GJAFALEIKUR: MOROCCANOIL

20 October 2014


Ég man þegar ég prófaði MOROCCANOIL vörurnar í fyrsta skiptið árið 2012. Ég og kærastinn
minn vorum í San Fransisco yfir tvítugsafmælið mitt og hann gaf mér sjampó, næringu og olíuna
og síðan þá hef ég ekki notað aðrar hárvörur. Ég hef alltaf notað "Hydrating" línuna en um daginn
fékk ég að prófa "Moisture Repair" línuna. Sú lína inniheldur andoxandi argan olíu og afar virkt
viðgerðar keratín, prótein og önnur næringarefni sem hjálpa til að bæta ástand hársins. 

Að mínu mati finnst mér þessu lína henta mínu hári mun betur en "Hydrating" línan. Hárið mitt
er mjög gróft og "frizzy" en eftir að ég byrjaði að nota þessar vörur fyrir 3 vikum hefur hárið mitt
aldrei verið betra. Það er orðið svo mjúkt og svo þarf ég ekki að þvo það eins oft, en ég næ núna
að þvo hárið mitt bara 2-3x í viku. Það er einnig mun auðveldara að eiga við það sem er algjör
snilld þar sem ég er stundum mjög löt við að hafa hárið mitt niðri og á það til að setja það upp
á morgnanna. Ég mæli algjörlega með þessum vörum ef þig vantar aðeins að fríska upp á hárið
þitt og vilt hafa það silkimjúkt og glansandi.

Mig langaði að gleðja einn lesanda bloggsins og því ætla ég að gefa eina tösku sem inniheldur
250 ML af "Moisture Repair" sjampó & næringu og 50 ML af olíunni. Til að komast í pottinn
þarft þú að:

- Skilja eftir comment með nafni og
- Afhverju þú?

Ég dreg úr commentunum á föstudaginn - takk fyrir að lesa 
Vörurnar í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn en það hefur þó engin áhrif á skoðanir mínar
né það sem kemur fram í færslunni.

NEW IN: winter cape

19 October 2014

ASOS cape (out of stock - similar ones HERE and HERE)

Halló og gleðilegan Sunnudag. Þetta er seinasta "new in" færslan í bili - ég lofa! Ég rakst á þetta
fallega cape á Asos um daginn og það minnti mig svo á fallega Burberry capeið sem er í tísku svo
að ég varð að panta það. Ég elska fallegu hauslitina í því og það er svo þæginlegt að geta bara sett
það yfir sig ef manni er kalt. Núna er ég komin í smá verslunarbann þar sem ég fer erlendis eftir
akkúrat tvo mánuði í dag.

 Njótið Sunnudagsins ykkar - ég ætla að hafa það notalegt heima við með skólabókunum og
nammipoka! Á morgun kemur svo inn gjafaleikur í samstarfi við MOROCCANOIL 


// Hello and happy Sunday everyone. This is the last "new in" post in a while, I promise! I found
this pretty cape on Asos the other day and it reminded me so much of the Burberry cape that is
so in style now that I just had to order it. I love the colour combination and it's so comfy to just
be able to throw it on. Now I am going to try to not shop for a while, I am going on a vacation
in two months so I have to start saving up. Enjoy your Sunday 


NEW IN: camilla pihl for bianco

16 October 2014

BIANCO x CAMILLA PIHL low rider ankle boots

Það er orðið frekar vandræðalegt hversu margar "new in" færslur hafa verið á blogginu upp
á síðkastið en ég missti mig aðeins í byrjun hausts og því mikið til að sýna ykkur. Ég þarf samt
að fara að drífa mig út og sýna ykkur þetta í outfitum þar sem það er mun skemmtilegra að sjá
hlutina þannig. Ég held að ég verði að henda mér úr kósýgallanum bráðlega en hann er búinn 
að vera fastur við mig alla vikuna. 

Annars langaði mig að deila með ykkur nýjustu viðbótinni í fataskápinn - en ég er búin að 
bíða eftir þessum skóm úr Camilla Pihl x Bianco línunni endalaust lengi og þeir urði loksins
mínir í dag. Ég er strax komin með fullkomið outfit í huga fyrir þá og mun deila því með
ykkur vonandi um helgina. Línan kom í morgun og seldist mjög mikið af skónum í dag svo
ef þið viljið næla ykkur í par þá myndi ég drífa mig x

Skórnir fást í Bianco Kringlunni og kosta 29.990 kr.


// Here is something new in my closet - I had to get these ankle boots from the Camilla Pihl x 
Bianco collection. I have the perfect outfit in mind so I will hopefully shoot some pictures for
you guys this weekend! Have a good evening xHOME: new things

15 October 2014

MY GUIDE TO LONDON poster (here)     KAHLER omaggio vase     IITTALA candle holders

Ég er lengi búin að tala um leitina miklu af mynd fyrir ofan eldhúsborðið - ég og kærastinn minn
getum aldrei verið sammála um hvað við viljum setja þarna á vegginn en ég laumaðist til þess að
kaupa þessa fínu mynd um daginn án þess að láta hann vita. Hann er ekki það ánægður með hana en
hún er skárri en myndin sem var þarna fyrir og ég er sjálf alveg ótrúlega hrifin af útkomunni. 

Ég keypti hana HÉR og er hægt að velja á milli borga - en ég ákvað að taka London þar sem
ég elska hana! Ég er svo hrifin af því að blanda svörtu við heima hjá mér, en meiri hlutinn af
öllu í íbúðinni er hvítt svo það er gott að passa sig að enda ekki með allt hvítt x


// I have been searching for the perfect picture to put on the wall above our kitchen table. Me and
my boyfriend never agree on anything when we are looking at pictures so the other day I ordered
this one without telling him - he doesn't love it but I think it looks so good xNEW IN: leather & pony bag

14 October 2014

ASOS leather and ponyskin bag - buy it HERE

Halló - hafið þið séð fallegri tösku? Ég er ekki svo viss um að ég hef gert það. Ég sá þessa 
þegar ég var að skoða Asos um daginn og ég var ekki lengi að henda henni í körfuna og borga.
Stundum finnur maður svo fallega hluti sem maður verður að eignast, og þessi taska er einmitt
þannig hlutur. Hún er úr ekta leðri og með "ponyhárum" á annarri hliðinni - ég elska "structured"
töskur eins og þessa og ég veit að ég mun nota hana mikið í haust. 

Hún fæst HÉR á Asos og kostaði um 12.000 krónur, mér finnst það ekki
slæmt fyrir ekta leðurtösku. Hafið það gott í dag elsku lesendur - ég ætla
að vera dugleg að sinna lærdómnum í dag og svo kemur inn skemmtilegur
gjafaleikur í vikunni 


// Have you ever seen a prettier bag? I don't think I have - I got this from Asos the other day
and I immediately put it in the cart and purchased it! I love how structured it is and the pony
details on the front, the price is also really good for a leather bag! You can buy it HERE xProudly designed by | mlekoshiPlayground |