ALEXSANDRA BERNHARÐ // TÍSKU- OG LÍFSSTÍLSBLOGG

Image Slider

30.5.16

10 THINGS ABOUT ME

UPPÁHALDS OUFIT FÆRSLAN MÍN HINGAÐ TIL - ÞESSI JAKKI SKO.

Það er ansi langt síðan ég skellti í svona færslu og því tilvalið að segja ykkur aðeins betur frá mér,
ég fékk smá hjálp frá Katrínu systur minni og vinkonum mínum til að finna nokkur atriði sem þið
mögulega vissuð ekki - það er nefnilega mun erfiðara en það sýnist að segja frá sjálfum sér! Ég
vona að þið hafið gaman af og getið kynnst mér aðeins betur. Njótið dagsins ykkar, ég er búin að
sitja úti á bakvið í allan dag í sólinni og ætla þangað aftur núna - elska sumarið 

1. Þegar ég verð kvíðin finnst mér best að leggjast upp í rúm og horfa á Jaclyn Hill á
Youtube - ég veit ekki hvað það er en eitthvað við hana róar mig. 

2. Annað sem ég geri þegar ég er kvíðin er að þrífa - ég elska að þrífa! Þegar ég
veit að ég hef heilan dag bara til að þrífa, breyta heima við og skipuleggja þá er
það draumur.

3. Þegar ég var 16 ára þá litaði ég á mér hárið dökkt - sem endaði með því að það
varð svart. Níels litaði meira að segja einu sinni á mér hárið!

4. Ég gjörsamlega elska bjúgur - ég veit að þetta hljómar ógeðslega en ég gæti
borðað bjúgur með uppstúf, kartöflum og sultu alla daga.

5. Talandi um mat þá get ég ekki borðað fisk - nema humar, túnfisk og svona
soðinn fisk með kartöflum og nóg af tómatsósu.

6. Ég er mjög nísk - ótrúlegt en satt. Mér finnst ekkert erfiðara en að eyða
pening, og þá sérstaklega í eitthvað leiðinlegt eins og bensín og mat.
En þegar það kemur að fötum og snyrtvörum... bæ peningur!

7. Ég borða nammi á hverjum einasta degi - ég var rétt í þessu að háma
í mig heilan poka af Click Mix frá Haribo sem er uppáhaldið mitt.

8. Ég hata blautt bréf, semsagt eldhús- eða klósetpappír. Ég get ekki
snert þannig og kúgast ef ég geri það haha, hvað er að?

9. Ég er nýbyrjuð að geta farið í sturtu þegar ég er ein heima, ég gat
einu sinni aldrei gert það og ekki heldur ryksugað þegar ég var ein
heima.

10. Ég er skipulagsfrík - ég elska að skipuleggja, gera plön og gera
lista. Alveg eins og mamma!


Today I am sharing with you 10 things about me that you might not know - these posts have 
been so popular that I decided it was time for a new one. If you want to know these 10 facts
in your language you can use Google Translate. Have a good day everyone - the sun is shining
here in Iceland finally and I am relaxing in my backyard. Oh, I love the summer 
28.5.16

PIECES x JULIE SANDLAU

Vörurnar í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf.

Þegar ég kom heim frá Boston í seinustu viku beið mín ótrúlega sætur pakki heima frá VILA
og ég var svo spennt að opna hann. Thorunn Ivars, vinkona mín, var aðeins búin að hinta að það
væri að koma ný skartgripalína í VILA og guð hvað hún er falleg - hún er frá Pieces og er hönnuð
í samstarfi við Julie Sandlau, sem er danskur skartgripahönnuður. Ég verð að viðurkenna að ég hef
ekki heyrt um hana áður en ég þarf greinilega að fara að kynna mér hana og skartið hennar. Ég fékk
eyrnalokka og hring úr línunni að gjöf og vá hvað ég er ástfangin - allt skartið er úr ekta sterling silfri
og eru bæði eyrnalokkarnir og hringurinn húðaður með 18 karata rósagulli. Línan er ótrúlega falleg
og vönduð - fullkomin gjöf þar sem útskriftir eru á næsta leyti svo ég mæli með að kíkja á úrvalið.
Takk fyrir mig VILA 

Ég vona að þið eigið yndislega helgi, ég er í fríi í dag og ætla að eyða deginum heima að þrífa og
laga til áður en ég fer í grill í kvöld og vakna svo snemma á morgun og skreppa í flug. Heyrumst
eftir helgina!


