ALEXSANDRA BERNHARÐ

Image Slider

5.2.16

HELLO FRIDAY


Góðan dag yndi - ég veit að þið eruð öll hress með að það er kominn föstudagur! Ég er búin að liggja
heima þessa viku með hundleiðinlega magapest og því ekki búin að ná að gera eins mikið og mig 
langaði. Ég ætlaði að vera rosa dugleg að vinna í BS ritgerðinni og taka myndir fyrir bloggið en það
verður bara að bíða þangað til í næstu viku. Janúar var mjög vinsæll mánuður á blogginu og var mjög
gaman að sjá heimsóknarfjöldann rísa upp - það hvetur mig bara til þess að halda áfram og gera enn
betur. Á næstu dögum ætla ég að deila með ykkur nokkrum nýjum flíkum í fataskápnum mínum, 
nýjum uppáhalds snyrtivörum, uppáhalds dressinu mínu sem ég er búin að klæðast endalaust og
svo ætla ég einnig að deila með ykkur uppáhalds bloggurunum mínum. Það sem er búið að hjálpa
mér mikið upp á síðkastið er Pinterest en ef mig vantar innblástur, þá þarf ég ekki að leita langt.
HÉR finnið þig mig á Pinterest ef þið viljið fylgja mér.

Eigið góða helgi - ég er með gjörsamlega ekkert planað og ég elska það.
Þá er bara að hafa það notalegt og slaka aðeins á. Knús 


Good morning loves - I know you are as happy as me that it is Friday! I have been sick at home
with a stomach bug all week and haven't been able to do as much this week as I wanted to. I was
planning on working on my BS thesis and take some photos for the blog but that has to wait until
next week. January was a big month here on the blog and I loved to see the increase in page views.
It just motivates me to keep going and do even better so thank you guys for reading. In the next days
I am planning on sharing with you some new items in my closet, some new beauty favourites, one of
my go to outfits these days and my favourite bloggers. What has helped me a lot these last weeks 
when I need inspiration is Pinterest, absolutely hooked on it. You can find me there HERE.

I hope you all have a good weekend - I have absolutely nothing planned which I
love. Gives me some time to relax and enjoy. Hugs 
4.2.16

PICK OF THE DAY: WAREHOUSE CROSS BODY BAG


Á daglega Asos rúntinum mínum (ok, ég er húkt á Asos ef þið vissuð það ekki nú þegar) um daginn
rakst ég á þessa fínu tösku frá Warehouse sem gjörsamlega kallaði nafn mitt. Stærðin á henni er svo
fullkomin eitthvað - hægt að koma öllum nauðsynjum fyrir og smá auka. Ekta ég taska en ég ákvað
að sleppa því að panta hana þar sem ég er að safna mér fyrir annarri tösku sem verður mín í sumar.
Hún er búin að vera á óskalistanum ansi lengi og ég ákvað loksins að láta verða að því í ár - ef ykkur
langar að panta ykkur þessa tösku af Asos þá finnið þið hana HÉR.

Eigið góðan dag - ég er ennþá lasin heima og í rólegheitunum, vona svo innilega að ég verði
orðin hress á morgun. Knús 


On my daily Asos browse (ok, I am hooked on Asos if you didn't already know that) the other day I
found this gorgeous bag from Warehouse what called my name. I love the size of it - you can fit all of
your necessities as well as something extra. Such a me bag but I decided not to order it since I am 
saving up for another bag that I am going to buy this summer. It has been on my wishlist for many
years and I decided to do something about it this year - if you want to spoil yourself with this bag
from Asos you can find it HERE.

