Færslan inniheldur auglýsingalinka en er ekki kostuð.

Halló! Ég hef því miður ekki náð að sinna blogginu að viti seinustu mánuði eins og þið hafið eflaust
tekið eftir en það gefst frekar lítill tími til að setjast niður með tölvuna og skrifa færslur með einn 15
mánaða skæruliða. Ég finn samt sem áður oft mikla þörf fyrir að setjast niður og blogga en ég hef 
notað Instagram mest seinustu mánuði þar sem mér finnst það ótrúlega þægilegur og auðveldur
miðill. Ég fann þessa blogglöngun einmitt í dag og því er ég komin hingað eftir að Frosti er 
sofnaður fyrir nóttina og langaði mig að deila með ykkur þremur flíkum sem eru á leiðinni til
mín frá Asos.

Ég setti mér engin áramótaheit en ég ætla að halda áfram að vanda valið vel þegar kemur að því
að versla, hvort sem það er fatnaður, skór, snyrtivörur eða aðrir hlutir. Mig skortir ekki neitt en
upp á síðkastið hefur mig fundist mig vanta eitthvað að ofan og því langaði mig að bæta 
aðeins við peysurnar mínar þar sem ég losaði mig við helling af þeim úr skápnum mínum fyrir
nokkrum mánuðum síðan. Mér finnst stíllinn minn aðeins vera að breytast og því vildi ég losa
mig við þær flíkur sem ég sá ekki fram á að ég myndi nota mikið og hægt og rólega bæta við mig.
Fyrst er það þessi peysa frá & Other Stories en ég sá hana fyrst um daginn þegar ég var að
skoða Asos í rólegheitunum. Hún er alveg eins og peysa sem ég á frá merkinu nema í þessum
ljósbrúna lit (ég á gráa) og ég hef notað mína svo ótrúlega mikið að ég varð að eignast hana í
þessum fallega lit líka! Ég elska svona tímalausar flíkur sem virka í mörg mörg ár. Næst er það
Nike peysan en hana á ég einmitt líka í öðrum lit sem ég hef notað mikið seinustu ár og fannst
mér því tilvalið að fá mér hana í öðrum lit. Ég nota svona kósýpeysur mikið við uppáhalds
Lululemon buxurnar mínar dagsdaglega þegar ég er heima við og að stússast. Seinasta peysan
sem ég ákvað að fá mér er frá NA-KD og mér finnst svo skemmtilegt að það er hægt að nota
hana hversdags og klæða hana aðeins upp við fínar buxur og hæla 
Færslan er unnin í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnson's Baby.

Hæ! Ég er mjög sein hér með fréttirnar en ef þið fylgist með mér og Þórunni á Instagram þá vitið
þið eflaust að við byrjuðum með hlaðvarð núna í byrjun desember sem ber nafnið ÞOKAN. Nafnið
vísar í brjóstaþoku sem er eitthvað sem við vinkonurnar höfum verið að upplifa síðan við áttum
börnin okkar í fyrra. Hlaðvarðið fjallar um það ferli eða allt frá getnaði til dagsins í dag og munum
við fara yfir hluti eins og meðgöngurnar okkar, fæðingarnar, fyrstu dagana, undirbúning, brjóstagjöf
og margt fleira. Við erum svo spenntar fyrir þessu verkefni og mun þátturinn koma út á hverjum
þriðjudegi næstu vikurnar. Við munum einnig fá til okkar nokkra skemmtilega gesti í smá spjall
og erum við svo heppnar að vera með yndislega samstarfsaðila sem hjálpuðu okkar að gera þennan
draum að veruleika. 

