góðan dag - ég var að ljúka við að skila af mér 30 bls markaðsrannsókn og get því
loksins andað aðeins léttar og átt notalegan dag heima við. Ég er ein heima í allan dag og
á heila súkkulaðiköku sem kærastinn minn bakaði í gær, þetta verður góður dagur x


// I Instagrammed this picture yesterday and got some questions about the illustrations.
I got them on Etsy and absolutely love them - I have an empty grey wall in the kitchen
and I am going to hang them there. Have a great day everyone, I just finished a 30 page
market research so I can finally breath for a while. I am also alone home with a whole
chocolate cake, so I know this day is going to be good xFASHION: current inspiration

18 November 2014

MYNDIR TEKNAR AF PINTEREST - FINNDU MIG ÞAR HÉR

Ég er búin að vera svo löt seinustu daga að ég hef ekki klætt mig í almennileg föt í nokkra 
daga - ég eyði deginum mínum bara heima við annað hvort að læra eða hanga á Tumblr í
kósýgallanum! Stundum dettur maður bara í svona gír en Pinterest hjálpar mér alltaf þegar
ég er í svona gír. Innkaupalistinn fyrir Flórída lengist með hverjum deginum og ætla ég að
leggja áherslu á að kaupa mér klassískar flíkur sem duga lengi og eru frekar minimalisic
en það er einmitt stíllinn sem ég heillast svo mikið af.

Mér finnst eiginlega ótrúlegt hversu hratt tíminn líður, önnin er að klárast og ég á afmæli
á Föstudaginn. Áður en ég veit verð ég búin með prófin og ligg flatmaga við sundlaugina,
hversu yndislegt verður það. Eigið góðan dag elsku lesendur x


// I have been so lazy for the last couple of days that I haven't even gotten dressed
properly and have been spending my days either studying or hanging on Tumblr 
in my pyjamas! When I am feeling uninspired Pinterest always saves me. I have
been pinning away for the last couple of days and am super inspired to add some
new things to my wardrobe when I go to Florida in a month. I can't believe how
fast time flies. Before I know, finals will be over and I will be by the pool, how nice x
INSTAGRAM diaries

16 November 2014

HOME - skenkurinn er úr Besta línunni í Ikea, vasinn úr H&M Home og fuglarnir
eru úr Epal // HOME - the cabinet is from the Besta line at Ikea, the vase is from 
H&M Home and the birds are from Epal.

Ég fékk góða gesti eina helgina en þetta er yngsta systir mín Ósk - hún er 4 ára, ákveðin og alveg ótrúlega
fyndin manneskja. Mamma gerði amerískar pönnukökur handa okkur og Bamba // I got some fun visitors
one weekend but this is my youngest sister, Ósk - she is 4 years old, determined and such a fun person. 
Our mom made pancakes for us and Bambi.

HOME - önnur mynd heima við, þarna sést í svefnherbergið úr stofunni // HOME - another
picture from our apartment, here you can see the bedroom from the living room.

Fékk að prófa nokkrar vörur frá YSL, þetta merki er orðið eitt af mínum uppáhalds þegar það kemur að
snyrtivörum // Got to try out some products from YSL, this brand is one of my favourite when it comes to
make up. 

Eitt sem ég elska og geri oft eru pönnukökur, þegar þær eru ekki amerískar þá geri ég bananapönnsur og set
sýróp yfir þær, ferksa ávexti og möndlur // One thing that I make a lot are pancakes, if they aren't American 
then I make banana pancakes with syrup, fresh fruit and almonds.

Fann þessa fínu thigh high boots inn í fataskáp, elska þetta trend fyrir veturinn // Found these thigh high
boots in my closet, love this trend for winter.

Það kannski sést ekki nógu vel á svipnum á mér en þarna er ég mega spennt að borða
matinn minn á Snaps, pönnukökurnar þar eru þær bestu sem ég veit um // You really can't
tell from my face but I am bursting with excitement to eat my food here, Snaps has the
best pancakes in Reykjavík.

