Orðatiltækið ,,betra seint en aldrei" á mjög vel við akkúrat núna en ég er loksins að deila með ykkur
nokkrum myndum frá ferðinni okkar Þórunnar og Gyðu til Stokkhólmar í byrjun Nóvember. Við
vorum svo heppnar að fá tækifæri til að heimsækja borgina í boði Keflavíkurflugvallar og var þetta
besta helgi ársins klárlega! Mig hafði lengi dreymt um að heimsækja Stokkhólm enda elska ég allt
sem er sænskt og var þetta því draumaferðin mín! Við gistum á hóteli sem heitir Haymarket by
Scandic og getum við allar mælt með því hóteli - við gistum í þaksvítu með æðislega fallegum
glugga sem var með útsýni yfir borgina, tveimur baðherbergjum og stóru svæði þar sem við gátum
gert okkur til allar saman. Ég ætla að leyfa myndunum að tala en vá hvað ég varð miklu skotnari
í borginni en áður og langar mig ótrúlega að heimsækja hana aftur þegar það byrjar að vora.

Annars var ég að klára lokaprófin í skólanum í vikunni og í dag kláraði ég seinasta vinnudaginn
minn í bili en eftir helgi byrja ég í þriggja vikna vetrarfríi yfir jólin - ég er ótrúlega spennt að fá
smá tíma fyrir mig en eftir að ég byrjaði í mastersnáminu og auðvitað í 100% vinnu með hefur
verið ótrúlega mikil keyrsla. Ég er því svo spennt að eyða tíma með vinum og fjölskyldu og að
gera gjörsamlega ekkert í smá tíma. Ég er auðvitað samt með smá verkefni en eftir áramót ætlum
við að skipta um gólfefni á íbúðinni okkar og hlakkar mig mjög til að deila því ferli með ykkur 
Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka.

PRETTY LITTLE THING belted blazer (HÉR)     PRETTY LITTLE THING tie front top (HÉR)
PRETTY LITTLE THING trousers (HÉR)      ASOS woven peg trousers in black (HÉR)
MICHA LOUNGE sweater (HÉR)     ASOS phantom high heels (HÉR)

Hæ frá einni bugaðari í miðri prófatörn - ég er að fara í lokapróf númer tvö af þremur á morgun og
ég tók mér smá lærdómspásu áðan og var með ,,haul" inn á Instagram Live. Þetta var í fyrsta skipti
þar sem ég var þar ein og það var ótrúlega gaman að sýna ykkur þessar vörur sem ég pantaði mér
af Asos ásamt nokkrum vörum frá Sephora. Ég lofaði ykkur að setja inn færslu á bloggið líka með
linkum til að þið getið skoðað flíkurnar betur og pantað ykkur þær og að sjálfsögðu svík ég ykkur
ekki. 

Ég pantaði mér nokkra hluti enda var 20% afsláttur yfir Black Friday þegar ég pantaði svo ég
ákvað að nýta mér það að panta mér þessa hluti hér að ofan og smá á Níels. Fyrst er það þessi
gullfallega dökkbláa dragt en ég varð að eignast hana - ég elska dragir í augnablikinu og þessi
er alveg hreint fullkomin. Ég pantaði mér svo þennan bundna topp frá sama merki og dragtin
er og hugsaði ég að hann væri fullkominn yfir blúnduhaldara og svartar uppháar buxur - hvort
sem það séu gallabuxur eða þessar buxur sem ég pantaði mér líka. Ég pantaði mér svo þessa
peysu líka sem væri einnig fullkomin við buxurnar en ég elska hversu einföld hún er og svo
gera ermarnar hana svo skemmtilega. Síðast eru það þessir hælar en ég á eftir að nota þá
mikið enda eru þeir fullkomnir - klassískir og þægilegir 
Þessi færsla er í samstarfi við Lindex.

Ég trúi eiginlega ekki að í dag er seinasti dagur nóvembermánaðar og á morgun er kominn 
1. desember! Ég er í miðri prófatörn í augnablikinu og því mikið um að vera en ég get ekki
beðið eftir að komast í smá frí, bæði frá vinnu og skóla, eftir prófin og skreyta heimilið og
byrja að undirbúa allt fyrir jólin. Um daginn kíkti ég við í Lindex því ég var búin að sjá
þessa peysu og heillaðist um leið af henni - ég elska detailin á henni og er hún búin að
halda á mér hita í þessu frosti seinustu daga. Ég fékk mér hana líka í rauðu en ég hugsaði
að hún væri fullkomin yfir jólin - ég nota rautt ekki mikið en við lausar svartar buxur og
hæla í jólaboð, það er fullkomið dress að mínu mati 

Peysuna finnur þú HÉR en ég elska að Lindex er með vefverslun, það er svo þægilegt
að geta fengið sent heim og hafa stað til að skoða úrvalið þeirra!
Kjólinn keypti ég mér sjálf.

Úff, hafið þið séð fallegri kjól? Ég er gjörsamlega ástfangin af nýjustu viðbótinni í fataskápinn minn
en það er þessi dökkblái velúr ,,wrap" kjóll frá Vero Moda en um leið og ég sá hann þá vissi ég að
hann yrði að koma með mér heim. Ég elska velúr í augnablikinu eins og þið vitið eflaust (kannski
smá augljóst þar sem ég er með bæði velúr rúmteppi og kodda í bakgrunni) svo ég gat ómögulega
sleppt þessum. Liturinn á honum er gullfallegur og fær þessi að vera jólakjóllinn í ár!

Kjóllinn kostar einungis 5.990 krónur og fæst í Vero Moda Kringlunni og Smáralind 
MONKI padded oversized coat (HÉR)     ASOS lace blouse (HÉR)
MISSGUIDED floral jumpsuit (HÉR)     STRADIVARIOUS wrap dress (HÉR)

Í dag er ekki bara venjulegur föstudagur heldur er ,,black friday" en það hefur eflaust ekki farið
framhjá neinum enda eru afslættir auglýstir út um allt. Asos tekur að sjálfsögðu þátt í þessu í
ár en þau bjóða upp á 20% afslátt alla helgina sem er algjör snilld. Það er fullkomið að nota hann
í að kaupa jóladressið í ár en mig langar mikið í þennan wrap kjól úr þessu fallega velvet efni
en mér finnst hann svo fullkominn fyrir jólinn. Samfestinginn og úlpuna pantaði ég mér um
daginn og hef ég notað úlpuna næstum daglega síðan hún kom heim - hún er svo ótrúlega hlý
og á góðu verði. Samfestinginn hef ég ekki komist í að nota en hann er fullkominn yfir jólin
líka. 

Ef þið eruð að velta jólagjöfum fyrir ykkur þá eru náttfötin inn á Asos í miklu uppáhaldi
hjá mér og fékk ég þessi krúttlegu náttföt í afmælisgjöf - mæli mikið með og náttföt slá
alltaf í gegn að mínu mati 

Það er 20% afsláttur af öllu inn á Asos með kóðanum "WIN20"
Blogger Template Created by pipdig