19 April 2015

NEW IN: CALVIN KLEIN + GJAFALEIKUR

CALVIN KLEIN sett - fæst í Isabella á Akureyri

Ég hef sagt það svo oft áður - ég elska nærföt! Þetta er einmitt annað bloggið sem fjallar um nærföt
sem ég birti í þessum mánuði, úbs. Ég á svo mikið af þeim en mér líður alltaf svo vel þegar ég er í
fallegum nærfötum, þó svo að enginn sjái þau. Um daginn fékk ég fallega sendingu frá Isabella en 
ég bloggaði um hana fyrst fyrir jólin í fyrra (sjá færsluna hér). Isabella er ótrúlega flott verslun sem
er staðsett á Akureyri og er hún með æðislegt úrval af merkjum og fallegum nærfötum. Ég fékk að
velja mér eitt sett og ég var ekki lengi að því - strax og ég sá þetta gráa sett frá Calvin Klein þá varð
ég að eignast það. Mér finnst það vera frekar skemmtileg tilbreyting frá vinsæla settinu frá þeim sem 
er búið að vera út um allt seinustu mánuði - ég verð þó að viðurkenna að mig langar ótrúlega mikið
í það. Það er einmitt að koma ný sending í byrjun næsta mánaðar og leynist vinsæla settið einmitt
í henni. Settið sem ég fékk mér er ótrúlega þæginlegt og töff! Það var einnig til með streng fyrir
þá sem kjósa það en ég ákvað að velja mér eitthvað þæginlegt í þetta skipti! Settið var komið til
mín strax daginn eftir að ég pantaði það sem kom mér verulega á óvart og var ég mjög ánægð með
það. Þetta er nýtt uppáhald - það er alveg klárt mál x

GJAFALEIKUR:

En þetta er ekki allt.. mig langar aðeins að gleðja ykkur og í samstarfi við Isabella ætlum við að
gefa einum lesenda nærfatasett að eigin vali. Það er rosalega auðvelt að taka þátt en það þarf að
fylgja þessum skrefum og þá ert þú komin/nn í pottinn:

1. Settu LIKE við Shades of Style og Isabella á Facebook.
2. Skildu eftir comment við þessa færslu með nafni. 

Það er ekki flóknara en það - ég mun draga út einn lesanda þann 23. apríl sem fær sett að eigin
vali í sumargjöf x


Nærfatasettið fékk ég að gjöf, skoðanir sem koma fram eru mínar eigin.
Umfjöllunin er kostuð.

17 April 2015

HOME WISHLIST

SEALOE posters     IKEA dresser     IKEA rug     TOM DIXON light     EAMES chair

Um daginn kom ég heim af námskeiði og eins mikið og mig langaði til að leggjast upp í sófa og
hafa það notalegt þá byrjaði ég að þrífa íbúðina og skipuleggja aðeins. Íbúðin okkar er með tveimur
svefnherbergjum og þegar við fluttum inn þá ákváðum við að taka minna herbergið og nota það sem
svefnherbergið okkar. Það eru margir sem furða sig á þeirri ákvörðun en mér fannst það vera aðeins
meira kósý og hitt er eiginlega of stórt að mínu mati. Kærastinn minn er svo heppinn að hann fékk
auka herbergið og er það svokallað "man cave". Ég reyndar þoli ekki þetta herbergi svo alltaf þegar
ég er heima þá loka ég bara hurðinni. Mig langar smá að gera það aðeins notalegra og ætla ég í það
verkefni í sumar. 

Það er öðruvísi parket á þessu eina herbergi en allri íbúðinni, svo þið getið rétt ímyndað ykkur
hvað það gerðir mig pirraða. Það væri draumur að geta sett nýtt parket á alla íbúðina í sumar en
ásamt því að gera upp baðherbergið er það sem mig langar mest að gera heima við! Í millitíðinni
væri hægt að fela gólfið með þessu gullfallega teppi úr Ikea. Ég væri svo til í fallega ljósakrónu,
setja upp hvítar gardínur, bæta við einni kommóðu og fallegum myndum. Sjáum hvernig þetta
endar - það er ekki auðvelt að búa tvö saman með mismunandi smekk x


// Our apartment has two bedrooms and when we moved in we took the smaller one to use as
our bedroom. It is much more cozy even though it is smaller! My boyfriend got the spare room
and it's his little man cave but I am craving making it cozy this summer. Here are some items
that I am craving at the moment for our home x
14 April 2015

NEW IN: GIVE-A-DAY SHOPPING


Eins og flestir vita stóð Bestseller fyrir alþjóðlegum góðgerðardegi seinasta föstudag þar sem öll sala
dagsins rann óskipt til góðgerðamála. Ég var á námskeiði allan daginn en eftir það fór ég í Kringluna
með mömmu og yngstu systur minni. Engin af okkur fór tómhent heim enda fullkomið tilefni til að
bæta í fataskápinn og styrkja gott málefni í leiðinni. Ég nældi mér í nokkra hluti en ég hefði viljað
fara heim með svo mikið meira en veskið leyfði bara ekki meira! Ég er þó með tvo hluti í huga sem
ég ætla að næla mér í næst þegar ég á leið hjá - en ég sá síða ljósgráa gollu og hvítar gallabuxur sem
ég væri ekkert á móti því að eiga. Hversu fallegt væri það saman við hvítann bol og hvíta Converse
skó í sumar?! x

Ég gat auðvitað ekki sleppt því að koma heim með nýjann blúndutopp. Ég á við smá vandamál að
stríða þegar það kemur að þeim - ég held að ég eigi um sex toppa núna og ég nota þá voða sjaldan.
Það er bara eitthvað við þá sem heillar mig og fær mig til að kaupa þá. Ég verð að vera duglegri að
nota þá enda eru þeir ótrúlega þæginlegir, enda spangalausir. Ég fann þennna í Vero Moda og hann
kostaði litlar 3.495 kr.