Samstarfsaðilar Þokunnar eru Better You, Lansinoh og Johnson's Baby en okkur fannst það
svo viðeigandi og fullkomið að fá í lið með okkur vörumerki sem við höfum verið að nota mikið
þetta fyrsta ár sem mæður og getum við heilshugar mælt með vörunum frá þeim enda reynst okkur
mjög vel! Ég hef notað D-vítamín spreyið frá Better You síðan Frosti var nokkra vikna gamall en það
var eina D-Vítamínið sem hann þoldi en hann fékk illt í magann af öllum hinum sem ég prófaði. Ég
hef áður sjálf notað vítamínin frá Better You en þau koma í spreyformi sem mér finnst frábært enda
auðvelt í notkun. Einnig verð ég að minnast á Magnesíum kremið fyrir börn en það nota ég á hverju
einasta kvöldi á tærnar á Frosta og finnst mér það hjálpa honum að slaka á og sofa betur. Lansinoh er
með allt sem við kemur bæði brjósta- og pelagjöf og hef ég notað mikið brjóstapumpuna mína frá
merkinu sem Níels keypti þegar við komum heim af spítalanum ásamt lekahlífum, brjóstakremi og
pelum. Johnson's Baby er merki sem ég er nýlega byrjuð að nota en eftir að Frosti byrjaði í leikskóla
núna í vetur finnst mér vatn ekki oft duga að þrífa honum heldur hef ég gripið í baðsápu og sjampó
frá merkinu. Nýlega voru allar vörurnar þeirra endurhannaðar í takt við breyttar áherslur foreldra og
eru vörurnar nú með færri og hreinni innihaldsefnum. Okkur hlakkar svo til að deila með ykkur 
reynsly okkar og upplifun af þessu fyrsta magnaða ári okkar sem mæður 

Hægt er að hlusta á ÞOKUNA á Apple Podcasts og Spotify!
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Guerlain.

Fyrir nokkrum vikum síðan barst mér ótrúlega fallegur pakki frá Guerlain sem innihélt tvær
vörur sem mig hafði lengi langað til að prófa. Allt sem kemur húðinni við er í svo miklu 
uppáhaldi hjá mér en mér finnst ekkert fallegra en falleg og ljómandi húð og þegar ég á 
góðan húðdag þá lætur það mér líða svo ótrúlega vel. Ég hafði ekki prófað margar vörur
frá Guerlain áður en þær vörur sem ég hafði prófað eru mjög góðar svo væntingarnar voru
miklar en ég hafði líka heyrt mikið af góðu um báðar vörurnar. 

Fyrst er það L'Or farðagrunnurinn sem ég sagði ykkur frá í þessari færslu um daginn en ég
hef notað hann nærri daglega síðan ég prófaði hann fyrst og verð ég ástfangnari af honum með
hverri notkun. Hann inniheldur gullagnir og er ótrúlega rakagefandi og húðin ljómar svo fallega.
Mér finnst undirbúningurinn fyrir farða svo rosalega mikilvægur og legg ég mikla áherslu á að
undirbúa húðina sem best og þar sem ég er með þurra húð þá er þessi grunnur fullkominn fyrir
mig. Hann fer beint inn í húðina og það er ótrúlega gott að bera farða á hana en farðinn sem ég
hef verið að nota seinustu vikur er einmitt líka frá Guerlain. Ég var búin að sjá hann mikið á
Instagram og varð að prófa hann en hann er strax orðinn að uppáhaldi hjá mér og hef ég verið
að nota hann bæði dagsdaglega og líka í flug. Farðinn heitir L'Essentiel og verður húðin svo
náttúruleg, ljómandi og hann endist ótrúlega lengi. Það er mjög auðvelt að blanda honum og
nota ég oftast bursta til að bera hann á og vá! Það er eiginlega það eina sem þarf að segja um
þennan farða, vá. Ég notaði hann í sjö klukkustunda flug um daginn og þurfti ekki að laga mig
eða púðra einu sinni allt flugið, það segir svolítið mikið

Ég prófaði vörurnar inn á Instagram Stories í fyrradag og setti umfjöllunina í highlights
hjá mér ef þið hafið áhuga að sjá meira um vörurnar og hvernig þær virka. Þið finnið mig
á Instagram undir @alexsandrabernhard og umfjöllunin er undir Guerlain highlights 


Þessi færsla er ekki kostuð.