Have a good day everyone - I am still sick at home so I am just relaxing and watching Netflix,
hope I will be better tomorrow. Hugs 

3.2.16

BOBBI BROWN VITAMIN ENRICHED FACE BASE


Um daginn fékk ég smá pakka frá Bobbi Brown sem innihélt nokkrar mjög girnilegar vörur.
Meðal þeirra var þessi vara sem heitir Vitamin Enriched Face Base - ég var búin að bæði sjá
og heyra mikið um hana áður og því kítlaði mig gjörsamlega í puttana, mig langaði svo að
prófa hana sjálf. Húðin mín er búin að vera mjög þurr upp á síðkastið, enda fer frostið alltaf
svo illa með hana (halló, nennir vorið bara ekki að koma núna bara?). Vitamin Enriched Face
Base er mjög létt rakakrem sem hefur tvenn hlutverk: að gefa húðinni góðan raka ásamt því
að undirbúa hana fyrir farða. Kremið er olíulaust og því hentar það líka olíumikilli húð - það
inniheldur meðal annars Shea Butter sem gerir andlitið alveg silkimjúkt.Ég er búin að nota kremið núna á hverjum degi síðan ég fékk það í hendurnar - bæði undir farða
og svo eitt og sér þegar ég sleppi að mála mig. Ég hef ekki verið að nota það lengi en hingað til er
ég alveg ótrúlega hrifin af því og mæli heldur betur með því ef þú ert að leita þér að góðu kremi.
Svo lyktar það eins og sítrónuís líka, mig langar smá að borða það..

Bobbi Brown vörurnar eru seldar í Hagkaup Smáralind og Lyf og Heilsu Kringlunni.
Vitamin Enriched Face Base kostar 10.169 krónur og fékk ég vöruna senda sem gjöf.The other day I got a package with some delicious Bobbi Brown products. One of them was the
Vitamin Enriched Face Base - I had both seen and heard so many good things about this product
so I was super excited to try it out for myself. My skin has been pretty dry lately due to the cold
temperatures here in Iceland (can spring just come, like right now?). Vitamin Enriched Face Base
is a lightweight cream that does two things: give your skin some moisture as well as making it
smooth and ready for make up. The cream is oil-free so it suits oily skin as well and it has Shea
Butters which make the skin feel silky smooth.

I have been using this product every day since I got it - both under make up and on it's own
on those days that I don't wear make up. I haven't been using it for that long but so far I really
love it and recommend it. It also smells like lemon gelato, yum..

You can purchase Bobbi Brown products at Hagkaup Smáralind and Lyf & Heilsa Kringlunni.
Vitamin Enriched Face Base is 10.169 ISK and I got the cream sent to me as a gift.
2.2.16

HOME DETAILS


Ég þarf að vera mun duglegri að deila með ykkur heimilisfærslum - enda eru þær alltaf mjög vinsælar
og gaman að sjá hversu vel þið takið þeim. Við fengum alveg fullt af fallegum hlutum fyrir heimilið í
jólagjöf og skemmti ég mér ekkert smá að breyta til og koma þeim öllum fyrir. Þessi sæti fíll leyndist
í einum jólapakkanum og er ég svo skotin í honum - sjáið bara hversu ótrúlega sætur hann er! Hann
hefur fengið nafnið Felix og fær að vera á fína HAY stofuborðinu okkar. Ég er ekkert smá ánægð
með íbúðina okkar í augnablikinu og hlakkar til að deila fleiri myndum með ykkur af henni.

Ég er heima með eitthverja pest í dag og er búin að þrífa alla íbúðina - get ómögulega hangið
heima og gert ekkert stundum. Nú er ég í kósý og ætla að njóta þess að gera ekkert áður en að
Níels kemur heim úr vinnuni. Hafið það gott 

Felix fíll fæst í Epal Skeifunni og kostar um 10-11.000 krónur.

I am going to share more home posts with you now - they are always really popular and I love
that you get inspired by our home. We got a lot of things for the home for Christmas and I had
such a fun time re-organising our home and putting up all of our new things. This cute elephant
was in one of the presents under the tree and I am so in love with it - just look how cute it is!
I named him Felix and he gets to hang out on our HAY coffee table. I absolutely love how our
apartment looks at the moment and will be sharing some more photos of it soon.

