Vöruna fékk ég sem gjöf.

Þið vitið eflaust að húðumhirða er mér mjög mikilvæg og passa ég mig alltaf að hugsa vel um húðina
mína. Ég þvæ hana öll kvöld (jafnvel þótt ég hafi ekki notað farða yfir daginn) og á morgnanna líka 
og reyni ég mitt besta að forðast vörur með ákveðnum innihaldsefnum sem ég veit að fara illa í hana.
Advanced Night Repair línan frá Estée Lauder á sér mjög langa sögu en línan kom fyrst á markað 
fyrir meira en 35 árum og á sér enn í dag tryggan stað í húðrútínu kvenna um allan heim sem segir
ansi mikið. Andltisserumið var fyrsta varan sem kom út og síðan þá hafa fleiri vörur bæst við eins
og augnserum, augnkrem og maski. Ég var mjög forvitin um línuna eftir að hafa heyrt endalaust
gott um hana svo ég fékk tækifæri til að prófa tvær vörur; andlitserumið fræga og svokallað matrix
fyrir augun sem er ekki beint augnkrem og ekki serum en ótrúlega skemmtileg vara.

Serumið gefur húðinni góðan raka og ljóma en það á að endurnýja húðina ásamt því að hægja á
öldrum húðarinnar. Ég nota serumið á hreina húð áður en ég fer að sofa á kvöldin og nota svo
matrixið á augnsvæðið en áferðin á því er mitt á milli serums og krems en það er stútfullt af raka
og veitir augnsvæðinu aðeins meiri fyllingu. Ég skil núna fullkomnlega af hverju serumið er oft
kallað frægustu dropar heims en þeir eru komnir til að vera í minni húðrútínu. Þeir eru einnig lausir
við innihaldsefni á borð við paraben, súlföt og phtalates og því halda þeir húðinni minni í mjög
góðu jafnvægi 

ZARA skyrtukjóll     H&M maternity gallabuxur     BIRKENSTOCK sandalar     SAINT LAURENT taska

LOKSINS! Er það ekki það sem við erum öll að segja - loksins fáum við almennilegt veður á þessu
skeri þetta sumarið. Þegar ég ímyndaði mér að vera í barneignarleyfi allt sumarið þá hugsaði ég um
að eyða miklum tíma á pallinum, niðrí bæ með vinkonum að njóta og í göngutúrum en nei, ég hef 
eytt meirihlutanum af orlofinu inni vegna veðurs svo ég er ótrúlega ánægð að fá loksins tækifæri til
að eyða tíma úti og njóta sólarinnar. Það er einmitt það sem ég gerði í dag en ég kíkti í hádegismat
með Þórunni á Jamies Italian en pastað þar er svo ruglað gott að ég var að kreiva það. Við sátum þar
og spjölluðum og röltum svo aðeins um miðbæinn. Ég klæddist þessari skyrtu úr Zara sem ég keypti
mér fyrir stuttu en ég keypti mér hana í ólífugrænu þegar ég var stödd í Feneyjum og varð að eignast
hana í hvítu líka. Svo fullkomin ,,basic" flík sem passar við allt og það besta er að hana er hægt að 
nota með bumbu og ekki - klárlega nýtt uppáhald í fataskápnum 


Þessi færsla er ekki kostuð // Vöruna keypti ég mér sjálf.

Fyrr í vor sagði ég ykkur frá tveimur nýjum púðrum frá BECCA sem ég var þá nýbúin að eignast og
var að byrja að prófa - eitt af þeim púðrum var Hydra Mist Set & Refresh púðrið en eftir mikla leit
fann ég það í Sephora í Washington D.C. en það hafði komið í takmörkuðu magni hér heima og var
orðið uppselt. Ég lofaði að ég myndi láta ykkur vita þegar það kæmi aftur til landsins og loksins get
ég fært ykkur þær fréttir - það er komið aftur og finnur þú það meðal annars í verslunum Hagkaupa
og einnig inn á Fotia.is hér