When I came home from Boston last week I had the cutest package waiting for me at home from
VILA. I knew that there was a new jewellery line launching in collaboration with Julie Sandlau
and I got a beautiful pair of earrings and a ring - all of the pieces from the line are made with real
sterling silver and the pieces I got are coated with 18 carat rose gold, how perfect? The line is so
beautiful and I recommend you checking it out if you already haven't. Thank you so much for
this lovely package VILA 

I hope you all have a wonderful weekend, I have the day off today and I am going to spend the
day cleaning and unpacking before I go to a BBQ tonight and then I have to wake up early to go
to work tomorrow. Talk soon!
24.5.16

PICK OF THE DAY: FLAT LEATHER SANDALS


Flatir svartir sandalar er eitthvað sem ég verð að eiga í skóskápnum mínum. Ég hef átt tvö pör á 
seinustu 6 árum - ég notaði fyrsta parið svo mikið að á endanum var botninn dottinn af og þá var
kominn tími á nýtt par - ég á þá ennþá en ég lenti í því um daginn út í Boston að stinga mig á þeim
(það stendur eitthvað svona járn dæmi út hjá hælnum og ég næ því ekki af!) og það endaði með því
að það fossblæddi úr hælnum á mér í Sephora, rosalega kósý eða þannig. Þá hugsaði ég að það sé 
kannski kominn tími á annað par enda er hitt parið orðið næstum fimm ára - efst á óskalistanum eru
þessir sandalar frá Pieces sem fást á Asos og ætla ég að næla mér í þá við tækifæri. Ég elska svona
skó - þeir eru svo einfaldir, passa við allt og hægt er að nota þá í mörg ár!

Ég og Níels erum á leið erlendis í dag og ætlum við að eyða næstum tveimur dögum í Toronto.
Ég hef komið þangað einu sinni og hlakkar mig til að sýna Níelsi borgina og eyða næstu dögum
með honum - það er svo mikið að gera hjá okkur báðum í vinnunni að það verður ljúft að hafa
hann alveg fyrir mig í smá. Þangað til næst, knús 

PIECES flat leather sandals (fást HÉR)


Basic black flat sandals are something that I have to have in my closet. I have had two pairs over
the last six years and have wore them until they fell apart (no, seriously). I need a new pair since
my current ones have some metal thingy sticking up by the heel and I can't seem to remove it no
matter what I try - when I was wearing them in Boston last week I cut myself and my heel was
bleeding in the middle of Sephora, not a fun day! I found these sandals from Pieces the other day
and they are on the top of my wishlist - these types of sandals are so simple and go with really
everything!

Me and Níels are going to Toronto today and I am so excited to share the next two days with 
him. I have been there once before and can't wait to show him the city - we are both so busy
with work that we need some time to ourselves so I am really excited. Take care 

PIECES flat leather sandals (buy them HERE)
23.5.16

DIOR NUDE AIR + DIORSKIN FOREVER PRIMER

Vörurnar í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn.
Þú finnir vörurnar frá Dior í Hagkaup.

Gleðilegan mánudag - það er svo mikill mánudagur í mér að það er ekki fyndið! Ég fór í morgunflug
í gær sem þýðir að ég vaknaði eldsnemma og þegar ég kom heim steinsofnaði ég til að verða tíu um
kvöldið, horfði á einn þátt og svaf svo í 13 tíma - í dag er ég svo löt og nenni gjörsamlega engu en 
mig langar svo að deila með ykkur uppáhalds combo-inu mínu í augnablikinu. 

