Þessi færsla er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.

ASOS wrap jumpsuit (HÉR)     ASOS midi rib dress (HÉR)
ASOS fluffy jumper (HÉR)     ASOS jumper dress (HÉR)

Á núll einni kom algjört haustveður og ég verð að viðurkenna, eins yndislegt og sumarið er
búið að vera, þá var ég mjög spennt. Ég elska haustið og veturinn en mér finnst það svo kósý
árstími og svo finnst mér hausttískan mun skemmtilegri! Fallegar peysur, kápur og stígvél eru
í miklu uppáhaldi og einkenna óskalistann minn í augnablikinu inn á Asos. Ég elska að safna
saman því sem mér líst vel á inn á Saved Items en hér eru fjórar flíkur sem er að finna þar inn
á hjá mér. Ég leyfði mér að panta samfestinginn en hann er fullkominn bæði dagsdaglega og
við fínni tilefni líka. Eftir meðgönguna finnst mér erfitt að finna föt sem henta með brjósta-
gjöfinni og einnig finnst mér stíllinn minn hafa aðeins breyst svo mig langaði í eitthvað 
fallegt en þægilegt sem ég get notað hér heima á daginn. Ég á líka peysuna við hliðina á
samfestingnum nema í fallegum rauðbrúnum lit og er hún æðisleg en kannski ekki mjög
brjóstagjafavæn (það er ómögulegt að finna þannig föt) en ég læt mig hafa það þar sem
hún er svo falleg 
Þessi færsla er ekki kostuð.

Loksins er nýja íbúðin byrjuð að breytast í heimili en á seinustu viku er helling búið að ske. Þegar við
fengum afhent í byrjun maí rifum við gamla parketið af, tókum burt forstofuskápinn, máluðum alla
íbúðina og settum nýtt parket á. Bara þessir litlu hlutir gjörbreyttu íbúðinni en svo ætluðum við líka 
að lakka hurðarnar hvítar en áður voru þær dökkbrúnar sem er ekki alveg okkar stíll. Eftir nánari
skoðun kom í ljós að hurðarnar voru orðnar mjög gamlar og því væri betra fyrir okkur að kaupa
nýjar hurðar og skipta þeim gömlu út. Það var loksins klárað núna í seinustu viku og er breytingin
svakaleg! Mér fannst við þurfa að klára þessa stærri hluti áður en við byrjuðum á litlu hlutunum en
um leið og hurðarnar kláruðust plataði ég stjúppabba minn og Níels að hengja upp nokkra hluti fyrir
Frosta. Ég er búin að bíða svo spennt að gera fallegt rými fyrir hann og er ég alveg í skýjunum með
hvernig allt kom út. Hann er ennþá að sofa inn í okkar herbergi svo við gerðum hornið hans þar
aðeins meira kósý og svo hengdum við upp String hillu og settum kommóðu inn í herbergið hans.
Ætla að deila með ykkur fleiri myndum og hvaðan hlutirnir eru 


Hornið hans inni í okkar svefnherbergi. Rúmið, sængurverin, hvíti stjörnukoddinn, kanínubangsinn, himnasængin, vasinn á rúminu og óróinn er úr Petit. Grái koddinn og náttljósið er úr Dimm og er
myndin fyrir ofan rúmið frá The Birth Poster. 


Inni í hans herbergi. Kommóðan er Malm úr Ikea og hillan er String úr Epal. Kanínumyndin er af
Etsy, blái vasinn er úr Kúnígúnd, Baby's First Book er úr Petit, viðarstafirnir eru frá Liewood og eru
úr Dimm, vasinn er Lyngby, pandan er úr Petit, skórnir eru frá Adidas, fíllinn er úr Epal, músin í
kassanum úr Petit og fótafarið gerði ég sjálf. 
Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka.

ASOS leopard wrap midi skirt (fæst HÉR)

Fyrir stuttu leyfði ég mér að panta mér nokkra hluti af Asos. Ég hef ekki verslað föt á sjálfa mig í
langan tíma enda breytist margt þegar maður hugsar um lítinn unga fyrst og svo sjálfa sig en ég fann
um daginn að mig vantaði nokkrar flíkur. Fyrir flutningana seldi ég mjög margar flíkur úr skápnum 
mínum en ég finn að stíllinn minn er aðeins að breytast og langaði mig að skipta nokkrum flíkum út
fyrir nýjar. Ein flík sem ég ákvað að panta mér hef ég notað mun meira en mig grunaði að ég myndi
gera en það er þetta mynstraða pils - veðrið er bara búið að vera svo gott að ég kemst upp með að 
nota það hér heima sem er æðislegt. Ég elska svona bundin pils en mér finnst þau ótrúlega falleg,
þetta er svart og hvítt og passar fullkomnlega við bæði peysur og boli en ég klæddist því í dag við
einfaldan hvítan bol og sandala - ég deildi mynd af dressi dagsins í Insta Stories og var mikill áhugi
fyrir pilsinu svo ég ákvað að henda í þessa færslu. Pilsið fæst HÉR  


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins.

