Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég sjálf.

Þá er komið að næsta merki sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðginum! Ég mæli algjörlega með
að kaupa ekki of mikið af ákveðnum merkjum á meðgöngunni en ég til dæmis keypti nokkra náttgalla
frá fallegu merki sem ég var mjög hrifin af en svo þegar við byrjuðum að nota gallana þá sá ég að þeir
hentuðu Frosta ekki. Maður finnur það langbest að mínu mati hvaða merki og hvernig flíkur henta 
þegar maður byrjar að nota þær. Eitt merki sem hentar okkur ótrúlega vel og langar mig liggur við að
kaupa allt frá þeim er merkið Soft Gallery. Þið kannist eflaust við uglumynstrið fallega en ég byrjaði
á því að kaupa bláa uglusamfellu og mjúkar víðar buxur við. Mér persónulega finnst langþægilegast
núna að klæða Frosta í samfellu og buxnasett svona hversdags og elskum við bláa settið. Þar sem mér
fannst það svo þægilegt þá ákvað ég að fá mér gráa ullusamfellu og leggings í stíl við og höfum við
notað það sett mikið - það er svo fallegt undir gráa prjónagollu. Settin hans Frosta eru öll í stærð 3m
en þau passa ennþá á hann núna 6 mánaða svo fötin stækka með honum sem er yndislegt!

Soft Gallery fæst hér heima í Petit.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Origins.

Ef þið þekkið húðvörumerkið Origins þá hafið þið pottþétt heyrt um Drink Up næturmaskann
fræga sem inniheldur avocado. Ég kynntist honum fyrir nokkrum árum síðan og hefur hann verið
partur af rútínunni minni síðan þá og hef ég farið í gegnum nokkur stykki af honum. Mér finnst hann
ómissandi þegar ég er að fljúga en það er ekkert betra en að setja gott lag af honum á hreina húð eftir
flug! Nú nýlega kom út nýr Drink Up maski en það sem gerir þenna ólíkan næturmaskanum er að
hann virkar á einungis 10 mínútum (sem er fullkomið þegar maður hefur ekki mikinn tíma eins og
ég með lítið kríli) og hann inniheldur apríkósur í staðinn fyrir avocado. Apríkósur eru stútfullar af
efnum sem eru góðar fyrir húðina eins og vítamín A og vítamín E sem næra húðina og veita henni
nauðsynlegan raka. 

Ég prófaði maskann fyrir rúmum tveimur vikum síðan í fyrsta skipti og er hann strax meðal 
uppáhalds húðvaranna minna! Það gerist sjaldan að ég elska vöru svona fljótt eftir fyrstu prufu
en húðin mín verður svo ótrúlega góð eftir maskann - stútfull af nauðsynlegum raka og hún
gjörsamlega ljómar. Mæli með ef þið eruð að leita ykkur að góðum rakamaska 

Origins fæst meðal annars í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Lyfju, 
Lyf&Heilsu og inn á Beautybox.is.


Það er kominn tími á svolítið stóra breytingu hjá okkur - kannski ekki miðað við seinustu breytingu
í lífinu okkar (hæ Frosti) en samt sem áður frekar stór breyting sem hræðir mig aðeins. Við höfum
verið að tala um að selja íbúðina sem við höfum búið í seinustu sex árin og stækka við okkur þar sem
við erum nú komin með eitt barn og einnig langar okkur í stærra dagrými (s.s. stofu og eldhús). Við
settum því íbúðina á sölu í seinustu viku og eftir minna en fjóra daga á sölu var hún svo seld. Við
flytjum því út um miðjan maí eða eftir rúmlega þrjá mánuði og á ég mikið eftir að sakna þess að
búa á Gunnarsbrautinni en á sama tíma er ég mjög spennt fyrir komandi tímum.

Ég verð samt að viðurkenna að við vitum ekki hvað tekur við en við erum að skoða fasteignavefinn
daglega og vonum að finna hina fullkomnu eign fyrir okkur sem fyrst. Hlakka til að deila því með
ykkur þegar það gerist 

Þessi færsla er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.

ASOS utility jumpsuit (HÉR)     ASOS daisy maxi skirt (HÉR)
ASOS blazer playsuit (HÉR)     ASOS collarless dress (HÉR)

Ég var eiginlega rukkuð um Asos lista um daginn af vinkonu minni en ég hef ekki sett einn inn
heillengi svo ég skulda ykkur nokkra! Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki pantað mér af Asos
síðan í Október í fyrra (ég veit!! ég er í sjokki líka) en ég hætti eiginlega að panta á mig og byrjaði
að panta á Frosta í staðinn þar sem lítil sæt barnaföt eru stórhættuleg. Í orlofinu er ég náttúrulega
mikið heima við og er þá helst bara í kósýgallanum en ég finn núna þegar sólin skín og dagsbirtan
er orðin meiri að nennan til að klæða sig og gera mig fína er að koma aftur. Það var því fullkomin
tímasetning að skella í einn Asos lista - það sem er í uppáhaldi hjá mér af honum eru samfestingarnir
tveir og langar mig mikið að panta mér þá. Þessi hér er fullkominn allt árið og elska ég vasana að
framan og að hann er tekinn saman í mittið - hægt að nota hann bæði hversdags við hvíta strigaskó
og svo við hæla við fínni tilefni. Hinn samfestingurinn er þessi fyrir neðan en hann lítur út eins og
oversized blazer en er í raun og veru samfestingur - hann er ekkert smá sætur fyrir sumarið 
Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég mér sjálf en sumar með afslætti.

Mig langar að byrja á nýjum lið hér á blogginu þar sem ég deili með ykkur þeim merkjum sem við
Frosti erum mjög hrifin af og mælum með. Þegar ég var ófrísk af honum þá keypti ég mjög mikið af
hinu og þessu en maður finnur það best þegar maður byrjar að nota hlutina hvernig maður fýlar þá.
Það er alveg sumt sem ég var mjög hrifin af en svo þegar við byrjuðum að nota það þá er það eitthvað
sem ég myndi ekki kaupa aftur en nú ætlum við að tala um þau merki sem við elskum og sem við 
myndum kaupa aftur og aftur. 

Mér finnst fullkomið að byrja á einu uppáhalds merkinu okkar: Konges Slojd. Merkið er danskt og
var ég búin að kaupa smá á meðgöngunni sem við höfum notað mikið og því hef ég keypt fleira eftir
að Frosti fæddist. Ég á brjóstagjafapúðann frá þeim og tvenn áklæði og er ég mjög ánægð með þau
kaup, ég ætlaði fyrst ekkert að vera með gjafapúða en guð hvað mér finnst það vera mikið must have.
Þegar Frosti var um mánaðargamall var þetta dress mikið notað og var ég mjög leið þegar það varð
of lítið á hann - ég þyrfti helst að næla mér í það í stærri stærð. Við eigum einnig sítrónuheilgalla sem
er orðinn of lítill en það bíður okkar fallegur loftbelgjagalli í stærð 80/86. Hann er núna í 62/68 og er
nýjasta settið hann einmitt í stærð 68/74 en ég fann það í Barnaloppunni í seinustu viku. Ég elska að
detta inn þar og finna svona gersemar en það er þetta loftbelgjasett sem er á myndunum! Ég verð líka
að minnast á peysurnar frá þeim en þær eru yndislegar - svo mjúkar og vandaðar úr 100% merino ull!
Leikföngin eru einnig skemmtileg og eigum við t.d. Ljónsa þaðan (ljónabangsi) og Frosti gjörsamlega
elskar hann 

Konges Slojd fæst hér heima í Petit.


Blogger Template Created by pipdig