I am at home today with a stomach ache and have cleaned the entire apartment - it is so 
hard for me to do nothing an rest sometimes. Now I am watching Friends and relaxing 
before Níels comes home from work. Have a good day 

You can buy your own Felix at Epal in Reykjavík for around 10-11.000 ISK.
1.2.16

10 THINGS ABOUT ME


Góðan dag! Vonandi áttuð þið yndislega helgi - ég eyddi henni í að vinna í færslum fyrir
vikuna, fór svo í mat + spilakvöld með fjölskyldunni og gærdagurinn var algjör letidagur.
Í dag er ég heima við að læra en mig langaði að deila með ykkur nokkrum hlutum um mig
sem þið vissuð ekki, eða kannski vissuð - hafið það gott 

1. Ég borða rabbabarasultu með ÖLLU - kjötbollum, kjúkling, lambakjöti, 
kjötfarsbollum, vöfflum...

2. Ég get ekki farið að sofa á kvöldin án þess að laga til koddana í sófanum og 
brjóta saman teppin.

3. Ég drekk kókómjólk í óhóflega miklu magni - stundum fjórar á dag. Ef hún er 
ekki til heima þá vantar eitthvað í lífið mitt.

4. Þegar ég var lítil var ég alltaf að syngja - ég söng til dæmis ein fyrir framan 
alla á skemmtun á leikskólanum og þegar pabbi opnaði hárgreiðslustofuna sína.
Í dag er ekki séns að ég syngi fyrir framan neinn!

5. Ég hef aldrei stungið mér ofan í sundlaug - er ennþá skíthrædd við það. Þegar
ég var í sundi í grunnskóla fékk ég undanþágu og fékk að stinga mér á hnjánum.

6. Ég er ótrúlega feimin og kemur það flestum á óvart að ég held úti bloggi, en
þegar ég kynnist fólki betur er ég ótrúlega skemmtileg og hress (lofa!).

7. Ég bjó í Los Angeles árið 2012 á meðan Níels var þar að læra - ég var svo
hrædd við það að fara en þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið.

8. Ég er búin að ákveða hvað mig langar að skíra börnin mín, en mig 
langar samt ekki í börn alveg strax (ég kann ekki ennþá að elda pulsur
þannig ég er ekki tilbúin að verða mamma haha).

9. Ég verð alltaf að sofa þeim megin í rúminu sem er lengra frá hurðinni.

10. Ég kann hvern einn og einasta Friends þátt að utan - það er ekki séns
að vinna mig í Friends flokknum í Quiz Up.Good morning guys - I hope you had a lovely weekend. I spent mine working on some posts for
this week, went to dinner with my family and had a lazy day yesterday. Today I am at spending
my day at home studying but I wanted to share some things about me that you may not know,
or maybe you do. Hugs 

1. I eat rhubarb jam with EVERYTHING - meatballs, chicken, lamb, waffles..

2. I can't go to sleep without organising the pillows and blankets on the couch.

3. I drink way to much chocolate milk - sometimes four bottles a day. If I don't
have it at home something is missing.

4. When I was younger I was always singing - I sang at my kindergarten in front
of everyone when the other kids chickened out and at the opening of my dads
hair salon. 

5. I have never been able to dive into a pool - I am so scared to do it. When I
had swimming class at school I always got to skip it.

6. I am a very shy person first when I meet someone new and most people 
are really surprised that I have this blog - but once I get to know people more
I am super fun and loud (promise!).

7. I lived in Los Angeles for a year in 2012 while my boyfriend studied there.
I was so scared to make a change but it was the best decision ever.

8. I have decided what I want to name my children but I am so not ready
to have kids (I can't even make hot dogs so definitely not ready yet).

9. I have to sleep on the side of the bed that is further from the door.

10. I know every single Friends episode inside out - there is no way
to beat me in the Friends quiz in Quiz Up.