Þessi peysa blasti strax við mér þegar ég gekk inn í Vila. Ég er svo hrifin af einföldum og klassískum
flíkum að þessi fékk að koma með mér heim. Hún kemur í einni stærð og því er hún oversized á mér
sem er æðislegt! Ég notaði hana um daginn yfir leggings og við Nike Air Max Thea skóna mína og
var það ótrúlega þæginlegt og einfalt dress. Það er hægt að nota hana á svo marga vegu - yfir kjól
með blúndu neðst, yfir gallabuxur og leðurbuxur. Ég er með endalausar hugmyndir - hún kostaði
6.990 kr og keypti mamma sér eins.


Þessi kjóll úr Vero Moda fékk líka að koma með mér heim, enda er hann ótrúlega fallegur. Ég tók
hann í Medium, sem er einni stærð stærri en ég nota vanalega þar sem ég vildi hafa hann lausann.
Hann er dálítið krumpaður þar sem ég er ekki svo heppin að eiga straujárn en hann fær þá bara að
koma með í næstu heimsókn til mömmu en ég er dugleg að fara með krumpaðar flíkur þangað! Ég
sé hann fyrir mér í sumar við aðeins sólkyssta húð (ég get ekki sagt brúna þar sem ég verð ekki
brún, grát), sandala og jafnvel undir leðurjakka. Ég er ótrúlega hrifin af því að blanda saman svona
kvenlegum og sætum kjólum við aðeins edgy flíkur eins og leðurjakka. Þessi kjóll kostaði 7.495 kr!


Þá erum við komin að bestu kaupunum en ég trúði einfaldlega ekki verðinu þegar ég sá það á 
verðmiðanum! Ég á bara einar svartar gallabuxur en þær eru úr Topshop - þær eru aðeins stuttar
enda vildi ég þær þannig en mig langaði líka að eiga einar síðar sem ég gæti notað við t.d.
öklastígvél. Þessar eru úr ótrúlega þæginlegu mjúku og teygjanlegu efni og því eru þær mjög
þæginlegar. Ég hata ekkert meira en þröngar og stífar gallabuxur og því eru þessar draumur!
Þær kostuðu 3.990 kr - og nei ég er ekki að djóka! Þetta verð er eiginlega of gott. Þær eru úr
Vero Moda og heita "PcJust Wear Leggings" x


Þessi umfjöllun er ekki kostuð og eru allar vörur keyptar af mér.

13 April 2015

NEW IN: MAKE UP DRAWERS


Fyrir nokkrum vikum deildi ég þessari færslu með ykkur - þar talaði ég um að ég hafi pantað mér
hirslu fyrir snyrtivörurnar og er hún loksins komin! Ég átti reyndar von á því að hún væri stærri en
ég er nokkuð sátt með hana. Þar sem það er lítið sem ekkert geymslupláss inn á baði hjá mér hef ég
notað skápinn frammi á gangi hjá mér sem geymslu fyrir snyrtivörur. Þær voru gjörsamlega út um
allt og núna eru allar þær sem ég nota oftast á sama stað. Það er mun auðveldara að hafa þetta beint
fyrir framan sig en að róta inn í skáp að leita að eitthverju. Ég fann hirsluna á eBay og ætla ég að
panta mér aðra bráðlega fyrir restina af dótinu mínu - það er alltaf mun þæginlegra þegar það er smá
skipulag á hlutunum, er það ekki? 

Eigið góðan dag - ég þarf að vera mjög dugleg að læra þar sem öll helgin fór í námskeið fyrir
sumarvinnuna og var ég dauðþreytt þegar ég kom heim svo ég náði voða lítið að læra fyrir prófin.
Það var samt sem áður ótrúlega gaman um helgina og er ég svo spennt fyrir komandi vikum x

// The other day I ordered this make up organiser for all my stuff. It finally arrived and I am so
happy with it even though it is quite small. I always feel so much better when all my stuff is
organised and in one place. I got the drawers on eBay x11 April 2015

PARIS ON MY MIND

Pictures from Pinterest 

París er borg sem gjörsamlega kallar nafn mitt - mig hefur lengi langað að heimsækja hana og ég
skil eiginlega ekki afhverju ég hef aldrei farið! Mig dreymir um að rölta um götur Parísar, skoða
allar fallegu byggingarnar, kaupa mér blóm á blómamarkaði og njóta mín á góðu kaffihúsi með
súkkulaðicrossaint og makkarónum. Í haust stefni ég á loksins á að láta þennan draum rætast en
systir mín og kærastinn hennar flytja til Frakklands í lok sumarsins þar sem hann er að fara í
atvinnumennskuna í körfubolta. Það væri eiginlega ömurlegt af mér að nýta ekki tækifærið og
fara með systur minni til Parísar - mikið hlakkar mig til. Mig dreymir líka alltaf um að heimsækja
31 Rue Cambon og taka eina Chanel með mér heim x

// I have been dreaming of visiting Paris for so many years and I have no idea why I haven't
been there already. This fall my sister and her boyfriend are moving to France so I am planning
on visiting them there - I am dreaming of walking through the streets of Paris, buying flowers at
a flower market and eating pan au chocolate and macaroons at a cozy café. I can't wait xTheme designed by Feeric Studios. Copyright © 2013. Powered by Blogger