25 November 2015

THAT TIME OF YEAR


Það fer að koma að besta tíma ársins - jólunum! Ég er algjört jólabarn og bíð spennt eftir helginni en
þá ætla ég að setja upp smá jólaskraut og vonandi kaupa mér jólatré. Ég hef aldrei sett upp jólatré 
síðan við fluttum svo mér finnst vera kominn tími til. Ég þarf þó fyrst að komast í gegnum lokaprófin
í skólanum áður en ég kemst í eitthvað jólaskap - þau byrja í næstu viku og ég vildi bara láta ykkur 
vita að það verður eflaust mjög rólegt hér aðeins lengur. Ég vill ekki setja inn færslur bara til að 
blogga heldur vill ég virkilega sýna ykkur eitthvað skemmtilegt og fallegt. Í augnablikinu er ekkert
spennandi í gangi hjá mér svo það er ekki mikið að blogga um - en ég ætla að setja inn nokkrar
færslur á næstu dögum, þar á meðal ætla ég að sýna ykkur nokkra nýja hluti í fataskápnum mínum
og rútínuna mína þegar það kemur að húðhreinsu. Þangað til næst x


It's almost that time of year - Christmas! I absolutely love Christmas and I am excited for the 
weekend but I am going to put up some lights and hopefully buy a Christmas tree. I have never
put up a tree in our apartment so I feel like it is time. I first have to get through the finals but
they start next week so thing are kind of hectic. I won't be blogging that much since I have
to focus on my studies so I hope you understand. I really don't have that much to blog about
since all I do is sit at home studying all day long, not that exciting. However, I am going to
share some new pieces in my wardrobe with you soon as well as my skin care routine. Hugs x


22 November 2015

23


Gærdagurinn minn var svo yndislegur! Ég átti 23 ára afmæli í gær og í tilefni dagsins fór ég í brunch
á Snaps með foreldrum mínum, systrum og Níelsi. Það var svo gaman að hittast öll saman og borða
góðan mat! Níels bauð mér svo í spa og andlitsbað sem var æðislegt, ég hef aldrei verið jafn slök og
mjúk! Ég þurfti alveg á því að halda svona korter í lokaprófin. Við eyddum svo kvöldinu okkar á
Grillmarkaðinum þar sem við borðuðum á okkur gat, það var ekkert smá gott og ég fór upp í rúm
alveg í skýjunum með daginn! Takk allir fyrir afmæliskveðjurnar, er mjög þakklát x


Yesterday was such a wonderful day! It was my 23rd birthday yesterday and I started the day by
going to brunch at Snaps with my parents, sisters and Níels. It was so much fun being all together
and enjoying good food! Níels then took me to a spa where I got a facial, it was the best thing ever!
It was so nice to relax a bit before I start studying for the finals tomorrow. We then went out to dinner
at Grillmarkaðurinn where we ate so much good food, the perfect way to end this perfect day! 
Thank you all for the sweet birthday wishes, I am so grateful x
19 November 2015

THE DRESS FOR CHRISTMAS

ASOS wrap dress (here)    ASOS deep plunge dress (here)    ASOS glitter midi dress (here)

Núna þegar það er orðið aðeins rólegra í skólanum þá er ég byrjuð að hugsa aðeins um jólin og 
auðvitað þá helst jóladressið. Ég keypti ótrúlega fallegan svartan kjól þegar ég var í París en mig
langar að panta mér einn í viðbót og nota hann þá annað hvort á aðfangadag eða á áramótunum.
Þessi þrír fyrir ofan eru ótrúlega fallegir og á ég í smá vandræðum að velja á milli þeirra, en svo
er þessi frá Missguided mjög flottur líka - hvað finnst ykkur? x


Now things are calming down at school so I have been starting to think about Christmas and 
of course the christmas dress. I found a really nice black dress when I was in Paris but I want
to order another one to use either on Christmas Eve or New Years Eve. These three above are
the ones I am thinking about and I am having some trouble choosing between them, I am also
craving this one from Missguided - what do you think? x15 November 2015

LAST COUPLE OF DAYS


Halló allir - þá læt ég loksins heyra aðeins í mér en seinusta vika hefur verið ótrúleg! Önnin er að
klárast eftir nokkra daga og því er ég búin að eyða seinustu nokkrum dögum upp í skóla að vinna í
verkefnum og að læra frá morgni til kvölds. Það hefur því verið frekar lítill tími til að vinna í blogginu
en þetta fer að klárast og þá get ég verið mikið duglegri. Í millitíðinni getið þið fylgt mér á Instagram
undir @alexsandrabernhard og á Snapchat undir @alexsandrabernh (munið eftir s-inu á milli x og a,
það eru ansi margir sem klikka á því og adda vitlausu). Þangað til næst x


Hello everyone - I just wanted to let you know that I am alive but the last week has been crazy! The
semester is coming to an end so I have been at school every single day from morning to night working
on projects and studying. Because of that I hardly have the time to work on the blog so I hope that
you forgive me. At the end of next week things will be better, until then you can always find me on
Instagram under @alexsandrabernhard and on Snapchat under @alexsandrabernh. Hugs x08 November 2015

A LITTLE ADVENTURE


Það kemur alltaf tímabil í lífinu, held hjá okkur öllum, þar sem við þráum breytingu og eitthvað nýtt.
Ég er búin að vera að þrá það í nokkra mánuði núna og ákvað ég að gera eitthvað í því. Ég er alveg
rosalega vanaföst og finnst mjög óhugnalegt að fara út fyrir þægindarrammann minn en ég hef lært
í gegnum árin að það borgar sig alltaf og maður lærir svo mikið af því. Fyrir þremur árum bjó ég í
Los Angeles með kærastanum mínum og eins óhugnalegt og það var að flytja lengst í burtu frá öllum
þá var þetta eitt besta ár lífs míns. 

Ég klára háskólann hérna heima næsta sumar og ég fór að hugsa hvað mig langaði að gera eftir það.
Það gerði mig ekkert spennta að hugsa um að fara í masters nám hér heima svo ég ákvað að það væri
kominn tími til þess að stíga út úr þægindarrammanum aftur. Fyrir rúmum tveimur vikum sótti ég um 
í masters nám erlendis, í bæði Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn. Ég er enn mjög óákveðin hvert mig
langar að fara, en Stokkhólmur heillar mig aðeins meira (ég vil þakka henni Kenzu fyrir það haha). 
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist, en það er alveg klárt að við flytjum erlendis á næsta ári. Það
er eitthvað sem heillar mjög - það verður líka mun skemmtilegra að blogga frá Skandinavíu, ég er
alveg komin með nóg af umhverfinu hér á Íslandi. Breyting er alltaf góð, er það ekki? x


I think we all get this moment in life when we really want a change and something new. I have
been feeling like that for a couple of months now so I decided to do something about it. I am
really scared of going out of my comfort zone but I have learned through the years that it always
pays off. Three years ago I lived in Los Angeles with my boyfriend while he was at university and
even though we were so far way from everyone, it was one of the best years of my life.

I am graduating from the University of Iceland next summer and I was thinking about what I wanted
to do after that. I wasn't really that into getting my masters degree in Iceland so I decided that it was
time to step out of my comfort zone again. About two weeks ago, I applied for a masters degree in
both Stockholm and Copenhagen. I am still not sure where I want to go the most, but I am leaning
more towards Stockholm (thanks to Kenza). Now I just have to wait and see what happens, but it
is a sure thing that we are moving next year. I am really excited about it but a little it scared at the
same time - being away from everyone is so hard but blogging from Scandinavia will be so much
fun. A change is always good, right? x