Þessi færsla er unnin í samstarfi  við Clinique á Íslandi.

Ég elska þegar vörumerki sem ég nota koma með spennandi nýjunga á markaðinn en það er 
einmitt sem Clinique gerði nýlega þegar þetta rakagel frá þeim kom út. Ég varð strax mjög
spennt fyrir gelinu en ég er veik fyrir öllu sem á að veita húðinni raka þar sem ég er með 
þurra húð og þá sérstaklega á þessum tíma árs þegar það byrjar að kólna úti. Þetta er semsagt
háþróað rakagel sem mögulegt er að nota á marga vegu - það er olíulaust og veitir húðinni
raka í 24 klukkustundir. Það minnir mig ótrúlega á eina af mínum uppáhalds vörum frá Drunk
Elephant, B Hydra Intensive Hydration Serum, og því fullkomið þar sem Drunk Elephant fæst
ekki hér heima að finna eitthvað sem er mjög svipað. 

Ég nota gelið á hreina húð bæði á morgnanna og kvöldin. Eftir að ég hreinsa húðina þá set ég
gelið á og er það ótrúlega fljótt að fara inn í húðina. Það situr einnig ekki á húðinni heldur svo
maður er aldrei klístraður sem ég þoli ekki við sumar húðvörur - ég vill að varan fari beint inn
í húðina frekar en að ég finni fyrir henni á andlitinu. Eftir að ég er búin að setja á mig gelið þá
set ég rakakrem á mig en ég hef einnig heyrt að það sé hægt að blanda gelinu við farða og er 
það eitthvað sem ég er ótrúlega spennt fyrir en hef þó ekki enn prófað. Það er klárlega næst á
dagskrá hjá mér að blanda gelinu við farða til að fá meiri raka í húðina og til að farðinn ýki ekki
þurru húðina. Þetta er ótrúlega skemmtileg vara sem ég hlakka til að prófa mig áfram með Þessi færsla er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.
ASOS oversized white fur (HÉR)     NEW LOOK wrap body (HÉR)
ASOS trousers with obi tie (HÉR)     RIVER ISLAND maxi dress (HÉR)

Jæja, þá er komið að nýjum Asos lista en það er ansi langt síðan ég deildi einum þannig með
ykkur síðast. Ég er í leit þessa dagana að dressi fyrir nafnaveisluna hjá litla kalli sem verður 
haldin núna um miðjan Nóvember en ég sá þennan síða kjól og hugsaði að hann gæti verið
verið sætur en það er smá erfitt að finna sér dress þegar maður er með barn á brjósti - það þarf
að vera auðvelt að gefa og því ekki allt sem hentar en guð minn góður hvað þessi kjóll er fallegur.

Ég pantaði mér þennan loðjakka um daginn en mér finnst hann ótrúlega fallegur - ég mæli samt
með að taka hann í einni stærð stærri en vanalega sem ég gerði því miður ekki en ég hefði viljað
hafa hann aðeins stærri. Hann er samt ótrúlega fallegur og fullkominn í kuldanum 

Ég ákvað að taka mér smá pásu frá blogginu og samfélagsmiðlum á meðan við værum þrjú
saman heima að njóta en þetta er svo mikilvægur tími sem við fáum aldrei aftur. Níels byrjaði
að vinna aftur í gær svo ég og litli erum bara tvö saman heima núna næstu mánuði sem eru smá
viðbrigði en á sama tíma ótrúlega notalegt. Litli varð mánaðargamall um helgina og finnst mér
ótrúlegt hversu fljótur tíminn er að líða - áður en ég veit af verður drengurinn orðin stærri en ég!
Í dag er einmitt settur dagur hjá mér og finnst mér ótrúlega fyndið að hugsa um það að ég gæti
mögulega bara verið ennþá ólétt hefði ég ekki lent í að fá meðgöngueitrun. 

Litli kallinn okkar dafnar mjög vel en hann er ótrúlega duglegur að drekka og þyngjast - ég bíð
bara eftir að hann nái 4 kg því þá get ég loksins farið með hann út í vagn að labba og vona ég að
ég nái nokkrum göngutúrum áður en að veðrið verður orðið slæmt. Ég bíð spennt eftir að vagninn
sem við völdum okkur komi en eftir að hafa farið og skoðað helstu tegundir vagna sem eru til þá
enduðum við á því að panta Bugaboo Fox vagn úr nýju Classic Collection línunni þeirra en hann
kemur vonandi á næstu dögum! Annars þá erum við að finna rútínuna okkar hérna heima við og
er ég byrjuð að vera aðeins duglegri að deila lífinu með ykkur inn á Instagram Stories en þið getið
fundið mig þar undir @alexsandrabernhard 
Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi en inniheldur auglýsingalinka.
NA-KD alpaca wool high neck sweater (HÉR)     NA-KD overlap knitted sweater (HÉR)
NA-KD wool blend sweater (HÉR)     NA-KD alpaca wool blend sweater (HÉR)

Haustið er svo sannarlega mætt og verð ég að viðurkenna að ég er að elska það - mér finnst svo
kósý að liggja heima í leti með litla monsann minn og heyra í vindinum og laufblöðunum fyrir
utan. Þrátt fyrir að eiga endalaust af kósý peysum þá fæ ég ekki nóg og langar mig alltaf í fleiri
þegar það byrjar að kólna. Mér finnst úrvalið af peysum inn á NA-KD í augnablikinu æðislegt
svo mig langaði að deila með ykkur fjórum peysum sem eru á óskalistanum mínum. Ég er nýlega
byrjuð að panta mér mikið af NA-KD en úrvalið þar er æðislegt, sendingin er fljót að koma (um
2-3 daga) og hún kemur beint heim að dyrum sem er ótrúlega þægilegt. Ég held að ég leyfi mér
að panta mér eina peysu en ég get ekki ákveðið mig á milli gráu peysunnar með háa kraganum
og hinnar sem er með aðeins lægri kraga - hversu kósý 

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi. 

Þegar ég var ólétt þá vissi ég að mig langaði að eiga fallegar myndir af mér með bumbuna og því 
pantaði ég mér bumbumyndatöku. Nú þegar ég er búin að eiga þykir mér ótrúlega vænt um þessar
myndir en ég fékk hana Elísabetu Blöndal til að mynda mig og vá, ég er svo ánægð með að hafa
fengið hana í þetta með mér. Hún myndaði Þórunni og myndirnar hennar voru svo ótrúlega fallegar
að ég hafði samband við hana um leið og við fundum dag þar sem bumban var orðin ágætlega stór
til að mynda. Ég var frekar stressuð að láta ókunnuga manneskju mynda mig á nærfötunum en
þegar Elísabet kom þá fauk allt stress út um gluggan - hún myndaði mig heima í mínu umhverfi
sem var ótrúlega þægilegt og lét hún mig líða svo vel allan tímann. Ég er gjörsamlega í skýjunum
með myndirnar og eru þær svo verðmætar minningar sem ég mun eiga að eilífu - það er magnað
að sjá líkamann sinn breytast á meðgöngunni og trúi ég eiginlega bara ekki að ferlið sé búið. Nú
liggur litli karl við hliðina á mér en ekki inn í bumbunni - lífið er yndislegt Blogger Template Created by pipdig