ASOS suede biker jakcet (fæst HÉR í bleiku og HÉR í gráu)

Nei þið vitið ekki hversu spennt ég er akkúrat núna - ég fór um daginn í smá leiðangur í Kringlunni 
þar sem ég var að leita mér að rússkinn jakka og múlaskóm (mules á ensku, hef ekki betra nafn á
þetta haha). Ég kom heim með kjól og kerti en það gerist alltaf að þegar ég er að leita að eitthverju
ákveðnu þá finn ég það ekki en enda bara með eitthvað allt annað. Ég dó samt ekki ráðalaus og ég
kíkti um leið á Asos þegar ég kom heim og viti menn, þarna var hann - hinn fullkomni rússkin biker
jakki og í þessum tveimur fullkomnu litum!

Ég átti mjög erfitt með að velja á milli því mér finnst báðir litirnir geðveikir en ég ákvað að taka
þennan bleika þar sem mér finnst hann fullkominn fyrir vorið - það var aðeins erfiðara en ég hélt
þar sem hann var alltaf uppseldur í minni stærð (ég nota UK 10 fyrir ykkur sem eruð að pæla, það
er EU 38) en málið með Asos er að stærðirnar poppa inn allt í einu. Ég fylgdist bara vel með og
kíkti á stærðirnar eflaust 20 sinnum á dag þar til ég sá hann í minni stærð í morgun, þá dreif ég
mig að setja hann í körfu og nú bíð ég spennt eftir að fá hann í hendurnar. Hann er uppseldur í
langflestum stærðum í bleika litnum en ég mæli með að bæta honum við á Saved Items og svo
fylgjast vel með - annars er hann til í gráu líka í öllum stærðum 
Þessi færsla er unnin í samstarfi við St. Tropez á Íslandi // Vöruna fékk ég að gjöf.

Já, þið eruð að lesa rétt -  ég er að blogga um brúnku. Þið vitið það eflaust langflest að ég er hvítari
en allt og í raun finnst mér það bara í lagi en upp á síðkastið hef ég af og til verið að setja á mig 
brúnku og ég verð að viðurkenna, það lætur manni alveg líða aðeins betur að vera með smá lit á
sér. Ég hef prófað alveg nokkrar vörur, sumar hræðilegar en aðrar mjög góðar en ég ætla einmitt
að segja ykkur aðeins betur frá tveimur vörum sem ég er mjög ánægð með og hef verið að nota
seinustu vikur.

Varan heitir Luxe Dry Oil og er frá St. Tropez - ég fékk bæði fyrir andlit og fyrir líkamann og ég
verð að viðurkenna að ég var frekar smeyk við að prófa þær fyrst þegar ég fékk þær þar sem ég er
vön að nota froðu eða krem en ekki olíur. Ég ákvað að prófa þetta um daginn áður en ég fór til
Orlando þar sem ég vildi ekki vera algjör næpa á sundlaugarbakkanum og vá, olían kom mér 
ekkert smá á óvart. Ég notaði hanskann frá St. Tropez til að bera hana á og ég var í smá veseni
fyrst þar sem þetta er aðeins erfiðari að bera á en froða en á endanum kom þetta. Það tók mig
kannski um 5 mínútur að bera á allan líkamann og það sem mér finnst vera þægilegast við olíuna
er að þú sérð hana á líkamanum um leið og þú berð hana á. Olían er þurrolía svo húðin verður 
ekki blaut eða klístruð af henni sem er algjör snilld - ég setti olíuna á mig eftir sturtu áður en ég
fór að sofa og þegar ég vaknaði næsta dag fór ég í sturtu og skolaði mig. Liturinn kom mjög
vel út, var mjög jafn og mér fannst ég vera ekkert smá brún! Ég setti svo andlitsolíuna í andlitið
á mér og hún kom einnig mjög vel út, hún stíflaði ekki á mér húðina og þornaði einnig mjög
fljótt.

Ég get ekki mælt meira með þessari brúnku og ég er eiginlega spennt að nota hana aftur á 
mig þar sem liturinn var svo fallegur - undirtónninn í brúnkunni er rauður en ekki grænn eins
og vanalega og hentar olían þurru húðinni minni mjög vel. 

Vörurnar frá St. Tropez fást í verslunum Hagkaupa meðal annars. 