Þið hugsið kannski með ykkur ,,já okei, eitt enn andlitspúðrið" en þetta er svo langt frá því að vera
bara enn eitt andlitspúðrið. Þetta púður er svo ótrúlega sérstakt en 50% af því er vatn og glycerin
en vatn er vanalega innihaldsefni sem þú finnur ekki í púðrum. Eins og þið sjáið á myndinni hér að
ofan þá er púðrið ótrúlega fíngert og er ætlast til að nota það annað hvort yfir farða til að setja hann
en einnig má nota það á bera húð en gott er að hafa í huga að þetta er ekki púðurfarði svo það er
ekki að fara að hylja. Þar sem púðrið er að helminga til vatn þá er mjög fyndin tilfinning þegar það
er borið á húðina en það er eins og þú sért að spreyja rakaspreyi á þig því púðrið virðist vera blautt
þegar það kemst í snertingu við húðina. Ég er ennþá alltaf jafn sjokkeruð þegar ég nota púðrið því
þetta er svo skrýtin tilfinning en hún endist einungis í nokkrar sekúndur og verður andlitið alls ekki
blautt þó þér líði þannig. Ég er með frekar þurra húð og finnst mér púður vanalega gera húðina mína
þurrari og leggja áherslu á hversu þurr ég er en það gerist ekki með þessu púðri. Það gefur húðinni
rakann sem hún þarf á meðan það setur farðann og passar að hann fari ekkert yfir daginn. Ég skil
ekki alveg hvaða galdrar þetta eru en þetta er eitthvað annað - púðrið kostar 4.990 krónur og dugar
það ótrúlega lengi en ég er rétt svo hálfnuð með mitt eftir 3 mánaða notkun 

ASOS maternity & nursing set (peysan fæst HÉR og buxurnar fást HÉR)

Að vera ekki að vinna þýðir að maður hafi endalausan frítíma til þess að plana komandi mánuði og 
hef ég rosalega mikinn tíma til þess að undirbúa allt fyrir komu barnsins - suma daga vill ég ekkert
meira en að mæta í flug en aðra daga finnst mér ég rosa heppin að fá tækifæri til að njóta mín á
meðgöngunni og hafa meira en nægan tíma til að undirbúa allt saman. Ég er mjög snemma með
þetta en mig langaði að finna mér fallegan og þægilegan heimagalla sem ég gæti notað á seinustu
metrum meðgöngunnar og svo einnig heima við eftir fæðingu. 

Ég rakst á þennan galla inn á Asos (surprise surprise) fyrir nokkrum vikum og ákvað að panta mér
hann núna þrátt fyrir að það séu enn meira en 3 mánuðir í litla þar sem það var ekki mikið til eftir
í minni stærð. Ég nota vanalega UK 10/EU 38 inn á Asos en ég ákvað að taka gallann í einni stærð
stærri en vanalega svo hann væri aðeins þægilegri. Peysuna finnur þú hér og buxurnar hér 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.

Hér höfum við seinustu myndadagbókina frá Ítalíuferðinni okkar - eftir vikuna yndislegu í húsinu við
Garðavatn lá leið okkar til Feneyja en þar eyddum við þremur dögum áður en við flugum heim. Ég 
verð að viðurkenna að ég var orðin mjög þreytt á þessum tímapunkti og alveg tilbúin að komast heim
en ég hefði samt sem áður aldrei viljað sleppa því að upplifa Feneyjar - eina sem ég hefði viljað gera
öðruvísi er að fara í dagsferð þangað en ekki eyða heilum þremur dögum þar, það fannst mér aðeins
of mikið. Um hásumarið er mjög mikið af fólki þarna og ekki er borgin stór svo á tímabilum var ég
alveg að gefast upp. Borgin er aftur á móti mjög falleg og þess virði að heimsækja! Við í raun gerðum
ekki mikið heldur nutum við okkar að rölta litlu göturnar og borða góðan mat en ég verð að mæla 
með veitingarstaðnum La Caravella en þar borðuðum við tvö kvöld í röð - það var það gott og þá
sérstaklega souffle eftirrétturinn, nammm 
Blogger Template Created by pipdig