Ég eyddi seinustu viku í algjört leti og lærdóm, alveg nauðsynlegt. Ég fékk þessi augnhár frá Modelrock um daginn
og hlakka til að deila með ykkur hvernig mér finnst þau í vikunni // I spent my last week being super lazy and studying
a bit. I got these lashes by Modelrock and will be sharing a post with you on them this week.

Systir mín fékk sér hund um daginn og ég varð að heimsækja þau áður en hún verður of stór, svo sæt
og fluffy // My sister got a dog the other day and I had to visit them before she gets big, she's so cute and
fluffy.

Ein sátt með nýja úlpu fyrir veturinn, ein bestu kaup vetrarins // Super happy with my new winter
jacket.

Ég er búin að vera ansi löt hérna á blogginu seinustu daga, enda er skólinn að klárast og það 
þýðir bara eitt - lokaprófin nálgast. Ég er orðin mjög spennt að klára önnina enda fer ég til
Flórída tveimur dögum eftir seinasta prófið og ætla að slaka á þar um jólin. Mig hlakkar til
að blogga þaðan og klæða mig í aðeins léttari föt en ég er vön að gera hér. Ég fékk svo góðar
fréttir í byrjun seinustu viku og spenningurinn fyrir því er alveg í hámarki - hlakka til að segja
ykkur meira bráðlega. Ykkur er alltaf velkomið að fylgja mér á Instagram, en ég er dugleg að
deila myndum af daglega lífinu þar. Þið finnið mig undir @alexsandrab.

Njótið Sunnudagsins ykkar, ég eyði honum í lærdóm fyrir próf en væri svo til í að
liggja í leti x


// I have been super lazy here on the blog for the last couple of days but school is almost
over and that just means one thing - finals! I am so excited to finish this semester and go
to Florida for the holidays. I am so excited to relax there and blog from there as well. I also
got some very exciting news last week and can't wait to share them with you soon. You are
always welcome to follow me on Instagram - find me there under @alexsandrab xNEW IN: 66° North

14 November 2014

66° NORTH vatnajökull jacket

Ég held að ég hafi ekki verið ein í úlpu hugleiðingum seinustu vikurnar, en það er orðið svo kalt
úti að það er orðið erfitt að skríða fram úr á morgnanna vegna kulda. Ég á mjög góðar úlpur en
mig vantaði eitthvað aðeins léttara en þær og ég fann nákvæmlega það sem ég var að leita mér að.
Fyrir valinu varð þessi jakki frá 66° Norður - hann heitir Vatnajökull og fæst HÉR.

Hann er ótrúlega þæginlegur og er ég búin að nota hann frekar mikið á seinustu dögum. Það er 
auðvelt að klæða hann upp eða niður, hann er mjög léttur en samt hlýr og svo er hann líka bara
svo ótrúlega fallegur. Ég fékk mér hann í klassískum svörtum lit en hann kemur í nokkrum litum
og einnig er til síðari útgáfa sem er aðeins öðruvísi en þessi. Vörurnar frá 66° Norður eru í miklu
uppáhaldi hjá mér og hef ég átt tvær úlpur frá þeim og núna tvo jakka. Þær eru mjög endingargóðar
og vandaðar - fyrsta úlpan mín er síðan 2008 og hún er enn í fullkomnu standi í dag. Það versta er
að hún passar ekki ennþá á mig svo að litla systir mín var ansi heppin með það - en næst á dagskrá
hjá mér er að kaupa mér svarta Þórsmörk parka, það er ein besta flík sem ég veit um. Ég mæli samt
algjörlega með þessum jakka fyrir þá sem eru að leita sér að aðeins léttari flík x


// It's been so cold here in Iceland lately that I got a myself a new jacket to keep warm. I wanted
one that is a little bit more lighter than my coats and parkas so I chose this jacket from 66° North.
It's called Vatnajökull and I absolutely love it. You can purchase it HERE if you are interested. I
always love the products from 66° North, I have had two parkas and now two jackets from them 
and they are still in perfect condition. Next I am going to buy the Þórsmörk Parka, it's one of the
comfiest and warmest piece ever xProudly designed by | mlekoshiPlayground |