ASOS split back t-shirt (HÉR)     ASOS ribbed sweat dress with lace (HÉR)
NIKE rally sweatshirt in white (HÉR)    ASOS plunge wrap blouse (HÉR)

Ég skulda ykkur nokkra Asos lista en ég hef aðeins verið að slóra með þá - lofa að þetta gerist ekki
aftur! Ég hef reyndar ekki verið að panta mér mikið af Asos upp á síðkastið en það eru alveg nokkrar
flíkur sem mig langar svo í að ég enda á því að panta mér bráðlega. Hér höfum við fjórar flíkur sem 
eru ofarlega á óskalistanum mínum en ég er að pæla að panta mér hvíta bolinn og svörtu peysuna 
með blúndunni neðst - hversu fullkomin er hún?! Eins og þið vitið eflaust þá elska ég blúndukjólinn
af Asos sem ég bloggaði um fyrr í ár (fæst HÉR) og því er þessi peysa ekta fyrir mig. Ég hef svo 
verið að leita mér að fullkomnum hvítum bol fyrir sumarið og mér finnst þessi með klaufinni svo
skemmtilegur, klassískur en með smá svona details. 

Nike peysan er svo fullkomin svona hversdags við leggings en ég nota mína svona svarta óspart.
Hvíta blússan er svo fullkomin við aðeins fínni tilefni við svartar rifnar gallabuxur og fallega
hæla - já takk 
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected á Íslandi // Peysuna fékk ég sem gjöf.

Halló - ég er mætt aftur í rútínu eftir smá lægð en ég þurfti bara smá pásu bæði frá blogginu og frá
helstu samfélagsmiðlum í nokkra daga. Það var bara nokkuð yndislegt að fá smá pásu en ég eyddi
helginni minni í góða veðrinu í Flórída og kom svo beint heim í páskamat til mömmu. Mig langaði
að sýna ykkur nýja peysu sem ég fékk fyrir helgi en hún er strax orðin uppáhalds í augnablikinu og
verður eflaust mikið notuð. Ég kolféll fyrir henni um leið og ég sá hana og hugsaði hversu fullkomin
hún yrði í vor og sumar yfir létta kjóla - hún er nefnilega úr Merino ull og er því mjög hlý! 

Hún er úr einni af minni uppáhalds verslunum hér heima, Selected, sem er í Smáralind. Ég var í smá
vandræðum með að velja mér lit en peysan er til í þremur litum - þessum dökkbláa sem ég valdi mér
(það eru samt bara nokkrar eftir í þeim lit) og svo líka í svörtu og ljósgráu. Fullkomin gæðaflík sem 
passar við allt og mun duga mér lengi - hún kostar 15.990 og ég tók hana í stærð Medium 
Þessi færsla er ekki kostuð // Myndirnar eru teknar af Pinterest.

Halló halló - mig langaði að láta vita af mér en ég er lifandi! Ég var svo heppin að næla mér í flensu 
og hef ég því verið heima rúmliggjandi síðan ég kom heim frá New York á sunnudaginn. Seinasta
vika fór líka í veikindi en þrátt fyrir þau náði ég að mála stofuna okkar eins og ég hef verið að tala
um að gera - hún er því núna orðin ljósgrá og er ég ekkert smá ánægð með það. Liturinn sem ég valdi
er fullkominn, hann er ekki of dökkur en á sama tíma gerir hann ótrúlega mikið og er allt orðið mun
hlýlegra. Mig hlakkar svo til að deila með ykkur myndum af stofunni þegar allt er klárt en fyrst þarf
ég að klára að gera myndavegginn en hann ætla ég að hafa fyrir ofan sófann og svo er ég líka að bíða
eftir nýjum spegli sem ég ætla að setja fyrir ofan Besta skenkinn okkar.

Mig hefur lengi langað að setja upp myndavegg en ég elska þannig veggi - ég enda örugglega á að
gera eitthvað í líkingu við efstu myndina til vinstri en hana er ég að nota sem viðmið. Ég pantaði mér
nokkrar myndir af Desenio (elska þessa síðu en því miður sendir hún ekki til Íslands) og ætla ég að
blanda þeim saman við myndir sem ég á nú þegar. Þær fara allar í svarta ramma og mun það gera
allt enn hlýlegra og ég er svo spennt að klára vegginn. Ég mun að sjálfsögðu sýna ykkur hér þegar
hann er tilbúinn og ég ætla að sýna ykkur frá ferlinu á Snapchat hjá mér en ég er þar undir
@alexsandrabernh (ekki gleyma auka s-inu) 
Blogger Template Created by pipdig