Ég held að ég ætti að fá verðlaun fyrir að vera þolinmóð en hlutirnir ganga frekar hægt (okei mjög
hægt að mínu mati) hér heima við eftir að við fluttum. Eins og ég var búin að segja ykkur áður þá
er auðvitað búið að gera hluti eins og að mála, skipta um parket og innihurðar en að koma okkur
almennilega fyrir tekur aðeins lengri tíma. Við erum að bíða eftir forstofuskápnum okkar sem mun
stúka forstofuna aðeins frá stofunni og einnig erum við að bíða eftir hirslum inn á gang í skotið þar
og er ég svo spennt að klára það því eftir að skápurinn er kominn á sinn stað þá get ég byrjað að 
hengja hluti á veggina í stofunni og raða í hirslurnar sem munu vera aftan á skápnum. Framhliðin
á skápnum verður semsagt inn í forstofu en bakhliðin snýr inn í stofu og vildum við nýta plássið
og hafa hillur þar ásamt plássi fyrir sjónvarpið. Við eigum svo eftir að kaupa ljós í alla íbúðina
líka en um daginn komu gardínur sem ég pantaði af netinu og er ég í skýjunum með útkomuna.

Ég pantaði þær bara til þess að prófa og sjá hvernig þær koma út en þær komu þúsund sinnum 
betur út en ég hafði hugsað mér og ætla ég að panta á restina af íbúðinni líka. Hlakka til að
deila með ykkur breytingunum en annars er ég mjög dugleg á Instagram Stories og þið getið
fundið mig þar undir @alexsandrabernhard 
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Clarins og Guerlain.

Um daginn fékk ég yndislegan pakka með nokkrum snyrtivörum sem ég var spennt að prófa og
meðal annars var í honum L'Or farðagrunnurinn frá Guerlain sem mig hefur lengi langað til að
eignast. Ég hef séð Tati lofsyngja hann í marga mánuði svo þið rétt getið ímyndað ykkur hversu
spennt ég var þegar ég sá hann í pakkanum. Ég nota ekki alltaf farðagrunn en eftir að ég byrjaði
að nota þennan þá get ég ómögulega sleppt honum. Fyrir utan að vera fallegasta snyrtivara sem 
ég held að ég hafi átt þá hentar grunnurinn minni húð ótrúlega vel. Eins og sést þá inniheldur 
hann hreinar 24-karata gullflögur og ég meina, hver vill ekki byrja daginn á því að bera smá
gull á andlitið sitt?! Farðagrunnurinn er gelkenndur, ótrúlega frískandi og veitir húðinni góðan
raka og ljóma - allt sem ég leita eftir í farðagrunn. 

Þar sem ég er langflesta daga heima með Frosta þá vill ég fríska mig aðeins við en á sama tíma
er ég ekki að nota kannski farða dagsdaglega heldur vill ég bara aðeins gefa húðinni góðan raka,
hylja það sem þarf að hylja, gefa húðinni smá lit og ljóma. Ég byrja alla morgna á því að þvo mér
létt í framan, set á mig rakakrem, sólarvörn og svo ber ég á mig uppáhalds hyljarann minn frá
Clarins sem ég fjallaði um í þessari færslu hér. Ég er alveg að vera búin með túpuna og þarf að
næla mér í nýja en hyljarinn er svo ótrúlega léttur en hylur svo ótrúlega vel ásamt því að haldast
á allan daginn. Ég set svo aðeins af sólarpúðri á mig til að fá smá lit og er ég nýlega byrjuð að
nota Terracotta sólarpúðrið frá Guerlain sem er ein vinsælasta varan frá þeim og það kemur mér
ekki á óvart af hverju. Ótrúlega fallegur litur og blandast svo vel! Ég klára svo með að laga aðeins
augabrúnirnar mínar og krulla augnhárin og þá er ég tilbúin í daginn. Ég er að prófa nýjan farða
þá daga sem ég nenni að gera meira en þetta og hlakkar mig til að deila honum með ykkur 
Blogger Template Created by pipdig