Ég er ótrúlega spennt að vera byrjuð í samstarfi með Clarins en ég hef notað vörur frá merkinu í
langan tíma. Síðan samstarfið hófst hef ég kynnst enn fleiri æðislegum vörum frá þeim sem eru
komnar til að vera í minni rútínu. Ein vara sem ég hef notað mjög mikið upp á síðkastið er hyljari
sem heitir Instant Concealer og er ég ótrúlega hrifin af honum. Á sumrin finnst mér langbest að nota
sem minnst af förðunarvörum á andlitið á mér og oftast nota ég einungis gott rakakrem, hyljara á
þau svæði sem ég þarf að hylja, augabrúnagel og smá ljóma í kremformi. Ég finn mig teygja mig
oftast í þennan hyljara þessa dagana en hann hylur ótrúlega vel en á sama tíma er hann mjög
léttur á húðinni og endist allan daginn. Hyljarinn birtir til undir augunum sem er fullkomið fyrir
eitt stykki þreytta mömmu en hann veitir húðinni einnig nauðsynlegan raka sem þurra húðin mín
er mjög þakklát fyrir. Mér finnst einnig mikill kostur að hyljarinn kemur í túpu upp á bakteríur
en ég set smá af honum á handarbakið og nota svo rakann svamp til að bera hann á húðina. 
Fullkominn hyljari að mínu mati og í miklu uppáhaldi hjá mér 

Ég nota hyljarann í lit nr. 1.
Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka.

ASOS pleaded midi dress (HÉR)    ASOS crop cardigan in rib (HÉR
ASOS jogger (peysa HÉR og buxur HÉR)     ASOS beach shirt (HÉR)
WEEKDAY shirt dress (HÉR)     MONKI midi shirt dress (HÉR)

Þið eigið inni ansi marga Asos lista hjá mér en ég hef alls ekki verið dugleg að blogga og hvað
þá skoða Asos sjálf og panta! Það breytist ansi mikið þegar maður verður mamma og eitt sem
breyttist mikið hjá okkur var að ég hætti gjörsamlega að versla á sjálfa mig og fór að versla frekar
á Frosta. Ég elska sæt barnaföt en núna finn ég löngunina í að skoða meira á sjálfa mig. Mig langar
samt að taka fram að maður þarf auðvitað ekki að kaupa alltaf allt nýtt en stundum langar manni
aðeins að gera vel við sig og þá fer ég alltaf fyrst inn á Asos. Ég er þó orðin aðeins meðvitaðari um
umhverfið þegar kemur að kaupum og hef minnkað fatakaup á okkur fjölskylduna töluvert. Ég legg
mun meiri áherslu á að kaupa vandaðar flíkur sem ég get notað lengi frekar en tískuvörur sem duga
einungis í nokkra mánuði og hefur það tekist ansi vel hjá mér verð ég að segja. Ég er enn að nota
flíkur sem ég keypti til dæmis fyrir fimm árum síðan.

Hér eru nokkrar flíkur af Asos sem eru á óskalistanum mínum þar inn á. Ég er dugleg að nota Saved
Items til að safna saman því sem ég sé og er hrifin af, það er svo þægilegt að hafa það allt á sama 
staðnum og þurfa ekki að leita af því aftur seinna meir. Um daginn leyfði ég mér að panta þessa
peysu sem er efst og langaði mig í kjólinn efst líka en þar sem ég hef ekkert tilefni til þá sleppti
ég honum. Peysan er fullkomin dagsdaglega og auðvelt er að gefa brjóst í henni sem er auka
kostur en mér finnst mjög erfitt að finna góðar flíkur þegar maður er með barn á brjósti - maður
getur ekki klæðst hverju sem er. Vona að þessi listi hjálpi ykkur að finna ykkur eitthvað fallegt 

Blogger Template Created by pipdig