Fullkomin húð er í miklu uppáhaldi hjá mér - það er líka mikilvægt að farðinn haldist á allan 
daginn þar sem ég er að fljúga og einnig að hann sé léttur á húðinni. Þessar tvær vörur frá Dior
eru fullkomnar saman og gera nákvæmlega það sem ég leitast eftir - ég er gjörsamlega ástfangin
af húðinni þegar ég er með þessa blöndu á mér. Nude Air farðinn hefur verið í miklu uppáhaldi
hjá mér lengi eins og þið vitið en er primerinn ný viðbót í snyrtitöskunni. Hann er einstaklega
léttur og húðin verður svo mjúk að það er ótrúlega þægilegt að bera farðann svo á. Það besta
við hann er að húðin er ennþá fullkomin eftir langt flug svo þessi er kominn til að vera í minni
snyrtitösku Hello and happy Monday - I am so tired and lazy today that I can barely type on my computer!
I worked a morning flight yesterday which means that I woke up super early and when I came
back home I fell asleep for 3 hours on the couch and then slept for 13 hours during the night.
Talk about being totally exhausted but I am super excited to share with you my favourite combo
at the moment.

One thing that I am obsessed with is perfect skin - it is also super important to me that my make
up stays on all day long at work and that it feels light on the skin. These two products from Dior
are perfect when used both on their own and they are even better when they are used together. I
am in love with my skin when I use them! The Nude Air foundation has been a favourite of mine
for a long time as you probably know but the primer is new in my routine. It is so light and makes
the skin so soft - the best thing is that my make up is still flawless after a long flight so this one is
here to stay in my routine 
22.5.16

ON IT'S WAY: ASOS & MISSGUIDED


Þegar maður byrjar þá getur maður ekki hætt - ég pantaði mér smá af Asos og Missguided í seinustu
viku og svo aftur í gær haha! Ég var ekki búin að panta mér neitt af netinu í yfir tvo mánuði svo ég
átti smá inni en ég pantaði mér þessa þrjár flíkur af Missguided - fyrsta sem ég setti í körfuna var 
þessi hvíta "cropped" peysa en hún er fullkomin við kósýbuxurnar sem ég pantaði mér líka og svo
hvíta strigaskó, já takk. Ég fékk mér líka svo þessa hvítu skyrtu en hún er einmitt fullkomin fyrir
sumarið - létt og þægileg yfir gallabuxur og flottan blúndutopp! 

MISSGUIDED cropped sweatshirt (HÉR)     MISSGUIDED joggers (HÉR)     MISSGUIDED shirt dress (HÉR)


When I start, I can't stop haha - last week I made an order with both Asos and Missguided and
last night I made two more, oops! I hadn't ordered anything online for about two months so I
decided that I could splurge a little bit but I ordered three items from Missguided - the first thing
I ordered was this white cropped sweatshirt that will be perfect with the joggers I also got and
white sneakers, yes please. I also got this white shirt dress which would be perfect this summer
over black jeans and over a black lace bra! 

MISSGUIDED cropped sweatshirt (HERE)     MISSGUIDED joggers (HERE)     MISSGUIDED shirt dress (HERE)


Ég pantaði mér svo auðvitað smá af Asos líka en mig langar í gjörsamlega allt þar - ég lét tvo hluti
duga í þetta skipti en ég er að bíða eftir að þessi jakki komi aftur, þá ætla ég að næla mér í hann.
Ég fékk mér þennan topp sem ég er ótrúlega skotin í og þennan samfesting sem mig er búið að
langa að eignast í nokkrar vikur núna - hann er örugglega það þægilegasta sem til er, fullkomið
fyrir mig! 

ASOS bomber jacket (HÉR)     WEEKDAY brienne triangle bra (HÉR)     BOOHOO jumpsuit (HÉR)


I also ordered a couple of things from Asos but there are so many things there that I want - I
ordered two items this time and then I am waiting for this bomber jacket to come back in stock
so I can make it mine, it is so nice! I ordered this bra and this jumpsuit which I have been craving
now for a few weeks - it looks so comfortable, just what I love! 

ASOS bomber jacket (HERE)     WEEKDAY brienne tringle bra (HERE)     BOOHOO jumpsuit (HERE)